Morgunblaðið - 26.02.1974, Blaðsíða 1
36 SIÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
47. tbl. 61. árg.
ÞRIÐJUDÁGUR 26. FEBRUAR 1974
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Samkomulag
í meginatriðum:
Allt að 18% strax
- 25% á samningstíma
SAMKOMULAG náðist um launalið kjarasamninganna um klukkan 20
f gærkvöldi og var þá aðeins eftir að ganga frá atriðum, sem deiluaðil-
ar álitu að vægju ekki mjög þungt Tillaga sáttanefndar, sem sam-
þykkt var í samninganefndum beggja aðila felur í sér 8% kauphækk-
un strax, 3% hinn 1. nóvember 1974 og 3% hinn 1. júlí 1975. Koma
áfangahækkanirnar hver á annarra grunn, en ekki á upphaflegu
grunnlaunin eins og tfðkaðist við síðustu samningsgerð. Ætla má, að
með flokkatilfærslum þýði þetta allt að 18% kauphækkun strax og um
25% samningstfmanum. Samningstfminn er frá undirritun samnings
til 1. marz 1976 — eða 2 ár. Þá greiðist einnig frá og með upphafi
samningstfmans 1.200 króna mánaðarleg launauppbót. Búizt var við
því að unnt yrði að undirrita samningana nú með morgninum, en
mikið verk var að vélrita samkomulagið.
Þótt samkomulag hafi náðst í
meginatriðum f gærkvöldi var
þó nokkuð um smærri atriði,
sem eftir var að ganga frá. Von-
ir stóðu til að unnt yrði að
I höfnum víðsvegarum landið
bíða nú loðnubátarnir með
milljónaverðmæti í iestunum
eftir þvf að geta byrjað að losa
áður en aflinn eyðileggst. Ólaf-
ur K. Magnússon tók þessa
mynd af þrem bátum f vestur-
höfninni f Reykjavík f gær-
kvöldi.
Hví skal
reiðast?
Osló, 25. febrúar, NTB.
—ÞAÐ er ekki hægt að taka
það illa upp þótt við, af norskri
hálfu, vektum athygli á þvf að
afstaða tslands til NATO hef-
ur einnig áhrif á stöðu Noregs,
sagði Alv Jakob Fostervoll,
varnarmálaráðherra Noregs, f
ræðu sem hann flutti sfðastlið-
’inn sunnudag. Ráðherrann
sagði ennfremur að Islending-
ar myndu að sjálfsögðu sjálfir
taka sfnar ákvarðanir.
Fostervoll benti á hernaðar-
lega mikilvæga legu Islands „á
þröskuldinum milli Atlants-
hafs og Noregshafs (austan-
vert Atlantshaf)“ og lagði í þvf
sambandi einnig áherzlu á
hernaðarlega þýðingu Noregs.
Hann taldi að það myndi skaða
tilraunir til að minnka spennu
f heiminum, ef Noregur segöi
sig úr NATO, eins og einstaka
maður óskaði.
Brezka kosningabaráttan:
Frjálslyndi flokkur-
inn að ná lykilaðstöðu?
London, 25. febrúar. AP —
NTB.
ÞRATT fyrir harðar árásir Har-
olds Wilson á rfkisstjórn Ed-
wards Heath virðist Verkamanna-
flokknum ekki ætla að ganga of
vel f kosningunum sem haldnar
verða 28. þessa mánaðar. Ihalds-
flokkurinn nýtur enn töluvert
meira fylgis, ef marka má skoð-
anakannanir sem gerðar hafa ver-
ið undanfarna daga.
Hins vegar eru nú báðir stóru
flokkarnir farnir að hafa tölu-
verðar áhyggjur af Frjálslynda
flokknum sem sækir sig jafnt og
þétt og skoðanakannanir um helg
ina sýndu að hann á að fá allt að
Norðmenn óttast
risavörpu
þýzka
Þrándheimi, 25. febrúar, NTB.
SAMTÖK fiskimanna f Noregi
hafa krafist þess að norska stjórn-
in mótmæli áætlunum Vestur-
Þjóðverja um að taka í notkun
risaflotvörpu á fiskimiðunum
undan ströndum Norður-Noregs.
Vmsir stjórnmálamenn hafa tek-
ið þetta mál upp.
I kvörtun sem send hefur verið
frá samtökum fiskimanna í Finn-
mörku er meðal annars vfsað til
þess að norskir fiskimenn hafi
tekið á sig miklar byrðar í tilraun-
um til að vernda fiskstofnana. Við
slíkar aðstæður sé ekki hægt að
líða að einstaka fiskveiðiþjóðir
taki ekkert tillit til neinna tak-
28 prósent atkvæða. Það gæti því
farið svo að hvorugum stóru
flokkanna tækist að mynda meiri-
hlutastjórn eftir kosningarnar.
Bæði Harold Wilson og Edward
Heath eru nú farnir að vara kjós-
endur mjög alvarlega við því að
greiða frjálslynda flokknum at-
kvæði. Þeir hafa báðir sagt að það
muni hafa hroðalegar afleiðingar
ef það kemur f hlut minnihluta-
stjórnar að reyna að leysa þann
efnahagsvanda sem Bretland nú
glímir við. Hvorugur virðist hrif-
inn af þeim möguleika að Jeremy
Thorpe, formaður frjálslynda
flokksins, verði í lykilaðstöðu á
þingi.
