Morgunblaðið - 26.02.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.02.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRUAR 1974 dttt THE OBSERVER jcay\ Dagur í Phnom Penh THE OBSERVER /» i 1 Eftir Colin Smith Á næturnar eru drunurnar úr fallbyssum stjórnarhersins svo miklar, að það er rétt eins og byssurnar séu á næsta horni, þótt þær séu I þriggja kllómetra fjar- lægð. A daginn dregur borgarys- inn úr hávaðanum af nýjum hryðjuverkum, sem unnin eru rétt utan sjónmáls. Útlendingarnir sitja með drykki sína I veitingahúsunum og ræðast við þangað til þjónunum berast brenglaðar fréttir eftir óþekktum leiðum og hefja hávaðasamar samræður. Loks kemur einn þeirra yfir til okkar og segir „Plastique a l'Ambassade Americaine, M'sieur." „Plastique" er nafnið á hvers konar sprengingum I daglegu tali Kambódiubúa, og er það sennilega arfur frá nýlenduárunum þegar skæruliðar notuðu mjög plast- sprengjur i starfsemi sinni. Allt starfslið bandariska sendi- ráðsins er saman komið i forsaln- um á jarðhæðinni bak við bryn- varðar útihurðir og þykkt, skothelt gler i gluggum. Við eitt skrifborðið situr Thomas Enders sendifulltrúi, sem veitir sendiráðinu forustu. rauninni hálf fyndið að sitja undir skothrið úr herteknum bandarísk- um fallbyssum. Ein sprengjan sprakk aðeins 20 metrum frá hliði sendiráðsins og feykti hjólreiða- manni af farartæki sinu. „Þeir láta kúlurnar þræða götuna," sagði hershöfðinginn, og i rödd hans mátti greina nokkra aðdáun at- vinnumannsins. ( gegnum skothelda glerið má sjá i fjarska dökkt reykský eftir sprengingu stiga til himins. „Ég held það væri ekki rétt að fara þangað núna ef þeir eru að skjóta 105mm," sagði sendifulltrúinn við fréttastúlkuna. í kvöldverðar- boði nokkrum dögum áður hafði hann sakað hana og aðra frétta- menn um að stuðla að auknum ótta meðal borgarbúa. Stúlkan yppir öxlum og gengur út að Renault-bif reið sinni þar sem nokkrir aðrir fréttamenn biða i von um far. Á leiðinni i bilnum ræða frétta- mennirnir um það, hvaðan sé lik- legast að reykurinn komi. Ef til vill er eldur i skotfærageymslu eða stráþök og eldurinn barst óðfluga út. Strax og íbúunum varð Ijóst, að hús þeirra yrðu að eldinum að bráð hófu þeir að bjarga þvi, sem bjargað varð. Mæður óðu um götuna i leit að börnum sínum, hundar leituðu húsbændanna, og óttaslegnar rottur skutust út úr fylgsnum sinum og stukku burt frá hættunni. Ungir menn ruddu niður húskof- um til að reyna að hefta útbreiðslu eldsins. Þeir tóku á sig karate- stökk og spyrntu i veggina með báðum fótum þar til þeir létu und- an. Hermenn, sem fengið höfðu heimfararleyfi, hlupu þangað, sem þeir höfðu síðast séð fjölskyldur sínar. I sjúkrahúsinu þöktu blóðugar sjúkrabörur alla ganga, og mæður voru að gefa særðum börnum sínum inn saltvatn þvi hjúkrunarkonurnar komust ekki yfir allt, sem gera þurfti. Læknir einn hélt, að til þessa sjúkrahúss eins hefðu komið um 150 slasað- ir, og auk þess „vörubílsfarmur" af líkum, sem hann hafði ekki haft tima til að telja. Liðsmenn úr stjórnarher Kambódíu í baráttu við skæruliöa. Hann er hávaxinn, og smávaxnir Kambódiubúar kalla hann „Risann". Meðal starfsfólksins situr John Cleeland hershöfðingi, sem er for- maður nefndar þeirrar, er annast afhendingu á bandariskum vopn- um til Kambódiuhers. Hann er i blá-röndóttum borgaraklæðum. og reykir stóran vindil. Hann er fölur og grannur. nærri sköllóttur með kónganef, og litur alls ekki út fyrir að vera reyndur herforingi með langa þjónustu á vigvöllum