Morgunblaðið - 07.02.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.02.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR 1974 31 FRAMHALDSSAGA EFTIR f\V AiCi MAJ SJÖWALL OG PER WAHLÖÖ 4 v T V l A JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR ANJNA ÞÝDDI ! Tilraunir j með hreinsi- tæki Jóns 25 — Hvenær fáum við annars kaupið okkar. — Sennilega ámorgun. Þeir sátu þögulir um stund. Hvorugur lét eíns og hinum væri einhver kæti i hug. Að lokum sagði Kolberg. — Hann var sem sagt bara núll og nix þessi kauði, sem þú varst að yfirheyra. — Það var ekki hann. — Ertu handviss um það? — Nei. — Finnst þér þú vera viss? — Já. — Það nægir mér. Þegar allt kemur til alls, er það ekki alveg sambærilegt að taka fuilur tólf ára stúlku eða drepa með köldu hlóði fullvaxta konu. — Öldungis rétt. — Og ég held ekki að hún hefði nokkurn tíma litið við honum. Þá hef ég að minnsta kosti ekki skilið Kafka rétt. — Einmitt, sagði Martin. — Þessu er ég líka sammála. — Hvað sagði hann lögreglu- manninum i Motala? Varð hann hnugginn? — Ahlberg? Já, dálítið. En hann er þrjózkur. Hvað sagði Melander annars? — Ekkert. Ffe hef þekkt hann síðan frá því við vorum báðir græningjar í löggunni og hann lét aldrei neitt á sig fá, nema ef vera skyldi að tóbaksskömmtun yrði tekin upp. Kolberg tók fram minnisbók og blaðaði hugsi i henni. — Meðan þú varst í burtu, hef ég farið yfir þetta eina ferðina enn og reynt að draga það saman. — Já. . . — Ég lagði til dæmis þá spurningu fyrir mig, sem ég veit, að Hammar mun einnig bera fram: Hvað vitum við? — Og svarið? — Það er kannski betra að þú verðir fyrir svörum. Hvað vitum við um Roseönnu McGraw? — Heilmikið — og það getum við þakkað Kafka. — Rétt. Ég ætla meira að segja að vera svo djarfur að segja, að við vitum það sem máli skiptir um hana. En ekki er nóg með það: hvað vitum við um verknaðinn — morðið? — Við vitúm hvar það var framið. Og nokkurn veginn hvernig og hvar það gerðist. — Vitum við það i' raun og veru? Martin barði laust með fingrum á borðplötuna. Svo sagði hann: — Já. í klefa númer sjö A um borð í skipinu ,,Díönu“. — Blóðflokkurinn kemur heim, en það dugar víst ekki til. En þá er það hvenær? — Aðfararnótt 4. júlí. Eftir að myrkur var skollið á. Að minnsta kosti var það siðari hluta dags. Sennilega milli klukkan níu og miðnættis. — Og hvernig? Jú, við höfum niðurstöður krufningarinnar. Við getum gengið út frá þvi sem vísu, að hún hafi afklætt sig af fúsum og frjálsum vilja. Hún gæti líka hafa gert það við ógnanir frá hon- um, en ekki þykir mér það trúlegt. — Rétt. — Og þá kemur rúsínan i pylsuendanum: Hvað vitum við um morðingjann? Kolberg svaraði sér sjálfur eftir nokkra umhugsun: — Að hann er haldinn kvala- losta og er kynferðíslega afbrigði- legur. — Að viðkomandi er karlmað- ur, sagði Martin Beck. — Já, ætli ekki það. Og hann hefur verið sterkur. — Við vitum hann var um borð í Díönu. — Já, ef fyrri athuganir okkar standast. — Og hann hefur annaðhvort verið skipverji eða farþegi? — Vitum við það nú fyrir vfst? Þeir þögnuðu báðir. Svo sagði Martin Beck. — Það hlýtur að hafa verið þannig. — Það gæti líka verið öðruvísi. — Nei. — Jæja, þá segjum við það. Aftur á móti vitum við ekki, hvernig hann er f hátt. Ekki hverrar þjóðar hann er. Við höf- um ekki fingraför að fara eftir og ekkert annað, sem getur tengt hann morðinu. Við vitum ekki, hvort hann hefur þekkt Roseönnu McGraw frá fyrri tíð. Hvaðan hann var, vitum við ekki, hvað af honum varð, né heldur hvar hann er niðurkominn þessa stundina. Kolberg var mjög alvörugefinn á svip. — Við vitum satt aðsegja fjári lítið, Martin, sagði hann. — Vit- um við með nokkurri vissu, að