Morgunblaðið - 26.02.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.02.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRUAR 1974 Hafa útskrifað*98 ára sjúklíng Eyjólfur Eyfells með málverkasýningu á Grensásdeild Borgarspítalans Grensásdeild Borgarspítal- ans hefur nú starfað í tæplega ár, en deildin tók til starfa vorið 1973. Grensásdeildin, sem er endurhæfingar- og h júkrunardeild Borgarspftal- ans, hefur verið fullskipuð sjúklingum frá þvf, að hún tók til starfa, en á sjúkradeildun- um liggja nú um 90 langlegu- sjúklingar á öllum aldri, aðal- lega þó roskið fólk úr Reykja- vfk, en sjúklingar hafa verið hvaðanæva að af landinu, sá yngsti 8 ára og sá elzti 98 ára. Skömmu fyrir helgina var blaðamönnum kynnt starfsemi deildarinnar, en um leið var opnuð sýning á málverkum Eyjólfs Eyfells listmálara I andyri, skrifstofum, göngum og borðstofum sjúklinga. Á blaðamannafundinum sögðu þeir Ásgeir B. Ellertsson yfirlæknir og Jón Sigurðsson borgarlæknir, að Grensásdeild væri nú á þremur stöðum í borginni, en aðalstarfsemin færi fram í nýju 1000 ferm hús- næði við Grensásveg. Er það teiknað af arkitektunum Þor- valdi Kristmundssyni og Sigur- jóni heitnum Sveinssyni. Á 2. og 3. hæð hússins eru tvær þrjátíu rúma sjúkradeildir, á 1. hæð í vesturálmu er sjúkra- þjálfun, og einnig er þar borð- stofa starfsfólks og eldhús. I austurálmu er svo læknaher- bergi, kennslustofa, bókasafn sjúklinga og, til bráðabirgða, aðstaða fyrir nýja hjúkrunar- skólann. Á jarðhæð er svo að- staða fyrir iðjuþjálfun, hús- vörð, matargeymslur og f.l. Er húsið allt hið glæsilegasta og sennilega er á fáum sjúkrahús- um búið jafnvel að sjúklingum. Ásgeir B. Ellertsson Iæknir sagði m.a., að það, sem nú vantaði tilfinnanlegast við Grensásdeildina, væri sund- laug, útiíþróttavöllur og einnig væri skortur á iðjuþjálfum. Sundlaugin og útiíþróttavöllur- inn gætu flýtt í mörgum tilfell- um fyrir bata sjúklinga, og því þyrftu þessi mannvirki að rísa hið fyrsta. Eins og fyrr segir, er starf- semi. deildarinnar á tveimur öðrum stöðum í borginni og er það hjúkrunar — og endurhæf- ingardeild sem er í Heilsu- verndarstöðinni við Barónsstíg, en þar eru 34 sjúkrarúm, nokk- ur sjúkraþjálfunaraðstaða og föndur. Þá er sérstök með ferðardeild í aðalbyggingu Borgarspítalans, og þar fer einnig fram sjúkraþjálfunar- þjónusta við hinar ýmsu deildir spítalans. Fjórir læknar eru starfandi við Grensásdeildina og er dr. Ásgeir B. Ellertsson yfirlæknir, en sérfræðingur Jóhann Gunnar Þorbergsson, hjúkrun- arkonur eru 15 og sjúkraþjálfar níu og er Kalla Malmquist yfir- sjúkraþjálfi. Að auki eru svo 16 sjúkraliðar, sömuleiðis fjöldi starfsstúlkna, aðstoðarstúlkur, handavinnukennarar og annað nauðsynlegt starfsfólk. Þá nýt- ur deildin sérfræðiaðstoðar lækna og annars starfsliðs hinna ýmsu deilda Borgarspít- alans. Grensásdeildin er eina endurhæfingarlegudeildin í borginni, en sjúklingar, sem þarna eru, þarfnast öðrum fremur langvinnrar og tíma- frekra meðferðar, þjálfunar og hjúkrunar. Þetta eru aðallega sjúklingar, sem eru með ýmiss konar hreyfingarhindranir vegna sjúkdóma eða slysa. Flestir eru þeir rúmliggjandi við komu á deildina en mark- miðið er að endurhæfa þá og koma þeim út í lífið á nýjan leik, eins heilbrigðum og nokk- ur kostur er á, svo og að veita hjúkrun og viðhaldsþjálfun þeim, er ekki komast heim til sín aftur. Þarna á Grensásdeildinni er lögð mikil áherzla á, að fólk hreyfi sig sem mest, og koma svo til allir sjúklingarnir til að matast í borðstofu sjúklinga, en á flestum sjúkrahúsum matast sjúklingar í rúmum sínum. Málverkasýning Eyjólfs Eyfells á Grensásdeildinni er fyrsta málverkasýning, sem Ásgeir B. Ellertsson yfirlæknir og Eyjólfur Eyfells við nýlegt málverk eftir Eyjólf, sem er málað f Þórsmörk. vitað er um, að haldin er á sjúkrahúsi á Islandi. Á sýning- unni, sem verður í 2—3 vikur, eru rúmlega 30 málverk, öll í einkaeign. Eyjólfur er elztur núlifandi manna áíslandi, sem hafa helg- að sig myndlistinni, en hann fæddist 6. júní 1886 í Vestur- Eyjafjaliahreppi. Snemma hóf hann nám í teikningu hjá Stefáni Eiríkssyni, en síðan lá leið hans til Þýzkalands og var hann við nám þar. Að námi loknu settist Eyjólfur að í Reykjavík og hefur hann búið þar síðan. Úlfar Þórðarson formaður heilbrigðisráðs Reykjavikur- borgar átti frumkvæðið að þessari sýningu, sem er fyrsta sýning Eyjólfs á opinberum vettvangi síðan hann sýndi í Casa Nova 1973. Eyjólfur er bam náttúrunnar og hefur ekki vikið úr faðmi hennar til að gefa sig á vald nýjum stil eða timabundnum hræringum á sviði myndlistarinnar. Sjúkl- ingarþeir og starfsfólk, sem við ræddum við, voru allir sam- mála um, að málverkasýningar og listsýningar almennt gætu gefið lífinu og sjúkrahúsunum nýtt og betra gildi, og sögðust vonast til þess, að sýningar sem þessi yrðu oftar haldnar á sjúkrahúsum landsins. Grensásdeild Borgarspítalans. Ljósm. Mbl.: Ó1.K.M. Handavinna og iðjuþjálfun getur komið sjúklingum að mjög góðu gagni. Hér er einn karlmaðurinn að læra klukkuprjón. Nokkuð af starfsfólki og læknum Grensásdeildarinnar talíð frá vinstri: Jóhann Gunnar Þorbergsson læknir, Ólöf Stefánsdóttir, Karin Berlín, Margaretha Karlsen, Elisabeth von Bej, Kalla Malmquist, Grétar Guðmundsson, Björn Johnsen og Ásgeir B. Ellertsson yfirlæknir. Sjúklingar matast í borðstofunni. Sjúkraþjálfarar endurhæfa sjúklinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.