Morgunblaðið - 26.02.1974, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.02.1974, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRUAR 1974 27 Algjörir yfirburð- ir íslendinganna — náðu um tíma 10 marka forystu Geir Hallsteinsson hættir eftir HM Frá Agústi I. Jónssyni blaðamanni Mbl. með íslenzka hand- knattleiksiandsiiðinu íOsló. Islenzka handknattleikslandsliðið hafði algjöra yfirburði f leik sfnum við Noreg í landsleiknum sem fram fór I Osló í gærkvöldi. Eftir miðjan fyrri hálfleik var aldrei spurning um það að íslenzkur sigur fengist I leiknum, heldur einungis um hversu stór hann yrði. Þegar 13 mínútur voru til leiksloka var fslenzka liðið búið að ná 10 marka forystu, og þá slakaði það greinilega á, og sú festa og öryggi sem verið hafði yfir leik þess allt fram til þessatíma hvarf. Náðu Norðmennirnir að minnka muninn svolitið á síðustu mínútunum, en lokatölurnar urðu 21:16 — stærsti sigur sem fslenzkt landslið hefur unnið yfir Norð- mönnum fyrr og síðar. Olafur Benediktsson mark- vörður var hetja liðsins í þess- um leik, og minnist undirrit- aður þess ekki að hafa séð hann verja jafnvel. Lslenzka vörnin var honum einnig mikil stoð, þar sem hún gaf aldrei eftir, var á stöðugri hreyfingu og Iokaði alveg fyrir hættuleg færi. 1 byrjun seinni hálfleiks var sem Norðmennirnir væru hættir að reyna að skjóta á markið, en þá fekk Ólafur skot f andlitið og missti við það linsuna úr öðru auga sínu. Næst þegar Norðmenn fengu dæmt vftakast var því fórnað á þann hátt að Roar Klaveness sem það framkvæmdi miðaði beint á andlitið á Ólafi til þess að freista þess að meiða hann. Varð nokkurt uppistand út af atburði þessum. Meðan verið var að ná afger- andi forystu var sama liðið inná allan tímann: Ölafur Benedikts- son, Auðunn Öskarsson, Axel Axelsson, Björgvin Björgvinsson, G unnsteinsson Skúlason, Ólafur H. Jónsson og Geir Hallsteinsson. Þessir leikmenn unnu mjög vel saman í vörn og sókn, þótt ekki væri mikið nýtt að sjá i sóknarleik liðsins þá gekk hann öruggur fyr- ir sig en maður hefur oftast séð áður. í vörninni virtist ganga bezt þegar leikin var hin svokallaða 4—2 vörn, og voru þeir Geir og Auðunn þá fyrir utan. Kom ís- lenzka liðið því norska oft í vand- ræði með því að hleypamanni inn í hornin, en loka siðan fyrir send- ingar hans út úr því. Auk Ólafs Benediktssonar áttu þeir Axel Axelsson og Auðunn Óskarsson stórkostlegan leik. Geir var ekki mjög áberandi í leiknum, en vann þó mjög vel fyrir liðið og aðstoðaði Axel við að skapa sér færi. Auðunn Óskarsson — traustasti varnarleikmaður íslenzka liðsins. GEIR HÆTTIR Geir Hallsteinsson sagði í við- tali við blaðamann Mbl. í gær, að leikirnir í heimsmeistarakeppn- inni yrðu hans síðustu landsleik- ir. Hann hefði tekið þá ákvörðun að hætta að leika landsleiki, og svo gæti farið að hann hætti einn- ig að leika handknattleik innan tiðar. Kvaðst Geir vera orðinn þreyttur á handknattleiknum og þeim mikla tíma sem hann tæki. Mátti af orðum hans marka, að ekki væri víst að hann léki með Göppingen næsta vetur, en hann hafði gert samning við félagið til tveggja ára. — Ólafur Benediktsson — fékk aðeins á sig nfu mörk fyrstu 47. mín.,og átti frábæran leik. GANGUR LEIKSINS IÓSLÓ: Mín. Noregur 4. 