Morgunblaðið - 26.02.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.02.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1974 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar hf. Arvakur. Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 1Q 100. Aðalstræti 6. sími 22 4 80. Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 360,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 22,00 kr. eintakið. ViSræður um nýja kjarasamninga á hin- um almenna vinnumarkaði hafa staðið í nær fjóra mánuði, eða þriðjung úr ári. í þessum viðræðum hafa tekið þátt síðustu víkurnar 150—200 samn- ingamenn, 6 sáttasemjarar oe brír ráðherrar. Eftir rúmlega þriggja mánaða viðræður ákváðu verka- lýðsfélögin að boða til verkfalls. Þegaraðþví var komið, veittu flest þeirra — utan verzlunarmanna — fjögurra sólarhringa frest á verkfalli. Menn voru sannfærðir um, að á þeim tíma mundu samningar nást. Svo varð ekki og eitt víðtækasta allsherjarverk- fall, sem um getur hér á landi, skall á um miðnætti sl. föstudagskvöld. Þá töldu menn sig hafa helg- ina til að hlaupa upp á, þar sem verkfallsins mundi ekki gæta að ráði fyrr en eftir helgi. Samningar höfðu ekki tekizt á mánu- dagsmorgun. Dag hvern, sem verkfall- ið stendur, tapar þjóðarbú- ið hátt á annað hundrað milljónum króna, bara á loðnunni. Þegar þetta blað kemur fyrir augu lesenda má gera ráð fyrir — jafn- vel þótt samizt hefði í nótt — að þjóðarbúið hafi tapað um 450 milljónum króna eingöngu vegna stöðvunar loðnuveiðanna og vinnsl- unnar að mestu leyti. Hér er um slíkar fjárhæðir að ræða, að menn standa agn- dofa frammi fyrir þeim skrípaleik, sem kallaður er samningaviðræður. Enginn getur verið i vafa um, hvers vegna þetta verkfall skall á og hvers vegna samningar hafa dregizt svo mjög á langinn. Ástæðan er augljóslega af- skiptasemi ríkisstjórnar- innar af samningaviðræð- um. Fyrir rúmri viku gátu samninganefndir vinnu- veitenda og verkalýðs- samtaka ekki haldið áfram viðræðum á annan sólar- hring um sín deilumál vegna afskiptasemi ráð- herra, sem kröfðust af- greiðslu á sínum málum. Síðustu dagana hefur af- skiptasemi ráðherranna, og þó einkum Lúðvíks Jósepssonar, orðið svo mikil, að hún hefur raun- verulega hleypt viðræðun- um í baklás. Ástæðan fyrir neitun ASÍ-nefndarinnar á sáttatilboðinu var fyrst og fremst gremja verkalýðs- foringjanna út í afskipti Lúðvíks. Þó keyrði fyrst um þverbak um helgina, er Eðvarð Sigurðsson krafðist þess, að Lúðvík Jósepsson hefði sig á brott af samn- ingafundum. Ráðherrann tók hatt sinn og fór. Þessi afkiptasemi ráðherrans hefur kostað þjóðarbúið 450 milljónir í loðnu ein- göngu á síðustu þremur sólarhringum. Dýr verður Lúðvík allur. Ríkisstjórnin ber ábyrgð á því, að allt athafnalff landsmanna hefur smátt og smátt verið að lamast síðustu vikuna. Bersýni- legt er, að ráðherrarnir hafa ekkert ráðið við þróun mála og innlegg þeirra í samningaviðræður verið til tjóns. Hið alvarlegasta er þó, að þeir samningar, sem unnið hefur verið að undanfarnar vikur og mánuði, verða bersýnilega mestu verðbólgusamning- ar, sem þekkzt hafa í síðari tíma sögu íslenzkri. Sá kostnaðarauki, sem af þeim mun leiða fyrir at- vinnuvegina, er svo ofboðs- legur, að jafnvel ráð- herrarnir hafa ekki séð sér annað fært en gefa bind- andi loforð um, að þessi kostnaðarauki muni að langmestu leyti fara út í verðlagið. Þetta vita allir, þeir, sem að samningunum vinna. í kjölfar þessara samninga mun fylgja stór- kostlegasta verðbólga, sem um getur á íslandi. Og því miður er það svo, að í land- inu situr ríkisstjórn, sem er þess algerlega vanmegn- ug að gera ráðstafanir, sem duga til þess að koma i veg fyrir, að efnahagur þjóðar- innar fari út í algert kvik- syndi. Ætla verður, að hver ráðherranna um sig geri sér ljóst, hvert stefnir. En þeir geta með engu móti komið sér saman um ákveðnar og skeleggar að- gerðir til þess að stöðva þá hrollvekju verðbólgu, sem yfir okkur mun dynja. Þvert á móti hella þeir olíu á eldinn með svo gífurlegri útþenslu ríkisútgjalda á ári hverju, að annað eins hef- ur ekki þekkzt hér. Ekki er ólíklegt, að verðbólgari muni allt að tvöfaldast á næstu 12 mánuðum, ef svo heldur fram sem horfir. Ríkisstjórnin var svo heppin eftir samningana, sem gerðir voru í desem- ber 1971, að fiskverð stór- hækkaði erlendis. Sú verð- hækkun gerði atvinnu- vegunum kleift að lifa af þá samninga, sem þá voru gerðir. Því miður