Morgunblaðið - 26.02.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.02.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRUAR 1974 13 Beðið svars frá ræningjum Patty Hearst Hillsborough, Californiu, 25. febr. AP. I KVÖLD voru þrjár vikur liðnar frá því Patricia Hearst var dreg- inn með valdi út úr fbúð sinni. Foreldrar hennar hafa heitið að verða við kröfu ræningjanna um að gefa fjórar milljónir dollara til viðbótar til matargjafa fyrir bágstadda I Californfu svo fram- arlega sem dóttur þeirra verði sleppt. Síðasta krafa ræningjanna sem segjast tilheyra „symbionesíska frelsishernum" barst á miðviku- dag og var þá gefinn sólarhrings NORÐURSJAVAROLÍA Breta er orðin eitt helzta hitamál kosningabaráttunnar, sem þar er nú að komast á lokastig. Verkamannaflokkurinn vill láta þjóðnýta olfuframleiðsl- una, en því er thaldsflokkur- inn andvfgur og telur að það muni verða til að tefja fram- kvæmdirþar verulega. Eiturlyfja- salar líflátnir Teheran, 25. febr. AP. SJÖ eiturlyf jasalar voru teknir af lffi um helgina, að þvf er opinber- ir aðilar f Teheran tilkynna. Hafði þeim verið stefnt fyrir her- rétt og þeir sfðan skotnir. Þung viðurlög voru nýlega sett við eiturlyfjanotkun og sölu í tran. Samkvæmt þeim getur hver sá, sem tekinn er með meira en 10 grömm af heróíni í sínum fórum eða meira en eitt kíló af ópíum, átt fyrir höndum herrétt og dauðarefsingu. i Fundi utanríkisráðherra Ameríkuríkja lokið: Bandaríkin lofa aðstoð á jafnréttisgrundvelli Mexico City, AP — NTB ÞRIGGJA daga ráðstefna utan- rfkisráðherra Bandarfkjanna og 24 rfkja Mið- og Suður-Amerfku lauk í Mexico City á laugardag.. Var þá gefin út yfirlýsing, þar sem Bandaríkjastjórn heitir al- hliða stuðningi við þróun rfkjanna f þessum heimshluta á þeim grundvelli að hlutast ekki til um innanrfkismál þeirra og að milli þeirra og Bandarfkjanna rfki algert jafnræði. Gert er ráð fyrir óbreyttri efnahagsaðstoð Skæruliðarnir til Sýrlands Bandarfkjanna við þessi rfki fyrst um sinn, en sfðan skal komið á viðræðum, er stefni að þvf að efla samskipti Amerfkurfkjanna. Orðsendingin, sem er all viða- mikið plagg upp á fjórtán siður, var ekki tilbúin til birtingar fyrr en á sunnudag, vegna ágreinings um orðalag í þýðingu. Þar sagði m.a., að Bandaríkjastjórn mundi beita sér fyrir því, að bandaríska þingið samþykkti ráðstafanir, er greitt gætu fyrir viðskiptum við riki Mið- og S-Ameríku. Ráðstefnan var haldin að frumkvæði Henrys Kissingers, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna. Fékk hann þar víð- tækan stuðning við tillögur sinar um að koma á nýjum og virkari leiðum til samskipta ríkjanna, þannig að auðvelda mætti lausnir deilumála, er risa kynnu og risið hefðu þeirra í milli, en þau varða einkum þjóðnýtingu bandariskra eigna í Ameríkulöndum og tökur bandariskra fiskibáta og skipa innan Utvíkkaðrar landhelgi til- tekinna ríkja, sem Bandaríkja- stjórn hefur ekki ennþá viljað viðurkenna. Samkomulag varð um að skilja að umræður um lög- fræðileg og pólitisk atriði þessara deilna. Af hálfu sumra þátttöku- ríkjanna voru látnar í Ijós efa- semdir um það, hvort rétt væri fyrir ríki M- og S-Ameríku að efla samskipti sín við