Morgunblaðið - 26.02.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.02.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRUAR 1974 Sprengju leitað í Loftleiðavél MIKIL leit var gerS að sprengju I Loftleiðaþotu á Kefiavfkurflug- velli á sunnudagsmorguninn. Ein af þotum Loftleiða, sem fékk und- anþágu verkfallsvarða til að flytja 54 útlendinga frá tslandi til Evrópu lenti á Keflavíkurflug- velli um kl. 6.30. Um það leyti, sem vélin var að hefja sig á loft, var hringt f flugumsjónarmann á Keflavfkurflugvelli og sagt að sprengja væri um borð f véiinni. Farþegarnir, sem komnir voru um borð í vélina voru strax reknir út og var leitað í farangri þeirra 54 farþega, sem komu um borð f vélina á Keflavíkurvelli. Einnig var leitað á þeim með sérstökum málmleitartækjum, sem eru á flugvellinum. Sprengjuleitin stóð yfir i röska tvo klukkutíma, en vélin gat hafið sig til flugs á tí- unda tímanum. Svavar Eiríksson, stöðvarstjóri Loftleiða á Keflavíkurflugvelli, sagði í samtali við Mbl. í gær, að 167 farþegar hefðu komið með vélinni frá New York og þessir 54 sem bættust við á Islandi hefðu nauðsynlega þurft að komast heim til sín, en vélin var á leið til Luxemborgar. Hann sagði, að það hefði verið Ingimar Ingimarsson flugumsjón- armaður sem svarað hefði í sím- ann þegar hringt var og maðurinn sem sagði að sprengja væri um borð í vélinni hefði mælt á ensku, en hreimur hans verið mjög óskýr, þannig að maðurinn gæti alveg eins hafa verið Islendingur. Loðnuskipin hafa landað öðru hverju á Siglufirði undanfarið. A myndinni sést þegar togarinn Sigurður landar þar 800 lestum. Ljósm. Mbl.: Steingrímur. 139 voru kvefaðir BORGARLÆKNIR hefur sent frá sér skrá um farsóttir í Reykjavík vikuna 3.—9. febrúar s.l. Þeir sjúkdómar, sem voru algengastir þá vikuna voru kvefsótt 139 manns, hálsbóiga 54 og inflúensa 25. Þá reyndust nokkur börn með kíghósta eða sex og fimm voru með hettusótt. Sendiráð í stað sendisveitar I janúar 1973 var tekið upp stjórnmálasamband milli Islands og Þýzka Alþýðulýðveldisins. Jafnframt var opnað sendiráð þýzka alþýðulýðveldisins að Ægis- sfðu 78, Reykjavík. Sendiráðið kemur í staðinn fvr- ir verzlunarsendisveit A-Þýzka- lands, sem áður hafði aðsetur að Laugavegi 18. (Fréttatilkynning.) Viðlagasjóðsgjaldið framlengt í eitt ár t GÆR voru lögð fram á Alþingi frumvörp, sem fela f sér, að 2% viðlagasjóðsgjald á söluskattstofn verður framlengt f eitt ár, eða til 28. febrúar 1975. A helmingur gjaldsins að renna áfram til Viðlagasjóðs, en hinn helmingurinn f sjóð, sem á að draga úr áhrifum verðhækkana á olfu til hitunar fbúðarhúsnæðis. Verður innan tíðar lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um, livernig þeim fjármunum verður ráðstafað. I fyrsta lagi er hér um að ræða frumvarp um breytingu á lögum um neyðarráðstafanir vegna jarð- elda í Heimaey. Er þar, eins og áður segir, gert ráð fyrir, að 1% gjald á söluskattstofn haldi áfram að renna í Viðlagasjóð. Er frum- varp þetta flutt af nefnd, sem í áttu sæti fulltrúar frá öllum þing- flokkunum. Hefur komið í ljós, að tekjur Viðlagasjóðs, eins og þær voru ákveðnar með lögunum í upphafi, koma ekki til með að nægja til að standa við þau fyrir- heit, sem í lögunum felast um nevðarráðstafanir vegna jarðeld- anna. Eins og kunnugt er, átti álagið á söluskattinn vegna Við- lagasjóðs að falla niður frá og með 1. marz. I annan stað flytur ríkisstjórnin frumvarp um álagningu sérstaks gjalds til að draga úr áhrifum