Morgunblaðið - 10.03.1974, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1974.
® 22-0-22*
RAUÐARÁRSTIG 31
LOFTLEIÐIR
BÍLALEIGA
&
CAR RENTAL
21190 21188
LOFTLEIÐIR
tel. 14444*25555
BÍLALEIGA car rental
/55!BÍLALEIGAN
felEYSIR
CAR RENTAL
«* 24460
í HVERJUM BÍL
PIONŒŒR
ÚTVARP OG STEREO
KASETTUTÆKI
Bílasalan,
Höfðatúni 1 o
Benz ýmsar gerðir
Ford Mustang '72, '68,
'66
Ford Maverick '71
Ford Falcon '71
Plymouth Cuda '70
Plymouth Duster '70
Plymouth Valiant '67
WW 1600 '71, '67
WW 1 300 '72. '71, '70,
'69, '68, '67, '66, '65
o.fl.
Land Rover benzín og
diesel
Range Rover '72
Bronco '66
Moskwitch '72, '60
Opel Record 1 700L '71
Peugeot 304 — 504 '73,
'71,'70
Toyota Corona Mk 2 '72
Toyota Crown '72, '66,
'65
Margar fleiri gerðir bif-
reiða.
Bilasalan.
Höfðatúni 10
Simar 18881 — 18870
Mánud. til
föstud 09—19
Laugard 10—17
Sunnud. 1 3— 1 7
Hvað er að hjá unglingum?
HVAR og hvernig er börnum
hér á íslandi á þessu herrans
ári 1974 kennt að vinna að
félagsmálum, háttvísi í hóp, efl-
ingu aukins þroska til sam-
eiginlegra átaka?
Þetta unnu á fyrstu áratug-
um aldarinnar sérstaklega þrír
aðilar auk skóla: Ungmenna-
félög, barnastúkur og skáta-
félög, þar með talin kristileg
æskulýðsfélög. „Kenn þeim
unga þann veg, sem hann á að
ganga."
Til ungmennafélaga á þessu
sviði má telja íþróttafélög, sem
margan hafa mótað til félags-
legs þroska.
Telja má vist, að skólarnir
vinni og muni vinna markvisst
að svo virðulegum og ábyrgðar-
miklum þætti uppeldis. Það
ættí að vera ennþá hægara en
áður var, þar eð nú er
víða sleppt kennslustörfum á
laugardögum.
En laugardagar ættu einmitt
sérstaklega að helgast þessum
uppeldisþætti, félagslegri
handleiðslu í stað óhemju-
skapar og taumleysis.
En því miður fer ekki nægi-
legt orð af þeirri starfsemi sem
skipulagðri og markvissri tii
áhrifa og mótunar, að minnsta
kosti ekki í barnaskólum.
Menntaskólar hafa sjálfsagt
sérstöðu, en þaðan heyrist líka
og sést ýmislegt neikvætt á
þessu sviði. Þar sem frekja og
sundrung er meira áberandí en
samstarf og eining.
En þótt fátt eitt sé hægt að
nefna í fáorðri blaðagrein, þá
skal bent á nokkur um-
hugsunarverð atriði þessa upp-
eldisstarfs og miðað að mestu
við höfuðborgina.
I Reykjavík starfar mér
vitanlega ekkert ungmenna-
félag í þeirri merkingu, sem
þau unnu áðurfyrr.
Og hvar er þá efldur sá andi
ættjarðarástar með orðum,
söngvum, samstarfi og leikjum,
sem þar ríkti og skapaði æsk-
unni ást og hrifningu á landi,
þjóð, sögu og móðurmáli?
Kannski i skólum. En er það
nóg og heppilega framreitt?
Kannski i iþróttafélögum. En
er þar ekki meira hugsað um
efni en anda?
