Morgunblaðið - 26.02.1974, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRUAR 1974
Geir Sigurðssn
bóndi—Minning
Með fám orðum langar mig að
minnast Geirs Sigurðssonar fyrr-
um bónda á Reyðará í Lóni, sam-
sveitunga míns og samstarfs-
manns um árabil.
Geir var fæddur að Reyðará 21.
júlí 1898, sonur hjónanna Önnu
Hlöðversdóttur og Sigurðar Jóns-
sonar, er þar bjuggu þá. Hann
andaðist 10. febr. síðastliðinn.
Unglingur að aldri misstiGeir föð
ur sinn og tók við búsforráðum
á Rayðará. Á honum hvíldi með
fullum þunga sú ábyrgð og það
hlutver að halda saman heimilinu
með móður sinni og fimm yngri
bræðrum, sem allir lögðu þá einn-
ig fram krafta slna af ítrustu
getu. Þetta tókst með prýði og
urðu allir bræðurnir nýtir og
vænirmenn.
Þann 29. apríl 1922 kvæntist
Geir ágætis konunni Margréti
Þorsteinsdóttur. Þeirrá ferill var
upp frá því óslitið tilævilokaGeirs
mótaður af gagnkvæmri virð-
ingu, elsku og trausti. Á heim-
ili þeirra á Reyðará dvöldu meðan
lifðu Anna móðir Geirs og fóstra
Margrétar, Halldóra Einarsdóttir.
Þau Margrét og Geir eignuðust
fjögur börn, eina dóttur, Aðal-
heiði, gifta Sigurði Hjaltasyni
bæjarstjóra á Höfn í Hornafirði,
og þrjá syni, Sigurð, búsettan á
Höfn, kvæntan Ástu Guðlaugs-
dóttur frá Starmýri á Álftafirði,
Þorstein bónda á Reyðará, kvænt-
an Vigdísi Guðbrandsdóttur frá
Heydalsá í Strandasýslu, og Bald-
ur rafvirkja í Reykjavík, kvæntan
Hólmfríði Aradóttur frá Borg á
Mýrum (eystri).
Þau Margrét og Geir bjuggu
myndarbúi á foðurleifð Geirs,
Reyðará, til ársins 1964, er þau
seldu búið i hendur Þorsteini syni
sínum og fluttust á Höfn, þar sem
þau áttu síðan heimili sitt í húsi
og í skjóli Aðalheiðar dóttur sinn-
ar og manns hennar, er reyndust
þeim óbifandi athvarf i erfiðleik-
um vanheilsunnar, er fast sótti á
síðari árin. Engu þyrfti aldrað
fólk að kvíða ef öll börn reyndust
foreldrum jafnvel og Aðalheiður
sínum.
Um áratuga skeið var Geir
nágranni minn. Hann var gildur
bóndi, dugmikill, ósérhlífinn,
skyldurækinn, félagslyndur, gest-
risinn, bóngóður og greiðvikinn.
Ekki hallaðist á með þeim hjón-
um, þau voru samhent í myndar-
brag og snyrtimennsku jafnt utan
húss sem innan. Margrét unni
mjög öllum gróðri og ekki latti
Geir hana við ræktunarstörfin til
fegrunar og nytja heimilisins, og
sjálfur bætti hann jörð sína og
byggði upp af stórhug i góðu sam-
starfi við bræður og seinna börn
sín.
Geir var mjög tónelskur maður,
söng vel og hafði sérstakt yndi af
söng og allri tónlist. Naut Stafa-
fellskirkja góðs af því. Hann var
um sína tíð, eða meðan hann var
búsettur á Reyðará, einn af aðal-
söngkröftum kirkjunnar ásamt
sínu fólki, konu og börnum.
Ávallt mátti treysta því, að hann
og fjölskylda hans kæmu til
messu og legðu fram sitt ómetan-
lega framlag til messugjörðarinn-
ar með söng og þátttöku í guðs-
Aðalbjörg Sigurðardóttir
Kveðjuorð frá Kvenréttindafélagi íslands
Þessar fáu línur eiga aðeins að
tjá okkur kveðju- og þakkar-orð
frá Kvenréttindafélagi íslands,
nú þegar Aðalbjörg Sigurðardótt-
ir hefur lokið æviskeiði sinu hér í
heimi.
Hún var áratugum saman félagi
Kvenréttindafélagsins og gegndi
þar margvíslegum trúnaðarstörf-
umfrá því fyrst hún gerðist félagi
þess og til þess hún kaus nú á
allra síðustu árum að draga sig i
hlé sökum heilsubrests. Allmörg
seinustu árin var hún heiðursfé-
lagi.
Það var Kvenréttindafélagi ís-
lands mikill ávinningur að eiga
innan sinna vébanda slíka konu
sem Aðalbjörgu Sigurðardóttur,
ekki sízt á fyrri árum félagsins,
þegar segja má að starf þess væri
fyrst og fremst brautryðjenda-
starf. Hér kemur margt til: leiftr-
andi mælska, óvenju skýr hugsun
og einarðlegur og drengilegur
málflutningur.
