Morgunblaðið - 10.03.1974, Page 12

Morgunblaðið - 10.03.1974, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1974. SVEND-AAGE MALMBERG HAFFRÆÐINGVR: Hafkostir og nýting þeirra Inngangur Hafkostir og nýting þeirra eru ádagskrá um heim allan um þess- ar mundir. Þjóðir heims búa sig undir málflutning á margumtal- aðri hafréttarráðstefnu Samein- uðu þjóðanna. Ekki verður hér fjölyrt um stefnu Islendinga I þessum málum, en leitast við að kynna sjónarmið annarra þjóða. Nýlega barst á Hafrannsókna- stofnunina rit sem nefnist OCEANUS. Rit þetta er gefið út í Bandarfkjunum af einni þekkt- ustu haffræðistofnun heims, Woods Hole Oceanographie Insti- tution i Massachusetts. Ritið helgar sig að þessu sinni hafkost- um og hafréttarráðstefnunni, en stofnunin f Woods Hole tekur virkan þátt f stefnumörkun á sviði hafréttar, frá haffræðilegu, hagfræðilegu og þjóðfélagslegu sjónarmiði (Marine Police and Ocean Management Program). Greinarnar í ritinu túika væntan- lega í megindráttum sjónarmið manna í Woods Hole, sjónarmið, sem stundum eru andstæð stefnu íslendinga. Greinarnar í OCEANUS eru alls sex og fjalla um eftirfarandi efni: 1) Hvaða sameign mannkyns? 2) Þróunarlöndin og höfin. 3) Lögsaga eyjaklasa. 4) Rannsóknir og rannsókna- frelsi. 5) Auðlindir á hafsbotni. 6) Tækniþróun og möguleikar. Þessar greinar verða iauslega þýddar til að skýra sjónarmið þeirra. Jafnframt verður eftir at- vikum og getu skotið inn athuga- semdum lesendum til upplýs- ingar. Ekki má misskilja þessar greinar svo, að sá sem þýðir eða endursegir sé að gera sjónarmið höfunda að sínum. Þar ber oft mikið á milli og meir en fram kemur í athugasemdum, sem hér eru inndregnar. Hvaða sameign mannkyns? (David A. Ross — jarð- og jarð- eðlisfræði) Hver á höfin? Þetta er gömul og ný spurning. Alexander páfi VI svaraði spurningunni 1493 og skipti höfunum mílli Spánverja og Portúgala, sjóvelda þeirra tíma. „Réttur“ þeirra entist þeim eins lengi og valdið til að viðhalda honum, eða þangað til Bretar og illviðri sigruðu „flotann ósigrandi'* 1588. Fyrr og síðar giltu ýmsar reglur um eignarrétt til hinna ýmsu haf- svæða, einkum um sund og flóa. Engin almenn regla virðist þó hafa verið í gildi um eignarrétt til hafa fyrir tíma lögfræðingsins og stjórnmálamannsins hollenska Hugo Grotius, sem uppi var á 17. öld. Hann kom fram með kenn- ingu um „frelsi hafanna" og taldi að höfin gætu ekki verið í einka- eign né í eigu einstakra þjóða. Kenningin var túlkuð þannig að „frelsi úthafsins" var ekki látið ná til ræmu meðfram ströndum landa, sem voru í skotmáli fall- byssna þess tíma, en það voru 3 mílur. — Grotius hefur þannig unn- ið sitt fræðistarf i þágu vax- andi veldis Hollendinga til sjós og í nýlendum, og þá annarra upprennandi sigl- ingaþjóða eins og Breta, en gegn hagsmunum Spánverja og Portúgala. Þessi viðhorf nýlenduvelda Evrópu voru svo talin gilda um heimshöf- in, oft í skjóli vopnavalds. Viðátta landhelgi hefur aldrei verið fastákveðin á alþjóðavett-. vangi. A undanförnum áratugum áttu 12 mílur vaxandi fylgi að fagna, og þá sérstaklega á sviði fiskveiðilögsögu. Truman Banda- ríkjaforseti gerði 1945 kröfu til landgrunnsins út á 200 m dýpi, en þó ekki til hafsins yfir grunninu utan 3ja mílnanna. Perú, Chile og Ekvador gerðu 1952 kröfu til landgrunns og hafsins yfir þvi 200 mílur út frá ströndum sfnum. Hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti 1958, að rétt- ur strandríkis til sjávarbotnsins næði út á 200 m dýpi og dýpra þar sem tæknin leyfði nýtingu! Alls munu 47 ríki hafa undirritað þennan samning — sem nær ekki til hafsins yfir sjávarbotninum — A undanförnum árum hafa mörg ríki, einkum svonefnd þró- unarlönd, gert kröfu til allt að 200 mílna efnahagslögsögu. Astæðan er einkum trú manna á nýtingu auðlinda sjávar, málma, oliu og matvæla. Mörg þessi sömu lönd telja, að auðlindir sjávar utan 200 mílnanna eigi að vera sameign mannkyns. Önnur lönd, m.a. lönd fjarri sjó eða með aðþrengda strandlengju, óttast, að þau fái ekki „sanngjarnan" hiuta af auð- lindum hafsins. Þau álfta að sam- eign mannkyns eigi að ná til allra svæða utan 12 mílna. Sjónarmiðin eru þannig margvísleg, en málin munu væntanlega skýrast eða leysast á hafréttarráðstefnunni, en þó varla á þann hátt að öllum liki. Sumir óttast, að t.d. hafrann- sóknir og siglingar geti orðið fyrir barðinu á 200 mílna efnahagslög- sögunni — — Hér