Morgunblaðið - 26.02.1974, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRUAR 1974
Fa
IIII. I l.l lf. t \
'AiAit:
220-22
RAUOARÁRSTÍG 31
% V
BILALEIGA
CAR RENTAL
tt 21190 21188
BlLALEIGA CAR RENTALI
Hverfisgötu 18
(*] 86060
/pt BÍLALEIGAN
felEYSIR
CAR RENTAL
■W124460
í HVERJUM BÍL
PIO NEER
ÚTVARP OG STEREO
KASSETTUTÆKI
SKODA EYÐIR MINNA.
Shod a
LEIGAN
AUÐBREKKU 44-46.
S(MI 42600.
HÓPFERÐABILAR
Til leigu í lengri ocj skemmri
ferðir 8—50 farþega bllar.
KJARTAN
INGIMARSSON
Simi 86155 og 32716
Afgreiðsla B.S í. sfmi 22300.
ÆFU SMIÐUR
0 SAMVINNUBANKINN
Bílaleiga
CAB RENTAL
Sendum
41660 -42902
Ottumst ekki
nokkra æsingamenn
Þorsteinn Eggertsson, stud.
jur. flutti á dögunum erindi í
útvarpið um öryggismálin.
Hér fara á eftir stuttir kaflar
úr erindi Þorsteins:
„Þvf er haldið fram af
sumum, að aðild að banda-
laginu ein sér nægi til að
tryggja öryggi okkar. Ég verð
að lýsa furðu minni á slikum
málatilbúnaði. Vart er hægt
að hugsa sér óraunhæfari leið
en þessa. Landi okkar og þjóð
er ekki trygg4 nein vörn með
þessu einU. Það er ekki aðeins,
að allar bandalagsþjóðir okkar
telja slíkt óraunhæft, heldur
sanna atburðir sögunnar, að
slikt fær alls ekki staðizt. I
máli eins og þessu er
ekki hægt að þræða neinn
meðalveg. Afstöðu með eða
móti verður að taka. Aður var
bent á, að ísland hefði f raun
fyrir löngu tekið afstöðu, sem
ætti að vera öllum Ijós. Við
fylgjum lýðræðisríkjum að
máli. Með því að vísa varnar-
liðinu úr landi væri stigið
fyrsta skrefið í þá átt að veikja
stöðu okkar út á við. Reyndar
má segja, að sú staða sé nú
þegar orðin ærið veik. Allur sá
hringlandaháttur, er einkennt
hefur endurskoðun varnar-
samningsins, hefur haft þau
áhrif erlendis, jafnt vestan
hafs sem austan, að sýna fram
á, hve skjðtt og á hve auðveldan
hátt má f raun veikja lýðræði
hér á landi. Það er löngu
kominn tfmi fyrir okkur Is-
lendinga að sýna í verki, hvar
hugur meginþorra okkar
liggur. Við megum ekki sýna á
okkur ótta þótt nokkrir æsinga-
menn hafi í frammi öll þau
áróðursbrögð, sem til þekkjast.
Aliur þorri iandsmanna hefur
skömm á slfku. Ef litið er til
baka sést, að nokkrum sinnum
hefur komið til tals að segja
varnarsamningnum upp. Ætið
hefur verið horfið frá slíku, þar
sem ógnvekjandi atburðir úti i
heimi hafa átt sér stað, er hafa
fært mönnum heim sanninn
um gildi samningsins. Um
atburði þessa verður ekki rætt
hér. Leiðinlegt er þó til þess að
vita, að slíkt þurfi að gerast til
að fólk vakni til vitundar um
raunveruleikann."
Fylgispektin
Síðar í erindi sfnu sagði
hann:
„Kommúnistar, eða hvaða
nafni þeir nú vilja nefna sig,
hafa löngum hagnýtt sér allt tal
um hlutleysi. Hér vil ég benda
á, að að minnsta kosti sex
sinnum hafa þeir haft skoðana-
skipti hvað varðar hlutleysi.
