Morgunblaðið - 26.02.1974, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1974 25
ROSF- FRAMHALDSSAGA EFTIR
rvv j MAJ SJÖWALL OG
PER WAHLOÖ
\ IV. í IV í \ JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR
ATNJNA ÞÝDDI
41
Lundberg. Hún er gift... En ég
bið yður lengstra orða.
■— Hvar á hún heima?
— Á Lidingö. Maðurinn hennar
er tæknifræðingur. Éfe veit ekki
heimilisfangið nákvæmlega.
Martin Beck leit sem snöggvast
á myndina af konunni frá Váxjö.
Svo lokaði hann skúffunni og
sagði:
— Þökk fyrir. Mér þykir leitt að
hafa orðið að spyrja yður um
þetta. En það er hluti af starfinu,
eins og þér skiljið.
Melander kom inn og settist við
skrifborðið sitt.
Þeir hiustuðu á bandið, þegar
maðurinn var farinn:
— Má bjóða yður eitthvað að
drekka?
— Nei, takk ég er ekki þyrstur.
Lögreglustjórinn tók fyrstur til
máls.
— Og hvað svo?
— Sendið hann heim.
Lögreglustjórinn horfði upp í
loft, Kolberg horfði niður í gólfið
og Ahlberg horfði beint framan í
Martin.
— Þú reyndir nú ekki sérstak-
lega mikið, sagði lögreglustjór-
inn.
— Þetta var ekki löng yfir-
heyrsla.
— Nei.
— Ef við handtökum hann
núna, sagði lögreglustjórinn.
— Þá neyðumst við til að láta
hann lausan eftir nokkra daga.
— Það er ekki víst.
— Nei, að vísu, sagði Hammar,
það er ekki víst.
— Jæja, Iátum svo vera, sagði
lögreglustjórinn.
Martin Beck kinkaði kolli.
Hann gekk aftur inn i skrifstofu
sína. Melander og Folke Bengts-
son höfðu ekki hreyft sig.
— Ég bið yður að afsaka að við
urðum að valda yður þessu ónæði.
— Ef þér viljið, getum við ekið
yður heim.
— Nei, takk fyrir. Ég tek lest-
ina.
— Sælir.
— Verið þér sælir.
Þeir tókust í hendur.
Kolberg og Ahlberg sátu í sömu
stellingum við segulbandið.
— Eigum við að halda áfram að
fylgjast með honum, sagði Kol-
berg.
— Nei.
— Heldurðu, að það sé hann,
sagði Ahlberg.
Martin stóð á miðju gólfi og
skoðaði annars hugar á sér fing-
urna.
— Já, sagði hann, — það er
áreiðanlega hann.
24. kafli
Húsið minnti i flestu á hans
eigið heimili. Konan, sem opnaði
fyrir honum var litil vexti, blá-
eygð og Ijóshærð. Hún var senni-
lega nálægt þrítugu og ljómandi
lagleg, hugsaði Martin. Hann
sýndi henni skilríki sín.
— Lögreglan. .. hefur nokkuð
komið fyrir.. . Er það maðurinrr
minn?
Hún varð kvíðafull á svip, svo
að hann flýtti sér að sefa hana.
— Ég skil ekki hvernig ég ætti
að geta orðið að liði. .. En gerið
þér svo vel að koma inn. ..
Húsbúnaður var ópersónulegur
en mjög snyrtilegur. Útsýnið var
aftur á móti stórköstlegt. Hann
hefði fúslega skipt við hana.
— Eigið þið börn? sagði hann
til að dreifa huga hennar.
Já, litla stúlku, sem er tíu mán-
aða gömul. Ég var að setja hana í
rúmið.
Hann tók fram myndirnar.
— Þekkið þér þennan mann?
H-ún roðnaði og augnaráðið varð
flöktandi og hún kinkaði hikandi
kolli.
— Já, ég þekkti hann. .. En það
eru mörg ár síðan. Hvað hefur
hann gert?
Martin svaraði ekki að bragði.
— Þetta er afar óþægilegt fyrir
mig. .. Sko maðurinn minn. ..
Hún leitaði að orðum.
— Eigum við ekki að fá okkur
sæti? sagði Martin — Afsakið að
það er ég sem sting upp á því.
— Jú, auðvitað.
Hún settist en var sýnilega óró-
leg og tauaspennt.