5. Magnussen 8. Oster 9. 11. Hauger 12. 14. 15. 16. 17. Furuseth 19. 20. 22. 26. 29. 30. Tyrdal HALFLEIKUR 31. 33. 34. Grislingaas 35. 38. Furuseth 39. 41. 42. Magnussen 44. 45. 46. Magnussen 47. 47. Magnussen tsland 0:1 Geir 1:1 2:1 2:2 Ólafur 3:2 3:3 Axel 3:4 Axel 3:5 Björgvin 3:6 Björgvin 4:6 4:7 Gunnsteinn 4:8 ólafur 4:9 Axel 4:10 Axel 4: Gunnsteinn 5:11 5:12 Axel 5:13 Axel 6:13 6:14 Geir (v) 7:14 7:15 Axel 7:16 Gunnsteinn 8:16 8:17 Axel 8:18 Ólafur 9:18 9:19 Guðjón 10:19 Axel Axelsson — Norðmennirnir réðu ekki við skot hans sem flest voru mjög föst og falleg. 48. Magnussen (v) 49. 50. Ringsaa 55. Furuseth 56. Tyrdal (v) 57. Tyrdal 58. Tyrdal (v) 58. 11:19 11:20 Guðjón 12:20 13:20 14:20 15:20 16:20 16:21 Einar Mörk Islands: Axel Axelsson 8, Gunnsteinn Skúlason 3, Ólafur H. Jónsson 3, Geir Hallsteinsson 2, Björgvin Björgvinsson 2, Guðjón Magnússon 2 og Einar Magnússon 1. Mörk Noregs: Magnussen 5, Tyrdal 4, Furuseth 3, Oster 1, Hauger 1, Grislingaas 1, Ringsaa 1. Fimm íslendingum var vísað af leikvelli i 2. mín. Voru það þeir Auðunn, Geir, Sigurbergur, Gisli og Gunnsteinn. Tveir Norðmenn: Ringsaa og Magnussen fengu einnig reisupassann. Ólafur Benediktsson varði þrjú vítaköst í leiknum. Flest loðnuskipin með fuHfermi í höfa FLEST öll loðnuskipin eru nú f höfn og bfða eftir löndun, og vitað er um mörg skip, sem þurfa að dæla loðnuförmum f sjóinn f dag, ef samningar hafa ekki tekizt við verkalýðsfélögin í nótt. Mörg skip verða búin að bíða eftir löndun f þrjá sólarhringa í dag, ogyfirleitt þolir loðnan ekki nema þriggja sólarhringa geymslu, þannig að hætt er við að þetta nýja silfur hafsins fari f hafið aftur, ef skip- in fá ekki löndun f dag. Aldrei þessu vant hefur verið frekar rólegt hjá Loðnunefnd síð- ustu tvo sólarhringa. Frá því á sunnudagsmorgun fram til kl. 18 í gær tilkynntu aðeins 18 skip um afla, samtals 4510 lestir. Skipin eru þessi: Hamar VE með 200 — Þriggja sólar- hringaverkfall Framhald af' bls. 28 Japanir taka vegna þessa, sé um 340 milljónir, en Árni Benedikts- son sagðist telja að raunveruleg áhætta væri um 200 milljónir króna. Sá tími, sem loðnufrysting hef- ur legið niðri er með bezta tima til frystingar, þar sem hráefnið var að verða þannig að það er í hvað beztu ástandi. Ef ástandið hefði verið eðlilegt, hefði að öllum lik- indum verið búið að frysta upp i samninga við lok næstu viku, en þá má gera ráð fyrir að loðnan hafi hrygnt og er þá allur draum- urinn búinn, því að eftir það er hún óhæf til frystingar. „Þessir þrír dagar, sem tapazt hafa, verða því ekki bættir upp,“ sagði Árni Benediktsson. Einnig kvað hann þau neikvæðu áhrif, sem af þessu stöfuðu, mjög slæm, þar sem langan tíma tæki að ná aftur því lestir, Sigurður RE 150, Árni Magnússon SU 150, Kristbjörg 2. VE 90, Heimir SU 420, Ottó Wathne NS 40, Skírnir AK 240, Gunnar Jónsson VE 150, Pétur Jónsson KÓ 350, Víðir NK 