Vietnams að baki. „Um 15 til 20 105 millimetra kúlur," segir hann við bandaríska fréttastúlku og brosir út fyrir vind- ilinn, eins og honum þyki það i eldsneytisbirgðum. Engum dettur í hug, að hundruð íbúðarskúra úr timbri standi í Ijósum logum, og að deyjandi og dánir ibúar þeirra liggi í hrönnum innan um brakið. Skothriðin hófst klukkan þrjú siðdegis, einmitt á siesta-tfman- um, þegar fólk tekur sér fri frá störfum yfir heitasta kafla dags- ins, og þeir, sem ekki eru svo lánsamir að geta fengið sér lúr, safnast saman við gosdrykkjasölu- vagna á gangstéttunum. Miðað við árstíma var veðrið gott, hægur andvari, sem kælir þægilega og heldur bitvarginum i skefjum að næturlægi. Nú var veðrið óvinurinn mikli, þvi það feykti eldtungunum i nærliggjanai Alls hafði 70 sprengikúlum rignt yfir hverfið (bandariski hers- höfðinginn hafði ekki talið rétt eða þá að hann hefur ekki heyrt sprengingarnar þar sem hann sat inni i víggirtum forsalnum) i þessari fyrstu stórskotaliðsárás, sem gerð hafði verið í dagsbirtu. Fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir, að 150 hefðu látizt. Morguninn eftir var farið að brenna likin i hálf- hrundri Ifkbrennslu hverfisins, en vegfarendur héldu fyrir nefin og keyptu sér is og ananas án þess að hugsa til hættunnar á þvi, að árásin hæfist á ný. f veitingahús- inu kom einn þjónanna til blaða- manns með reikning frá gærdegin- um fyrir drykk, sem gleymzt hafði að borga þegar rokið var af stað til að leita að „plastique". Kúrdar búast til baráttu gegn Bagdad Beirút,21. febrúar. AP. TIL algerra vinslita dró I dag milli Kúrdahreyfingar Mustafa Barzani í Norður-irak og stjórnar- innar I Bagdad, og Kúrdar búast til baráttú gegn sambandsstjórn- innl. Tfmaritið As Sayyad I Beirút hermdi að Barzani hefði hafnað áætlun sem stjórnin kunngerði fyrr I þessum mánuði og gerir ráð fyrir að svæði þar sem Kúrdar eru f meirihluta verði gerð að sjálfstjórnarfylki undir heitinu Kúrdistan. Asteytingarsteinninn að sögn tímaritsins er héraðið Kirkuk, sem er auðugt að olíu og Barzani vill innlima í Kúrdistan. Hann segir að Ahmed Hassan A1 Bakr forseti hafi dregið úr áhrifum Kúrda i Kirkuk með þvi að flytja þangað arabíska landnemá siðast- liðin þrjú ár. Kúrdar krefjast þess að arabísku landnemarnir i Kirkuk verði fluttir á brott áður en mann- tal fer fram á þessu svæði að sögn tímaritsins. Baath-flokkur Bakrs er hins vegar sagður staðráðinn í þvi að halda Kirkuk og olíubænum Hanakin á Iandamærum íran utan við fyrirhugað Kúrdistan. Samningur frá 11. marz 1970 batt enda átiu ára borgarastríð og samkvæmt honum átti að stofna Kúrdistan. CHEVROLETVEGA G.T. árg. 1972 (sportmodel) rauð- ur 525 þús., nýinnfluttur. Uppl. í slma 1 3285 —34376. BROTAMÁLMUR Kaupum allan brotamálm i=>->g hæsta verði. Staðgreiðsla Nóatún 1 7, simi 25891. PINGOUIN-GARN Margar gerðir, þolir þvottavéla- þvott. Verzl. Hof Þingholtsstræti 1. KAUPI ÍSLENZK FRÍMERKI Sendið mér lista og ég mun senda yður tilboð Kaupi einnig frimerki á umslögum. Stein Pettersen, Maridalsveien 62, Oslo 4 Norge. mokarinn mikli f rá BM VOLVO Stór hjól; drif á tveim eða fjórum hjólum; mismunadrifslás; 80 ha. dieselvél með beinni innspýtingu; rúmgott og hljóðeinangrað örygg- ishús með Volvosæti; vökvastýring; liðlegur og kraftmiki11 í ámokstri; lyftir, staflar, dregur, ýtir. Allar upplýsingar um LM 621, LM 641, og aðrar ámokstursvélar frá BM Volvo eru ávallt til reiðu. ámokstursvél LM 641-621

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.