— Þér þurfið hvorki að vera
hrædd né kvíðafull. Ástæðan fyr-
ir því að við höfum áhuga á þess-
um manni er að við þurfum á
honum að halda sem vitni af á-
kveðnum ástæðum. Það kemur
yður sem slíkri ekkert við. En við
þurfum að fá almennar upplýs-
ingar um skapgerð hans og við
verðum að reyna að afla þeirra
hjá einhverjum, sem hefur þekkt
hann náið.
Henni virtist enn ekki rótt.
— Þetta er svo erfitt fyrir mig,
sagði hún. — S voleiðis er mál með
vexti... að maðurinn minn. .. við
höfum verið gift í tæp tvö ár... og
hann veit ekkert.. . um Folke hef
ég aldrei sagt honum neitt... auð-
vitað veit hann þó, að ég hef verið
með öðrum karlmönnum áður. ..
Hún roðnaði enn meira.
— Við tölum aldrei um svoleið-
is, sagði hún.
— Þér getið verið alveg róleg.
Mig langar aðeins til að biðja yður
að svara fáeinum spurningum.
Maður yðar fær ekki að vita neitt
um það og enginn annar heldur.
Að minnsta kosti enginn, sem þér
þekkið.
Hún kinkaði kolli, en ekki
horfðist hún enn i augu við hann.
— Þér þekkið sem sagt Fólke
Bengtsson?
— Já.
— Hvar og hvernig kynntust
þér?
— Ég... við hittumst fyrir rösk-
lega fjórum árum. .. í fyrirtæki
sem við unnum bæði hjá.
— Var það flutningafyrirtæki
Erikssons?
— Já, ég var gjaldkeri.
— Og þér kynntust honum ná-
ið?
Hún kinkaði kolli.
— Hversu lengi stóð samband
ykkar?
— í eitt tvö ár, sagði hún ofur-
lágt.
— Voruð þið ánægð saman ?
Hún leit snöggt til hans og
bandaði svo vandræðalega frá sér
með höndunum.
— Hvernig byrjaði þetta?
— Ja.. . við hittumst náttúrlega
á hverjum degi. .. og svo fórum
við að verða samferða í kaffi og út
í hádegismat... Og.. . stundum
fylgdi hann mér heim.
— Hvar bugguð þér?
— í Vasastan-Upplandsgötu. ..
— Bjugguð þér einar?
— Nei, ég bjó hjá foreldrum
mínum.
— Kom hann einhvern tíma
með yður inn?
Hún hristi ákaft höfuðið.
— Og hvað gerðist svo?
— Hann bauð mér nokkrum
sinnum í bió. Og svo.. . ja, svo
bauð hann mér til kvöldverðar.
— Heima hjá sér?
— Nei, ekki strax.
— Hvenær?
— I október.
— Hvað höfðuð þið þá verið
saman lengi?
— i þó nokkra mánuði.
— Og siðan tókuð þið að hafa
náin samskipti?
Hún þagði lengi. Svo sagði hún:
— Þarf ég virkilega að svara
þessu?
— Já, það er áriðandi. Það er
betra að þér svarið nú, það mun
VELA/AKAIME3I
Velvakandi svarar i síma 10-100
kl. 1 0 30 — 1 1 30, frá mánudegi
til föstudags.
0 Athugasemd við
bréf rafveitu-
stjóra á Akranesi
Guðjón Guðmundsson
skrifstofustjóri Rafmagnsveitna
rikisins skrifar:
„I dálkum þínum þ. 17. þ.m.
birtist bréf frá Magnúsi Oddssyni
rafveitustjóra á Akranesi um
verðlag raforku til húshitunar
með meiru. Pistillinn er skrifaður
i tilefni af ummælum „penna-
vina“ Velvakanda um sama efni.
Magnús segir þarna margt satt og
rétt um þessi mál, eins og hans
var von og vísa, en þegar kemur
að þáttum Rafmagnsveitna
rikisins hvað þetta efni snertir
kemst sannleikurinn illa til skila.
Hér má til nefna, að rafveitustjór-
inn segir orkuna frá Lands-
virkjun kosta kr. 1,56 /kWh, en
frá Rafmagnsveitunum kr. 1,76
/kWh, hvort tveggja miðað við
4000 klst. nýtingartíma samkv.
núgildandi gjaldskrám. Þetta
lætur nærri að vera rétt, en hins
vegar segir hann álagningu Raf-
magnsveitnanna á orkuflutn-
inginn frá Landsvirkjun —
Elliðaánum — til Akraness vera
„tæp 20%“, en sem sjá má af
framangreindum tölum er álagn-
ingin aðeins 11,3%, og mun vera
lægsti flutningskostnaður á
raforku, sem þekkist hér á landi,
ef frá er talinn orkuflutningurinn
til álverksmiðjunnar.
