Morgunblaðið - 26.02.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRUAR 1974
17
Viðlagas j ó ðsgj ald fr amlengt
Fer til Viðlagasjóðs og til
jöfnunar á húshitunarkostnaði
t GÆR voru lögð fram á Alþingi tvö frumvörp, sem f sameiningu fela
það f sér, að 2% viðlagasjóðsgjaldi á söluskattstofn verður haldið
áfram f eitt ár f viðbót, en eins og kunnugt er, átti gjaldið að falla
niður 1. marz n.k.
Er nú gert ráð fyrir, að helmingur af viðlagasjóðsgjaldinu, 1% á
söluskattstofn, renni áfram f eitt ár til Viðlagasjóðs, þar sem f Ijós
hefur komið, að hann þarf á viðbótartekjum að halda við það, sem
upphaflega hafði verið gert ráð fyrir. Frumvarp um þetta efni flytja
þingmenn úr öllum flokkum.
1 annan stað er lagt til í frumvarpi frá rfkisstjórninni, að 1% gjald á
söluskattstofn f eitt ár skuli renna til að draga úr áhrifum verðhækk-
unar á olfu til hitunar fbúðarhúsnæðis. Er jafnframt boðað, að
frumvarp um ráðstöfun á tekjum þessum, verði lagt fyrir Alþingi
innan tfðar.
Bæði þessi frumvörp komu til 1. umræðu á fundi neðri deildar f gær.
Var frumvörpunum vfsað til nefndar að umræðum loknum, en tekið
fram, að reynt yrði að afgreiða þau sem lög frá Alþingi í dag.
Fer hér á eftir stutt frásögn af
umræðum þeim, sem um frum-
vörpin urðu.
Eysteinn Jónsson (F) mælti
fyrst fyrir frumvarpinu um 1%
söluskattinn í Viðlagasjóð, en
flutningsmenn ásamt honum eru
Ingólfur Jónsson (S), Gils Guð-
mundsson (Ab),Gylfi Þ. Gíslason
(A), Halldór S. Magnússon
(SFV) og Bjarni Guðnason (Ff).
Auk framangreinds ákvæðis er
í frumvarpinu ákvæði um, að
verði um vanskil að ræða af hálfu
sveitarfélaga á viðlagasjóðsgjaldi
innheimtu á útsvarsstofn, skuli
vanskilin ásamt dráttarvöxtum
tekin af hluta viðkomandi sveitar-
félags í Jöfnunarsjóði sveitar-
félaga.
Hér fer greinargerðin með
frumvarpinu á eftir en i henni má
finna helztu efnisatriði úr ræðu
Eysteins Jóns'sonar:
„Flutningsmenn þessa
frumvarps hafa undanfarið kynnt
sér fjárhag Viðlagasjóðs í samráði
við ríkisstjórnina og reynt að
mynda sér skoðun á því, hvað
líklegt sé, að mikið fé þurfi fram
að leggja úr Viðlagasjóði til þess
að standa við þau fyrirheit, sem
felast I lögunum um neyðarráð-
stafanir vegna jarðelda í Heima-
ey.
I ljós kom, að ógerningur er að
gera sér þess nú fulla grein,
hversu mikið fé þarf til að koma,
en svo mikið er ljóst að dómi
flutningsmanna, að Viðlagasjóður
má ekki missa allar tekjur sínar
nú um næstu mánaðamót. Hefur
því orðið samkomulag um að
flytja þetta frumvarp, en efni
þess er að leggja 1% viðlagagjald
á söluskattsstofn næstu 12 mán-
uði, þ.e. til 28. febrúar 1975. Flm.
álíta, að síðar verði að afla fjár til
viðbótar í Viðlagasjóð, ef i ljós
kemur, að þetta fé nægir ekki til
þess, að hægt sé að standa við
fyrirheit laganna um stuðning við
uppbyggingu í Vestmannaeyjum.
