Morgunblaðið - 26.02.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.02.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐH), ÞRIÐJUDAGUR 26^ FEBRÚAR 1974 15 Ég tefldi hér fyrir 17 árum Rœtt við Gyözö Forintos skákmeistara UNGVERSKI skákmeistarinn Gyözö Forintos hefur staðið sig með mikilli prýði á VI. Reykjavíkurskák- mótinu og er, þegar þetta er ritað, í 2. sæti á eftir Smyslov fyrrverandi heimsmeistara. Ég hitti Forintos að máli um daginn og spurði hann hvort hann viidi ekki svara nokkrum spurningum fyrir Morgunblaðið. Forintos varð góðfúslega við þessari beiðni og fer samtalið hér á eftir: Við hófum samtalið með hinni klassísku spurningu: Hvenær byrjaðirðu að tefla? „Ég lærði mannganginn af bórður mfnum þegar ég var sex ára gamall, en ellefu ára tók ég fyrst þátt í kappmóti. Það var meistaramót drengja á Dónár- svæðinu og tókst mér að sigra á því öllum til hinnar mestu furðu, ekki sízt fjölskyldu minni. Upp i meistaraflokk komst ég árið 1954 og árið 1955 tefldi ég í fyrsta skipti utan Ungverjalands, á heims- meistaramóti stúdenta i Lyon i Frakklandi. Siðan tefldi ég á nokkrum næstu stúdentamót- um, þar á meðal mótinu, sem háð var hérna í Reykjavík árið 1957.“ Finnst þér Reykjavík hafa breytzt mikið? ,,Já, borgin hefur tekið mikl- um breytingum. Miðbærinn hefur að vísu sama svip, en maður sér alls staðar nýjar byggingar og einkanlega finnst mér umferðin hafa aukist mik- ið. Annars er samanburðurinn erfiður að þvi leyti að stúdenta- mótið var háð á miðju sumri en nú er ég hér um hávetur.“ Leiðist þér vetrarveðráttan hér? Forintos litur út um gluggan, þar sem við sátum i grillinu á Hótel Sögu, bendir brosandi á éljaklakkana, sem þutu yfir fló- ann, og svaraði: „Nei, ég var að visu nærri fokinn i Tjörnina einn daginn, en mér líkar þetta vel, svona veður er aldrei heima i Ungverjalandi þótt stundum sé ansi kalt þar á vetrum." Ertu atvinnumaður i skák? „Ég held að ég megi segja mig vera hálfatvinnumann. Eg lærði hagfræði i háskólanum og hef unnið við útflutningsverzl- un einkanlega markaðskönnun, siðustu fimmtán árin. Hins veg- ar er ekki því að neita að ég er nokkuð frjáls í vinnunni og get því teflt ailmikið. Á síðasta ári tefldi ég til dæmis á fimm al- þjóðlegum skákmótum.“ Eru margir atvinnuskák- menn í Ungverjalandi? „Ekki mjög margir, Portisch og Szabó og svo ungu mennirn- ir.Sax, Ribii og Adorjan." Hvað heldurðu um styrk ís- lenzkráskákmanna? „Ég þekkti náttúrlega ekki aðra en þá, sem taka þátt í þessu móti, en mér sýnist þeir ráða yfir allmiklum styrkleika, miðað við ungverska skák- menn. Friðrik Ölafsson þekkja allir, Guðmundur Sigurjónsson er lika mjög sterkur skákmað- ur, ég hef nýlega farið aftur yfir skákina, sem ég tefldi við hann I 1. umferð og þá kom ég auga á ýmsa mjög góða leiki fyrir hann. Eg held að tapið fyrir Magnúsi Sólmundarsyni hafi haft mjög slæm áhrif á hann. Magnús og Jón Kristins- son eru einnig mjög sterkir, þá varrtar ekki nema herzlumun- inn til þess að ná alþjóðlegum meistaratitli. Jón tefldi mjög vel á móti mér og hann er sá íslenzku