olíuverðhækkana. Er I því gert ráð fyrir, að hinn helmingur viðlagasjóðsgjaldsins renni til 28. febr. 1975 í sérstakan sjóð til þess- ara nota. Kom fram, að innan framangreindrar nefndar hefði einnig orðið samstaða um þetta, nema hvað Bjarni Guðnason lýsti Forystumenn Framhald af bls. 28 „Okkur var það ljóst", sagði Jón H. Bergs, „að það vísitölu- kerfi, sem við búum við er mjög verðbólguhvetjandi og þess vegna reyndum við vinnuveit- endur að fá viðurkenningu á því meðal viðsemjenda okkar að unnt yrði að breyta vísitölu- grunninum, en það hefur ekki nema að nokkru leyti tekizt. Því miður horfir það svo — jafnvel þótt kauphækkunin hefði ekki orðið svo há sem hún varð — að vfsitalan ein eykur útgjöldin mjög mikið. Nú bæt- ist þessi kauphækkun við og hefur einnig áhrif á kaup- greiðsluvísitöluna — En allsherjarverkfall veldur ávallt tjóni og það verður að leita allra ráða til þess að það standi sem stytzt.“ „Sækja vinnuveitendur um undanþágu fyrir loðnubræðsl- una?“ „Þegar fyrirsjáanlegt var að allsherjarverkfall skylli á var farið fram á undanþágu fyrir loðnubræðsluna, en þeirri beiðni var hafnað. En nú þegar samkomulag hefur orðið um launaliðinn, vonumst við til þess að loðnuvinnslan geti haf- izt strax í kvöld, þótt forystu- menn verkalýðshreyfingarinn- ar líti svo á að ekki sé unnt að aflýsa verkföllum fyrr en fé- lagsfundir hafi samþykkt sam- komulagið," sagði Jón H. Bergs að lokum. Eðvarð Sigurðsson, formaður samninganefndar ’ ASI, var fyrst spurður að því, hvort hann væri ánægður með sam- komulagið. Hann sagði: „Eftir atvikum er ég ánægður og tel þetta með meiri áföngum, sem við höfum náð.“ „Hvaða atriði, sem náðust, metur þú mest?“ „Kaupgjaldssamningunúm' * sjálfum og ýmislegu sem þá varðar verður mest tekið eftir. Ýmsir þættir samning- anna eru einnig mikilvægir launafólki og nefni ég þar sem dæmi kauptrygginguna, sem er mikið réttindamál, sem lengi er búið að vera á dag- skrá. Ég met einnig mjög mikils sem áfanga samkomulagið við ríkisstjórnina uni húsnæðismál og er sannfærður um að það á eftir að hafa veruleg áhrif á möguleika verkafólks til að komast I húsnæði með þolanleg- um kjörum og jafnframt getur þetta samkomulag er frá liður, haft mikil áhrif á að stöðva braskmarkaðinn með íbúðar- húsnæði, þegar hinn félagslegi þáttur verður stærri og öfl- ugri.“ „Telurðu þessa samninga verða verðbólguhvetjandi?" „Ég reikna með því, að ekki verði komizt hjá þvi að þeir fái þann dóm. Það er talið óhjá- kvæmilegt að hluti þeirra fari út í verðlagið og sjálfsagt verka þeir sem slíkir. Er það eitt hið nöturlegasta við þessa samn- inga, að það sem gert er fyrir láglaunafólk skuli alltaf fara á þann hátt, að aðrir — launþeg- arnir með háu launin — skuli fá allt það sem náðist fyrir lág- launafólkið. Þetta vandamál er verðugt verkefni stjórnmála- aflanna að glíma við sem úr- lausnarefni." Guðmundur H. Garðarsson, formaður VR, sagði: „Þessir samningar bera öll einkenni þess mikla verðbólgu- ástands, sem er í þjóðfélaginu." „Ertu ánægður með sam- komulagið?" „Er hægt að vera ánægður með samninga, sem verða til við slíkar kringumstæður, því að þrátt fyrir samningana hlýtur fólkið að búa við mikla óvissu á meðan ekki hafa verið gerðar ákveðnar ráðstafanir til þess að draga úr neikvæðum áhrifum þeirrar óheillaþróunar, sem rikir í efnahagslxfi Islendinga." Hjörtur Hjartarson, formað- ur Verzlunarráðsins ræddi við Mbl. í gærkvöldi áður en verzl- unarmenn höfðu fyrir sitt leyti samþykkt