Morgunblaðið - 26.02.1974, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.02.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1974 5 Skúli Pálsson, Laxalóni: Rógburður um regnboga- silunginn á Laxalóni I TÍMANUM 17. febrúar eru fluttar hugleiðingar 'viðkomandi ræktun á regnbogasilungi undir fyrirsögn „Gæti regnbogasilung- ur raskað jafnvæginu f stórán- um?“ Tilefni þessarar hugleiðingar er sú, að til mála hefur komið, að starfsemi fiskræktarstöðvarinnar yrði flutt austur í Ölfus. Það er furðulegt, hversu mjög er gerð tilraun til þess að rugla dómgreind almennings f þessu máli og valda stórtjóni fyrir mig persónulega og þjóðina í heild. Viðkomandi grein þessari vilég gefa eftirfarandi upplýsingar: 1. Regnbogasilungur er ekki að neinu leyti frábrugðinn venjuleg- um silungi. Þessi silungstegund hefur verið valin til ræktunar sem matfiskur um allan heim í rúmlega 100 ár vegna þeirra eiginleika, sem hún hefur, en þeir eru að vaxtarhraði er meiri en allra þekktra silungstegunda og hún skilar beztum arði fyrir fram- leiðendur. Sem dæmi vil ég nefna, að danskar fiskeidisstöðv- ar framleiddu og fluttu út 11.00 — ellefu þúsund tonn af regn- bogasilungi síðastliðið ár að verð- mæti rúml. 1 milljarður ísl. kr. Fjöldi fiskeldisstöðva 1 Dan- mörku mun vera 500—600. Á meginlandi Evrópu, Bretlandi og írlandi munu nú vera framleidd árlega 60—70.000 tonn. I Banda- ríkjunum, Japan og fjölda mörg- um öðrum löndum heims er fram- leitt mjög mikið magn af þessari silungstegund, af þeim ástæðum, sem áður er greint frá. 2. í fyrrnefndri grein er upplýst, að lækir og lindir séu í tengslum við vatnasvæði Ölfusár og Hvítár og spurt, hvað gæti gerzt, ef regn- bogasilungur kæmist í árnar og færi að tímgast þar án „íhlutunar manna". Mér er ekki kunnugt um, að jafnvægi í náttúrunni hafi breytzt í ám og vötnum í heimin- um, þó að regnbogasilungur sé þar. Regnbogasilungur hefir 1 fjölda ára verið látinn í ár og vötn víða um heim til þess að auka fjölbreytni í sportveiði. Ég er mótfallinn því, að slíkt verði gert á íslandi, enda ekki þörf, þar sem við höfum ágætar silungstegund- ir, sem hafa aðhæfzt okkar um- hverfi í aldaraðir. Gera má ráð fyrir, að regnbogasilungur myndi ekki tímgast villtur í okkar köldu ám, og sú hefir reynsla orðið ann- ars staðar. 3. Greinarhöfundur upplýsir, að regnbogasilungs hafi orðið vart f Grafarholtslæk neðan við Laxalón. Ég er greinarhöfundi þakklátur fyrir þessar upplýsing- ar, þar sem hann — sennilega óafvitandi — er að veita því brautargengi, sem ég hef hér á undan upplýst í þessu máli. Vatn frá Grafarholtslæk rennur f ósa Elliðaánna. Mér er ekki kunnugt um, að líffræðilegt gildi Elliða- ánna hafi minnkað, þótt vatn frá Grafarholtslæk renni í ósa ánna. Þess má jafnframt geta, að lax- veiði í Elliðaánum hefir aukizt mikið síðustu ár, þrátt fyrir það að fiskeldisstöðin á Laxalóni sé í nábýli við Elliðaárnar. — Það er margt skrítið í kýrhausnum, sagði karlinn. Fyrirtæki mitt hefir nu í tæpan aldarfjórðung verið starf- rækt I því augnamiði að framleiða regnbogasi Iung og hrogn til út- flutnings. Tæpur aldarfjórðungur er nú liðinn, en ástæðan fyrir þvf, að útflutningur hefir ekki hafizt, er sú, að veiðimálastjóri hefir taf- ið starfsemi þessarar atvinnu- greinar með þvf að segja að sjúk- dómar væru fyrir hendi í fisk- eldisstöðinni. Jafnframt hefir Þór Guðjónsson upplýst opinberlega, að hann hafi ekki þekkingu á fisksjúkdómum. Sannleikurinn er sá, að fisksjúkdómar hafa aldrei verið i fiskeldisstöðinni á Laxa- lóni. Að gefnu tilefni vil ég upp- lýsa, að regnbogasilungshrognin voru flutt til landsins með leyfi landbúnaðarráðuneytisins árið 1951 og þau afhent, þegar fiski- fræðingar höfðu rannsakað heil- brigði hrognanna og vottorð, sem fylgdu þeim. 1 tæpan aldarfjórðung hafa lax- og silungsseiði frá Laxalóni verið látin f flestar ár á landinu og skilað ágætum árangri. Þór Guðjónsson hefir ekki séð ástæðu til að banna flutning á laxi og islenzkum silung frá Laxalóni, þar sem hættulegir sjúkdómar eiga að vera. Innan skamms tíma mun ég taka ákvörðun viðkomandi því, hvort þessi verðmikli regboga- silungsstofn, sem ekki er i dag hægt að meta til fjár, verður drep- inn niður eða seldur úr landi. Fyrirtæki mitt hefir nú varið sem næst 12 millj. króna i tæpan aldarfjórðung tilþess að viðhalda stofninum, án þess að geta fengið heilbrigðisvottorð, sem þarf að fá til þess að geta flutt fisk eða hrogn úr landi. Hér er um stór- hneyksli að ræða og svartan blett á íslenzku atvinnulífi og frelsis- skerðingu til athafna einstakl- ings. Öhæfuverknaður gagnvart mér persónulega, þessum málum viðkomandi, er svo svæsinn, að dulbúið hótunarbréf, sem ekki er undirskrifað, hefir borizt mér. Hver höfundurinn er, er mér ókunnugt um. Er ekki mál til komið að þessum ófögnuði linni? Þar sem þetta mál varðar ekki aðeins mig persónulega heldur þjóðhagslega afkomu siðar meir, leyfi ég mér að skora á þá, sem hafa áhuga á þessu máli, að láta heyra frá sér á opinberum vett- vangi. Laxalóni i febrúar 1974. MIÐBKR KÖ PflVOGS l.'flFflNGI VESTUR HLUTI benjamin magnusson arkitekt ‘ f.a.i telknistofa auéfbrekku 53 U'opavogi BORGIR S/F — Magnús Baldvinsson múrarameistari og Trésmiðja Hákons og Kristjáns BYGGJA 2ja og 3ja herbergja íbúðir í 3ja — 8 hæða fjölbýlishúsum í vesturhluta 1. áfanga Miðbæjar Kópavogs. Arkitekt er Benjamín Magnússon, F.A.I. X íbúðir þessar, sem eru frá 65 fm upp i 96 fm, seljast tilbunar undir tréverk og málningu, ásamt allri sameign frágenginni. X Hverri íbúð fylgir bílgeymsla undir upphituðu garðplani. X íbúðir þessar verða afhentar á timabilinu des. 1 974 — feb. 1975. X FASTEIGIMASALAN NORÐURVERLHátúni 4 A Símar 21870—20998. Hilmar Valdimarsson, fasteignaviðskipti, Jón Bjarnason hrl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.