Aðalbjörg átti ótal mörg áhuga-
mál og mun ekki ofsagt að ekkert
mannlegt væri henni óviðkom-
andi, enda ótalin þau þjóðfélags-
mál sem hún veitti stuðning sinn.
Fyrir hönd okkar allra, sem
störfuðum með henni í Kvenrétt-
indafélagi íslands, flyt ég henni
nú að leiðarlokum hjartans
þakkir. Börnum hennar og öðrum
ástvinum vottum við einlæga sam-
úð.
Guð blessi minningu þessarar
góðu og mikilhæfu konu.
Guðný Helgadóttir.
t
Faðir minn
KRISTJÁN JÓHANNSSON
sem andaðist I Landakotsspítala 20 þ m verður jarðsunginn frá
Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 27. febrúar kl. 2. Fyrir hönd vanda-
manna
Axel Kristjánsson.
Minning:
Jón Indriðason
frá Patreksfirði
þjónustunni. Fyrir það vil ég sér-
staklega þakka honum. Ég veit, að
það mun gleðja hann nú, er hann
lítur endurnærður af nýju lífs-
sviði yfir farinn veg og finnur
tónana titra í voldugri symfóníu
allífsins, að hann sparaði aldrei
tíma eða krafta í sínu jarðlífi við
að láta sinn tón óma út í alheim-
inn, heldur tók undir lofsöngva
og bænagerðir, sem ná út yfir
amstur daganna og lyfta huga og
sál hátt I hæðir. i söngnum fann
Geir sjálfan sig i nánustum
tengslum við allífið. Söngurinn
var honum alltaf unun og ánægja.
Sunnudagarnir voru honum
helgidagar, hvíldardagar, sem
ekki voru venmetnir af honum.
Mér sem organista kirkjunnar var
það alveg ómetanlegt að hafa slík-
an samstarfsmann.Geirvar einnig
um langt skeið meðhjálpari í
Stafafellskirkju og í sóknarnefnd.
I hreppsnefnd Bæjarhrepps sat
hann nokkur ár.
Guð blessi Geir frá Reyðará á
þeim nýju lífssviðum, sem nú
blasa við honum, launi honum
alla góðvild i minn garð og minn-
ar fjölskyldu og hefi honum raun
lofi betri. Nú mun söngur hans
óma í voldugum samhljóm þeirra,
er erft hafa eilifa lifið. Gleði og
söngur eiga ávallt samleið. Nú á
kveðjustundu blandast sú gleði
söknuðinum að vita Geir lausan
úr þeim líkamsfjötrum, sem
meinuðu honum að njóta sín sein-
ustu árin. Slíkum hlýtur að vera
mikil dásemd að vakna til nýs lífs,
laus við vanmátt sinn, hitta
horfna ástvini og finna nýja
möguleika til lífs og söngs og
starfs.
Krjúptu að fótum
friðarboðans,
fljúgðu á vængjum morgun-
roðans,
meira að starfa Guðs
um geim.
Sigurlaug Arnadóttir,
Hraunkoti íLóni.
F. 20. maí 1884.
D. 17. febr. 1974.
Hinn 17. þessa mánaðar lézt að
Hrafnistu Jón Indriðason skó-
smiður frá Patreksfirði. Hann
fæddist hinn 20. maí 1884 að
Naustabrekku á Rauðasandi og
var því tæplega níræður að aldri.
Ég kynntist Jóni ekki fyrr en
hann var orðinn vel fullorðinn
maður og fluttur til Reykjavíkur,
og þekki ég því ekki mikið til
hans yngri ára nema það, sem
hann sjálfur og fleiri hafa sagt
mér.
Hann mun snemma hafa þurft
að standa á eigin fótum, því að
faðir hans drukknaði, er Jón var
þriggja ára gamall. Stóð nú móðir-
in ein uppi ásamt þremurbörnum
og átti von á því fjórða. Snemma
fór hann því til vandalausra, og
var atlætið misjafnt, eins og títt
var um umkomulitla unglinga á
þessum árum.
En þessi strangi skóli hefur
eflaust verið honum hollur, þegar
til lífsbaráttunnar kom fyrir al-
vöru. Á fermingaraldri fór hann
til sjóróðra, fyrst frá Hvallátrum
við Látrabjarg og siðan frá
Patreksfirði. Jón var greindur
maður og langaði til að afla sér
einhverrar menntunar, en það
var hægara sagt er gert á þeim
árum. Þess vegna tók hann því
fegins hendi, er honum var boðið
að læra skósmíðar hjá Magnúsi
Jóhannssyni skósmiði á Patreks-
firði. Lærdómur þessi varð hon-
um til láns, er hann þurfti að fara
að vinna fyrir stórri fjölskyldu.