1930 aðhylltust Sovétríkin
hlutleysi og gerðu samninga
við grannrfki sfn á grundvelli
þess. Þeir voru einnig gegn inn-
göngu í Þjóðabandalagið. Á
þessum tíma töldu fslenzkir
kommúnistar, að innganga ts-
lands f Þjóðabandalagið væri
svfvirðing.
1937 voru Sovétrfkin gegn
hlutleysi og vildu bandalag
gegn nasistum og fasistum.
Þeir höfðu þá gengið í Þjóða-
bandalagið. Á þessum tfma
vildu fslenzkir kommúnistar,
að Island gerði vamarbandalag
við stórveldin og gengi í Þjóða-
bandalagið.
1939 gerðu Stalín og Hitler
með sér friðarsáttmála. Á
þessum tíma töldu íslenzkir
kommúnistar litlu skipta,
hverjir ynnu styrjöldina.
1941 réðust Þjóðverjar á
Sovétrfkin og var hlutleysi
þeirra þar með úr sögunni. Þá
vom íslenzkir kommúnistar
gegn öllu hlutleysi og nú mátti
nýta Island til að koma Sovét-
ríkjunum til hjálpar.
1946 fengu Sovétríkin á ný
áhuga á hlutleysi rfkja ef með
því væri hægt að stfa þeim frá
öðrum lýðræðisrfkjum. Það
sama varð upp á teningnum hjá
íslenzkum kommúnistum.
1956 voru Sovétrfkin á móti
hlutleysi Ungverjalands. Þá
þótti tilhlýða að hengja Imre
Nagy fyrir að vilja hlutleysi
lands síns. Þá töldu fslenzkir
kommúnistar hlutleysi fánýtt
og guggnuðu á uppsögn varnar-
samningsins.
1959 hófu Sovétrfkin á ný
sókij fyrir hlutleysi ríkja í
þeim tilgangi að reyna að
kljúfa Atlantshafsbandalagið.
Ekki brást fylgispekt islenzkra
kommúnista i það skiptið og
börðust þeir fyrir varnarleysi
og hlutleysi tslands.
Af þessari upptalningu, sem
á engan hátt er tæmandi, má
sjá, að kommúnistar og fylgi-
fiskar þeirra bera alls ekki hag
sfns eigins lands fyrir brjósti
heldur hugsjónir alheims-
kommúnismans. Þeim hefur og
aldrei farið friðarhamurinn,
sem þeir árangurslaust hafa
reynt að klæðast. Enginn Is-
lendingur, er aðhyllist lýðræði,
trúir þeim.“
Hr spurt og svarað 1 Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS1 Hringið í síma 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og biðjið um Les- endaþjónustu Morgunblaðs- ins.
□ Álagning
á áfengi
á félags-
skemmtunum
Björn Jónasson, Hávegi 3,
Siglufirði, spyr:
„í 20. grein áfengislaganna
stendur, að á þeim stöðum þar
sem ekki er vinveitingaleyfi sé
lögreglustjórum leyfilegt að
veita félögum vínveitingaleyfi
t.d. á árshátíðum. I slíkum leyf-
um felst þá, að hvorki félagið
né sá sem veitingasöluna
annast megi nota þau í ágóða-
skyni.
Hvað má leggja mikið á það
vin, sem selt er samkvæmt
slíkum leyfum? (Tekið skal
fram, að i slíkum tilfellum er
áfengið selt í hálfum eða
heilum flöskum á borð).
Ólafur W. Stefánsson, skrif-
stofustjóri í dómsmálaráðu-
neytinu, svarar:
Samkvæmt nefndri 20. gr.
áfengislaganna er Iögreglu-
stjórum heimilt að veita fé-
lögum manna leyfi til áfengis-
veitinga í félagsherbergjum
eða almennum veitingastöðum,
öðrum en þeim, sem fast leyfi
hafa. Slíkt leyfi má þó einungis
veita stjórnum félaganna, þeg-
ar um er að ræða árshátíðir
félaganna eða samkvæmi inn-
anfélagsmanna og gesta þeirra,
sem haldin eru af sérstöku til-
efni. Eigi má þó veita leyfi,
nema sýnt sé, að félagsskapur-
inn í heild eða einstakir félags-
menn hafi ekki hagnað af. Slík
vínveitingaleyfi má ekki veita
skemmtifélögum. Ekki má
heldur veita leyfi samkvæmum
félaga, sem ætla má að til sé
stofnað í tekjuskyni fyrir veit-
inga- eða skemmtistaði. Sannist
það, að félög misnoti áfengis-
veitingaleyfi eða afli þess undir
fölsku yfirskini, missa þau rétt
til að fá slík leyfi í tvö ár.