260, Helga 2. RE 340, Guðmundur RE 800, Loftur Baldvinsson EA 500, Súlan EA 450, Ólafur Magnússon EA 20, Asgeir RE 300 og Fylkir NK 90 lestir. Skipin fara öll til Austfjarða- hafna, nema Sigurður, sem fór til Eyja með rifna nót. Pláss er ekk- ert á Austfjarðahöfnum, en sjó- menn vonast nú fastlega til, að verkfallið sé að leysast og um leið og það leysist verður hægt að taka á móti 6000—7000 lestum á Rauf- arhöfn. trausti sem japanskir viðsemjend- ur íslendinga hefðu fengið af við- skiptum við þá. Fyrst þegar samningar voru gerðir um sölu á frystri loðnu urðu islendingar að taka á sig hluta áhættunnar vegna flutninga á loðnunni til Japan, en nú og í fyrra tókst að fá Japani til þess að taka alla áhættuna sjálfa. Það kvað Árni mundu verða erfitt i framtfðinni eftir að slíkt slys sem þetta hefði kömið fyrir. — England Framhald af bls. 1 að kenna um óstjórn Heaths, en forsætisráðherrann og fylgis- menn hans báru aftur við hækk- uðu olíuverði og minnkandi fram- leiðslu vegna verkfalls kolanáma- verkamanna, en það var ein aðal- ástæðan til þess að Heath boðaði til kosninga. Hann kvaðst vilja Iáta skera úr um hvort ríkisstjórn- in eða verkalýðsfélögin ættu að stjórna landinu. — Samkomulagið Framhald af bls. 1 komulag þetta er uppsegjanlegt með viku fyrirvara, ef sýnt er að allt stefnir í verkfall í atvinnu- greininni. Atvinnuleysistryggingasjóður á að greiða 60% af launum þessa fólks fyrst framan af. Mun sjóður- inn endurgreiða vinnuveitanda greiðslur til fólksins mánaðar- lega. Hinn 1. marz 1979 minnkar greiðsluhlutfall sjóðsins í 50% og lækkar síðan um 10% hvert ár, unz vinnuveitendur greiða allan kostnað af þessum launagreiðsl- um, en það verður hinn 1. marz 1984. Ríkisstjórnin gaf út loforð til deiluaðila um að hún myndi beita sér fyrir breytingum á Iög- um Atvinnuleysistryggingasjóðs, en eins og nú er háttað brýtur þetta ákvæði í bága við lög sjóðs- ins. Önnur atriði töfðu fyrir sam- komulagi. Þar á meðal var deilu- mál um það, hve margir verka- menn skyldu vera í gengi svoköll- uðu við uppskipun i Reykjavíkur- höfn. Ekki hafði í gærkvöldi náðst samkomulag um þetta atriði, en aðilar undirrituðu rammasamning, sem síðan á eftir að fylla upp í að einhverju leyti. Einnig var undirritaður ramma- samningur í svokölluðu línumáli, en það mál snýst um það, hvort verkamaður eigi að fá greitt fæði, ef hann fer út fyrir ákveðin tak- mörk, sem eitt sinn giltu utan Reykjavíkur, en nú með þvi að borgin hefur stækkað stórum, orsakar ákvæði þetta slíkt mis- rétti, að maður sem býr í Breið- holti, en vinnur i miðbænum, fær engan mat greiddan, en búi hann i miðbænum og vinni í Breiðholti ber honum greiðsla fyrir fæði. Ekki hafði verið gengið frá samningum vegna vörubilstjór- anna, en I meginatriðum hafði náðst samkomulag. T.d. verður forgangsrétturinn áfram við lýði, en atvinnurekanda eru heimil frjáls afnot af eigin bifreið. Þá náðist og samkomulag við mjólk- urfræðinga, er þeim hafði verið hótað að ekki yrði við þá samið, en verkamönnum hins vegar heimilað að stunda þau störf, sem