Morgunblaðið - 26.02.1974, Blaðsíða 28
Island vann
Noreg 21:16
Sjá bls. 27
ÞRIÐ JUD AGUR 26. FEBRUAR 1974
JAfottgiunMðfttb
nucLVsmcnR
^-«22480
asafe 405 milljóna króna
tap í loðnuvinnslunni
Ahættan vegna loðnu-
flutninga til Japan
340 milljónir króna
TJÓNIÐ, sem verður vegna þess að, hvorki er unnt að bræða né frysta
loðnu, nemur um 135 milljónum króna á sóiarhring. Nemur þvf
heiklartjónið, sem orðið hefur vegna þriggja daga stöðvunar 405
miiljónum króna. Tjónið vegna stöðvunar á bræðslu loðnunnar nemur
85 milljónum króna á sólarhring, en vegna frystingar rétt tæplega 50
milljónum króna. Fimmtán japönsk flutningaskip eru nú á leið til
landsins til þess að sækja frystar loðnuafurðir. Þessi skip munu vera
að sækja um 20 þúsund tonn af frystri loðnu, og flutningskostnaður á
hvert tonn til Japan er um 200 dollarar. Því lætur nærri að áhættan,
sem Japanir taka með þessum flutningum sé um 340 milljónir króna.
Raunveruleg áhætta þeirra mun þó vera um 200 milljónir króna.
Árni Benediktsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Sambandi ís-
lenzkra samvinnufélaga, tjáði
Mbl. i gær að ef allar bræðslurnar
væru stöðvaðar myndi sólar-
hringstap verða um 120 milljónir
króna. Hins vegar er bræðsla í
gangi í Vestmannaeyjum, Grinda-
vík og á þremur stöðum á Aust-
fjörðum, en þær eru þó allar
fremur litlar. Þá ber og að geta
þess að síldarmjölsverksmiðjan á
Seyðisfirði stöðvaðist ekki fyrr en
á sunnudagskvöld. Árni sagðist
gera ráð fyrir, að tapið vegna
þeirra, sem nú væru stöðvaðar
væri um sólarhringinn 85 milljón-
ir króna og kæmi það tap allt
fram, þar sem engu máli skiptir,
hvort um helgi er að ræða eða
ekki. Þá má og geta þess að bátar
eru og víða með fullfermi við
bryggju og geta ekki losnað við
þorsk, sem í þeim er. Það tap er
ómælt, sem þar verður. Allflestir
Breiðaf jarðarbátar liggja með
fullfermi við bryggju og net eru í
sjó.
Árni Benediktsson sagði að
stöðvun á loðnufrystingu orsakaði
rétt tæplega 50 milljón króna tjón
á sólarhring. Þeir frystihúsamenn
hefðu þó ekki eins miklar áhyggj-
ur af þessari stöðvun eins og þeir
hefðu af þeirri áhættu, sem Jap-
anir legðu sig í vegna ferða flutn-
ingaskipa, sem sækja loðnuafurð-
irnar hingað til lands. Skip þessi
urðu að leggja af stað frá Japan
fyrir 6 vikum og taka þau á sig
gífurlega áhættu, þar sem ekkert
var vitað um þetta verkfall, þegar
þau fóru af stað. Skipin, sem eru
um 15 talsins eru á vegum Sam-
bandsins, Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna og Islenzku um-
boðssölunnar. Nú hafa verið fryst
um 12 til 13 þúsund tonn af loðnu
eða rétt rúmlega helmingur þess
magns, sem skipin eru að sækja.
Lætur því nærri að áhættan, sem
Framhald á bls. 27.
Allt frá þvf á föstudag hafa fiskiskip tslendinga orðið, að bfða með fiskinn f lestunum, vegna
verkfal Isins. Fiskurinn sem er I lestum skipanna liggur vfðast undir skemmdum og þvf veitir ekki
af röskum höndum næstu daga til að vinna hann, svo að hann bæti að einhverju leyti upp það tjón,
sem þjóðarbiíið hefur goldið f verkfallinu. Ljósm. Mbl.: Hermann Stefánsson.