í Reykjavík er nú starfandi
ein — segi og skrifa ein fámenn
(nú orðið) barnastúka. Og sú
starfsemi er aðeins á bláþræði
örfárra, fórnfúsra og félagslega
þroskaðra einstaklinga úr röð-
um fslenzkra ungtemplara, og
þeir verða að fjármagna þessa
starfsemi sjálfir að mestu eða
öllu leyti. Þar er skilningur
hins opinbera á þessum mikils-
verða þætti uppeldis, ekki sízt
nú, þegar allt á að vera félags-
bundið og „sósíaliserað ".
Nú er það viðurkennt af öll-
um, að engin félagasamtök
fyrir ungt fólk hafi unnið bet-
ur, markvissar og á hugþekkari
hátt að þessum málum en ein-
mitt lyarnastúkurnar. Fast
skipulag, ákveðnir siðir i hug-
þekku formi og fallegu, frið-
sælu umhverfi, þar sem algjör
regla og hóglátur agi hefðu
ákveðin tök.
En svona er þó komið í þess-
um efnum árið 1974.
Er þetta hollt og heppilegt?
Væri ekki nær að styðja þetta
fáa starfsreynda og fágæta for-
ystufólk til starfa, svo að það
geti mótað og skapað nýja for-
ingja í félagslifi framtíðarinn-
ar?
Sú gleðifregn barst mér þó í
bréfi um daginn, að einn af
yngri mönnum, uppalinn í
krafti kristins dóms og reglu-
semi, ætli nú ásamt einhverjum
fleiri að reisa við barnastúku
hér í borg. Sú stúka hét og
heitir Svava nr. 23. Óskandi að
sem flestir veiti þessari við-
leitni stuðning og sendi börn
sín f hópinn, hringi niður í
Templarahöll við Eiríksgötu,
þar sem fundir verða á sunnu-
dögum eða beint í síma tiT
gæzlumanns Arna Gunnarsson-
ar kennara, símanúmer 42840.
En svo litið sé víðar yfir
félagslega uppeldið og félagslíf
unglinga og barna í höfuðborg-
inni, þá er fleira fátæklegt.
Kirkjulega æskulýðsstarfið,
sem hafið var fyrir nokkrum
árum með forgöngu nokkurra
presta, er þvi miður eins og
rekald milli „opinna húsa’" í
vió
gluggann
eftirsr. Árelíus Níelsson
öllum hávaða og glaumi göt-
unnar og vin „stúkanna ". Meira
að segja heitinu er rænt!
Skátafélögin berjast i bökk-
um, en lifa þó fyrir áhuga ör-
fárra unglinga, sem leggja nótt
við dag til að leiða þau yngri.
En þrátt fyrir alla kosti skáta-
starfs, þá vantar það fundar-
siði, festu og kyrrð barnastúk-
anna og hinn íslenzka yl ung-
mennafélaganna með sin Ijóð
og sinn söng.
Hver vill nú taka upp merk-
ið? Orsakir þessa umkomu-
leysis í félagslegu uppeldi
borgarbúa eru margar. En ein
sú þyngsta er skilningsskortur
hinnar opinberu forystu á fórn-
um og reynslu þeirra, sem eru
að hverfa af vettvangi félags-
legs þroska og handleiðslu. Efl-
ið félagslegt uppekli, það er eitt
hið þarfasta skrautblóm þjóð-
félagsins.
FRÁBRIDGEFÉLAGI
AKUREVRAR
Einmennings- og firma-
keppni félagsins er nú lokið. í
fírmakeppninni sigraði að
þessu sinni Kjötverzlun
Sævars, sem hlaut 123 stig.