Framangreind viðmiðun
rafveitustjórans, 4000 klst. nýt-
ingartími, er hins vegar ekki rétt i
þessu tilviki. Nýtingartíminn á
orkusölunni til Andakilsárvirkj-
unar á sl. ári var t.d. 5107 klst., en
þessi hái nýtingartími leiðir af sér
verulega lækkun á meðalverði
kílówattstundanna. Miðað við
orkukaup Andakilsárvirkjunar sl.
ár af Rafmagnsveitum ríkisins, en
miðað við núgildandi gjaldskrár-
verð, hefði þessi orka kostað kr.
l, 44 /kWh.
Hér munar því æði miklu á
raunverulegu verði og
útreiknuðu verði rafveitu-
stjórans. Það er því rétt, sem
hann segir i niðurlagi Velvak-
aiidabréfsins: „Reynslan er
jafnan ólygnari en ýmsir útreikn-
ingar, sem byggjast á áætlunum,
forsendum og mati .. .“.
Þá segir rafveitustjórinn enn-
fremur í grein sinni: „Til þess að
bæta afstöðu sína og fækka milli-
liðum hefur Andakilsárvirkjun
boðizt til að kaupa línuna frá
Reykjavik til Akraness, en sú lína
er rekin með tapi að sögn
eigenda." Það mun vera rétt, að
Andakílsárvirkjun hafi verið
reiðubúin að „kaupa“ línuna á
hálfvirði og með „hagstæðum"
lánum. Ekki hefði „tap“ Raf-
magnsveitnanna minnkað né
„milliliðum" fækkað við þá skip-
an orkuflutningsþátta. Rafveitu-
stjóranum láðist sem sagt að geta
þess, að umrædd lína gegnir
miklu víðtækara hlutverki en að
flytja orku upp á Akranes, þar
sem „milliliðirnir", fyrst Anda-
kílsárvirkjun tekur við henni og
selur Rafveitu Akraness og síðan
selur Rafveita Akraness orkuna
m. a. til Sementsverksmiðju rík-
isins. Þessi lína gegnir ennfrem-
ur því mikilvæga hlutverki að
flytja orku beint til dreifbýlisnot-
enda Rafmagnsveitna ríkisins í
Kjós- og Borgarfirði, sunnan
Skarðsheiðar, og stöðvanna í
Hvalfirði. Þá tekur Andakílsár-
virkjun við orku frá línunni við
Akranes og flytur hana upp í
Andakílsárvirkjun, en þar taka
Rafmagnsveitur ríkisins við
henni og dreifa henni um allar
byggðir efri hluta Borgarfjarðar
og vestur um Mýrar. Bráðlega
mun svo þetta kerfi tengjast orku-
veitusvæði Rafmagnsveitna
rikisins á Snæfellsnesi og eykur
það enn á orkuflutning um línuna
vegna notenda Rafmagnsveitn-
anna á Vesturlandi.
Með þökk fyrir birtinguna.
Guðjón Guðmundsson.
0 Graskögglar og
húsnæðishrak
hins opinbera
„Garðeigandi“ skrifar:
„Nýlunda í framkvæmdum er
framleiðsla grasköggla, og munu
þeir Brautarholtsbræður vera
brautryðjendur.
Hugkvæmur maður hér í
Reykjavík hefur vakið athygli á
þvi, að feiknamiklu grasi sé
árlega ekið á öskuhaugana, en
þetta mætti allt gera að ágætu
fóðri með því að pressa þáð saman
í köggla eða plötur.
Sem gömlum sveitamanni
blöskrar mér að sjá svona farið
með verðmæti.
Væri ekki tilvalið starf fyrir
skólaunglinga, sem nú þegar
vinna talsvert i garðyrkju á
vegum borgarinnar á sumrum, að
þeir hirtu grasbletti borgarbúa —
að sjálfsögðu gegn fullri greiðslu
— og síðan væri hægt að fram-
leiða fóður úr heyinu, sem þannig
fengist. Ég myndi með mikilli
ánægju greiða þóknun þeim, sem
vildi slá blettinn minn og hirða
heyið."
Síðar i bréfi „garðeiganda'* er
minnzt á húsnæðisleysi opinberra
stofnana svo sem Alþingis,
borgaryfirvalda, ráðuneyta og
annarra ríkisstofnana. Bent er á
prýðilega leið út úr þeim
ógöngum, sem þessir aðilar
virðast nú vera komnir í í öllum
húsnæðishörmungunum sínum —
sem sé þá að fækka einfaldlega
þessum opinberu þjónum veru-
lega.
