Morgunblaðið - 07.02.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.02.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR 1974 15 Rœtt við Albert Kemp fréttaritara Morgun blaðsins á Fáskrúðsfirði Nýi skuttogarinn brúaði atvinnuleysisbilið Albert Kemp er fréttaritari Morfíunblaðsins á Fáskrúðs- firði. Er hann var á ferð í höf- uðborginni á dögunum, leit hann inn á ritstjórn Mbl., og var þá að vonum notað tækifær- ið og hann spurður frétta úr bvggðarlagi sínu. „Atvinna hefur verið næg í vetur, því að nýi skuttogarinn, Ljósafell, hefur brúað það bi 1, sem myndaðist áður á haustin. Aður var nánast dauður tími í nóvember, desember og jafnvel janúar, en nú hefur verið næg atvinna. Utgerð skuttogarans hefur gengið mjög vel og frá því að hann hóf veiðar i júní sl. og fram til áramóta fékk hann hátt á annað þúsund lestir. Eg held, að hann hafi verið annar aflahæsti togarinn á úthaldsdag yfir allt landið." Skipstjóri áLjósafelli erGuð- mundur Gislason. Eigandi skipsins er Hraðfrystihús Fá- skrúðsfjarðar hf. og tekur það 80% aflans til frystingar, en 20% aflans eru fryst hjá Pólar- síld hf. Hraðfrvstihúsið gerir einnig út bátinn Hoffell, sem að undanförnu hefur verið á linu. Þ ri ðja fi sk ve rk una rfy ri rtæk ið er Síldarsöltun Fáskrúðsfjarð- ar og hefur þar verið verkaður i salt afli af einum báti, en nú er verið að undirbúa uppsetningu frystitækja þar lika. Einn bátur frá Fáskrúðsfirði er nú á loðnu, Hilmir SU. Bát- urinn var á síldveiðum í Norð- ursjónum i haust og gekk ágæt- lega. Mikil smábátaútgerð er á Fá- skrúðsfirði. ,,En það vantar til- finnanlega aðstöðu fyrir bát- ana," segir Albert. „Smábáta- höfn hefur verið i bígerð, en ekki orðið af gerð hennar enn- þá. Hins vegar er vonazt til, að hægt verði að hefja það verk i vor. Einnig vantar aðra að- stöðu, bæði húsnæði og annað." Um síðustu helgi var búið að landa um 4.300 lestum af loðnu á Fáskrúðsfirði. Við upphaf loðnuvertiðarinnar var búið að bæta mjög vinnslumöguleik- ana, bæði i bræðslu og fryst- ingu. Albert var að því spurður, hvort nægt vinnuafl fengizt til að halda gangandi þremur fisk- vinnslustöðvum. „Já, þetta hef- ur komið nokkuð vel út, því að húsmæðurnar fara í fyrstihúsin og þær eru uppistaðan í starfs- liði húsanna. Manni finnst þvi þvi ranglátt, að nú skuli ekki lengur að fullu frádráttarbær helmingur tekna þeirra við álagningu opinberra gjalda. að- eins gagnvart tekjuskatti. Ef þær færu ekki til starfa, væri heldur þunnskipað starfslið í fiskvinnslustöðvunum." Utgerð og fiskverkun er aðal- atvinnugreinin á Fáskrúðsfirði, en einn'g er rekin þar skipa- smíðastöð og hreppurinn stend- ur fyrir framkvæmdum. „Skipasmfðastöðin hefur verið rekin með hálfum afköstum vegna fjárhagserfiðleika," seg- ir Albert, „en nú standa vonir til, að úr því rætist, þótt raunar sé það öljóst enn." Miklar framkvæmdir voru á vegum hreppsins á sl. ári. Lokið var lagningu 1200 metra olíu- malarlags á götur kauptúnsins og ætlunin er að halda áfram á þessu ári. „Það breytiröllu lífi i þessum byggðarlögum, þegar tekst að hefta rrykið," segir Al- bert. í fyrra var hafin bygging verkamannabústaða með sex íbuðum og nýrrar skólabygg- ingar, en framkvæmdirnai gengu hægar en áætlað hafði verið. Er skortur á iðnaðar- mönnum á staðnum, því að einnig hefur verið byggt mikið af einbýlishúsum og nýr læknisbústaður og nýtt hús fyr- ir póst og sima hafa verið tekin i notkun. „Það er aðkallandi að koma barnaskólabyggingunni