Þess er vænst, að Seðlabankinn
aðstoði Viðlagasjóð framvegis
eins og hingað til, þannig að
greiðslur úr sjóðnum geti orðið
með eðlilegum hætti.
Dregist hefur hjá sveitarfélög-
um að skila af sér viðlagagjaldi
því, sem lagt er á útsvarsstofna,
og þess vegna er í 2. gr. frum-
varpsins heimild trl þess að
tryggja skilin með því, að framlög
til sveitarfélaga úr Jöfnunarsjóði
gangi upp I vanskil á viðlaga-
gjaldi, sem sveitarfélögin hafa
tekið við.
Ingólfur Jónsson, Gylfi Þ.
Gíslason og Bjarni Guðnason taka
fram, að þeir telji, að innflutn-
ingstollar og söluskattur af Við-
lagasjóðshúsunum eigi að ganga
til uppbyggingar í Vestmannaeyj-
um jafnóðum og húsunum er
komið i verð. Eysteinn Jónsson,
Gils Guðmundsson og Halldór S.
Magnússon taka á hinn bóginn
fram, að upplýst er, að ríkisstjórn-
in hefur skv. heimild í 6. gr.
XXXII. lið gildandi fjárlaga ætlað
þetta fé til þess að leggja fram I
hafnarframkvæmdir, sem teknar
voru ákvarðanir um í beinu sam-
bandi við náttúruhamfarirnar í
Vestmannaeyjum."
Sagði þingmaðurinn ennfrem-
ur, að heildarútgjöld Viðlagasjóðs
væru nú orðin 3.216 milljónir kr.
og skuld sjóðsins við Seðlabank-
ann kr. 784 milljónir. Þá kvaðst
hann vona, að frumvarpið fengi
afgreiðslu í þinginu í dag (þriðju-
dag) enda væri það nauðsynlegt,
því að þessi álagning ætti að koma
til framkvæmdar nú um mánaða-
mótin.
Ingólfur Jónsson kvaðst sam-
mála um nauðsynina á að hraða
afgreiðslu málsins.
Til mála hefði komið, eins og
stjórn Viðlagasjóðs hefði gert til-
lögu um, að framlengja 2%
viðlagasjóðsgjaldið fram til næstu
áramóta. I nefndinni, sem flytti
frumvarpið hefði orðið samkomu-
lag um að hafa þann hátt á, sem
fram kæmi í frumvarpinu.
Nefndarmenn stjórnarandstöð-
unnar myndu flytja frumvarp
um, að toll- og söluskattstekjur af
viðlagasjóðshúsunum rynnu til
Viðlagasjóðs I stað ríkissjóðs, eins
og nú væri gert ráð fyrir. Mundi
sllk tekjuöflun, auk þeirrar, sem
hér væri lögð til, afla sjóðnum
AIMAGI
yfir 1200 milljóna, en 2% sölu-
skattur, fram að áramótum, sem
stjórn sjóðsins hefði viljað, hefði
ekki gefið nema 1150 milljónir.
Þá gat Ingólfur Jónsson um, að
um sl. áramót hefði Viðlagasjóður
átt 1400 milljónir óinnheimtar af
skuldum, sem féllu í gjalddaga I
síðasta lagi í apríl. Líta yrði einn-
ig á þetta.
Að lokum óskaði þingmaðurinn
Vestmannaeyingum til hamingju
með, hversu vel hefði tekizt til um
uppbyggingu i Vestmannaeyjum,
þrátt fyrir dökkt útlit fyrir ári
síðan.
Gylfi Þ. Gfslason sagði þing-
flokk Alþýðuflokksins styðja
þetta frumvarp af heilum hug.
Lýsti hann einnig yfir áriægju
sinni með árangursríkt uppbygg-
ingarstarf í Vestmannaeyjum.
Olafur Jóhannesson forsætis-
ráðherra þakkaði þingmönnum
allra flokka, sem að málinu hefðu
staðið. Með þessari samstöðu yk-
ist sæmd þingsins. Þá sagði hann,
að frændþjóðum okkar yrði seint
fullþakkað fyrir þann stuðning,
sem þær hefðu sýnt okkur vegna
eldgossins í Vestmannaeyjum.
