Morgunblaðið - 26.02.1974, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRUAR 1974
Veðurofsi, félags-
líf og fl. úr Kjós
Frá samlestraræfingu á Kertalogum Jökuls ílðnó.
Nýr leikritsstíll í
Kertalogum Jökuls
Kiðafelli i Kjós áþorraþræl.
ÞÓ AÐ Iftið hafi heyrzt héðan úr
sveit undanfarið, gengur lífið
sinn vanagang, og svipað hér og f
öðrum landshlutum, þó að ekki
hafi snjóað hér jafnmikið og
norðanlands.
Hér hefur verið samfelldur
kuldi síðan í nóvember með iII-
viðraköflura Hafa verið jarðbönn
lengst af svo að öllum skepnum
hefur orðið að gefa og er svo enn
þó að snjó hafi tekið nokkuð upp
á síðustu dögum. Þráfaldlega hef-
ur það gerzt í vetur, sem ekki
hefur oft hent, að fólk hefur
stöðvazt vegna ofsaroks og snjó-
komu og beiðzt gistingar. Eina
nóttina gistu hér 16 manns á
tveimur bæjum við veginn, og síð-
ast aðfararnótt hins 18. voru hér 4
af tveimur bílum, sem sneru við
utan við Tíðaskarð í skafbyl og
ofsaroki. Þá áttum við von á að
missa rafmagnið sem og varð, þó
ekki fyrr en veðrið hafði gengið
niður. Eftir mikla leit að bilun
kom í ljós að straumbreytir í
spennistöð við Saurbæ á Kjalar-
nesi hafði bilað. En þegar taka
átti til varaspennis hafði ekki
verið gert við hann frá því hann
bilaði á síðasta ári, og er nú verið
að sameina það, sem heillegt er í
báðum, í einn, sem nota mætti.
Við höfum þó ekki verið alveg
rafmagnslaus, því leyfi fékkst til
að tengja Kjósarlínuna við Kjalar-
neslínuna, sem þó hefur takmark-
aða orku, svo að spennan er mjög
lág og á takmörkum að ekki valdi
skemmdum á tækjum. Þó megum
við þakka fyrir það, sem við höf-
um, því að óskemmtilegt væri að
þurfa að mjólka með höndunum.
Menn eru ekki lengur í þjálfun til
þeirra starfa.
Ungmennafélagið „Drengur"
starfar enn hér í sveitinni, og á
í tilefni af kammerhljómleik-
um, sem Félag ísl. hljómlistar-
manna hélt 25. janúar sl. skrifaði
undirritaður stutt ávarp til hljóm-
leik'agesta, sem hljóðar svo:
Einn tilgangur félags vors er
„að útbreiða skilning á
menningargildi lifandi hljóm-
listar."
Til þessa markmiðs hefur ekki
verið stefnt af því kappi sem
skyldi, en vér ætlum nú að ráða
hér á nokkra bót.
Með þessum hljómleikum er nú
riðið á vaðið með flutningi
kammerhljómlistar og fleira er í
deiglu.
Vér, sem að flutningi þessum
stöndum, væntum þess, að þér,
hlustandi góður, hafið af honum
góða skemmtan og ef svo verður
þá leyfum vér oss að vona, að
stuðningur yðar tryggi framhald
þessa þáttar í menningarviðleitni
félags vors.
Félag íslenzkra hljómlistar-
manna þakkar yður komuna.
I útvarpsþættinum „Úr tón-
listarlífinu“ sem útvarpað var 29.
janúar þótti Halldóri Haraldssyni
píanóleikara ástæða til leið-
réttingar á framanrituðu og er ég
honum þakklátur fyrir.
Það er rétt sem fram kemur hjá
Halldóri að félag vort er ekki
brautryðjandi í flutningi
kammerhljómlistar álslandi.
Mér varð á sú skissa að álíta
ekki heiminn stærri en það sem
ég sá af honum standandi á mín-
um bæjarhól og er mér nokkur
vorkunn þar sem ég er forsvars-
maður fyrir einu af þeim félögum
sem hafa tónlist á stefnuskrá
sinni, en eins og Halldo'r veít jafn-
vel og ég þá eru eigi færri en 10
félög í Reykjavík einni, sem hafa
útbreiðslu á menningargildi
lifandi hljómlistar á stefnuskrá
sinni.