þann launalið, sem 30 manna nefnd ASl sam- þykkti. Hann sagði: „Égfagna þvi að samkomulag hefur náðst á breiðum grunni, en enn hafa verzlunarmenn ekki tekið afstöðu, en ég vona að þeir samþykki hið sama og aðrir. Kjararáð verzlunarinnar, þ.e. Kaupmannasamtök Is- lands, Félag íslenzkra stórkaup- manna og Verzlunarráðið hafa stuðlað að samkomulagi við verzlunarmenn í samráði við Vinnuveitendasamband Is- lands og hefur þegar náðst sam- komulag um flestar sérkröfur verzlunarmanna. Ekkert er til fyrirstöðu af okkar hálfu að ganga frá þeim og því ætti að vera unnt að ganga frá samn- ingum.“ sig andvígan. Þá er það tekið fram i athugasemdum með frum- varpinu, að frumvarp um ráðstöf- un á þessum tekjum verði lagt fyrir Alþingi næstu daga. Frá umræðum um frumvörp þessi er sagt á þingsiðu blaðsins bls. 17, en þau fóru bæði með afbrigðum gegnum fyrstu um- ræðu í neðri deild í gær, enda mun ætlunin að afgreiða þau bæði sem lög frá þinginu i dag. 84.300 manns í Reykjavík: 3.111 í Hraunbæ — 1 í Kríuhólum SAMKVÆMT skrá Hagstofu Islands um mannfjöldann í Reykjavík 1. desember s.l. bjuggu þá 84.299 manns í höfuðborginni. Langfjölmennasta gatan var þá Hraunbær, en við þá götu eina bjuggu 3.111 manns. Fámennasta gata borgarinnar var hins vegar Kríuhólar en þar bjó aðeins 1 kona fyrir 1. des. Ibúum þar hef- ur sjálfsagt fjölgað síðan, því mik- ið af ibúðum er þar í smíðum. Af 3.111 íbúum við Hraunbæ reyndust 1.554 karlmenn búa við götuna og 1.557 konur svo jafnara getur það varla verið. Næst fjöl- mennasta gata Reykjavíkur er svo Kleppsvegur, en þar bjuggu 2.069 manns, 955 karlmenn og 1.104 konur. Háaleitisbraut er þriðja fjölmennasta gata borgarinnar, en þar bjuggu 1. desember 1.834 manns 893 karlmenn og 941 kona. Eins og fyrr segir þá voru Kríuhólar fámennasta gatan, en fámennustu göturnar fyrir utan Kriuhóla eru Espigerði, þar eru 3 ibúar, tveirkarlmennog ein kona, Hafnarstræti þar búa einnig 3, einn karlmaður og tvær konur, og Kringlumýrarvegur, en við þá götu búa tvær konur. Þá má nefna að í Austurstræti voru aðeins 5 skráðir til heimilis. Stal 3 bankabókum og tók út 117 þús. kr. RANNSÓKNARLÖGREGLAN f Reykjavík hefur upplýst þjófnað á þremur bankabókum úr íbúð- um, en er þjófurinn var handtek- inn, var hann búinn að eyða 101 þúsund kr. af þeim 117 þús. kr„ sem hann hafði tekið út úr bókun- um f bönkum. Fyrstu bókinni var stolið í inn- broti í íbúð þann 7. febr. og tók þjófurinn úr henni 27 þús. kr. af 49 þús. kr., sem i henni voru. Næstu bók stal hann í innbroti 11. febr. og tók úr henni 57 þús. kr. af 170 þús. kr„ sem í henni voru. Þriðju bókinni stal hann í inn- broti 18. febr. og tók úr henni 33 þús. kr. af þeim 89 þús. kr„ sem í henni voru. Er rannsóknarlög- reglan fékk málin til meðferðar, beindist grunur að ákveðnum manni, sem oft hefur komið við sögu lögreglunnar vegna afbrota. Var hans leitað og fannst loks fyrir nokkrum dögum. Var hann þá með 16 þús. kr. á sér og eina bókanna. Hefur hann viðurkennt þjófnaðina. Hann hefur verið úr- skurðaður I gæzluvarðhald í allt að 30 daga vegna rannsóknar á málum hans. Enn finnst smygl í „Fossi 99 TOLLVERÐIR fundu 89 flöskur af áfengi, 10.800 vindlinga og 115 kg af niðursoðnu, reyktu svína kjöti (skinku) við leit í Dettifossi s.l. laugardag. Skipið var þá a? koma erlendis frá til Reykjavík ur. Varningurinn var f klefum skipsverja, I eldhúsi og víðar Unnið er enn að rannsókn máls

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.