Gat hann þá stundað sjóróðra á
sumrum og skósmíðar á veturna.
Jón kvæntist ungur Jónínu G.
Jónsdóttur, er ættuð var úr
Tálknafirði. Hún var mikil
dugnaðarkona og lifðu þau í far-
sælu hjónabandi, er stóð i rúm-
lega 50 ár, en Jónína lézt 20.marz
1961.
Þeim varð 14 barna auðið og
komust 12 þeirra til fullorðinsára,
en 9 þeirra eru enn á lífi. Það
liggur I augum uppi, að mikinn
dugnað og hagsýni þurfti til að
ala upp þennan stóra barnahóp,
og var til þess tekið, hve Jónínu
fórst vel að hugsa um börnin og
heimilið.
Arið 1956 fluttust hjónin til
sonar síns í Reykjavík og síðan í
eigið hús, sem Jón byggði í Kópa-
vogi með aðstoð barna sinna. Þar
undu þau vel hag sinum meðan
bæði lifðu.
Það var alltaf gaman að hitta
Guðmunda Eiríks-
dóttir - Kveðjuorð
Það er komið fram á áttunda
árið, sem ég hefi leigt hjá hjón-
unum Guðmundu Eiríksdóttur og
Ingimundi Guðmundssyni. Og nú
er Guðmunda látin eftir langlegu
frá í byrjun maí og þar til nú 8.
febrúar. Því tek ég mér penna í
hönd til þess að þakka og kveðja
hana, sem ég hafði svo mikla og
góða viðkynningu af. Og minning-
arnar streyma fram í hugann
hver af annarri. Við áttum líka
marga skemmtilega stund saman.
En þó ber mest að þakka það, að
hvenær sem ég átti erfitt og leið
illa fór ég heim til hennar, ræddi
hún við mig um vandamál lifsins
og hvatti mig til að biðja Guð,
trúa og treysta honum fyrir öllu.
Og er úr rættist fyrir mér gladdist
hún með mér af öllu hjarta. í
veikindum, sem þjáðu mig, hjúkr-
aði hún mér af hjartahlýju og
hughreysti mig og taldi f mig
kjark, þó að hún væri sjálf sjúk.
Það var eitthvert dulið afl, sem
fylgdi henni, sem sefaði mann,
enda hafði hún sérstakan per-
sónuleika.
í veikindum kom hún til mín á
kvöldin til að bjóða mér góða nótt
með þessum orðum.
Vertu róleg, vinan, ég skal biðja
fyrirþér. /
Það er bæði ljúft og sárt að
minnast alls frá þessum árum,
sem aldrei gleymist né verður
fullþakkað. Við áttum margt sam-
t Móðir okkar, t Utför hálfsystur minnar
GUÐRÚN E. JÓNSDÓTTIR, GUÐRÚNAR E. JÓNSDÓTTUR
lézt í Borgarspítalanum þriðjudaginn 1 9 þ.m, Útförin fer fram frá fer fram frá Hallgrlmskirkju miðvikudaginn 27. febrúar 1974 kl
Hallgrímskirkju miðvikudaginn 27, febrúar kl. 1 3.30. Erla M. Magnúsdóttir, 13.30. Þeir. sem vilja minnast hinnar látnu láti Styrktarfélag fatlaðra og lamaðra njóta þess.
Valdimar J. Magnússon. Ragnar Ó. Ólafsson
Jón, því að hann var stálminnug-
ur og skemmtilegur i viðræðum
og kunni frá mörgu að segja um
gamla tíma.
Ég og fjölskylda mín þökkum
Jóni góð kynni og skemmtilegar
stundir og óskum honum alls góðs
á nýjum leiðum.
Blessuð sé minning hans.
Ingvar Axelsson.
Ritskoðun
aflétt
Kairó, 22. febr.,NTB
SADAT Egyptalandsforseti hefur
gefið út fyrirmæli um, að ritskoð-
un á fréttum erlendra blaða-
manna frá Egyptalandi sé hér
með aflétt. Sagði frá þessu í blað-
inu Al Ahram f dag. Ritskoðun
þessi hefur verið í gildi fjölda
ára, en hins vegar hafa frétta-
menn farið óspart í kringum hana
með því að bregða sér til Beirut i
Lfhanon og senda fréttir sínar
þaðan.
Núverandi ritstjóri A1 Ahram,
Ali Amin, sagði, að þessar ferðir
blaðamannanna til Beirut hefðu
iðulega orðið til þess, að fréttir
hefðu verið brenglaðar og því
væri ákveðið að aflétta nú ritskoð-
uninni formlega.
eiginlegt í trúmálum. Ég vona, að
nú séu draumar hennar orðnir að
veruleika á Iandamærunum
miklu. Hafi hún þökk fyrir allt
Blessuð sé minning hennar.
Eiginmanni, börnum, barna-
börnum, systkinum og öðru
venzlafólki votta ég innilega
samúð sína.
Steinunn Guðmundsdóttir.