Lagaákvæðið svarar því ekki,
hve mikið leggja megi á áfengið
og reglugerð segir ekki nánar
um þetta efni. Hins vegar er í
reglugerð ákvæði um hámarks-
álagningu þess áfengis, sem
selt er í vínveitingahúsum og
þá gert ráð fyrir hagnaði vin-
veitingahúss. Er ekki hægt að
gefa frekari almennar leiðbein-
ingar um þetta efni en lesa má
úr lagaákvæðinu.
□ Óheimil
starfsemi í skúr,
sem bíður
niðurrifs.
Lóa Lúthersdóttir, Sörla-
skjóli 90, spyr:
„Skv. bréfi frá borgaryfir-
völdum, undirrituðu af þáver-
andi borgarstjóra, Geir Hall-
grímssyni, árið 1970, er óheim-
ilt að nota skúrinn andspænis
Sörlaskjóli 90 til annars en
geymslu á þrifalegum vörum.
Þar sem þessu hefur ekki verið
framfylgt, vakna eftirfarandi
spurningar:
1. Er það með vitund og vilja
borgaryfirvalda, að bílaviðgerð-
ir fari fram í skúrnum á kvöld-
in, um nætur og um helgar,
m.a. er þarna gert við stóra
langferðavagna?
2. Er hætt við að rífa
skúrinn?
3. Hvenær var fyrirheiti fyrr-
verandi borgarstjóra breytt?
4. Ef standa á við fyrirheitið
um að rífa skúrinn, hvenær
verður þá hafizt handa?
Már Gunnarsson, skrifstofu-
stjóri hjá borgarvcrkfræðingi,
svarar:
' „1. Nei.
2. Nei, hann verður rifinn
fyrir 1. maf n.k. í síðasta lagi, og
var eigendum skúrsins tilkynnt
um það í aprílmánuði í fyrra.
3. Þessu fyrirheiti hefur ekki
verið breytt, en borgaryfirvöld
munu sjá til þess, að bifreiða-
viðgerðum verði hætt i skúrn-
um nú þegar.
4. Sjá svar við 2. lið.“
Hráviður frá Hafnarskógi:
Smalakofinn
Vertu hjá mér, Dóri, meðan vísitalan hækkar,
Og vindar kaldirgnauða um Nordals prúða fés,
þá skal ég okkur kveða, meðan finum ráðum fækkar
og fjárlöggerast svimandi, upp í Borgarnes.
Þó landið okkar, Dóri, sé vaxtabyrðum vafið,
þá veit ég, að þú hræðist ekki Löngumýrar-Björn,
því senn mun ferjan kom a að sunnan yfir hafið.
Það situr ekki á honum að vera að steyta görn.
Þá hlæja stoltir bændur, þá hoppa glaðar konur,
þá hýrnar allt og brosir — og Gylfi sjáifur mest,
þá ieiðast jafnvel Nixon og Jónas Arnasonur
Og jólin verða páskar — og vinstri stjórnin bezt.
Og meðan ioðnan angar og saddir þingmenn sofa,
er sælt að vera fátækur og borga háan skatt
og reisa sér í Borgarnesi býsna dýran kofa
við barðið það, sem minnir á gamlan stjórnarhatt.
1 kofanum skal Möðruvallamönnum veizlur halda
og Magnús Torfi veita þeim bitlinganna gnótt,
og Alafoss mun veggina dýrum dúkum tjalda.
Svo dansar Pétur skottís og syngur fram á nótt.
Og ei mun þröngt í búi í þessum smalakofa.
Við þrykkjum bará seðla, og gengið fleytir sér.
Sé Dóri orðinn þreyttur, skal Dóri fá að sofa,
og doktor Bjarni Guðnason mun vaka yfir þér.