Morgunblaðið - 26.02.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.02.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRUAR 1974 Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri: Erfiðleikar vegna hláku ekki sérís- lenzkt fyrirbæri Á síðasta fundi borgarstjórnar var nokkuð rætt um hin miklu vatnsflóð, sem urðu í borginni sið astíiðinn sunnudag. Umræðurnar urðu vegna spurningar frá Alfreð Þorsteinssyni (F) um það, á hvem hátt ætlunin væri að bregð- ast við sams konar vanda f fram- tíðinni. í lokaorðum borgarstjóra í þessum umræðum kom meðal annars fram, að erfiðleikum hefði verið bundið að fá starfsmenn borgarinnar til starfa umræddan sunnudag við gatnahreinsun, en þeir væru margir hverjir búnir að vinna óhóflega langan vinnudag allan veturinn og því væri fylli- lega eðlilegt, að þeir vildu gjarn- an eiga frf á helgidögum. Þessi mannlegi þáttur málsins mætti ekki gleymast, þegar borgaryfir- völd væru sökuð um slælega frammistöðu í þessu máli. Birgir Ísleifur Gunnarsson borgarstjóri: Um síðastlíðna helgi gerði tals- verða hláku ásamt úrfelli í Reykjavík, eftir undangengna sjó- komu. Snjór var því á jörðu, og vatnsflaumur ber með sér tals- vert krap við þessar kringum- stæður, krapið berst í niðurfalls ristar og lokar þeim. Á nokkrum stöðum í bænum, þar sem svo háttar til, að miklar umferðargöt- ur liggja um lágpunkta getur safnazt fyrir mikið vatn, og nægir að minnast á í þessu sambandi Reykjanesbraut undir brú á Miklubraut, Borgartún á móts við Kringlumýrarbraut, Suðurgötu við flugbrautarenda, Hringbraut við Tjörnina. Á slikum stöðum hafa á undan- förnum árum verið gerðir stórir Borgarstjóri: Öllár „kosningaár” „Hjá okkur sjálfstæðismönnum f borgarstjórn eru öll vor kosninga- vor og öll ár kosningaár. Við hög- um okkar framkvæmdum allt kjörtímabilið á þann veg, að full- um framkvæmdahraða er haldið uppi og við erum okkur þess með- vitandi allt kjörtimabilið, að við þurfum að standa borgarbúum reikningsskil gerða okkar.“ Á þennan veg komst Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri að orði, er hann svaraði Öddu Báru Sigfúsdóttur í borgarstjórn, en hún hafði gert að umtalsefni samþykkt borgarráðs um fram- kvæmdir við tvö opin svæði f Árbæjarhverfi, þ.e. við Fagrabæ og Hlaðbæ. Borgarráð hefur sam- þykkt teikningar af þessum svæð- um og að þau skuli gerð í sumar. Dró Adda Bára Sigfúsdóttir í efa, að þetta yrði framkvæmt í sumar og teikningarnar þvf aðeins sam- þykktar að „kosningavor væri í lofti'*. Fullvissaði borgarstjóri borgarfulltrúann um það, að þessi svæði yrðu fullgerð í sumar, enda mikið verið unnið við frágang opinna svæða í Árbæjarhverfi að undanförnu. niðurfallsbrunnar með grófum ristum til þess að koma f veg fyrir flóðhættu. Þessu verður haldið áfram. Ýmist eru þeir felldir inn f götukanta með lóðréttri rist i kantbrún, eða sérstakir brunnar 50 sm f þvermál með ristum á hliðum og í toppi, eru þeir utan vegar í lágpunktum. Holræsakerfið sjálf er hannað miðað við ákveðna hámarksúr- komu 56 1/sek. pr. ha eða 20 mm á klst. Þær aðstæður geta mynd- azt að holræsakerfið hafi ekki undan á vissum stöðum. Á þetta sérstaklega við slíkar aðstæður, sem áður er lýst, þ.e. að vatn berst víða að á yfirborði á frosinni jörð, þannig að útreiknuð dreifing vatns í kerfinu raskast. Þá getur myndazt yfirþrýstingur í holræsa- kerfi og valdið flóðum í kjöllurum húsa. Að lokum er svo rétt að geta þess, að öll tæknileg kerfi hafa innbyggða vissa meðvitaða áhættu, þ.e. kostnaðarlega er það óhagkvæmt að gera þau þannig úr garði, að þau þjóni hlutverki sínu til fullnustu við allar aðstæður, og er ekkert séríslenzkt fyrirbæri heldur almennt viðurkenndur praxis. Úthhitun úr lóða- sjóði væntanleg I SVARI við fyrirspurn frá Alfreð Þorsteinssyni (F) um lóðasjóð Reykjavíkur sagði Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri, að sjóð- urinn mundi liklega taka til starfa með vorinu, en það væri borgarráðs að ákveða nánar um það og auglýsa eftir umsóknum. Er sjóði