meistaranna sem mér fannst hafa mesta tilfinningu fyrir stöðunni. Mistök hans voru þau ein að hann hikaði á úrslitastundu." Hvaða ráð viltu gefa ungum mönnum sem eru að byggja' upp skákstyrkleika sinn? „Að rannsaka fyrst og fremst skákir meistaranna. Bezta bók, sem ég hef eignast er bók Bron- steins um áskorendamótið 1953, rannsóknir hans á skákunum eru frábærar. Auðvitað er gott að læra byrjanir, en það kemur samt ekki að sömu notum. Ég var búinn að tefla á allmörgum alþjóðamótum þegar ég eignað- ist fyrst byrjanabók. Raunar fór ég ekki að rannsaka skák- byrjanir fyrr en árið 1957. Þá fluttist Portisch tilBúdapest og við fórum að „stúdera" saman. Þetta kom mér að gagni í þessu móti, árið 1957 vorum við að rannsaka Benóníbyrjun, aðal- lega tvö afbrigði.- Annað þeirra tefldi Freysteinn á n;óti mér með hvítu, en hitt notaði Júlíus Friðjónsson gegn mér með svörtu.“ Að lokum Forintos, hvar tefl- irðu næst? „Þriðja marz hefst flokka- keppni Ungverjalands og þá þarf ég að vera kominn heim. Flokkakeppnin er skemmti- legasta keppni, sem ég tek þátt í. I Búdapest eru nær eitt hundrað skákklúbbar og all- margir annars staðar i landinu. Þarna tefla því fjölmargir skák- meistarar, keppnin er geysi- hörð og maður hittir marga vini og kunningja." Við stóðum upp frá borðinu og égþakkaði þessum geðþekka skákmeistara fyrir spjallið. Þegar þetta er ritað hefur hann þegar tryggt sér stórmeistara- titil og vil ég nota tækifærið og óska honum til hamingju með þann árangur. Jón Þ. Þór, Hrafn Gunnlaugsson skrifar frá Stokkhólmi: Fréttapunktar um fóstureyðingar í SKOÐANASKIPTUM þeim, sem átt hafa sár stað um fóstur- eyðingafrumvarp það, er liggur fyrir Alþingi islendinga, hefur iðulega borið við, að menn vfs- uðu til reynslu Svfa f þessum málum. Þar sem oft hefur verið um missagnir að ræða i þessum tilvitnunum og borið hefur við, að aðeins hálfur sannleikurinn kæmi fram, hef ég tekið saman nokkrar staðreyndir um þróun þessa máls hér iSvíþjóð. í frumvarpi, sem legið hefur lengi fyrir Sænska þinginu, allt þar til í haust, var gert ráð fyrir, að fóstureyðingar yrðu al- gerlega frjálsar, án tímatak- markana (þ.e.a.s. aldur fósturs- ins skyldi einu skipta) og ákvörðunin yrði eingöngu í höndum móðurinnar. Nú hefur þessu frumvarpi verið gjör- breytt, en við breytinguna verða fóstureyðingar háðar nákvæmu eftirliti. tímatak- mörkin verða þrír mánuðir og reynt verður að draga úr þeim eftir mætti. Ýmsar kannanir og niðurstöður, er birst hafa i fjöl- miðlum í vetur, eru aðalorsök þess, að frumvarpinu hefur verið breytt, og kannski ekki sízt vegna vaxandi óánægju innan Jafnaðarmannaflokks- ins. En því meir sem málið hef- ur verið kynnt visindalega og líffræðilega, þvf meiri andstöðu mætir það. Sú stefna, er einkennir hið breytta sænska frumvarp, er, að fóstureyðingu eigi aðeins að beita sem neyðarúrræði. Hér fylgja á eftir nokkrir punktar, er hafa haft mikil áhrif á fram- vindu málsins. Rannsókn, sem gerð hefur verið meðal skólastúlkna, sýnir, að þrátt fyrir harðan áróður, líta flestar unglingsstúlkur á fóstureyðingu