Þrír forstjórar Flugleiða
Orn 0. Johnson aðalforstjóri
AKVEÐIÐ hefur verið, að for-
stjórar Flugleiða h.f. verði þrfr,
þ.e. örn Ó. Johnson, sem verður
aðalforstjóri, og þeir Alfreð
Elfasson og Sigurður Helgason.
Um þetta var tekin ákvörðun á
stjórnarfundi Flugleiða, sem
haldinn var 22. þ.m., en á fundin
um var tekin ákvörðun um stjórn-
arfyrirkomulag félagsins, sem
Forystumenn deiluaðila:
Verðbólguhvetjandi samningar
Jón H. Bergs
MORGUNBLAÐIÐ ræddi f gær
við fjóra forystumenn í þeirri
kjaradeilu, sem nú er til lykta
leidd. Athyglisvert er að mönn-
um finnast þessir samningar,
sem nú hefur náðst samkomu-
lag um, verðbólguhvetjandi.
Þeir aðilar, sem rætt var við í
gærkvöldi, er launaliður samn-
inganna lá fyrir, eru Jón H.
Eðvarð Sigurðsson
Bergs, formaður Vinnuveit-
endasambands tslands, Eðvarð
Sigurðsson, formaður
samninganefndar ASl, Guð-
mundur H. Garðarsson, formað-
ur Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur, og Hjörtur
Hjartarsson, formaður Verzlun-
arráðs Islands.
Jón H. Bergs sagði, er hann
Guðmundur H. Garðarsson
var spurður að því, hvað hefði
verið erfiðasti hjallinn f
samningagerðinni, að hann
teldi að það hefði verið ákvörð-
unin um launaliðinn, þar sem
greiðslugeta atvinnuveganna
væri mjög takmörkuð. Það
hefði Vinnuveitendasambandið
einnig bent á, sagði Jón og
bætti við: „Annars held ég að
Hjörtur Hjartarson.
mestur skriður hafi komizt á
samningagerðina eftir að við
náðum samkomulagi um taxta
Verkamannasambandsins, Iðju-
félaganna, iðnaðarmannanna
og verzlunarmanna í síðustu
viku.“
„Eru þetta verðbólgusamn-
ingar, sem nú hafa náðst?“
Framhald á bls.27.
gilda skal frá 1. marz n.k. til
aðalfundar 1976.
I fréttatilkynningu, sem Flug-
leiðir sendu frá sér í gær segir, að
ákveðið sé, að sérstök stjórnar-
nefnd, skipuð þremur mönnum
fari með völd stjórnarinnar milli
stjórnarfunda. Verkefni stjórnar-
nefndar er jafnframt að móta
stefnu félagsins og annast fram-
kvæmd sameiningar flugfélag-
anna tveggja, Flugfélags Islands
h.f. og Loftleiða h.f., á þann hátt,
Framhald á bfs. 27.
Rak ráð-
herrann heim
LUÐVIK Jósepsson sjávarút-
vegsráðherra hefur dvalið lang-
dvölum á Loftleiðahótelinu,
spjailað við samningamenn og
sjálfsagt reynt að miðla mál-
um. Nærvera ráðherrans hefur
þó ekki fallið í góðan jarðveg
meðal forystumanna Alþýðu-
sambands Islands, þvf að vax-
andi taugaspennu hefur gætt f
hópi þeirra. Aðfaranótt sunnu-
dagsins sauð þó upp úr. Til
orðasennu kom milli ráðherr-
ans og Eðvarðs Sigurðssonar,
formanns samninganefndar
ASl. Lyktaði henni með þvf, að
Eðvarð setti ráðherranum skil-
yrði: annað hvort færi ráðherr-
ann úr hótelinu eða hann sjálf-
ur. Þegar Lúðvfk hafði fengið
þessa úrslitakosti, tók hann
hatt sinn og frakka og hvarf á
braut. Fjölmargir samninga-
menn urðu vitni að þessu, en
ráðherrann kom þó aftur á
sunnudagskvöldið.