er engin ástæða til að ætla, að heppni verði með okkur öðru sinni. Stóraukið fram- boð er af fiski á Banda- ríkjamarkaði. Verðlækkun er komin fram á nokkrum fisktegundum. Ekkert bendir til þess, að þorskur- inn muni hækka frá því, sem nú er. Þess vegna verður að telja afar ólík- legt, að verðhækkanir er- lendis bjargi okkur í annað sinn. Það er fen framund- an. ÞAÐ ER FEN FRAMUNDAN Kínverjar efla herinn í Tíbet Kortið sýnir nýju brúna, sem Kínverjar hafa gert í Tíbet. Konka-brúna. Indverska héraðið, sem liggur að Tíbet á þessum slóðum, kallast nú Arunachal Pradesh, en er þekktara undir gamla heitinu, Norð- austurlandamærahéraðið, NEFA. STJÓRN Kínverja í Tíbet hefur nýlega stór- eflt hernámslið kín- verska þjóðfrelsishers- ins. Árásargeta herliðs- ins hefur verið aukin og samgöngukerfi þess bætt. Fjölgað hefur verið í herliðinu, og það mun nú vera skipað 300.000 mönnum, en þáeru ekki taldir með tíbezkir menn, sem eru neyddir til þess að gegna her- þjónustu. Nokkrum herstöðvum hefur verið komið upp, og frá þeim er hægt að skjóta eldflaugum á skotmörk, sem eru í 600 til 2.500 mílna fjarlægð, en þar með er hægt að ógna Nýju Deihi og Kabul, höfuðborg Afghanistans. Kínverjar hafa lagt nýja brú yfir fljótið Brahmaputra, að- eins um 12 km frá landamærun- um að norðausturlandamæra- héraði Indlands, sem nú kailast Arunachal Pradesh. Brúar- smíðin hefur rutt úr vegi mesta tálmanum, sem varð á vegi þjóðfrelsishersins, þegar hann réðst inn í Indland 1962 sam kvæmt góðum heimildum. Brúin kallast Konka-brúin, og hún hefur verið tengd Szechuan-Tíbet-þjóðveginum með 45 kilómetra Iöngum vegarkafla. Kínverjar gætu því flutt herlið frá Tíbet til ind- versku landamæranna á örfá- um klukkustundum. Aðrar nýlegar fréttir herma, að á sama tíma og Tibetbúar verða að þola misrétti blómgist hagur kínverskra landnema. Tíbezkar fjölskyldur fá í skammt 170 kíló af byggi, sem á að' endast í sex mánuði og fataefni, sem nægir varla í eina flík. í Lhasa, höfuðborginni, er skammtað til eins mánaðar eitt kíló af smjöri eða feiti og 26 kíló af byggi. En Lhasa hefur fengið nýjan svip. Mörg hinna gömlu fátækrahverfa eru horf- in og í þeirra stað hafa risið heiisusamlegri hús, betri verzl- anir, nýjar götur hafa verið lagðar og ný holræsi. Afstaða sú, sem nú virðist tekin til trúmála, kemur meira á óvart. Kónverjar hafa hafið viðgerð á Jokhang, aðaldóm- kirkjunni í Lhasa, og njóta til þess starfskrafta þeirra fáu gömlu tíbezku handverks- manna, sem enn þekkja til hlít- ar smiði helgimynda og trúar- lega þýðingu einstakra hluta dómkirkjunnar. Peking-stjórn- in hefur lýst Jokhang sögulega fróðlega byggingu. Nú virðist hafa verið rang hermt á árun- um eftir 1960 að öllum helgi- myndum og táknum hafi verið eytt í klaustrum um gervallt Tíbet af kinverska innrásarlið- inu og tíbezk helgirit eyðilögð. Embættismenn játa, að mörg- um trúarstofnunum og helgi- táknum hafi verið eytt, en segja að það hafi veriðgert gegn vilja Mao Tse-tungs formanns — að mörgum helgum byggingum hafi verið eytt, en hægt verði að lagfæra aðrar og það verði gert. Kínverjar bældu niður skipu lagðan búddisma, en kínverskir embættismenn lýsa því nú yfir öðru hverju að fólki sé frjálst að tilbeiða guð sinn hvernig sem það vill. Margir auðugir Tíbetbúar, sem störfuðu á veg- um Tíbetstjórnar 1959 þegar uppreisnin var gerð gegn yfir- ráðum Kinverja, hafa verið leystir úr haldi og þeim hefur verið skílað aftur landi, sem var tekið af þeim. I Potala-höll, sem áður var aðsetur hins útlæga Dalai Lama, andlegs og veraldlegs leiðtoga landsmanna, hafa myndir af Mao Tse-tung verið fjarlægðar, og pólitísk vígorð sjást ekki eins oft á veggjum húsa og áður. Hert hefur verið á áróðri, sem er beint til tíbezkrar æsku, sem yfirvöld í Peking og Lhasa kalla „nýfæddan her byltingar- sinnaðra Tíbetbúa", og áherzla lögð á „takmarkalausa ást á Mao formanni og mikla holl- ustu við mikið föðurland“. Til- gangurinn virðist sá að laða unga Tíbetbúa í störf á vegum stjórnarinnar og I þágu þjóð- félagslegrar viðreisnar. Dalai Lama, sem nú er flótta- maður á Indlandi, hefur sagt að „engin leiguþý séu til i Tíbet, aðeins nokkrar kínverskar hækjur og leppar“. Tíbetbúum, sem flýja land, ber saman um að Tíbet sé orðið land kin- verskra landnema, ekki þeirra sem fæddir eru í landinu. V. *---- Jtít THE OBSERVER Eftir P. S. Nirash

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.