Morgunblaðið - 26.02.1974, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1974
Sígiklar sogur
Frumskógar
drengurinn
eftiv-
fZixdyard KIpliVuV
eftir hálfgerða flugferð gegnum frumskoginNi
ST6NDURMÓGU ALLT,l'ElNU AUGLITIS VIB LÚA HINN
VOLDUGA APAKONG...
80 ára:
Jón Magdal Jónsson
bóndi Efri-Engidal
VIÐ Jón sáumst fyrst í endaðan
maí 1943, þá var mikið kuldavór
og sumar, fennti í sjó, í öllum
mánuðum ársins. Jón var þá að
flytja fóðurbæti á vögnum og var
mér strax við fyrstu sýn starsýnt
á þennan þreklega mann, er hann
heilsar mér og spyr, hvort ég sé
nýi bóndinn á Hafrafelli. Ég kvað
svo vera og tókum við tal saman
stutta stund. Mér varð þá strax
ljóst að þarna mundi enginn
gervibóndi vera á ferð, til þess
bentu hestarnir, feitir stólpa-
gripir. Þetta vor var víða lítið um
hey er leið langt á júní og gróður-
leysi hélst. Kynni okkar Jóns áttu
eftir að verða meiri, þar sem
við erum biínir að vera nágrannar
í 30 ár og samstarfsmenn i forða-
gæslu og félagsskap.
Jón Magdal er fæddur að
Naustum við Skutulsfjörð 14.
desember 1893, sonur Jóns
Jónssonar bdnda þar og konu
hans Magðalenu Magnúsdóttur.
En haustið 1897 drukknaði Jón,
svo heimilið varð fyrirvinnulaust.
Vorið eftir flytur Magðalena að
Engidal til bróður síns,
Magnúsar Magnússonar bónda
þar ásamt Jóni syni sínum.
Magðalena var mikil dugnaðar-
kona, vann hvar sem vinnu var að
fá, en Jón Magdal ólst upp í Engi-
dal í skjoli móður sinnar.
Snemma fór að bera á dugnaði
drengsins og kappi við öll störf.
Jón vandist þar allri sveitavinnu
og það varð hans bfnaðarskóli,
sem með reynslu áranna leiddi
hann tilmanndóms ogþroska eins
og svo marga stéttarbræður okk-
ar.
Árið 1916 þann, 16. október,
giftist Jón heimasætunni í Engi-
dal, Kristínu Magnúsdóttur og
vorið eftir fara þau að búa í Engi-
dal. Þessi hjón hafa verið dásam-
lega samtaka með að bæta og
byggja þessa jörð. Túnið var þýft,
blautt og grýtt, svo það var ekki
heiglum hent að reisa þetta býli
úr rústum gamla tfmans, en það
stóð ekki fyrir Jóni, hans sterku
hendur og viljaþrek ruddu öllum
hindrunum úr vegi, við að ræsa,
rækta ogbyggja.
Jón er bóndi af lífi og sál, nýtur
þess að hirða búfénað sinn sem
bezt, enda á hann alltaf arðsamt
bú öíl umgengni er til fyrir-
myndar úti sem inni. — Kristín í
Engidal er mikil búkona, þrifn-
aður, smekkvísi og árvekni f
öllum störfum er frábær. Okkur,
sem kunnug erum, hefir oft
undrað það þrek sem henni er
gefið.
Jón og Kristín eiga sex börn
sem öll eru löngu fullorðin.
Sigurgeir er þeirra elstur og býr
nú í félagi við föður sinn. Ég vil
notaþetta tækifæri við hin merku
tímamót í ævi þessara duglegu
hjóna, sem bæði eru orðin áttræð,
Á búnaðarþingi, sem stendur
yfir í Reykjavík um þessar mund-
ir, var samþykkt eftirfarandi um
símaþjónustuna í dreifbýlinu:
Búnaðarþing telur síma-
þjónustu í dreifbýli algjörlega
óviðunandi eins og hún er nú. Því
beri brýna nauðsyn til skjótra úr-
bóta á þessu sviði m.a. með eftir-
farandi:
1. Að lengdur verði afgreiðslu-
timi II og III. flokks stöðva.
2. Að höfð verði næturvarzla á
að óska þess að þau geti búið enn
um sinn með aðstoð Sigurgeirs
þrátt fyrir háan aldur. Um leið vil
eg fyrir mína hönd og konu
minnar þakka góð kynni og óska
þeim hjónum, börnum þeirra og
fjölskyldum allra heilla á
komandi árum.
Fagrahvammi, í janúar 1974,
Hjörtur Sturlaugsson.
þeim stöðvum, sem tengdar eru
sjálfvirku símakerfi.
3. Hraðað verði lagningu fjöl-
símalína og byggingu sjálfvirkra
símastöðva I sveitum.
Þvf beinir búnaðarþing þeirri
eindregnu áskorun til samgöngu-
málaráðherra að beita sér fyrir,
að Landssími íslands fái aukið
fjármagn tilþessara verkefna t.d.
með því að fella niður tolla og
söluskatt af efni og vélum til
Landssímans.
r
„Oviðunandi síma-
þjónusta í dreifbýli”
Matsvein og háseta
vantar á m/b Sæborgu K.E. 177
strax.
Uppl. í símum 92-2107 og 92-2749.
Háseti
vanur netaveiðum óskast á m/b Haf-
rúnu, Rifi. Símar 34349 og 30505.
Atvinna óskast
Myndlistarnemi óskar eftir starfi á
kvöldin og eða um helgar, (meira-
próf og starfsreynsla í akstri stórra
bifreiða). Allt kemur til greina.
Upplýsingar í síma 41264 eftir kl. 6.
Járnamenn óskast
Aðalbraut hf., Sími 81700
Verkamenn
Óskum að ráða strax nokkra verka-
menn. Einnig mann vanan viðgerð-
um. Mikil vinna. Upplýsingar hjá
verkstjóra.
Jón Loftsson h.f.,
Hringbraut 121.