Morgunblaðið - 07.02.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.02.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR 1974 19 Jóhann Hafstein: Ég man eftir þvi, að ég endaði einu sinni þingræðu, þegar við áttum í deilum á Alþingi með þessum orðum skáldsins: „Litla þjóð, sem átti i vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast". Er nóg að slá varnagla? Sumir halda, að það sé nóg, til þess að firra sig vanda, að slá ýmiss konar varnagla. Þeir eru margir varnaglarnir, sem komm- únistarnir hafa slegið. Því miður held ég, að þeir hafi ætíð ætlað sér að hafa þá að engu. Þeir slógu einu sinni þann varnagla við um- sköpun flokksins, þegar hann hlaut nýja nafngift, að sá hinn nýi flokkur „stæði algjörlega utan al- þjóðlegra samtaka". Hafa þeir staðið við þessi fyrirheit? Eða hafa þeir ætið legið hundflatir fyrir erlendum fyrirskipunum, þegar því var að skipta, nema þegar þeir voru að fela sig, breiða yfir'nafnog númer? En hvað segja nú allir þessir góðu kommúnistar í kór? Við er- um engir kommúnistar, það er bara grýla. Var maðkur í mysunni? Lærifeður kommúnista, sér- staklega þeir Marx og Engels, voru báðir afburða gáfumenn. Þeir sömdu kommúnistaávarpið, sem fyrst kom út í London í árs- byrjun 1849. Arni Pálsson prófessor skrifaði mjög athyglisverða grein í tima- ritið Vöku, 2. árg. 1928, „Um bylt- ing kommúnista". Þar segir hann um kommúnistaávarpið: „Það er mergur í hverri málsgrein, enda er það samið af hvassri rökfastri hugsun og þvílikri orðgnótt þekk- ingar, að með fádæmum sætir. Það er nokkurn veginn einmælt, að aldrei hafi pólitískt sóknar- skjal hæft betur mark, enda varð það samstundis guðsspjöll jafnað- armanna og hefur verið það jafn- an síðan.“ Svo mælti Arni próf- essor, en hefur þetta reynzt rétt? Enginn dregur í efa gáfurnar og orðgnóttina. En hvar er andinn, sem á bak við býr? Hvar er hjart- að, sem slær bak við setningarn- ar? Menn geta ráðið það nokkuð af þvi, sem Árni Pálsson segir sjálfur i áðurnefndri grein: ,JSn það er aðalefni ávarps þessa, að þar boðaði Marx eina höfuðkenn- ingu sína og skýrði hana og studdi sterkum og ljósum rökum. Var Marx að vísu ekki frumhöfundur hennar, en enginn hafði áður flutt hana með slíkum krafti sannfæringar og þekkingar né hugsað hana svo rækilega út í æsar. Kenning þessi fjallar um og svarar þeirri spurningu, hvert sé hið knýjandi og drottnandi afl allrar framsóknar í mannlegum félagsskap: og svarið: „fram- leiðsluhættirnir, atvinnuskipulag- ið og sú stéttabarátta, sem af því sprettur". Fóru ekki gáfurnar þarna villur vegar? Hefur ekki reynslan og sagan sannað það? Það hefur ver- ið gengið úr skugga um, að af þeim 139 miðstjórnarmönnum og varamönnum miðstjórnar, sem kosnir voru á 17. flokksþingi kommúnista hafa 98, þ.e. 70 af hundraði, verið teknir fastir og skotnir. Uppreisnin gegn eignarréttinum Við skulum ekki heldur gleyma þessari setningu úr kommúnista- ávarpinu: „Kommúnistabyltingin er róttækust allra uppreisna gegn Það er mannlegt að skjátlast, en stórmannlegt að játa yfirsjónir sínar og hverfa inn á braut sann- leikans. — „Sannleikurinn mun gerayður frjálsa." Höfundur bókarinnar Gulag-eyjahafi$Solzhenitsyn, lifir enn. Einn hefur þessi jötunefldi frelsishyggjumaður boðið byrginn ríkinu, sem kommúnistar stjórna með harðri hendi, þar sem nærri þrjú hundruð milljónir manna lúta veldi ofbeldisins. Á myndinni sést Solzhenits.vn með tveim samherjum sínum, er urðu honum fyrirmynd tveggja af þeim persónum, sem koma við sögu í fangelsisbókinni Innsti hringurinn. eignarréttinum.'