áfram og ég veit ekki betur en tölu- vert fjármagn eigi að liggja óhreyft til að koma verkinu áfram. En þetta byggist allt á, að mannskapur fáist til að vinna verkið," segir Albert. Albert er því næst spurður, hvernig gangi að fá kennara til skólans. „Það hefur gengið mjög vel á undanförnum árum og enginn hörgull verið á kenn- urum. Það finnst því mörgum ástæðulaust að vera með dul- búnar yfirborganir i formi olíu- styrkja og húsaleigu og væri nær að þetta væri bara greitt í peningum, ef á annað Ixirð þarf að greiða það." Nýr héraðslæknir er kominn til starfa á Fáskrúðsfirði, en í sumar hafði látið af störfum læknir, sem lengi hafði verið starfandi þar. Var héraðið þvi ekki lengi læknislaust. Albert getur þess, að von sé í að tann- læknir fáist til starfa á staðn- um. Lionsklúbbur Fáskrúðs- fjarðar er búinn að kaupa tannlækningatæki fyrir staðinn og ætlar að gefa læknishérað- inu þau. Samgöngur hafa vfirleitt ver- ið nokkuð góðar á landi i vetur. Þrisvar í viku hefur verið áætlunarferð til Egilsstaða i tengslum við flugferðir. „Fyrir- hugað var póstflug frá Egils- stöðum hingað einu sinni í úku," segir Albert, „en ég held, að það hafi ekki orðiö nema einu sinni i vetur. Raunar átti það að vera á sama degi og rútan. væri með áætlun og hefðu því liklega orðið slagsmál milli þessara aðils um póstpok- ana. Þarna er eitthvert gat i kerfinu." Albert er spurður um félags- lífið. „Lionsklúbburinn er sá félagsskapur, sem mest hefur starfað að undanförnu. Til stóð að leikfélagið starfaði mikið og átti að færa upp Gullna hliðið og fenginn hafði verið leik- stjóri. En af einhverjum ástæð- um rann það út í sandinn og verður ekki fært upp í vetur. Annars hefur félagið starfað talsvert mikið, t.d. f fyrra var fært upp Delerium Bubonis undir leikstjórn Magnúsar Guðmundssonar frá Neskaupstað. Sú sýning tókst mjög vel. Þá hefur bridgefélag starfað i vetur. vaknað af dvala sfnum. Ilið árlega hjónaball var haldið skömmu eftir áramótin og var fjölsótt að vanda. Þetta er nokkurs konar þorrablót og er stærsta skemmtun ársins. \ fbúar Búðakauptúns eru nú 735 talsins, en alls eru íbúar Fáskrúðsfjarðar nálægt þús- undi. Hefur fjölgunin verið lítil á undanförnum árum. „Húsnæðisekla háír okkur mjög," segir Albert. „Með til- k om u ve rk a ma n n a b ús t a ð a n n a leysist þó einhver þörf og eins þarf hreppsfélagið að liafa for- göngu um byggingu leigulbúða samkvæmt hinu nýja lána- kerfi." Finnur Torfi Stefánsson lögfræðingur: ATHUGASEMD UM ÖFLUN MÁLFLUTNINGSRÉTTINDA úr tveim árum í eitt, en megin- Fyrir Alþingi liggur nú frum- varp til laga um málflytjendur. í frumvarpi þessu eru ýmis nýmæli, en það er einungis eitt þeirra, sem undirritaður vill leyfa sér aðgera nokkrar athugasemdir við. Fjallar það um öflun mál- flutningsréttinda fyrir hér- aðsdómi. Á síðasta þingi var lagt fram frumvarp, sem í aðalatriðum var það sama og það, er nú liggur fyrir. í frumvarpi þessu var það i þýðingarmiklum tilvikum gert að skilyrði fyrir iiflun málflutnings- réttinda fyrir héraðsdómi, að umsækjandi hefði starfað sem til- kynntur fulltrúi hjá héraðsdóms- eða hæstaréttarlögmanni i tvö ár. Ákvæði þetta mætti þegar and- stöðu og m.a. lýstu Lagadeild Háskólans, Orator, félag laga- nema, og Lögfræðingafélagið sig andvíga frumvarpinu óbreyttu með þeim endalokum, að þaö fékkst ekki afgreitt á þinginu. I því frumvarpi, sem nú liggur fyrir, er fyrrgreint atriði enn óbreytt. Að vísu hefur timalengd