þessum, eins og fram hefur komið,æt!að að aðstoða lóð- arhafa við að ganga frá lóðum sfnum og verða lán hans í formi vinnu og efnisúttektar hjá fyrir- tækjum borgarinnar. Alfreð Þor- steinsson kvaðst vilja leggja áherzlu á, að úthlutun hæfist sem fyrst svo að menn gætu undirbúið framkvæmdir sínar nægilega snemma. Á þessu ári eru veittar 19,4 milljónir til sjóðsins samkvæmt fjárhagsáætlun borgarinnar. FRA BORGAR- STJÓRN Á FUNDI borgarstjórnar Reykja- víkur sfðastliðinn fimmtudag var vísað til borgarráðs tillögu Mark- úsar Arnar Antonssonar (S) um að endurskoðun fari fram á regl- um Byggingarsjóðs Reykjavíkur með það fyrir augum, að hann skuli í auknum mæli notaður til að stuðla að jafnvægi f byggð borgarinnar. Þannig verði fjölgað lánveitingum til ungs fólks, sem hyggur á kaup á húsnæði í eldri borgarhverfum, og lán hækkuð. Jafnframt verði vextir og greiðslutími endurskoðaðir. End- urskoðun þessi skal gerð af nefnd, sem borgarráð velur. Þá er og i tillögunni beint eindregnum tilmælum til Húsnæðismálastofn- unar rikissins um, að meiri áherzla verði lögð á lánveitingar til kaupa á eldra húsnæði en nú er gert. Markús Örn Antonsson: Fyrir nokkru voru borgarfulltrúum kynntar hugmyndir Þróunar- stofnunar Reykjavíkurborgar um framtíðarbyggingarsvæði og kynnt sú vinna, sem þeim at- hugunum hefur fylgt á vegum stofnunarinnar. Það kom fram i umræðum, að borgarfulltrúar gera sér grein fyrir annmörkum, sem verða kunna á því að borgin teygi sig f allar áttir út frá mið- kjarnanum með - jafnskjótum hætti og verið hefur síðustu ára- tugi. Eg býst ekki við, að neinn í þessum hópi telji sig þess þó megnugan að ætla algjörlega að binda enda á þessa útþenslu borg- arinnar, en augljóslega er okkur þröngur stakkur skorinn að því leyti og auk þess hljótúm við alltaf að leita hagkvæmra og hlutfalls- lega ódýrra lausna f skipuiagi nýrra byggingarsvæða. Á það hefur verið bent með gildum rökum, að eins og sakir standa i þróun Reykjavíkur, sé kominn tfmi til að staldra við og líta á elztu hverfi borgarinnar með það fyrir augum að taka þau til endurnýjunar og reisa stærri og veglegri hús en þar standa á lóðum nú. Að þessari lausn er ekki hlaupið, en hún er athyglis- verð. Umtalsverðir fjárrnunir hljóta að koma inn í það dæmi og svo líka, og ekki sízt, vilji ein- staklinganna, sem þessi elztu bæjarsvæði byggja, hvort þeir Markús Örn Antonsson borgarfulltrúi: Jafnvægi 1 byggð borgarinnar hafa hug á að selja eignir sínar og flytjast annað eða ekki, Þetta mál er í heild sinni ekki aðeins mjög íhugunaivert i skipu- lagslegu tilliti heldur eru margir þættir þess félagslegs eðlis. Með örri byggingu nágrannasveitar- félaga Reykjavíkur hina síðustu áratugi hefur meðalaldur Reyk- víkinga farið ört hækkandi. I árs- Iok 1973 voru 9,1% allra borgar- búa yfir 67 ára aldri, en meðaltal á höfuðborgarsvæðinu öllu var 7,8% á aldrinum 67 ára og eldri. Til samanburðar má geta þess, að i Garðahreppi var hlutfall 67 ára og eldri aðeins 2,6% og f Kópa- vogi 3,6% af heildaribúafjölda. Hins vegar eru aldursflokkarnir 15— 18 ára 10,5% f Kópavogi og 10,7% í Garðahreppi, en aðeins 7,5% f Reykjavík. I hópnum 7—14 ára er munurinn enn meiri. Tölur þessar sýna, hver áhrif flutningar ungs fólks á undan- förnum árum til nágrannasveitar- félaganna hafa nú haft á aldurs- flokkaskiptinguna íReykjavík. En það er líka önnur hlið á málinu og hún öllu alvarlegri, það er skipting aldursflokkanna í hin- um ýmsu hverfum borgarinnar. Til að mæta þörfinni fyrir aukið húsnæði í Reykjavfk, þegar fjöl- mennir árgangar hafa náð hjú- skaparaldri og stofnað til heimil- ishalds, eins og verið hefur und- anfarið, hafa opinberir aðilar fyrst og fremst einblint á nýbygg- ingar fjölbýlishúsa á nýjum svæð- um f útjöðrum gömlu byggðarinn- ar eða allfjarri henni. Fjármögn- unaraðgerðir hins opinbera í hús- næðismálum hafa fyrst og fremst fallið i þennan heildarramma. Minna hefur verið um alvarlegar tilraunir til að stuðla að jafnvægi í byggð borgarinnar með þvf