* Enn segir þar: „Vér höfum séð, að fyrsta skrefið í verkalýðsbyltingu er að gera ör- eigalýðinn að ríkjandi stétt og koma á lýðræði. Öreigalýðurinn notar ríkisvaldið til að svipta borgarastéttina smátt og smátt öllu auðmagni og fá ríkinu, það er að segja öreigalýðnum sem ríkj- andi stétt öll framleiðslutæki i hendur." Hafa kommúnistar í Sovétríkjunum fengið öreigalýðn- um eða alþýðunni öll framleiðslu- tækin í hendur? — Eða er það „yfirstétt" þeirra, sem ræður og á allt. Hafa þeir þar slegið skjald- borg um lýðræði, frelsi og mann- réttindi? Hvar hafa önnur eins ósköp gerzt og þar, sem kommún- istabyltingin i anda kommúnism- ans náði fótfestu? Þeir sprikluðu eins og laxar í neti Þegar hin svivirðilegustu rétt- arhöld og dómsmorð allra alda voru framkvæmd í Moskvu á ár- unum 1936, hafði kommúnistinn Gutpiar Benediktsson nýlega skrifað bók sina „Bóndinn í Kreml". Þar segir: .dlérna komu fram fyrir réttinn heimsfrægir borgarar Ráðstjórnarríkjanna, þrættu fyrir öll afbrot, voru látnir horfa framan í staðreyndir at- hafna sinna, urðu tvisaga, sprikl- uðu eins og laxar í neti, flæktust í möskvum slyngrar málfærslu og nákvæmra rannsókna og viður- kenndu loks með eigin munni þess háttar gjörðir, að þeir lögum samkvæmt gátu engu minna fyrir týnt-en sjálfu lífinu." (Bls. 209.) Hvað myrtu kommúnistar marga saklausa lækna i lækna- réttarhöldunum illræmdu og al- kunnu? Þjóðviljinn sagði um þessi svívirðilegu réttarhöld 18. júní 1937: „Það munu vera fá pólitisk málaferli, þar sem sekt Játið yfirsjónir Við skulum ekki vera of vissir um okkar örlög, Íslendingar. Hin góðu örlög hafa verið okkur náð- ug fram tilþessa. Ef til vill sé ég betur nú, eftir að hafa sjálfur þurft að þola smá- ræðis erfiðleika miðað við hinar banvænu hörmungar, sem komm- únisminn hefur lagt á frjálst fólk, hversu mikils virði og nauðsyn- legt er að eyða slikum öflum úr mannheimi. Eg ber ekki hatur til þeirra manna, sem hér hafa orðið fy-rir því óláni að kalla sig kommúnista en ég bið þá: Sjáið að ykkur, snúið við. úr ritstjórnargrein Þjóðviljans þann 7. april 1956. Helstefnan að iðju sinni Margir munu hugsa og segja: „Nú er nóg komið." En helstefnan hqfur haldið áfram iðju sinni, hún hefur útrýmt heilum þjóð- flokkum, eins og i Tíbet. Hún hefur ráðizt með bryndrekum inn i Ungverjaland og aftur síðan inn í Tékkóslóvakiu. Ég fór að landamærum Austur- ríkis og Ungverjalands árið 1956 sem einn af meðlimum flótta- mannanefndar Evrópuráðsins. Ég varð vitni að hörmungum og glæpum, sem drýgðir höfðu verið. Eg kom í margar búðir, þar sem flóttamennirnir frá Ungverja- landi fengu þó að halda lífi sinu i skjóli góðvildar Austurríkis- manna. En þar voru flestir ýmist gamalmenni eða börn. Feðurnir og mæðurnar höfðu týnt lífinu fyrir eiturörvum kommúnismans. Hinir frjálsu Ungverjar höfðu dregið goðið af stalli, það er Stal- ín, þeir höfðu velt af stalli hinu risastóra minnismerki, sem kommúnistar höfðu reist um þetta goð í Búdapest. Sumir hinna vesælu flóttamanna voru með brot úr þessari hræðilegu lfk- neskju. Þeir buðu brotin til kaups. Égneitaði kaupum og hugs- aði sem svo: Þessi málmstykki geta eins verið úr einhverju öðru en þessari hroðalegu líkneskju af Stalín. Eg sé mikið eftir barna- skap mínum og fásinnu. Því keypti ég ekki einhver brot af málmi? Hverju máli skiptir það, hvort þau voru úr þessari lik- neskju eða bara einhverjum járn- brautarteinum? Ef til vill gat and- virðið, sem ég borgaði fyrir það, satt hungur fólks, sem gengið hafði gamalt og lúið með barna- börnum yfir fenjar og mýrar og kaldar ár og ekkert hafði haldið í lífinu nema vonin, hin veika von um frelsi. sakborninganna hefur verið eins áþreifanlega sönnuð eins og í málaferlunum gegn samsæris- mönnunum, spellvirkjunum og tilræðismönnunum frá Moskvu." En hvað neyddist svo Þjóðviljinn sjálfur, höfuðmálgagn kommún- ista, til þess síðar að segja og viðurkenna? Má ég tilvitna það orðrétt: Saklausir ákærðir „Ráðamenn í Sovétríkjunum og nokkurra alþýðurikjanna hafa lýst þvi yfir, að þar í löndum hafi um skeið viðgengist mjög alvar- legt ástand í réttarfarsmálum. Saklausir menn hafi verið teknir höndum, þeir hafi verið ákærðir gegn betri vitund með upplognum gögnum, sumir þeirra hafi á ein- hvern óskiljaniegan hátt verið knúnir til þess að játa á sig afbrot, sem þeir höfðu aldrei framið. Sumir þessir menn voru teknir af lifi, aðrir settir í fangelsi. Ráðamenn í þessum löndum játa þannig, að þar hafi verið framin hin herfilegustu glæpa- verk, sem hljóta að vekja viðbjóð og reiði alls heiðarlegs fólks um allan heim." Þessi lýsing á dýrðinni í riki, kommúnismans er tekin orðrétt Goðið fellur af stalli. „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.