Morgunblaðið - 26.02.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1974
3
Jóhann Kr. Jónsson Jón Armann Arnason Ingvar Þórarinsson Hörður Þórhallsson Haraldur Jóhannesson Katrfn Eymundsdóttir
Framboðslisti Sjálfstæðis-
flokksins við bæjarstjórnar-
kosningarnar á Húsavfk var
ákveðinn samhljóða á fundi
Sjálfstæðisfélags Húsavfkur sl.
sunnudag 17. febrúar. Fram-
boðslistinn er þannig skipaður:
1. Jóhann Kr. Jónsson fram-
kvæmdastjóri
2. Jón Armann Arnason hús-
g agn asm í ð am ei sta ri
3. Ingvar Þórarinsson bók-
sali
4 Hörður Þórhallsson út-
gerðarmaður
5. Haraldur Jóhannesson
mjólkurfræðingur
6. Katrín Eymundsdóttir
húsfreyja
7. Guðmundur A.
Hólmgeirsson útgerðarmað-
ur
8. Haukur Akason rafvirkja-
meistari
9. Revnir Jónasson kaup-
maður
10. Dórothea G uðlaugsdóttir
húsfreyja
11. Sigurður Rögnvaldsson
vélstjóri
12. Þórhallur Aðalsteinsson
verkstjóri
13. Brynjar Halldórsson sjó-
maður.
14. Þröstur Brynjólfsson
lögreglumaður.
15. Björn Sigurðsson bif-
reiðarstjóri
16. Arni Gunnar
Sigurjónsson húsasmiður
17. Garðar Þórðarson
bifreiðarstjóri
18. Karl Pálsson útgerðar-
maður
RAUÐI krossinn hefur tileink-
að sér öskudaginn frá 1926 til
að kynna starf sitt og stefnu og
afla fjár til starfseminnar. Hef-
ur Morgunblaðið leitað til
Björns Tryggvasonar, for-
manns Rauða krossins, og beðið
hann að segja fréttir af starf-
inu. Rauði krossinn hér á landi
verður fimmtíu ára f haust.
Spurðum við Björn fyrst um
starf og stöðu hans á alþjóða-
vettvangi í dag.
RAUÐI KROSSINN
ALDREI MIKILVÆG-
ARI
Björn sagði, að líklega hefði
Rauði krossinn sjaldan verið
eins viðurkenndur og nú og
þörfin eins mikil fyrir hann.
Hann stæði sem fyrr utan og
ofan við öll landamæri. Undir
merki hans er veitt árangursrík
hjálp til þróunarlandanna. Er
náin samvinna og verkefna-
skipti með stofnunum Samein-
uðu þjóðanna og er Rauði
krossinn oft í forustu, einkum
neyðarhjálp, þegar hörmungar
steðja að, á sviði flóttamanna-
hjálpar og heilbrigðismála. Hin
lýðræðislega afstaða, sjálfboða-
liðaþátturinn og hlutleysi
Rauða krossins eru ákaflega
mikilvægir þættir og nða oft
baggamun um góðan árangur.
Er freistandi að geta þess hve
norrænu Rauða kross félögin
eru áhrifamikil og viðurkennd í
alþjóðlegu starfi Rauða kross-
ins. Sænska ríkið miðlar veru-
legum hluta hjáipar til þróun-
arlanda um hendur sænska
Rauða krossins og sama er uppi
á teningnum varðandi danska,
norska og finnska Rauða kross-
inn. Kemur vel til greina, að
Rauði kross Islands hefji beint
starf í þróunarlöndum í sam-
starfi við þessa aðila, einkum ef
islensk stjórnvöld kynnu að
óska samstarfs. Að þessu er
nokkur visir, sérstaklega þegar
almenn fjármálasöfnun fer hér
fram til málefna úti i heimi, að
þá er oftlega, að ríkisvaldið
leggur og til fjármuni.
ALHLIÐA FÉLAGS-
HJALPR.K.Í.
Um starf Rauða krossins inn-
anlands sagði Björn meðal ann-
ars:
Undirstaða hans er fulltingi
almennings, félagar í starfi og
sem styrktaraðilar, auk vel
skipulagðra og vel mannaðra
höfuðstöðva. Það verður að
treysta Rauða krossinum fyrir
góðum fjáröflunarleiðum, sem
hann stendur alveg að sjálfur
0g samstarf við stjórnvöld verð-
ur að vera mjög heilt og gott.