Roseanna McGraw hafi EKKI farið í land í Gautaborg heil á húfi? Hún gæti hafa gert það. Að einhver hafi myrt hana síðan, ein- hver sem vissi, hvaðan hún var og flutti líkið af henni aftur til Motala og kastaði því f sjóinn? — Ég hef tekið þann mögu- leika með í reikninginn. En mér finnst hann alveg fráleitur. — Ég veit það stríðir á móti heilbirgðri skynsemi. En ef okkur tekst til dæmis að útvega fullnægjandi sannir fyrir því, að hún hafi aldrei komizt alla leið til Gautaborgar, þá er að minnsta kosti einn möguleiki til viðbótar, sem verður að hafa í huga: að hún hafi farið í land f Borenshult og rekiztþar á einhvern vitfirring. — Við hlytum að hafa fundið eitthvað, ef svo væri í pottinn búið. — Já, en það er óvíst. Það eru smáatriðin f þessu máli, sem eru að gera mig vitlausan. Hvernig í ósköpunum gat hún horfið á miðri leið án þess að nokkur tæki eftir því? Ekki einu sinni skips- jómfrúin, sem ræstaði klefann hennar og ekki þjóninn, sem af- greiddi við borðið hennar í mat- salnum. — Sá, sem drap hana, hlýtur að hafa verið kyrr um borð, eftir að verknaðurinn var framinn. Hann hefur tekið til í klefanum, svo að allt leit út fyrir að vera með felldu. Það var nú ekki um nema eina nótt að ræða. — En hvað varð af sængur- fötunum? Þau hljóta að hafa verið löðrandi í blóði. Varla hefur hann getað þvegið þau. Og hafi hann hent öllu fyrir borð — hvernig gat hann þá útvegað önn- ur í staðinn? — Það er ekki víst, að það hafi verið eins mikið blóð og þú heldur. Og hafi maðurinn verið dálítið útsmoginn, hefur hann haft einhver ráð með að fara i rúmfatageymsluna og ná í ný. — Getur farþegi þekkt svo vel til alls um borð? Hefur þú trú á því, að hann hefði getað gert það, án þess nokkur veitti því athygli? — Það er ekki eins erfitt og þú heldur. Hefurðu verið um borð í farþegaskipi að næturlagi? — Nei. — Allir eru í svefni. Allt er kyrrt og alls staðar mannlaust. Allir skápar eru ólæstir. Meðan skipið hélt sinu striki þessa nött, eru aðeins þrfr, sem má með nokkurri vissu segja, að hafi getað verið vakandi: þeir sem stóðu vakt uppi i brú og einn í vélarrúmi. — En einhver hefði þó átt að taka eftir því, að hún fór ekki f land i G autaborg? — Það eru engin sérstök forms- atriði, sem þarf að uppfylla við að koma þar í land. Þar þjóta allir í land, án nokkurrar sérstakrar váð- hafnar og eiga það eitt sameigin- legt, að allir eru að flýta sér. Martin starði fram fyrir sig. Jar hjá ÍSAL Það fer helzt í taugarnar á j Þórðarson- mer, sagði hann, — að farþegarn- I ir í klefanum við hliðina á, skyldu einskis verða varir. — Ég get skýrt það. Ég fékk að . vita það fyrir tveimur tímum. í J Blaðinu hefur borizt eftirfar- klefa A3 voru hollenzk hjón. Bæði | frij |sAL: eru á áttræðisaldri og nærri | Vegna greina í Þjóðviljanum heyrnarlaus. . 30. janúar og 1. febrúar sl. varð- Kolberg hélt áfram að blaða i J an(]j tilraunir með hreinsitæki bókinni og reif í hár sér. I Jóns Þcírðarsonar hjá ÍSAL, þykir — Það, sem við vitum, byggist I rétt,að eftirfarandi komi fram: aðallega á hinum ýmsu likum. Gerðar hafa verið þrjár útgáfur Aþreifanlegar sannanir eða hald- I af hreinsitækjum Jöns, og kallast bæra vitneskju höfum við ekki. | þær gerg t n og IIt cerg j var En við skulum reyna að halda ■ frumútgáfan. Var hún fyrst reynd okkur dauðahaldi í það, sem við J haustið 1971 hjá Sveinbirm Jóns- vitum, eða hvað? ■ syni í útibúi Ofnasmiðjunnar í Martin Beck hallaði sér aftur i | Hafnarfirði með jákvæðum stólnum og krosslagði hendurnar i árangri. Tilraunum með tæki I á brjóstinu. var sjgan haldið áfram f húsa- — Láttu mig heyra, sagði hann. I kynnum Orkustofnunar að — Við höfum nöfnin á áttatíu | Keldnaholti að tilstuðlan iðnaðar- og sex manneskjum, sem voru um . ráguneytisins. Þótti árangur það borð. Þar af eru sextíu og átta ■ goguri ag forráðamenn ÍSALS farþegar og átján skipverjar. Við | a-kvagu ag reyna tækið i kerskála i höfum nú náð sambandi við alla utan eilefu. En hvað þessa ellefu snertir, þá vitum við þjóðerni ■ son til tveggja ára | við tilraunir þessar. Samkvæmt ■ samningum greiðir ÍSAL: . — kostnað við einkalyfisumsókn- I iri91öndum | — ákveðna upphæð mánaðarlega- til Jóns Þórðarsonar f 2 ár, meðah þróun tækjanna stendur >fir — einkaleyfisgjald, ef tæki Jóns verða ný.tt utan íslands. Samstarfið víð Jón um þróun tækjanna hófst svo ijúní 1972. Til _ þessa hefur kostnaður við tilraun- tuttugu og níu. Síðan getum við ■ irnar numið yfir 5 minjónum væntanlega útilokað skipstjór- 1 þeirra, kyn og — fyrir utan þrjár manneskjur — aldur. Nú verðum við að grfpa til útilokunarað- ferðarinnar. Fyrst útilokum við Roseönnu McGraw. Þá eru ekki nema áttatiu og fimm eftir. Síðan allt kvenfólk, það er að segja átta af áhöfninni og 37 farþegar. Þá eru fjörutíu eftir. Þar af eru fjórir drengir undir tíu ára aldri og sjö gamlir menn sem eru komnir yfir sjötugt. Þá eru eftir | Straumsvík. 17. mai 1972 var Igerður samningur við Jón Þórðar- snn tii tvpeíria ára um samstarf ann, sem var f brúnni ásamt háseta. Þeir voru saman og geta því útvegað hvor öðrum fjar- vistarsönnun. Það er heldur ekki trúlegt, að þeir hafi verið sérstak- lega áfjáðir f að fremja morð þarna f vinnunni. Hvað snertir vélamennina, er allt óljósara. En ef við drögum tvo frá, erura við alténd komnir niður í tuttugu og sjö. Við höfum sem sagt f höndum nöfn á tuttugu og sjö karlmönn- um á aldrinum fjórtán — þrjátiu og átta ára. Tólf Svíar, þar af eru sjö þeirra í áhöfninni, fimin Bandaríkjamenn, þrfr Þjóðverjar, einn Dani, einn Suður-Afríkumað ur, einn Frakki. einn Englend- ingur, einn Skoti, Tyrki og Hollendingur. Af Bandaríkja- mönnunum býr einn i Oregon og annar i Texas. Af öðrum er það að segja, að Englendíngurinn býr á Bahamaeyjum, Suður-Afrfku maðurinn f Durbon og T.vrkinn f Ankora. Býsna VELVAKAIMDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl 1 0.30 — 1 1 .30, frá mánudegi til föstudags. % Mjólk með óbragði og súrt skyr Dagrún Friðfinnsdóttir í Kefla- vík skrifar: „Mig langar til að vita, hvernig á því stendur, að blessuð mjólkin, sem oftast er okkar fyrsta og síð- asta fæða í þessu lifi, er svo illa tilreidd, að oft kemur fyrir, að af henni er óbragð, og stundum svo mikið, að það er hreinasta ógeð. Er ekki lengur neitt eftirlit með mjólkinni, sem ég ætla að flestir drekki óflóaða? Sömu sögu er að segja með skyrið, sem við fáum beint frá höfuðborginni. Það kemur fyrir, að við fáum lítið súrt skyr, en miklu oftar er það gallsúrt. Það vill nú svo til, að ég ólst upp í sveit, þar sem framleitt var smjör og ósúrt skyr. Mér er því kunnugt um, hvernig þessi matar- gerð fer fram. Dagrún Friðfinnsdóttír." Velvakandi telur nú ekki, að eftirlitsleysi með framleiðslu eða vanræksla sé ástæðan fyrir þvi, sem Dagrún nefnir hér. Langtum líklegra er, að varan sé ekki alltaf ný og fersk, þegar hún kemur á borðið hjá neytandanum, en það er aftur önnur sága. 0 Kássa af kvörtunum Hér fara á eftir kvartanir ýmiss konar, sem menn hafa lagt á sig að koma á framfæri við Velvak- anda, án þess að þær væru látnar jafnóðum á þrykk út ganga. Til að gæta hinnar gullvægu óhlut- drægni að einhverju leyti er til- hlýðilegt að láta fylgja með nokk- ur hróséfni, sem þó eru langtum færri — því miður. Kvartað eryfir: Of stuttum kvöldfréttatíma, ó- stundvisi strætisvagna, of fáum biðskýlum á viðkomustöðum