Garðar Sigurðsson (Ab) sagði
það vera vantraust á stjórn Við-
lagasjóðs, að ekki væri lagt til, að
2% skatturinn yrði framlengdur
til áramóta, eins og hún hefði gert
tillögu um. Það væri stjórnarand-
staðan með Ingólf Jónsson í farar-
broddi, sem ylli því, að nú ætti að
skera tekjur sjóðsins niður.
Ingólfur Jónsson sagði, að Garð-
ar Sigurðsson hagaði sér eins og
fffl og væri framkoma hans ekki
sæmandi alþingismanni. Hann
reyndi að slá sér upp á málinu
með að gera um það ágreining og
halda því fram, að stjórnarand-
staðan vildi ekki afla tekna til
Viðlagasjóðs. Eins og hann hefði
sagt áður legðu þeir stjórnarand-
stöðuþingmenn til, að sjóðnum
yrði aflað meiri tekna, en sjóðs-
stjórnin hefði farið fram á. Auk
þess væri tekið fram I greinar-
gerð með frumvarpinu, að frekari
tekna yrði aflað, ef þessar reynd-
ust ekki nægar. Málflutningur
Garðars væri ósæmandi, ódrengi-
legur og heimskulegur, auk þess
sem hann reyndi að sundra sam-
stöðu á þinginu um málið. Að þvl
yrði hann maður að minni.
Halldór S. Magnússon sagði
þingflokk SFV vera því einróma
sammála, að sjá þyrfti Viðlaga-
sjóði fyrir auknum tekjum og að
samstöðu þyrfti að ná.
Garðar Sigurðsson sagði, að Ing-
ólfur hefði svipt af sér sauðargær
unni. Kvaðst þingmaðurinn hafa
reynt að vinna að þessu máli, án
þess að blanda flokkapólitík inn í
það.
Að lokinni þessari umræðu fór
fram umræða um hitt frumvarp-
ið, sem gerir ráð fyrir 1% álagi á
söluskattstofn til að draga úr
áhrifum verðhækkana á olfu á
hitun fbúðarhúsnæðis. A sá
skattur einnig að gilda til 28.
febrúar 1975.
Ölafur Jóhannesson mælti fyrir
frumvarpinu i fjarveru viðskipta-
ráðherra og lagði áherzlu á, að
það fengi sömu hröðu meðferðina
i gegnum þingið og hitt frumvarp-
ið. Sagði ráðherra, að sér hefði
skilizt, að um þetta mál hefði
einnig náðst samstaða í nefnd-
inni, sem fjallaði um viðlagasjóðs-
jaldið.
Þá kvaðst hann ennfremur vilja
árétta, að hér væri einungis um
að ræða heimild til að innheimta
gjaldið. Yrði innan tíðar lagt fram
frumvarp um, hvernig tekjunum
yrði ráðstafað.
Bjarni Guðnason sagðist hafa
haft nokkurn fyrirvara á þessu
máli í nefndinni. Nauðsynlegt
væri að mæta vanda þeirra, sem
kyntu hús sin með oliu, en það
væri bara hluti af stærra byggða-
vandamáli. Þá kæmi það einnig
fram hér, sem hann hefði spáð
fyrir, að rikisstjórnin hygðist
aldrei fella viðlagasjóðsgjaldið
niður. Lýsti þingmaðurinn sig
andvígan frumvarpinu, og sagði,
að eðlilegra hefði verið að nóta
hækkaðar benzintekjur til þess-
ara þarfa, auk þess sem spara
hefði mátt einhverja liði á fjárlög-
um.
Ingólfur Jónsson sagðist fyrir
sitt leyti vera hlynntur því, að
sjóðurinn yrði stofnaður til að
mæta oliuvandamálinu. Hins veg-
ar hefði Sjálfstæðisflokkurinn
allan fyrirvara á, um hvernig
fénu yrði varið.