Bandaríkin. Voru ráðherrarnir sumir á því, að þeim bæri frekar að efla sam- skipti sín við ríki þriðja heimsins, sem ættu við svipuð vandamál að stríða og þau. Með tilliti til þessa var sérstaklega tekið fram í yfir- lýsingunni að sérhvert ríki hefði rétt til að velja sér eigið hagkerfi, félagsmála og stjórnmálakerfi án íhlutunar annarra. Kúba var eina ríkið á þessum slóðum, sem ekki tók þátt í ráð- stefnunni og um samskipti Bandaríkjanna og Kúbu sagði Kissinger á blaðamannafundi á laugardag, að þau yrði að skoða i víðara samhengi. frestur til að verða við henni, en sfðan hefur ekki frá þeim heyrzt. Sl. þriðjudag var hafin dreifing matvæla I Californiu svo sem ræningjarnir höfðu krafizt en vegna ónógs tíma tii undirbún- ings gekk á ýmsu með skipulagn- inguna. Að sögn þeirra, sem dreif- inguna annast, hafa þeir fengið fleiri sjálfboðaliða til starfa og vonast til, að hún gangi greiðar fyrir sig þegar hún hefst að nýju á morgun. Þá verði meðal annars búið að koma fyrir matvælunum á dreifingastöðvunum, en I síðustu viku voru brögð að því, að bifreið- ar kæmust ekki með matvæli á áfangastað vegna þrengsla. í áganginum þá hlutu 30 manns meiðsl og 35 voru handteknir. Matvælagjafirnar í siðustu viku kostaði Randolph Hearst sjálfur að nokkru, lagði fram 500.000 dollara, en Hearst-sjóðurinn lagði fram það, sem á vantaði eða hálfa aðra milljón dala. Charles Gould, útgefandi blaðs- ins Examiner, hefur tilkynnt, að sjóðurinn muni leggja fram tvær milljónir dala strax til viðbótar ef Patricia verði látin laus og síðan tvær milljónir aftur í janúar 1975. Yfirvöld í Californíu geta sér þess til, að endanleg krafa ræningj- anna verði sú, að látnir verði laus- ir tveir menn, sem sakaðir hafa verið um morð á skólaumsjónar- manni í Oakland, Marcus Foster að nafni. Hefur symbionesiski frelsisherinn lýst sig ábyrgan fyr- ir þvi morði. Kuwait, 25. febr. AP INNANRlKIS- og landvarnaráð- herra Kuwaits, Saad al Abdullah, fursti hefur tilkynnt, að fimm skæruliðar Palestfnu-Araba, sem sprengdu bandarfsku PANAM þotuna á Rómarflugvelli 17. des- ember sl., verði afhentir Frelsis- hreyfingu Palestfnu-Araba — PLO — á næstu dögum. Menn þessir ollu dauða þrjátfu manna um borð f vélinni. Saad sagði, að verið væri að ganga frá samkomulagi við sýr- lenzk yfirvöld um afhendingu skæruliðanna og bendir það til þess, að þeir verði fluttir þangað og þar verði þeim stefnt fyrir rétt, samkvæmt því sem talsmenn PLO hafa heitið. Skæruliðarnir hafa verið í haldi í Kuwait frá því 18. desember er þeir gáfust upp fyrir Saad á flug- vellinum þar, en áður höfðu þeir dvalizt næturlangt á flugvellinum í Aþenu um borð í þotu frá þýzka flugfélaginu Lufthansa meðan þeir reyndu að semja við grisk yfirvöld um að láta lausa skæru- liða, sem þar voru í fangelsi. Stjórn Kuwait tilkynnti fyrir nokkru að PLO gæti fengið skæruliðana í hendur, en til þessa hefur ekkert Arabaríkjanna vilj- að leyfa þeim landvist. Forsprakki IRA handtekinn Belfast, 25. febr. NTB HANDTEKINN hefur verið I Bel- fast Ivor Malachy Bell, sem verið hefur helzti forystumaður pro- visional arms frska lýðveldishers- ins á N-Irlandi að undanförnu. Hann hefur farið huldu