strætisvagna, of háum fargjöldum strætisvagna, of lágum fargjöld- um vagnanna, ólátum unglinga og barna i strætisvögnum, frekju strætisvagnastjóra i umferðinni, vanþekkingu afgreiðslufólks á vörunni, sent það er að selja, skorti á bifreiðastæðum í mið- bænum i Reykjavík, of fáum for- eldrafundum í skólunum á vetri hverjum, lélegri skipulagningu á stundaskrám skólabarna, of miklu poppi og of Iitlu poppi i útvarpsdagskránni, að kommún- istarnir séu á góðri leið með að eyðileggja þáttinn ,,Um daginn og veginn" með ósvífnum áróðri og skitkasti, of smáu letri á útvarps- dagskránni i Morgunblaðinu, að húsmæðraþættir í útvarpinu skuli hafa lagzt niður, trassa- skap húsráðenda, sem nenna ekki að tala auðum gang- stéttunum framan við hús sín, brauðskorti í mjölkur- búðum, þegar liða tekur á daginn, óhentugum afgreiðslutima í póst- húsinu við Nesveg, lélegum og margendursýndum kvikmyndum á barnasýningum kvikmyndahús- anna, of fáum barhatímum í sjón- varpi og því, að Morgunblaðið skuli vera að vekja athygli á kjaftavaðlinum í Þjóðviljanum með þvi að vitna í skrif þess blaðs! 0 Fáein ánægjuefni: Góð þjónusta Borgarbókasafns- ins i Reykjavik, ódýrar og góðar veitingar í kaffistofu Norræná hússins, skemmtilegir íþrótta- þættir í sjónvarpinu, lofsvert framtak aðstandenda listahátíðar 1974 við að fá hingað fræga djass- tónlistarmenn, snaggaraleg við- brögð Sverris Hermannssonar á Alþingi til að bjarga zetunni, „Matseðill vikunnar" í Morgun- blaðinu og fræðsluþættir um barnalækningar í útvarpinu. 0 Dýragarður í Viðey? Geirþrúður Valdimarsdóttir skrifar: „Velvakandi. Vegna skrifa um dýragarð í ná- grenni Reykjavíkur langar mig til að spyrja Finn Guðmundsson, hvað honum finnist urn að hafa hann í Viðey, t.d. ef brú verður gerð eins og rætt hefur verið um. í FinnLandi er farið i hraðbát- urn i dýragarðinn, a.m.k. var það svo fyrir 10 árum. Sá dýragarður er ákaflega skemmtilegur, ekki sizt vegna landslagsins. Með beztu kveðjum, Geirþrúður Valdimarsdóttir, Reykjavík." króna. Árangur af þessu samstarfi var gerð II, sem er endurbætt útgáfa af gerð I. Vegha margvislegrar þróunar tækisins og stöðugra breytingá á tilraunaskilvrðum, var nýtni eðlilega misjöfn á tilraunatímanum, en lokaniður- staðan var yfir 90% nýtni gagn- I vart flúorgasi og 60% gagnvart | ryki. Enda þótt þetta sé betri ■ árangur en fæst með venjulegum * hreinsibúnaði, eins og notaður er | í hliðstæðum áliðjuverum erlend- | is, reyndist hann ékki nógu góður j miðað við núverandi kröfur til ■ hreinsunar. Var því hætt tilraun- | um með gerð II og ákveðið ■ að setja upp og revna J gerð III, sem Jón hafði þá I nýlega hannað og smiðað. Er upp- | setningu þessa tækis nú lokið í ■ Straumsvík. Sýni hafa þó ekki ■ vérið tekin ennþá, þar sem mæli- I tækin voru lánuð norður til kísil- | iðjunnar til mælinga á sams kon- ■ ar gerð þar. Sýnatöku er nýlokið J fyrir norðan, og re.vndist tæki III I framúrskarandi vel þar, eða | hreinsaði reykinn með yfir 99% ■ nýtni. * Að lokum ber á það að lita, að | rykmengunin er mjög mismun- | andi á þessum tveimur stöðum Ibæði að magni og samsetningu. F.vrir norðan er fínt kfsilgúrryk, | en i Straumsvík enn fínna súrál | og sót, auk flúorgass, sem þarf að „ hreinsa úr reyknum. Sótið er I vatnsfælið, og er því viðfangsefn- | ið miklu erfiðara i Straumsvík en ■ fyrir norðan, t.d. tekur sýnitakan J aðeins 20 mínútur fyrir norðan, I en 24 klst i Straumsvík, enda er | rykmengunin miðað við Irúmmetra lofts mörg hundruð sinnum meiri fyrir norðan. IYNDAMOT HF| AÐALSTRÆTI 6 — REYKJAVIK ^PRENTMYNDAGERÐ SlMI 17152J ^AUGLÝSINGATEIKNISTOFA^ SIMI 25810

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.