Morgunblaðið - 26.02.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.02.1974, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRUAR 1974 Gísli, Eiríkur og eltlr ingmjörgu Jónsdóttur „Hvert eigum við að fara?“ spurði Gísli og Eiríkur. „ÉG ætla að fara í bæinn,“ sagði mamma og lagði mikla áherzlu á orðið ÉG. „Þið eigið að vera heima.“ „Megum við ekki fara með?“ spurði Gísli og Eirík- ur varð vonsvikinn í framan. „Nei,“ sagði mamma. „Ég tek ykkur ekki framar með mér til læknisins. Þið hafið hátt þar.“ „Þú tekur nú samt Helga með þér,“ sagði Gísli. „Já, Helgi er minni en þið og amma vill gæta hans fyrir mig,“ svaraði mamma. „Amma er þreytt í dag og getur ekki hugsað um ykkur alla og ég get ekki tekið ykkur með mér til læknisins. Þið eigið að vera heima.“ „Aleinir?" spurði Gísli. Að brjóta pappír GETUR þú brotið pappír 10 sinnum saman? Þetta iítur út fyrir að vera auðvelt, en reyndu. Þegar þú hefur brotið hann þrívegis saman er pappírinn 8 sinnum þykkari en blaðið sem þú hófst að brjóta saman. Við 7. brot er þykktin orðið 128 sinnum meiri en pappírinn sem byrjað var að brjóta. Ef maður gæti haldið áfram myndi þvkkt bunkans við 20. brotið verða um 20 metrar. 24. brot myndi skapa pappírsþykkt sem næði 4500 m í ioft upp. Sumir halda því fram, að við 44. brot myndi pappírsþyktin vera svo mikil að hún samsvaraði vegalengdinni til tunglsins. En þetta er aldrei hægt að sanna, því hvergi er hægt að fá svo stóra pappírs- örk, að hægt sé að brjóta hana svona oft saman. „Hver á að passa okkur?“ spruði Eíríkur. ,JÞið getið passað ykkur sjálfir,“ sagði mamma. „Þiðeruð orðnir hálffullorðnir menn.“ Það var aldeilis glæsilegt að vera allt í einu hálffullorðinn! Það var kannskiekki svo voðalegt að vera einir heima! „Eigum við að vera inni?“ spurði Gísli. „Inni eða úti eins og þið viljið," sagði mamma. „Þið fáið lykla.“ „Hver á þá að vera uppi og hala okkur upp?“ spurði Eíríkur. „Farið þið úr stígvélunum niðri og berið þau með ykkur upp á loft,“ sagði mamma. „Það geta hin börnin og lofið þið mér nú að vera góðir bara í þetta skipti.“ Gísli og Eiríkur lofuðu að vera góðir og mamma stökk af stað með Helga litla til að ná strætisvagnin- um, sem gekk alla leið í Vesturbæinn, þar sem amma átti heima. Þaðan þurfti mamma svo að fara aftur í Austurbæinn, en þar var læknirinn. Gísli og Eiríkur lágu úti í glugga og veifuðu í kveðjuskyni, en þeir gættu þess vel að opna glugg- ann ekki, því að mamma hafði tekið þeim vara fyrir því. Báðir drengirnir höfðu lykil að íbúðinni eins og fullorðnir menn. Þeir höfðu lyklana á löngu, bláu bandi um hálsinn. Þeir þóttust aldeilis menn að meiri að hafa fengið lykla að íbúðinni, þótt það væri aðeins um stundar- sakir. Ef þeir stæðu sig nú reglulega vel fengju þeir að hafa lykla áfram. „Eigum við að koma út í búð?“ spurði Eirkur. „Ég á fimmkall." „Hvar fékkstu fimmkall?" spurði Gísli. „Fann hann úti i sandkassa,“ svaraði Eiríkur. „Við skulum kaupa karamellur," sagði Gísli og svo þutu þeir af stað. Þeir gættu sín vel á bílunum og voru kurteisir í búðinni. Þeir voru eiginlega ekkert líkir sjálfum sér. Stúlkan í búðinni hélt helzt, að þeir væru eitthvað veikir. En það amaði ekkert að þeim Gísla og Eiríki. Þeir voru aðeins orðnir hálffullorðnir menn í eigin aug- um og hálffu'llorðnir menn láta ekki illa. Hafði mamma kannski ekki afhent þeim lykla að íbúðinni? Gísli nam staðar fyrir framan gluggann á kökubúð- inni. Eiríkur gerði slíkt hið sama. (^Nonni ogcTVIanni Jón Sveinsson „Nei, það hugsa ég ekki. Þeir færu víst með hann til amtmannsins. Og hann mundi láta hálshöggva hann og hengja hann upp á staur“. „Það væri voðalegt, Nonni!“ „Já, en ég hugsa, að þeir finni hann aldrei. Vinir hans vara hann við“. „En hvernig getur hann verið þarna í vetur, þegar öll fjöll eru orðin full af snjó og klaka?“ „Þá verður hann líklega ekki hér á landi. Það er ságt, að hann ætli að reyna að komast til Englands með einhverju útlendu skipi. Englendingar eiga svo mörg skip og þurfa svo mikið af hásetum. Og svo á hann einhverja að, sem koma þessu öllu í kring fyrir hann“. „En hvað skyldi hann vera að vilja hingað núna?“ „Það veit ég ekki. Það er ekki einu sinni víst, að þetta sé liann. Það getur verið einhver annar“. Okkur varð nú litið til mannsins aftur. Hann var kominn miklu nær. Freysteinn Gunnarsson þýddi Rétt um leið og við litum á hann, stökk hann niður af sandbungu og gekk svo liröðum skrefum yfir lyng- vaxna dæld. Hann stefndi beint á bæinn okkar. Það fór nú smátt og smátt að fara um Manna litla. Hann færði sig alveg að mér og greip í vinstri hand- legginn á mér. Svo sagði hann hálfvandræðalega: „Nonni, ættum við ekki að fara inn í bæ?“ Ég skildi það, að honum var ekki um það, að bíða eftir manninum. Til þess að hughreysta hann sagði ég: „Heyrðu, Manni, það er alls ekki víst, að þetta sé hann Halldór Helgason“. „En mamma hélt nú samt, að það væri hann“. „Ég hugsa helzt, að hún hafi sagt það að gamni sínu. Dettur þér í hug, að Halldór þori að koma hingað? Hann yrði líklega tekinn höndum undir eins“. Þetta þótti Manna sennilegt, og varð hann nú ró- legri aftur. Við biðum svo kyrrir úti. — Éfe skil ekki hvernig þeir koma öllu þessu fólki inn f þetta litla fiskabúr... — Og svo kom kærastinn hennar, en hann er nýbúinn að læra júdó. .. — Reyndu að komast í skjðl, þar til storminn lægir... — Að sjálfsögðu hef ég ekki verpt eggi — ég lofaði bara að halda þvf heitu meðan strútur- inn skrapp f bæinn.. . — Eg held, að við ættum að hætta að gefa honum öll þessi vftamfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.