sem hverja aðra getnaðarvörn. Fóstureyðingum í þessum aldursflokki hefur fjölgað mikið, en fyrir kemur, að fóstureyðingarnar eru fram- kvæmdar án vitundar foreldra stúlknanna. Ef haft er f huga, að fóstureyðingu fylgja ýmsar áhættur, og að fullsannað þyk- ir, að 2% þeirra kvenna, sem ganga undir aðgerðina, verði ófrjóar (ýmsir læknar telja að talan sé 5•—6%), er augljóst hve þessi þróun er alvarleg. Fjöldi þeirra unglingsstúlkna, er getur aldrei fætt barn, eykst að sjálfsögðu i réttu hlutfalli. Hin aukna ófrjósemi hefur skapað ýmiss konar brask og prang með komabörn. Inn- flutningur á bömum til Sví- þjóðar er löngu orðinn arðbær atvinnuvegur. Flest eru börnin flutt inn frá Asíu, Afríku, Suð- ur-Ameríku. Þó munu börn frá Finnlandi eftirsóttust og er gangverð þeirra um 20 þús. fs- lenzkar, plús flutningskostnað- ur. Sérstæð saga varpar ljósi á atvinnugreinina, en tilefni hennar er dómsmál, er kom hér upp um jólin. Kona nokkur kom í flughöfnina á Arlanda (aðalflughöfn Stokkhólms) með sextán kornabörn og ætl- aði með fullan áfengis og tóbaksskammt fyrir hvern ein- stakan í hópnum gegnum toll- inn. Ekki vildu tollverðir leyfa kerlu þetta. Brást hún þá ókvæða við og kærði tollverð- ina. Hún tapaði málinu nokkru síðar fyrir rétti. Konaþessi hef- ur vellauðgast á því að fara utan og kaupa kornabörn fyrir klink og selja þau síðan á marg- földu verði i Sviþjóð. Það atriði, sem reynst hefur öðrum þyngra á metunum, er, að læknar bjarga nú iðulega börnum, sem fæðast meir en þrjá mánuði fyrir timann. Minnsta fóstur, sem bjargað hefur verið vó 630 gr. og var tæplega sex mánaða. Nú er það hins vegar þekkt, að eytt sé sjö og jafnvel átta mánaða fóstrum. Mörkin hafa því farið yfir hvort annað, — og við stöndum frammi fyrir hryllilegri spurn- ingu: Eru framin morð í stórum stíl undir yfirvarpi fóstureyð- inga með því að eyða eldri en sex mánaða fóstrum (börnum), úr því að læknar geta bjargað börnum (fóstrum), sem fæðast meir en þrem mánuðum fyrir tímann??? — Og hver er svo munurinn á barni, sem fæðist fyrir tímann, sjö mánaða fóstri, sem numið er spriklandi úr móðurkviði og eytt, eða jafnvel fóstri, sem er aðeins fjögurra mánaða? Nýlega var birt könnun, sem gerð var í nokkrum sjúkrahús- um i Norður-Sviþjóð þar sem fóstureyðingar eru fram- kvæmdar. Var leitað álits starfsfólks sjúkrahúsanna á fóstureyðingum. Niðurstaðan var sú, að 80% voru algerlega á móti frjálsum fóstureyðingum. Þessi fjöldi taldi fóstureyðing- ar versta blett á starfi sinu og vildi sporna á móti þeim með öllum hugsanlegum ráðum. í Sviþjóð eru framkvæmdar um 27 þúsund fóstureyðingar á ári. Það þýðir, að fjórða hverju bami, er kemur undir, er eytt í möðurlifi. Sænska Sjónvarpið lét á sín- um tíma gera hlutlausa fræðslumynd um fóstureyðing- ar og var hún frumsýnd i októ- ber 1969. Þessi mynd tekur málið fyrir á þjóðfélagslegan og vísindalegan hátt en stjórnandi hennar var hinn kunni fræði- maður Birgitta Bergman. Ég skora á Útvarpsráð að beita sér fyrir sýningu þessarar myndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.