að búa svo um hnútana, að ungt fólk gæti ekki síður flutzt inn í eldri hverfi borgarinnar, en numið land á nýjum byggingasvæðum. Ókostir þess kerfis, sem ríkj- andi hefur verið, hljóta að vera öllum augljósir. Sífellteru gerðar mjög ákveðnar kröfur til borgar- yfirvalda um hraðari uppbygg- ingu á opinberri þjónustu f nýju hverfunum. Það er vel skiljan- legt, að þær séu settar fram, þó að óhjákvæmilega hljóti athyglin um leið.að beinast að þeirri aðstöðu, sem fyrir er í gömlu hverfunum og hvernig áframhaldandi jöfn og eðlilegt nýting þeirra verði feng- in. Þetta á við um skóla og dag- vistunarstofnanir, svo að dæmi séu tekin, en vitaskuld líka þá margþættu þjónustu, sem fyrir- tæki og stofnanir veita að öðru leyti. Samkvæmt upplýsingum um verðlag á fasteignamarkaði f dag má gera ráð fyrir, að 120—130 fermetra hæð í 30 ára gömlu steinhúsi vestur f bæ kosti um 6 milljónir króna. Þar af nemur út- borgun 4—5 milljónum og yfir- leitt eru engin áhvilandi lán til yfirtöku i þessum tilfellum. íbúa- f jöldi á hverja íbúð f gömlu hverf- unum er því víða mjög litill. Til dæmis mátaka svæðiðNjáls- gata, Snorrabraut, Flókagata Rauðarárstígur. Þar voru íbúar 830 talsin* 1. desember sl.,heildar- fermetrafjöldi íbúðarhúsnæðis 23,077, á hvern íbúa voru 27,8 fermetrar, íbúðafjöldi 399 og íbú- ar á hverja ibúð aðeins 2,08. Ef tekinn er samanburður við á- standið í Breiðholtshverfi, t.d. Skriðustekk og Lambastekk, eru íbúar þar 5,95 á íbúð og 20,88 fermetrar á hvern fbúa. Forráðamenn Reykjavíkur hafa áður lýst vilja sínum i þessu efni, sbr. reglugerð þá um Bygg- ingarsjóð Reykjavfkur, sem sam- þykkt var í borgarráði 1967 og gerir ráð fyrir, að lán séu veitt til kaupa á eldri íbúðum. En þrátt fyrir þetta er opinber aðstoð vegna kaupa á eldra húsnæði hvergi nærri nægileg. Og stefna hins opinbera, sem m.a. kemur fram við gerð kjarasamninga, felst fyrst og fremst í því að byggja ný borgarhverfi. í þeim samningaviðræðum, sem nú standa yfir, er aðallega gert ráð fyrir því, að fjármagni verði veitt til bygginga leiguhúsnæðis, og það er kallað að leysa húsnæðis- vandann á „félagslegum grund- velli". Við borgarfulltrúar Reykjavfk- ur megum gjarnan minnast síð- ustu úthlutunar hjá fram- kvæmdanefnd byggingaáætlunar, þar sem fbúar í leiguhúsnæði borgarinnar, sem vildu koma sér upp eigin húsnæði, komu ekki til greina vegna þess að borgin hafði séð fyrir húsnæðisþörfum þeirra. Þannig fær sjálfsbjargarviðleitni fólks ekki notið sin nú orðið. Tillaga mín gerir fyrst og fremst ráð fyrir, að borgaryfir- völd noti Byggingarsjóðinn til þess að viðhalda eðlilegum hlut- föllum milli aldurshópa í borg- inni. Gera borgarhverfin hvert um sig síung ef svo má segja. Til þess að þetta sé hægt tel ég að hækka þurfi lán til kaupa á eldra húsnæði og fjölga lánum hlutfallslega. I lok tillögunnar er áskorun á Húsnæðismálastofnunina um að auka lánveitingar til kaupa á eldra húsnæði, en í fyrra lánaði hún aðeins 80 milljónir til eldri íbúða, en 1320 til annarra íbúða. Og lán til eldri íbúða nema aldrei meira en 200 þúsundum, en mega samkvæmt reglugerð nema 400 þúsundum. Að lokum við ég svo segja, að ég vona, að tillaga mín hljóti góðar undirtektir borgarfulltrúa og endurskoðun á reglum Bygging- arsjóðsins verði lokið fyrir gerð næstu fjárhagsáætlunar svo unnt verði að áætla fé til sjóðsins sam- kvæmt nýjum reglum hans, sem hnfgi í þá átt, sem ég hef lýst hér að framan. Kristján Benediktsson (F): Ég get tekið undir mörg atriði í til- lögu Markúsar og sú kenning hans að jafna beri aldursskipt- inguna í borginni er alveg rétt að mínum dómi. Hins vegar er ég ekki alveg sammálaþví, að rétt sé að nota Byggingarsjóðinn í þessu skyni. Ég tel, að hann beri að nota á sama hátt og gert hefur verið. Eg legg svo til, að tillögu Markús- ar verði vísað til borgarráðs. Markús Örn Antonsson kvaðst fallast á, að tillögu sinni yrði vfs- að til borgarráðs og var það gert með 15 samhljóða atkvæðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.