Undirrituðum er fullkunnugt
síðasta aðalfundi var ung stúlka,
Guðný Ivarsdóttir, Flekkudal,
kosin formaður þess. I Félags-
garði stendur það fyrir iþróttaæf-
ingum, spilakvöldum og svo er
„opið hús“.
Lionsklúbburinn Búi er starf-
andi hér og tekur yfir hreppana
tvo, Kjalarnes og Kjós. Heldur
hann árshátíð sína núna um þessa
helgi. I vetur gaf hann út og seldi
jólakort og i vor kemur á markað-
inn blómaáburður, sem félags-
menn hafa framleitt. Ágóðinn
rennur til líknarmála. Nafn
klúbbsins, Búi, er fengið úr Kjal-
nesingasögu, en Búi Andrésson er
þar aðalsögupersóna. Formaður
Búa er nú Oddur Andrésson á
Hálsi.
Unnið hefur verið að vegagerð
á Vesturlandsvegi inn að Brynju-
dalsvogi, og stendur til að halda
þar áfram í vor og brúa voginn.
Aðrar framkvæmdir hafa dregist,
svo sem að byggja nýja brú yfir
Kiðafellsá og færa veginn þar, en
vegarstæði hefur ekki verið end-
anlega ákveðið. Vonandi dregst
það ekki lengur en til vorsins, en
nokkur vandkvæði eru á að
tengja saman vegi hér svo að vel
fari.
Aðalfundur Hestamannafélags-
ins ,Jlarðar“ stendur nú fyrir
dyrum, en hann verður 1. marz.
Starfsemi félagsins hefur verið
með ágætum undanfarin ár. Hef-
ur það t.d. séð um tvær stóðhesta-
girðingar í héraðinu, og á síðast-
liðnu sumri var haldið yfir 50
hryssum undir hesta, sem voru á
vegum héraðsins, auk þess sem
nokkrum hryssum var haldið í
öðrum héruðum. Formaður Harð-
ar er Pétur Hjálmsson ráðunaut-
ur.
um Kammermúsík-klúbbinn og
ekki síður um Tónlistarfélagið
sem hefur lift Grettistaki i tón-
listarmálum og hefur haldið uppi
merki tónlistar á íslandi i marga
áratugi.
Tónlistarsaga lands vors verður
ekki rituð nema brautryðjenda
Tónlistarfélagsins verði þar að
góðu getið.
Bið ég alla hlutaðeigendur af-
sökunar.
S ve rri r G ar ð arsson
formaður Félags ísl. hljómlistar-
manna.
SNORRI Helgason sýnir 55 mál-
verk í sýningarsal Eddu Borg við
Reykjavfkurveg i Hafnarfirði. Er
sýningin opin kl. 1—6, virka daga,
en 2—10 laugardaga og sunnu-
daga og er aðgangur ókeypis.
Kertalog Jökuls Jakobssonar
verður frumsýnt hjá Leikfélagi
Reykjavíkur n.k. miðvikudags-
kvöld 26. febrúar. Kertalog hlaut
sem kunnugt er verðlaun i leik-
ritasamkeppni Leikfélags
Reykjavfkur í tilefni 75 ára af-
mælis félagsins 1972. Verðlaun-
unum var þá skipt á tvö Ieikrit og
var hitt leikritið Pétur og Rúna
eftir Birgi Sigurðsson.
Segja má, að Jökull sé nokkurs
konar hirðskáld í Iðnó, því þar
hafa öll leikrit hans nema
Klukkustrengir verið sett fyrst á
svið. Klukkustrengir skrifaði Jök-
ull sérstaklega fyrir Leikfélag
Akureyrar og var það sýnt þar
áður en Þjóðleikhúsið tók það til
sýninga.
Leikrit Jökuls, sem LR hefur
frumsýnt í Iðnó, eru Pókók, Hart í
bak, Sjóleiðin til Bagdad, Sumar-
ið 37 og Dómínó. Kertalog er þvf
6. leikritið, sem LR sýnir eftir
Jökul.
Leikstjóri Kertaloga er Stefán
Þetta er þriðja sýning Snorra. Á
síðustu sýningu hans seldust allar
myndirnar og keypti þá einn aðili
sex myndir. Myndir Snorra eru
óhlutlægar, sumir kalla þær tón-
Baldursson, en Jón Þórisson hef-
ur gert leikmyndir. Sigurður Rún-
ar Jónsson hefur gert tónlist við
leikritið.