virðist gert meira úr 200 mílna stefnunni en efni standa til, því hún snýst fyrst og fremst um auðlindir en ekki aðra nýtingu til hafsins eins og siglingar. Þetta atriði virðist vefjast fyrir mörgum, og vel má því vera að óttinn um skerðingu á siglingafrelsi á einn eða annan hátt sé á rökum reist- ur, þótt íslendingar hafi ekki slíkt í huga. — Hverjar eru nú þessar auðlindir hafsins og hvernig falla þær að hugmyndum um sameign mann- kyns og einkaeign þjóða? Lifandi auðlindir sjávar eru vissulega miklar, bæði fiskur, rækja, þang og þari, og humar, svo eitthvað sé nefnt. Flestar þeirra eru þó við strendur landa og á landgrunnum þeirra, en að- I grein eins lítinn hluta þeirra er að finna á djúpsævi eða fjær strönd- um en 200 mílur. Sameign mann- kyns á lifandi auðlindum hafsins utan við 200 mílna efnahagslög- sögu er því lítilræði. Þetta er al- mennt viðurkennt og viðhorfin til sameignar mannkyns hafa því að mestu leyti snúist um aðrar auð- lindir hafsins, eins og málma og olíu á hdfsbotni. Þessar auðlindir eru að því að best er vitað einnig aðeins á tiltölulega litlu dýpi. Sand- og malarnám borgar sig að- eins á fárra metra dýpi. Olíu og gas er, enn sem. komið er, oftast að finna á landgrunnunum, en einnig að því að ætla má við rætur landgrunnshallans á 2000 m dýpi eða dýpra. Það er ekki talið svara kostnaði að vinna olíu svo djúpt á næstu tveim til þrem ára- tugum. Sem fyrr fellur því lítið af olíu og gasi sjávarbotnsins í hlut sameignarfélags mannkyns, ef efnahagslögsaga strandríkja verð- ur 200 mílur. I raun mun aðeins vera um að ræða þrjá möguleika á námu- vinnslu á djúpsævi í náinni fram- tíð. Þetta er málmríkur leir í Rauðahafi, fosfórlög og mangan- kúlur. Leirinn í Rauðahafi inni- heldur mikið og dýrmætt magn af kopar, blýi og sinki, en nám og vinnsla er ýmsum erfiðleikum bundin. Þessar námur eru einnig miðja vegu í innhafi milli Saudi- Arabíu og Súdan og eru þær því samkvæmt viðurkenndum reglum í eigu viðkomandi landa. Sams- konar leir og I Rauðahafi hefur ekki fundist annars staðar. Fosfór finnst venjulega á grunnum og svæðum, sem eru laus við mikið set. Námur á landi eru þó arðvæn- legri og taldar fullnægja eftir- spurn í nokkur hundruð ár enn. Eina auðlindin sem verður þá eft- ir á djúpsævi eru mangankúlurn- ar. Nýlegar rannsóknir á Kyrra- hafi hafa bent til svæða þar sem kúlurnar innihalda 1,5 % kopar og 1,8% nikkel. Þetta magn nægir til að standa undir vinnslu og arði, enda er hafinn undirbúningur á vinnslu. Eigi að síður er þessi auð- lind smámunir sem sameign mannkyns. Það hefur verið áætl- að að kopar, nikkel, mangan og kóbalt, sem fæst úr mangankúl- um á hafsbotni, muni geta gefið af sér um 60.000.000 dollara á ári. Þetta er ekki mikið, og kaldhæðni örlaganna kemur fram í því, að þessir málmar eru nú að mestu unnir í svonefndum þróunarlönd- um, sem mundu líða fyrir aukna vinnslu af sjávarbotni. Eftir þvi sem næst verður kom- ist þá eru allar þýðingarmestu námurnar á hafsbotni á land- grunnssvæðum, sem nú þegar lúta stjórn strandrikja. Nái 200 mílna efnahagslögsagan fram að ganga verður lítið eftir fyrir sam- eign mannkyns. Ef þjóðum heims er í raun kappsmál að skipta auðlindum hafsins milli sín sem sameign mannkyns ættu þær að byrja á að líta á skiptingu þeirra auðlinda, sem eru innan við 200 mílna mörkin, i stað þess að eigna sér þær af mikilli eigingirni og með þeim tvískinnungi, að láta það litla, sem eftir verður utan 200 milna markanna, til sameignarfé- lagsins. — Hugmyndir Afríku- þjóða um sameign þeirra á auðlindum við Afrfku virð- ist taka eitthvert mið I þessa átt. — Framtíðin kann að leiða í ljós auðlindir á djúpsævi, sem gerir hugmyndina um sameign mann- kyns að veruleika, en sameign mannkyns utan 200 mílna efna- hagslögsögu er enn sem komið er aðeins innantómt slagorð. — 1 grein þessari um sameign mannkyns á auð- lindum hafsins virðist rétt- ur strandrfkis til lifandi auðlinda sjávar á venjuleg- um fiskimiðum ekki vera að sama skapi vefengdur og rétturinn til auðæva sjávar- botnsins. Kann það að vera islenzkum lesendum nokkur sárabót. Einnig skal bent á, að fylkið Massachusetts, þaðan sem umrædd grein kemur, er eitt þeirra fylkja Bandarfkjanna sem beitir sér fyrir 200 mflna efna- hagslögsögu og þá bæði með fiskimiðin og námuvinnslu á hafsborni I huga. — (Þýtt og endursagt).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.