höfði f langan tfma og til þessa jafnan sloppið úr greipum lögreglunnar og brezka herliðsins, þó oft mætti litlu muna. Heim til sfn hefur Bell ekki komið sl. tvö ár, að þvf er talsmaður brezka hersins upp- lýsir, en hann hefur stöku sinn- um átt leynileg stefnumót við konu sfna og börn. Hann var handtekinn á laugardaginn, þar sem hann var að fara inn f hús eitt f Andersenstown, einu af hverfum kaþólskra f Belfast. Bell, sem er 37 ára að aldri, tók við forystu IRA á sl. sumri eftir að Jerry Adams, fyrirrennari hans var handtekinn. Er Bell tal- inn hafa skipulagt helztu hryðju- verk hersins siðan. Að sögn tals manna hersins hefur það m.a. taf- ið handtöku Bells, að herinn hef- ur ekki haft nógu góða mynd af honum til að fara eftir við leitina. Chou En-lai forsætisráðherra Kina: Piao og Konfúsius reyndu að snúa við rás sögunnar Tókíó, AP — NTB. 1 RÆÐU, sem Chou En-lai, for- sætisráðherra kínverska al- þýðulýðveldisins, hélt í Peking á sunnudag, gerði hann að um- talsefni byltingaöldu þá, sem nú gengur yfir kfnverskt þjóð- félag. Er það í fyrsta sinn, sem valdhafar þar láta frá sér heyra um þetta mál á opinberum vett- vangi. Hreyfing þessi byggist í höfuðatriðum á hvassyrtri gagnrýni á Lin Piao, fyrrum landvarnaráðherra og heim- spekninginn Konfúsfus, sem uppi var nær 500 árum fyrir Krists burð. Nær hún til ýmissa þátta þjóðfélagsins, þar á með- al skóla og margra framleiðslu- greina. Cho En-lai sagði, að kín- verska þjóðin væri staðráðin í að heyja þessa baráttu til enda. Með miklum og herskáum bylt- ingaranda hefði þjóðin undir forystu Mao Txe-tungs hafið umfangsmikla herferð gegn áhrifum þessara tveggja manna, er verið hefðu aftur- haldsseggir, sem reyndu að snúa við rás sögunnar* Chou sagði, að með þessari hreyfingu væri unnið að því að dýpka fyrri gagnrýni á Lin Piao og efla rétt vinnubrögð í landinu. Hún hefði stórvægilega þýð- ingu, bæði fyrir nútíð kín- versks samfélags og framtíð- arsögu þess, þvf með henni væri unnið að því að efla og færa sem mest út áhrif menn- ingarbyltingarinnar miklu frá síðasta áratug, styrkja alræði öreiganna og koma í veg fyrir endurvakningu kapitalsiskra hátta. Fréttastofan Nýja-Kína skvrði frá þessari ræðu Chou En-lais og þvi með að hefði ver- ið haldin i Peking, i veizlu til heiðurs Kenneth Kaunda, for- seta Zambiu, sem nú er í opin- berri heimsókn i Kína. Chou hafði sérstaklega tekið fram, að viðbrögð þau, sem herferðin gegn Lin Piao og Konfúsíusi hafði valdið á Formósu og víðar í hinni kapitalísku veröld — og meðal sósialískra heimsvalda- sinna sýndu betur en allt ann- að, að hún væri fullkomlega réttlætanleg og hin þarfasta. Formósustjórn hefði að undan- förnu sett á svið ýmiss konar samkomur til hyllingar Konfús- fusi. Fréttaskýrendur eru á þvi, að Chou En-lai hafi kosið heim- sókn Kaundas til að segja opin- berlega frá átökunum í land- inu, sem viða hefur verið skrif- að um að undanförnu, til þess m.a. að sýna, að stjórnin hafi í fullu tré við byltingarmenn og sömuleiðis til að slá á þær vangaveltur, sem víða hafa komið fram, að byltingarhreyf- ingu þessari sé beint gegn hon- um sjálfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.