(Spilari Hörður Steinbergs-
son). Röð efstu finna varð ann-
ars þessi:
Happdrætti DAS 122
(Soffía G uðmundsdóttir)
Radióvinnustofa
Axels og Einars 121
(Sveinn Sigurgeirsson)
Kaffibrennsla Akureyrar 117
(Guðmundur Svavarsson)
Brauðgerð
Kristjáns Jónssonar III
(Jóhann G auti)
Leðurvörur hf. III
(Angantýr Jóhannsson)
Utgerðarfélag KEA 109
(Gunnlaugur G uðmundsson)
Eyrarbúðin 108
(Trausti Jóhannsson)
Skipaafgreiðsla
Jakobs Karlssonar 108
(Haki Jóhannesson)
Bókabúð Jónasar 107
(Baldur Arnason).
Einmenningsmeistari félags-
ins varð Guðmundur Svavars-
son, en hann hlaut 317 stig. Röð
efstu para i einkennings-
keppninni varð annars þessi:
Sveinn Sigurgeirsson 314
Soffia G uðmundsdóttir 311
Jóhann Helgason 301
Trausti Jóhannsson 299
Hörður Steinbergsson 295
Haki Jóhannesson 290
Armann Helgason 289
JóhannGauti 285
Guðjón Jónsson 284
Meðalskor 270.
Næsta keppni félagsins er
hraðsveitakeppni fjögurra um-
ferða. Spilað er á Hótel KEA á
þriðjudögum. 2 sveitir héðan
frá Akureyri munu keppa á Is-
landsmótinu og sennilega ein
frá Siglufirði. Komið hefur til
tals, að einn riðill verði spil-
aður hér fyrir norðan, en ekk-
ert er ákveðið enn um fram-
vindu þess máls.
— 0 —
FRÁ BRIDGEFÉLÁGI
HAFNARFJARÐÁR
Nú er 8 umferðum lokið í
barometerkeppninni og er
staða efstu para þessi:
Sævar — Arni 112
Þröstur — Bjarnar 104
Óskar — Sigurður 78
Ólafur — Kristján 73
Hörður — Halldör 63
Albert — Kjartan 62
Vilhjálmur — Óli 58
Sigurður — Sæmundur 51
Halldór — Friðþjófur 49
Kristján — Agúst 47
Björn — Ólafur 45
Bjarni — Magnús 31
Karl — Ulfar 29
Meðalskor er 0.
Næsta umferð verðu r spiluð
nk. mánudag í Alþýðuhúsinu
og hefst kl. 20.
— 0 —
Þegar aðeins einni umferð er
lokið í sveitakeppni TBK er
staðan f meistaraflokki mjög
tvísýn og hafa úrslit í tveimur
síðustu umferðunum verið
mjög hagstæð sveit meistar-
anna — sveit Tryggva Gísla-
sonar — en þeir félagar hafa
nú tekið forystu í keppninni.
(Jrslit urðu þessi sl. fimmtu-
dag:
Meistaraflokkur:
Sveit:
Gests vann Rafns 14—6
Þórarins vann Kristínar 13—7
Bernharðs vann Þórhalls 13—7
Tryggva vann Jóns B. 20—0
Sigríðar vann G uðlaugs 20—0
STAÐAN í
MEISTAR AFLOKKI:
Sveit:
Tryggva Gíslasonar 110
Þórhalls Þorsteínssonar 108
Bernharðs Guðmundssonar 108
Þórarins Arnasonar 88
Kristínar Þórðardóttur 80
Rafns Kristjánssonar 70
Gests Jónssonar 75
Eins og áður sagði er nú
aðeins einni umferð ólokið og
geta þrjár efstu sveitirnar sigr-
að í keppninni, en eínnig gæti
sveit Þórarins blandað sér í
baráttuna um eitt af þremur
efstu sætunum.
I fyrsta flokki er einnig mjög
spennandi keppni og berjast
þrjár sveitir um toppinn. Einn-
ig er keppt um sæti i meistara-
flokki — þ.e. fjórar efstu sveit-
irnar flytjast upp í meistara-
flokk á næsta ári.
