Morgunblaðið - 07.02.1974, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.02.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR 1974 Mótmælt stærð byggingar, en ekki elliheimili Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi athugasemd frá íbúum við Asvallagötu 19.—29 og Blómval lagötu 10 og 10A: Á baksíðu Morgunblaðsins 2. febr. sl. er viðtal við Gísla Sigur- björnsson undir fyrirsögninni: Undirskriftasöfnun gegn elli- heimilisbyggingu. Er þar gróflega hallað réttu málu enda hefur blaðið ekki fyrir því að kynna skoðanir hins aðilans í málinu. Verðaþær væntanlega bezt skýrð- ar með því að birta orðrétt undir hvað hefur verið skrifað. En það er svohljóðandi: „Við undirrituð, húseigendur við Ásvallagötu og Blómvallagötu, höfum heyrt, að hugsanlega verði á næstunni beðið um leyfi til að byggja upp í bil að (Brávalla- gata 30?), sem er á milli Brávalla- götu 40 og Blómvallagötu 12. Ef úr byggingarframkvæmdum yrði á þessum stað, þá skiptir það okk- ur miklu, hvernig þeim yrði hag- að. Við búum I þéttbýlasta hverfi borgarinnar svo að af þeim ástæð um má litlu sem engu bæta við af byggingum hér. Hitt skiptir þó enn meira máli, að ekki dragi verulega úr sólarljósi I gluggum okkar vegna hugsanlegrar ný- byggingar. Af þessum ástæðum leggjum við ríka áherzlu á, að alls ekkki verði leyfð hærri bygging á um- ræddum stað en tvær hæðir með mjög lágu þaki (sbr. nýja húsið að Ásvallagötu 42). Sérstaklega viljum við mótmæla risþaki, eins og er á Brávallagötu 40, sem hug- myndir kynnu að koma fram um til samræmis. Slíkt „samræmi" yrði í engu samræmi við nútíma- hugmyndir um sómasamlegt rými fyrir hús og viðunandi birtu í íbúðum. Til viðbo'tar má svo benda á, að jafnvel tveggja hæða hús, sem næði eftir allri lóðinni (Ióðin er 792 ferm. og rúmlega 30 m löng) mundi ofnýta lóðina samkvæmt síðari tíma skipulagshugmyndum í Reykjavík. Þess vegna þyrfti hugsanlegt hús líklega að vera laust við áðurnefnd nágrannahús I annan endann eða báða. Mundi þá skapast rými eins og myndað hefur verið milli Asvallagötu 40' og Ásvallagöru 42.“ Eins og sjá má er ekki einu orði minnzt á elliheimili i skjali þessu. Enda er i hæsta máta óheiðarlegt að haida því fram, að þetta fólk, sem margt hefur búið í góðu nábýli við Elliheimilið Grund i yfir fjóra áratugi, sé að mótmæla slikri starfsemi. Hitt er svo annað mál, að flest- um mun annt um að fá nokkra sól í suðurglugga sina, og ekki er gott að láta loka fyrir allt útsýni. Þannig var því afar illa tekið af ibúum í nágrenninu fyrir nokkru, þegar hugmyndir komu fram uin að byggja á Landakoststúninu við Hólavallagötu, svo dæmi sé tekið úr þó miklu rýmra hverfi. Vonum við, að fólk muni almennt skilja afstöðu okkar, þegar það litur i eigin barm. vetrarútsala Mikil verðlækkun. Einnig ný sending af pelsum og aðskornum pelskápum. Kápu- og dömubúðin, Laugavegi 46. Bllkranl óskast Viljum kaupa 1 5 tonna bílkrana í góðu lagi. Upplýsingar í síma 1 9325 á skrifstofutíma. Tll sðlu sérverzlun í einni af stærstu verzlunarmiðstöð borgarinnar. Áhuga- samir leggi nöfn sín inn á afgr. Mbl. merkt: „Trúnaðarmál 1430". Tll sðlu Nlercedes Benz vörubíll 1519, frambyggður, árg. '72. Keyrðurca. 50 þús. km. Billinn er í ágaetu ástandi og verður til sýnis að Stóragerði 22 milli kl. 7 og 8 í kvöld og ánnað kvöld. Upplýsingar í sima 85857 eða 33188 milli kl. 1 2.30 og 1 í dag og á morgun hjá Stefáni Jónssyni. Jæja. Nú opnum við á nýja staðnum. Að Skúlagötu 61 með nýjum mynstrum og nýjum litum ALAFOSS TEPFADEILD SKÚLAGÖTU 61, SÍMI 2 20 90 Trésmi&jan VlÓir hf. auglýsir—Seljum næstu daga lítið gðlluð húsgögn, vegna brunaskemmda Mlklll atsiáttur— Notið betla tæklfæri og gerlð góð kaup Trésmiójan Víóir hf., Laugavegi 166, simar 22222 —22229.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.