Rauði krossinn er eina hjálpar-
félagið með sem næst alhliða
starfsgrundvöll á sviði félags-
hjálpar, liknar og heilbrigðis-
mála. Hann er þvi ekki bund-
inn við ákveðið svið. Mikið átak
er sýnt í þjóðfélaginu af ótal
félögum, starfandi á sérsviðum.
Dagur Rauða krossins:
Alhliða hjálpar-
starf án landamæra
Björn Tryggvason formaður
RKl
irnar sambyggðar. Tæplega ein
hæð hornhýsisins fer til sjúkra-
hótelsins en það myndar að
öðru leyti nýjar höfuðstöðvar
Rauða kross Islands og Reykja-
vfkurdeildar. Er vonast til að
geta tekið sem næst allt húsið
til afnota fyrir fimmtiu ára af-
mælið í haust. Jafnframt verð-
ur þar sköpuð mikil og góð að-
staða til kennslu, deildarstarfs,
til miðlunar á sjúkragögnum
auk skrifstofuhalds og loks
Rætt við Björn Tryggvason
r
formann RKI um stefnu og starf
Er þjóðfélaginu að þessu ómet-
anlegur stuðningur og hinar
miklu framfarir í landinu í fé-
lagslegu tilliti byggjast m.a. á
þeim.
NV verkefni í
REYND
Björn sagði, að starfsvett-
vangur Rauða krossins í inn-
lendu starfi væri vel kunnur.
Innlegg af hans hálfu væri á
sumum sviðum myndarlegt en
á öðrum gæti það verið miklu
meira og ný verkefni geta verið
óþrjótandi. Fjárhagsgrundvöll-
ur hefur styrkst verulega. Höf-
uðstöðvarnar eru skipaðar
mjög góðum mannskap, sem
starfar undir forustu Eggerts
Ásgeirssonar framkvæmda-
stjóra. Deildirnar eru í vaxandi
starfi og er þar fremst Reykja-
víkurdeildin og kvennadeild
hennar, sem starfar mjög ötul-
lega. Nú bólar á nýjum verk-
efnum. Rekstur sjúkrahótels er
að hefjast að Skipholti (áður
Hótel Nes). Sambærileg starf-
semi á vegum Rauða kross fé-
laga á Norðurlöndum hefur
gefið mjög góða raun. Nauðsyn-
legt var að bæta við hótelið og
leiddi það til þess, að Rauði
krossinn keypti eignina á horni
Skipholts og Nóatúns. Eru eign-
verður þar neyðarvarnamiðstöð
ef tilþarf að taka. Rauði kross-
inn seldi fasteignir, sem vel-
gerðarmenn hafa arfleitt hann
að, til þess að kaupa þessar
nýju eignir. Reynt verður að
halda eigninni að Öldugötu 4 og
mun Reykjavíkurdeildin taka
við henni til nýrrar starfsemi á
sviði, sem hún velur.
STÓRAUKIN
FRÆÐSLUSTÖRF
Björn sagði óráðlegt að lofa
mörgum nýjum verkefnum.
Rauði krossinn ætlaði sér
stóran hlut komi til nýrra
neyðaraðstæðna hér á landi.
Mikið starf biður I aukinni
félagslegri hjálp og æskulýðs-
nefnd hefur verið, skipuð.
Félagsstarf í heilsugæslustöðv-
um hefur verið til athugunar.
Fræðslustörf verða stóraukin. 1
framhaldi vel heppnaðs sjúkra-
flutninganámskeiðs sl. haust,
hefur Rauði krossinn I sam-
starfi deilda og ýmissa aðila
heima f héruðum stuðlað að
kaupum 7 til 8 nýrra sjúkrabif-
reiða, þar af á fjórum stöðum,
sem hafa búið við mjög ófull-
komna þjónustu til þessa. Þá er
í undirbúningi útvegun ýmissa
hjálpargagna til sjúkra-
flutninga, aðhlynning sjúkra í
heimahúsum, útvegun sjúkra-
gagna i samvinnu við Sjálfs-
björgu, för bæklaðra til Noregs
i sumar, undirbúningur að nýju
skyndihjálparkerfi og fleira.
EYJAGOSIÐ STÆRSTA
MÁL RKÍ
Ekki verður svo skilið við
Rauða krossinn að Vestmanna-
eyjamálið verði ekki nefnt.