þeir nú inna af hendi. Fengu mjólkurfræðingar tryggingu fyrir 16 klukkustunda greiðslu fyrir vinnu á laugardögum í hverjum mánuði, en áður höfðu þeir fengið laugardaginn viðurkenndan sem helgidag. Launþegafélögin á Austurlandi og atvinnurekendur þar ákváðu á sunnudag að hefja viðræður á Egilsstöðum, þar sem þeim þótti samningagerðin ganga seint hér syðra. Flugu samningamenn deiluaðila austur. Alþýðusam- band Austurlands gerði atvinnu- rekendum I gærdag tilboð, sem var 12%, 3% og 3%, en að öðru leyti gengu samningar þar eystra ekki betur en hér syðra, a.m.k. varð samkomulag um kauphækk- unina fyrr samþykkt hér syðra, en um klukkan 10 i gærkvöldi hafði verið boðaður nýr samn- ingafundur á Egilsstöðum. — Solzhenitsyn Framhald af bls. 1 að auki vildi hann helst ala börn sín upp í umhverfi sem hefði á sér eitthvert rússneskt yfirbragð. I Sviss er hins vegar „Rússnesk nýlenda“, þar býr fjöldi Rússa, sem hafa flutt frá Sovétríkjunum, og einnig afkomendur manna sem hafa flutt þaðan. Rússneska er mikið töluð i hópi þessa fólks og það hefur að ýmsu leyti haldið tryggð við siðvenjur föðurlands- ins. A mánudagskvöld fékk Solzh- enitsyn i fyrsta skipti tækifæri til að sjá kvikmyndina sem gerð var eftir bók hans „Dagur í lifi Ivans Denisjovits og þótt hann vildi ekkert um þá reynslu segja þegar hann kom út úr kvikmynda- húsinu var auðséð að hún hafði djúp áhrif á hann. Þá var tilkynnt i Stokkhólmi I dag að Solzhenitsyn mundi koma þangað 10. desember næst- komandi, til að taka loks við Nóbelsverðlaununum sem honum voru veitt árið 1970. Fóru utan til að vinna að ávana- og fíkni- efnamálum Eins og fram hefur komið í dag- blöðum fóru þeir Kristján Pétursson, deildarstjóri toll- gæslunnar á Keflavíkurflugvelli og Valtýr Sigurðsson, fulltrúi bæjarfógetans í Keflavík, utan með herflugvél s.l. föstudag, eftir að verkfallsverðir höfðu meinað þeim far með flugvél frá Loftleið- um. Tildrög máls þessa eru þau að lögreglustjórinn á Keflavíkur- flugvelli fékk það staðfest hjá dómaranum í ávana- og fikniefna- málum að menn þessir hefðu verk að vinna fyrir dómstólinn erlendis. Var því komið áleiðis til foringja i varnarliðinu, sem litu á þetta sem beiðni íslenskra yfir- vald um aðstoð við að koma mönnunum utan vegna áríðandi opinberra erindagerða. Það skal tekið fram að varnar- málanefnd, varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins og æðstu yfirmenn varnarliðsins höfðu ekki afskipti af máli þessu og var ekki kunnugt um það fyrr en eftir að mennirnir voru farnir úr landi. Reykjavik, 25. febrúar 1974 Utanríkisráðuneytið, varnarmála- deild. —- Þrír forstjórar Framhald af bls. 28 sem fyrirhugað er. Stjórnarnefnd er skipuð þeim Erni O. Johnson, Alfreð Elíassyni og Sigurði Helga- syni. Forstjórarnir þrir skipta með sér málaflokkum í daglegum rekstri þannig, að Örn Ö. Johnson fer með stjórnskipunarmál og innanlandsflug, Alfreð Elíasson með flugrekstrar- og tæknimál og hótel og bilaleigu, en Sigurður Helgason með fjármál og mark- aðsmál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.