starfans hjá lögmanni verið stytt atriðið, að menn þurfi að fá full- trúastöðu hjá lögmanni til að öðl- ast umrædd réttindi, stendur óhaggað. Hér er aukaatriði breytt en aðalatriðið er látið haldast. Með þessum hætti verður í þýðingarmiklum tilfellum það f raun lagt i hendur starfandi lög- mönnum hvaða menn öðlast mál- flutningsréttindi og hverjir ekki og geta þeir þannig hindrunar- lítið takmarkað mjög aðgang að stétt sinni, ef þeim sýnist svo. Þess ber að geta, að samkvæmt frumvarpinu er unnt að komast hjá umræddu ákvæði með þvf að hafa stundað ýmis opinber störf, sem nánar eru talin í 32. gr. laganna um meðferð einkamála í héraði. Það verður samt að teljast óeðlileg leið fyrir þá, sem fyrst og fremst hafa áhuga á málflutnings- störfum. Auðvelt er að benda á ókosti tilhögunar þeirrar, sem frum- varpið stefnir að. Almennt verður að teljast óeðlilegt, að smár hópur borgara hafi slík úrslitaáhrif á öflun opinberra réttinda. Frekar er fátitt, að lögmenn hafi lög- lærða fulltrúa og þeir geta auð- veldlega séð sér hag f að tak- marka slíkt verulega. Ennfremur er engin trygging fyrir þvf, að lögmenn fari ekki frekar eftir kunningsskap og frændsemi við val fulltrúa, en hæfni umsækjenda. Það hlýtur að telj- ast óréttlátt gagnvart lögfræðing- um, sem lokið hafa löngu og ströngu háskólanámi, að eiga það þannig undir duttlungum væntanlegra keppinauta sinna, hvort þeir öðlist réttindi til þess starfs, sem þeir hafa menntað sig til. I greinargerð með frumvarpinu er krafan um starfstíma hjá lög- manni rökstudd með því, að tryggja þurfi, að umsækjendur málflutningsréttinda hafi nægi- lega þjálfun i undirbúningi undir málsókn, gagnaöflun og dóm- kröfugerð, og núgildandi fyrir- komulag sé ónógt i því efni. Ilér er frumvarpið samt sjálfu sér ósamkvæmt, þar sem í 2. mgr. 13. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir þvi, að ýmsir aðilar, er stunda störf, sem að litlu eða engu leyti geta talizt veita þjálfun i gagna- öflun og dómkröfugerð, séu undanþægir umræddu ákvæði. Er hér um að ræða m.a. bankastjóra, bæjarstjóra, sendifulltrúa og sendiherra, alþingismenn. full- trúa í stjórnarráði og á skrifstofu Alþingis o.fl. Þott þessi störf veiti mönnum ýmsa dýrmæta reynslu. gefa þau enga tryggingu fyrir þjálfun i því, sem hér um ræðir. gagnaöflun og kröfugerð í dóms- máli. Hér stangast á rökstuðning- ur og niðurstaða i frumvarpinu. Hitt ef annað mál og verður ekki frekar rætt hér, að erfitt er að sjá skynsamlegar ástæður fyrir því að veita nefndum aðilum þessa undanþágu. Því skal ekki mótmælt, að ástæður kunna að vera til að auka kröfur til þjálfunar lögfræðinga áður en þeir fái málflutnings- réttindi, en það verður ekki gert skynsamlega með þvf lagi, sem þetta frumvarp gerir ráð fyrir. Hér er horft aftur til gildafvrir- komulags f.vrri alda og einokunar- starfsemi gefið undir fótinn. Sé talið nauðs.vnlegt að auka þjálfun lögfræðinga, er eðlilegast. að hún sé í höndum opinbers aðila. Væri réttast. að lagadeild háskólans tæki hana að sér t.d. með rekstri sérstaks námskeiðs. Aðalatriðið hlýtur að vera að tryggja, að öflun málflutningsréttinda fari ekki eftir tilviljunum, kunningsskap eða frændsemi, heldur sé ölluin. sem til þess teljast hæfir, gert kleift að öðlast þau. Það verður síðan að ráðast af markaðsöflum og dugnaði og áræði hvers og eins hvernig gengur að ná fótfestu i málflutningsstarfinu. FinnurTorfi Stefánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.