Sagði Björn, að stærsta verk-
efnið, sem Rauði kross Islands
hefði haft með höndum væri
þetta mál. Fyrsta hjálparstarf
hefur verið rætt nokkuð en í
framhaldi þess kom hjálp við
félagslega uppbyggingu með
því hjálparfé, sem Rauða
krossinum barst. Var það tæp-
lega 190 millj. króna, þar af
tæplega40 millj. i fyrstu hjálp.
Spurðum við Björn hvort
hann minntist einhvers sér-
staks atviks i hjálparstarfinu.
Eins atviks mætti minnast frá
morgni 23. janúar. Það mun
hafa verið vel fyrir 8 um
morguninn, að tilkynning barst
frá Árbæjarskóla, að allt væri
tilbúið til móttökunnar og tekið
fram, að aðstaða væri fyrir
hendi til að taka á móti fólki,
sem væri illa á sig komið. Til
starfa voru komnir um 70
manns, sjálfboðaliðar Rauða
krossins, kvennadeildin og
fleiri, heimamenn, þ.e. skóla-
stjóri og starfslið hans, Kven-
félag Árbæjarsóknar, sóknar-
prestur auk hjúkrunarliðs. Var
fyrsta langferðabílnum, sem
kom til borgarinnar um 8.15
ekið beint i þennan skóla. Um
500 Vestmannaeyingar komu I
Árbæjarskóla þennan morgun
og fengu fulla aðhlynningu. Er
þetta dæmi um skjót og góð
viðbrögð og hvað hægt var að
gera á skömmum tima við þær
góðu aðstæður, sem voru hér i
höfuðborginni. Sagði Björn að
draga þyrfti ályktanir af þessu
starfi og undirbúa frekari
neyðarvarnir.
SÖFNUNARFÉÐ TIL
BRYNNAÞARFA
1 EYJUM
Loks ræddi Björn nokkuð
ráðstöfun söfnunarfjár eftir að
fyrstu útgjöldum lauk. Rauði
krossinn hefur frá gosi séð
fyrir ýmsum nauðsynlegum
félagslegum þörfum Vest-
mannaeyinga. Stærsta verkefn-
ið til þessa var að útvega rúm-
lega þrjátíu ibúðir hér i Reykja-
vík fyrir aldraða, sem þó geta
búið sjálfstætt. Er þessu verki
lokið og flutt að mestu í
íbúðirnar. Stór ibúablokk í
Breiðholti með 46 íbúðum verð-
ur til í vor. Hún er byggð i
samfloti Viðlagasjóðs, Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar, bæjar-
sjóðs Vestmannaeyja og Rauða
krossins. Er meginhluti þess
fjár, sem fer í bygginguna sér-
stakt gjafafé, sem ráðstafa á í
samráði við hjálparfélögin og
er það von þeirra, að fbúðirnar
verði seldar á markaðsverði og
andvirðinu varið til brýnna
þarfa úti i Eyjum.
Þá er ákveðið að reisa i apríl
myndarleg barnaheimili í
Breiðholti og Eyjum. Munu
bæjarfélögin reka þau og
leggja til undirstöður. Aðalráð-
stöfun er til 40 manna vist-
heimilis, sem reist verður í
ágúst n.k. i Eyjum. Það er nú i
smíðum i Danmörku og mun
hafa breiðan notkunarmögu-
leika en er i lengd hugsað sem
vistheimili fyrir aldraða. Það
verður líklega fyrsta húsið, sem
tilbúið verður i nýja hverfinu i
Eyjum og mun koma sér vel við
uppbygginguna. Verður þetta
heimili lagt til af Rauða kross-
inum og Hjálparstofnun
kirkjunnar. Bæjarfélagið Iegg-
ur til undirstöður o.fl. og rekur
stofnunina. Þá leggja RKl og
Hjálparstofnunin sameiginlega
40 millj. króna til að ljúka
sjúkrahúsinu í Eyjum. Verður
þetta í formi láns til heil-
brigðisstjórnarinnar. Sagðist
Björn vona, að gifta fylgdi þess-
um ákvörðunum. Væri mikið
starf eftir við að koma þessu
öllu vel til skila. Samstarf hefði
verið mjög gott við Hjálpar-
stofnun kirkjunnar um ráðstöf-
un norsku gjafarinnar, sem
þeim barst sameiginlega. Þá
hefði verkfræðifyrirtækið Hag-
verk og fleiri aðilar veitt
ómetanlega aðstoð.