Þetta er náttúrlega ágætishug-
mynd, og er henni hér með komið
á framfæri ef einhver skyldi hafa
áhuga á að nota hana.
Málfar í þætti
um byggingarlist
„Málhress“ skrifar:
Velvakandi góður.
Fyrir skömmu hlýddi ég á þátt
einn um byggingarlist í útvarp-
inu, og eftir stutta stund var ég
farinn að velta þvf fyrir mér,
hvort ég væri að hlusta á íslenzka
rikisútvarpið eða „Útvarp Bakka-
bræður". Þessir herrar, sem fram
komu í þættinum, voru nefnilega
allsendis ófærir um að koma út úr
sér heilli setningu á óbjargaðri
íslenzku.
Sem dæmi vil ég nefna nokkur
atriði, sem ég skrifaði beint upp,
og eru þau tekin út úr setningum,
sem blessaðir mennirnir mæltu af
munni fram:
„Gengið út frá því, að . . .“,
„íbúðir f dag“, „innan gefins
ramma . . .“, „einu eða fleirum
herbergjum", „mótsvara þörfum
íbúðarneytenda . . .“, „sem siðar
sýna sig vera óhæfar . . .“„íbúðir,
byggðar upp af herbergjum . . .“
og svo mætti lengi telja, þótt ekki
verði fleira tínt til hér.
Mér er ekki alveg ljóst, hver
stefna útvarpsins er í málvöndun
og viðleitni til að flytja íslenzkt
mál svo sæmandi sé, en er til of
mikils mælzt, þegar ætlazt er til
þess, að þeir, sem fengnir eru til
að flytja efni á þeim vettvangi,
séu nokkurn veginn talandi á is-
lenzka tungu?
Það kemur ekki þessu máli
beint við,*en ég hélt i fyrstu, að
þættirnir um byggingarlist ættu
að fjalla um byggingarlist, en
ekki félagsfræðileg efni, eins og
gert hefur verið f þáttum þessum.
Mér fyndist fremur við hæfi að fá
félagsfræðinga til að fjalla um
þetta efni en arkitekta.
„Málhress
John Mitchell
Martha
Mitchell
söm við sig
New York, 23. febrúar AP.
MARTIIA Mitchell, hin orð-
fráa eiginkona John Mitchells,
fyrrum dómsmálaráðherra
Bandaríkjanna, er ómyrk í
máli f garð eiginmanns sfns,
sem fluttist frá henni fyrir
nokkrum mánuðum. Sem
kunnugt er hófust réttarhöld
yfir Mitchell og Maurice
Stans, fyrrum viðskiptaráð-
herra Bandaríkjanna, í New
York í vikunni og eru þeir
sakaðir um lygar og tilraunir
til að hindra, að réttvfsi næði
fram að ganga.
Martha sagði f viðtali við
New York Post í dag, að hún
vorkenndi manni sfnum ekki
hið minnsta, hann gæti farið
norður og niður sfn vegna.
Hún sagðist ekki hafa getað
náð sambandi við hann frá því
að hann fluttist f burt og að
hann hefði ekki greitt sér
neinn framfærslueyri.
Hún sagði að Nixon forseti
ætti sök á óförum Mitchells og
er hún var spurð að þvf hvort
hún teldi að Nixon myndi sitja
út kjörtímabilið sagði hún:
„Hann fer ekki úr Hvíta hús-
inu fyrr en þeir flytja hann
burt f járnum.“
Dýrkeypt
flugvélarrán
Baltimore 22. febrúar. AP
—NTB.
ÞRÍR menn létu lífið á
Baltimore-flugvelli í dag, er mað-
ur einn ruddist inn í stjórnklefa
farþegaflugvélar, sem tilbúin var
til flugtaks áleiðis til Atlanta með
51 farþega innanborðs. Að því er
bezt varð séð, var tilgangur
mannsins sá, að ræna flugvélinni,
en ekki var vitað hvert hann vildi
fara eða hvers vegna. Flug-
ræninginn skaut f.vrst öryggis-
vörð einn til bana, og sfðan á tvo
flugmenn er hann kom inn í
stjórnklefann, og lézt annar flug-
mannanna á sjúkrahúsi skömmu
síðar.
Sjálfur var ræninginn skotinn
til bana. Hinn flugmaðurinn er
særður og flugfreyja, sem stökk
út úr vélinni, slasaðist einnig.
IESI0
~~~ í)lorfliinMnbií,
V.ða efu oiulbunga
lakmaikanu , vttm Sý:
DRGLEGD