Nýtt stórmál kom inn í kosn-
ingabaráttuna í dag þegar við-
skiptaráðuneytið tilkynnti að við-
skiptahallinn í janúarmánuði
hefði verið hvorki meira né
minna en 383 milljón sterlings-
pund. Anthony Barber fjármála-
ráðherra sagði að Bretland yrði að
taka erlend lán til að standa undir
hluta af tapinu.
Wilson var auðvitað fljótur til
Framhald á bls. 27.
hefja loðnubræðslu þegar f
gærkvöldi og var sótt um
undanþágu, en ekki er unnt að
aflýsa verkföllum, fyrr en að
Ioknum félagsfundum f félög-
unum, þar sem samkomulagið
er staðfest. Höfðu hin ýmsu
félög boðað félagsfund. M.a.
hafði Iðja — félag verksmiðju-
fólks f Reykjavfk — ákveðið að
halda sinn fund f Lindarbæ
klukkan 14 f dag. Svo var að
heyra á fulltrúum ASl í gær-
kvöldi að einhver vandkvæði
yrðu á undanþágu fyrir loðnu-
bræðslurnar, þar sem enn væri
ekki gengið frá öllum atriðum.
Var haft á orði að undanþága
myndi fást með skilyrðum um
samþykki ákveðinna atriða.
Um helgina náðist einnig sam-
komulag um svokallaða kaup-
tryggingu verkafólks í fiskiðnaði.
Samkomulag var um það að
verkafólkið fengi greiddan dag-
vinnutíma fyrstu 3 daga atvinnu-
leysisins fram til 1. marz 1976, en
þá fengi fólkið greidda 4 daga.
Eftir 1. marz 1978 verða greiddir
5 dagar til þessa fólks. Ef fólk
vinnur aðeins hálfan dag fær það
hlutfallslegar greiðslur. Sam-
Framhald á bls. 27.
Moshe Dayan:
Vill ekki hitta
Kissinger
Jerúsalem, 25. febrúar,
NTB—AP.
MOSHE Dayan, varnarmálaráð-
herra Israels, upplýsti á þingi f
dag að hann myndi ekki ræða við
Henry Kissinger, þegar hann
kemur til Israel sfðar f þessari
viku. Jafnframt ftrekaði Dayan
að hann hygðist ekki taka sæti f
hinni nýju minnihlutastjórn
Goldu Meir.
markana á veiðisvæðum þeirra.
Landssamtök norskra fiski-
manna hafa sent þessa kvörtun
áfram til fiskimálaráðuneytisins
og jafnframt áminningu um ein-
róma samþykkt sem gerð var á
síðasta þingi samtakanna, þar
sem hvatt var til ráðstafana til að
hindra óhóflega veiði á smáfiski.
Dagfinn Várvik, formaður
norska miðflokksins, fjallaði um
þetta mál í erindi sem hann hélt
um helgina. Hann lagði mjög ein-
dregið til að norska fiskveiðiland-
helgin yrði færð út og sagði að
fyrirætlanir Vestur-Þjóðverja
með risaflotvörpuna gerðu út-
færslu enn nauðsynlegri en áður.
Líklegast að Solzhen-
itsyn verði í Sviss
Osló, 25. febrúar, NTB.
ALEXANDER Solzhenitsyn fer
frá Osló til Zurich f fyrramálið
(þriðjudag), en hann hefur ferð-
ast mikið um f Noregi þá daga
sem hann hefur dvalist þar. Hann
sagði við fréttamenn, að Noregur
væri fagurt land og að fólkið
hefði sýnt sér mikla vinsemd.
Heimildarmenn sem standa rit-
höfundinum nær telja þó ólfklegt
að hann muni setjast að f Noregi.
Ein ástæðan mun vera „skortur
á rússnesku andrúmsiofti." Solzh-
enitsyn talar dálitla þýzku, en þar
fyrir utan ekkert annað mál en
rússnesku. Hann hefur sagt við
vini sína að það yrði erfitt fyrir
sig að læra alveg nýtt mál og þar
Framhald á bls. 27.
Nýja stjórnin mun ekki vinna
eið fyrr en hún hefur traustsyfir-
lýsingu með atkvæðagreiðslu í
þinginu i næstu viku, en þangað
til fer hún með völd sem við-
skiptaráðuneyti og Dayan gegnir
þvi enn embætti landvarnarmála-
ráðherra.
Viðræður Kissingers og ísra-
elskra stjórnvalda munu snúast
um frið við Sýrland en Dayan
hefur lýst því yfir að af Israela
hálfu sé enginn grundvöllur fyrir
viðræðum við Sýrlendinga. Israel-
ar hafa neitað að ræða við Sýr-
lendinga fyrr en þeir hafa afhent
lista með nöfnum yfir stríðsfanga
úr Yom Kippur striðinu.
Þeir hafa lagt fram gögn sem
þeir hafa sent Sameinuðu þjóðun-
um og er þar sannað að Sýrlend-
ingar hafi pyndað og myrt fjöl-
marga striðsfanga. Israelar hafa
lagt fram lista yfir fanga sem þeir
sjálfir tóku og fulltrúar Rauða
krossins hafa fengið að heim-
sækja þá, en Sýrlendingar hafa
hingað til neitað að veita nokkrar
upplýsingar.