Þá sagði hann, að ekki ætti að
binda notkun fjárins við íbúðar-
húsnæði, heldur ætti þar hvers
konar húsnæði að geta komið til
álita. Það væri einnig um mis-
munandi aðstöðu að ræða i at-
vinnurekstri. Kvaðst hann vona,
að samráð yrði haft við stjórnar-
andstöðuna um samningu frum-
varpsins um ráðstöfun f járins.
Ólafur Jóhannesson sagði, að
samráð yrði haft við stjórnarand-
stöðuna, eins og Ingólfur hefði
farið fram á. 1 þessu frumvarpi
væri ekkert um það ákveðið.
Guðlaugur Gfslason (S) sagðist
vera því mjög hlynntur, að aflað
yrði tekna til niðurgreiðslna á
olíu til húsahitunar. Væri þetta
mjög brýnt mál. Eitt söluskattstig
á árinu 1974 til þessa mundi
nægja til að halda olíuverði því
sama og það var 1973.
Lárus Jónsson (S) sagði þetta
vera alveg sérstakt mál, sem leysa
þyrfti, án tillits til annarra
brýnna byggðavandamála. Að
ýmsu þyrfti að hyggja og væri þar
efst á blaði nauðsynin á að virkja
innlenda orkugjafa til húsahitun-
ar, jarðvarma og rafmagn. Minnti
hann á frumvarp til breytingar á
orkulögum, sem hann hefði flutt í
þessu skyni.
Oddur Ólafsson.
Miðum í vöruhappdrætti
SÍBS fjölgi í 75000
FRAM hefur verið lagt á Alþingi
frumvarp um breytingu á lögum
um vöruhappdrætti Sambands
fslenzkra berklasjúklinga. Er f
frumvarpinu lagt til, að fjöldi
hlutamiða f happdrættinu aukist
úr 65000 f 75000.
Króna lægsta mynteiningin
Ríkisstjórnin hefur lagt fram
frumvarp til breytingar á lögum
um gjaldmiðil tslands, þar sem
lagt er tíl, að ráðherra verði heim-
ilt, að tillögu Seðlabanka tslands,
að ákveða með reglugerð, að fjár-
hæð sérhverrar kröfu eða reikn-
ings skuli greind og greidd með
heilli krónu. Skuli fimmtfu aur-
um eða lægri fjárhæð sleppt, en
hærri fjárhæð en fimmtfu aurar
hækkuð f eina krónu.
Segir í upphafi athugasemda
með frumvarpinu, að það sé flutt
að tillögu Seðlabanka íslands,
sem telji tímabært að fá heimild
til að leggja niður notkun lö-eyr-
inga og 50-aura peninga, þannig
að krónan yrði lægsta mynteining
í umferð.
Siðan segir:
Rök fyi-ir lagabreytingu þessari
eru m.a. þau, að í viðskiptum
manna á milli er það meira og
meira áberandi, að heil króna er
notuð sem lægsta eining kröfu,
reiknings eða verðlagningar al-
mennt. Um alllangt skeið hefur
10-eyringur ekki borist til baka til
Seðlabankans eins og önnur
mynt, sem útgefin er af bankan-
um, og kemur aftur til baka
frá innlánastofnunum, fyrirtækj-
um og einstaklingum. Myntstærð
þessi er orðin svo litils virði, að
fólk er almennt hætt að nota eða
hirða um hana. Hins vegar er það
svo, að meðan þessi myntstærð er
lögeyrir í allar greiðslur, er Seðla-
bankanum skylt að halda áfram
sláttu þessarar myntar, þótt
kostnaður við sláttu hvers 10-eyr-
ings sé frá 30—40 aurar.