Úrslit i fyrsta flokki í 8. um-
ferð:
Sveit:
Birgis vann Þorsteins 11 9
Erlu vann Sigurjóns 15—5
Guðmundíu vann
Hannesar 17—3
GuðmundarG. vannGísla20 0
Guðm. P. vann Kristínar 14—6
Staðan í fyrsta flokki er nú
þessi:
Sveit:
Erlu Eyjólfsdöttur 126
Birgis ísleifssonar 120
Guðmundar Pálssonar 120
KristínarÓlafsdóttur 106
Sigurjóns Tryggvasonar 105
Þorsteins Erlingssonar 89
Síðasta umferðin verður svo
spiluð á fimmtudaginn kemur
og hefst kl. 20 stundvíslega.
Næsta keppni félagsins, sem
verður jafnframt sú síðasta á
þessu ári, verður barometer-
keppni. Þeir félagar, sem ætla
að taka þátt i keppni þessari,
eru beðnir að láta skrá sig hið
fyrsta vegna takmarkaðs þátt-
takendafjölda.
— 0 —
FRÁ BRIDGEFÉLAGINU
ÁSUNUM I K0PAVOGI
12.—15. umferð barometer-
keppninnar var spiluð sl. mánu-
dag. Röð þriggja efstu para er
nú þessi:
Guðmundur og
Þorvaldur Þórðarsynir 363
Haukur Ilannesson —
Valdimar Þórðarson 355
Helgi Benónísson —
Jósef Sigurðsson 228
— 0 —
Stjórn TBK ákvað á fundi
sinum nýlega að greiða þátt-
tökugjald þeirra unglinga, sem
Pátt tækju í úrtökumótinu nú
um helgina. Sýnir þetta hinn
vaxandi áliuga eldri spilafélaga
á að vekja áhuga yngri spilar-
anna.
A.G.R.
9 (5) Tigerfeet ........
10 (8) Star.............
Af listanum féllulog:
.......... iVlud
Stealers Wheel
Candle iu the wmd - El.on John ,7). Teenage rampage - Swee. (9). Spiders and
snakes- Jim Stafford (10). E>es of s.Iver- Dobbie Brothers <-) og Jambalaya (Onthe
Bayou) — Carpenters (—).
12
13
14
14
Nýju lögin f imm eru:
Mockingbird ...............................
Stone County ............................
Life goes on .............................
Erestu .....................................
Love's theme..........................
arly Simon og James Taylor
...........Johnny Vinter
............... Donovan
............. Mocedades
Love Cnlimited örchestra
TtU vinsælustu lögin á Islandi þessa dagana, samkvæmt útreiningum þáttarins „Tíu á
toppnum“:
1 (2) KansasCity...................................... Les Humhries Singers
2 (-) How can it he ................................................ Slade
3 (6) Peacmaker .......................................... Alhert Hammond
4 (1) Goddbye my love goodbye............................... Demis Roussos
5 (4) Darklady ...................................................... cher
6 (3) Ballroom blitz................................................ Sweet
7 (•) Burn .................................................... Deep Purple
8 (-) l'nborn child.......................................... Seals & Crofts
Nokkrir punktar um listann og lögin:
Slade-lagið er afstoru Plo'unni Þeirra, sem kom út um daginn. I Bretlandi hét hún „Old,
„ew. borrowed and blue en 1 Bandarlkjunum hins vegar „Stomp vour hands, ctap vour
feet". sem Þ.vBir: StappiS mSur hondunum og klappið saman ffttuml „Burn" er af nvrri
samnefndri stérn plotu Deep Purple. Carpenters virðast hafa skotið aðeins framhjð
markinu »i þessu sinni. Carly og James eru hjón. Mocedades kepplu fvrlr Spánar hdnd I
Eurovision-s-ongvakeppninni me3 lagiS „Eres tu" og níSu þá ðSru sæti. „Love s theme" er
eftir bandarlska blokkusongvarann Barry White og llklega stjftrnar hann sjálfur hljdm-
sveitinni.