1 þessu leikriti koma fram fleiri
leikarar en í nokkru öðru leikrita
Jökuls eða alls 16 leikarar. Megin-
hlutverkin eru tvö, piltur og
stúlka á táningaaldri, en þau eru
leikin af önnu Kristínu Arn-
grímsdóttur og Árna Blandon.
Árni hefur ekki Ieikið áður í Iðnó.
Leikritið gerist í geðsjúkrahúsi
Og víðar i Reykjavík í dag. Ung-
mennin tvö eru á sjúkrahúsinu og
fjallar leikritið m.a. um ástarsögu
þeirra, fagra og einlæga. Einnig
koma talsvert við sögu þrír vist-
menn, eins konar þristirni, á
sjúkrahúsinu og eru þeir leiknir
af Guðrúnu Stephensen, Pétri
Einarssyni og Karli Guðmunds-
syni. Steindór Ölafsson, Brynja
Benediktsdóttir, Guðrún
Ásmundsdóttir og Þorsteinn
Gunnarsson fara einnig með
veigamikil hlutverk.
list i litum og fantasiur eða sin-
fóníur á striga.
Snorri Helgason er fæddur 2.7.
1929 í Neskaupstað. Hann fluttist
ungur til Reykjavíkur og starfar
þar.
Stefán Baldursson leikstjóri
sagði i rabbi um leikritið, að það
væri f mjög breyttu formi miðað
við það, sem sett hefur verið á
svið eftir Jökul og Vig-
dis Finnbogadóttir leikhússtjóri
tók undir þetta og sagði Kertalog
vera mjög ólíkt fyrri verkum
Jökuls, meira að segja Klukku-
strengjum, sem Jökull skrifaði þó
á eftir Kertalogum.
Atburðarásin kemur viða við og
m.a. i Sædýrasafninu.
Þegar dómnefnd LR fjallaði um
Kertalog i leikritasamkeppninni,
læddist á stundum sá grunur að
dómnefndinni, að Jökull væri
höfundurinn, en líklegast töldu
þeir þó, að einhver undir sterkum
áhrifum frá Jökli hefði skrifað
verkið.
Yfirleitt hefur Jökull samið
verk sín mikið i leikhúsinu og
yfirleitt hefur verið byrjað að æfa
fyrstu þætti áður en hann hefur
verið búinn að Ijúka við seinni
hlutann, en nú var þetta á annan
hátt, þvi leikritið var tekið fullrit-
að tilæfinga.
Stefán sagði, að Jökull hefði
hins vegar á fyrstu æfingunum
sinnt leikstjórninni á móti honum
og oft hefðu þeir skipzt á á æfing-
um. Kvað hann það mikinn kost
að hafa haft Jökul til skrafs og
ráðagerða þegar verið var að
leggja linuna fyrir sviðsetning-
una og móta persónurnar.
Stefán kvaðst telja Kertalog
mjög aðgengilegt leikrit fyrir alla
og Iíklega myndi ungt fólk fjöl-
menna á þetta leikrit ekki síður
en eldra fólk.
Vigdís leikhússtjóri gat þess á
blaðamannafundinum, að það
væri mjög skemmtilegt að setja
nýtt íslenzkt leikrit upp í byrjun
þjóðhátíðarársins, en fram til
vors mun LR eingöngu setja upp
íslenzk leikrit. Á eftir Kertalog-
um kemur leikritið Minkarnir eft-
ir Erling Halldórsson, revían ís-
lendingaspjöll eftir Jónatan
Rollingstón Geirfugl, Selurinn
hefur manns augu eftir Birgi
Sigurðsson og þá er vert að geta
hinnar skemmtilegu Siðdegis-
stundar LR á fimmtudgöum kl.
17. En næsta Siðdegisstund verð-
ur fimmtudaginn 7. marz og fjall-
ar um þjóðtrú á íslandi. Gísli
Halldórsson mun st jórna uppsetn-
ingu þeirrar Síðdegisstundar.
— Hjalti.
Yfirlýsing vegna
kammerhljómleika
Snorri Helgason með myndir sfnar.
Snorri Helgason sýnir í Hafnarfirði