Ennfremur segir:
Eðlilegt er að gera ráð fyrir því
í reglugerðarsetningu, að aurar
séu eftir sem áður til sem einnig i
gjaldmiðlum, þótt sláttu 10 aura
og 50 aura peninga sé hætt. Yrði
það þannig, að vörur og þjónustu
má áfram veðleggja í aurum, en
heildaruppgjörsfjárhæð kröfu
eða reiknings sé ávallt sléttuð út
miðað við heila krónu. Þetta hef-
ur það í för með sér, að í reikning-
um eru einstakir liðir í aurum
(innan striks), en samtala reikn-
ings á vallt sléttuð út miðað við
lægstu slegnu einingu og á þetta
við, þegar greiðsla fer fram i
reiðu fé. En jafnframt er þá gert
ráð fyrir því, að greiðslur, sem
fara fram með öðrum greiðslu-
hætti en reiðu fé, t.d. bankatékka,
geti verið í aurum, þar sem færsla
fer á milli reikninga i banka.
Reglugerðarheimildin á því er að
eiga við greiðsluháttinn einan.
Er þetta sama aðferð og farin
hefur verið í Danmörk frá byrjun
fyrra árs um hliðstætt tilvikk.
Flutningsmaður eróddur Ólafs
son (S), en auk hans standa
Björn Fr. Björnsson (F), Geir
Gunnarsson (Ab) og Jón Armann
Héðinsson (A) að flutningi þess.
' Greinargerðin er svohljóðandi:
Árið 1949 samþykkti Alþingi
lög um Vöruhappdrætti SlBS.
Siðan hafa tekjur af Vöruhapp-
drættinu verið grundvöllurinn að
hinni viðamiklu starfsemi Sam-
bandsísl. berklasjúklinga.
Starfsemi Vinnuheimilisins að
Reykjalundi er öllum kunn. Það
hóf starfsemi sina 1. febrúar
1945. Þá komu þangað 20 berkla-
sjúklingar til endurhæfingar.
Nú er Reykjalundur aðalendur-
hæfingarheimili landsins, eini
staðurinn i landinu, sem hefur
nýtisku aðstæður til starfsendur-
hæfingar. Vistmenn þar eru nú
yfir 150, og stefnt er að því, að þar
verði fljótlega 200 rúm fyrir
öryrkja, þ.e. tífalt fleiri en þegar
heimilið var opnað.
Á Reykjalundi fá nú endur-
hæfingu sjúklingar, sem eru fatl-
aðir af ýmsum orsökum, bæði
Iíkamlegum og geðrænum. Þetta
fólk þarfnast bæði læknisfræði-
Iegrar endurhæfingar og starfs-
endurhæfingar.
Vegna vaxandi endurhæfingar-
þarfar i landinu er mikil nauðsyn,
að Samband ísl. berklasjúklinga
geti hagnýtt sér aðaltekjustofn
sinn. Til þess að svo megi verða,
þarf nú að fjölga hlutmiðum i
happdrættinu úr 65000 í 75000.
Frumvarp þetta er flutt sam-
kvæmt ósk stjórnar Sambands ísl.
berklasjúklinga.
Þingfréttir
í stuttu máli
A FUNDI efri deildar I gær var
mælt fyrir eftirfarandi lagafrum-
vörpum við 1. umræðu. Frum-
varpi um breytingu á lögum um
nafnskírteini. Mælti Magnús
Torfi Ólafsson menntamálaráð-
herra fyrir frumvarpinu, sem er
stjórnarfrumvarp, en auk ráð-
herra tók Helgi F. Seljan til máls.
Halldór E. Sigurðsson fjármála-
ráðherra mælti fyrir frumvarpi
um rfkisreikning fyrir 1971 og
Ragnar Arnalds fyrir frumvarpi
um oliubirgðastöð á Norðurlandi.
Þá mælti Alexander Stefánsson
fyrir frumvarpi, sem hann flytur
um gatnagerðarg jöld, og öðru
frumvarpi, sem hann flytur um
breytingu á vegalögum.
Öllum þessum frumvörpum var
visað til nefnda og 2. umræðu.
Þá var frumvarp um rfkis-
ábyrgð á launum við gjaldþrot
tekið til 3. umræðu í efri deild og
afgreitt til neðri deildar.