Morgunblaðið - 10.03.1974, Side 21
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10, MARZ 1974.
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1974.
21
Baltasar við „Stolt“.
Rœtt við
Baltasar
um myndlist
og mannlíf
Að mála
ekki eins og
kalkipappír
„Ég ákvað einfaldlega að lifa á víxlum í næstum því eitt ár, og
gera lítið sem ekkert nema mála fyrir þessa sýningu. Fyrir
sýninguna í Bogasalnum 1972 hafði ég verið að teikna og skreyta
blöð og bækur, t.d. fyrir Ríkisútgáfu námsbóka og Morgunblaðið,
og þetta truflaði mig. Þannig hef ég getað einbeitt mér betur að
formun þessarar sýningar. En það hefur kostað alveg svakalega
vinnu, allt að 12 til 14 tíma á sólahring".
0 Baltasar þekkja líkast til all-
ir íslendingar, sem á annað
borð hafa augu í höfðinu, af
myndum hans og teikningum í
blöðum og bókum gegnum árin.
En með sýningu þeirri sem nú
stendur yfir á Kjarvalsstöðum,
— og lýkur raunar í kvöld-,
kemur þessi íslenzki Katalóníu-
maður fram í breidd og marg-
breytni myndanna sem geysi-
lega fjölhæfur listmálari.
„Kjarvalsstaðir eru líka
virkilegur leikvöllur,“ sagði
Baltasar, þegar Morgunblaðs-
maður ræddi við hann nú fyrir
helgina. „Salur eins og Boga-
salurinn þrengdi svolítið að
manni.“
Að teygja úr sér
En auðvitað fylgja því ýmis
vandkvæði að vera allt í einu
kominn með myndirnar sínar í
sal af þessari stærð. „Mér þykir
það svolítið skrýtið," sagði Balt-
asar,“ að Félag íslenzkra mynd-
listarmanna skyldi ekki athuga
að reyna að fá a.m.k. tveimur
kvöldum ráðstafað fyrir lista-
manninn áður en hann setur
sýninguna upp til þess eins að
hann geti kannað hve margar
og hvernig myndir hans falla
inn 1 salinn. Þetta er tóm ágizk-
un eins og þetta er núna.
Þannig hef ég aldrei áður séð
Kristsmyndirnar þrjár saman
og vissi ekki hvernig þær færu,
fyrr en ég fór að hengja mál-
verkin upp fyrir opnunina. Það
er hreinasta slembilukka hvort
maður nær einhverjum heildar-
svip á sýninguna.“
Þótt salurinn á Kjarvalsstöð-
um veiti mikla möguleika er
Baltasar þó ekki alls kostar
ánægður með aðstöðuna. „Ég
vil ekkert vera að ráðast á
arkitektinn. Þetta er aðeins
smápróblem með lýsinguna.
kalkipappír. Eg vil láta mótífin
gerjast, láta minninguna
hreinsa úr öll minniháttar
atriði þannig að mótífin fá að
streyma inn 1 mig og litir og
andrúm geti mótast frjálst.
Þannig líða oft margar vikur
frá því að ég finn stemmning-
una og mótífið, frá þvi ég segi
til dæmis við sjálfan mig að
helvíti væri gaman að mála
svartan hest á svona litgrunni,
þangað til ég fer af stað með
myndina sjálfa."
Að verða
Islendingur
,,Ég er nú búinn að vera 11 ár
á íslandi,“ sagði Baltasar þegar
hann var spurður um hlut ís-
lands i mótun hans sem lista-
manns og manns. „Og þessi tími
hefur verið bezta skeið ævi
minnar. Allir stærstu við-
burðirnir 1 lífi mínu hafa gerzt
hér, — gifting, börn, stofnun
heimilis. Þetta, og ferðalög og
kynni min af landinu, hlýtur að
hafa gert mig að íslendingi,
þótt sú skólun sem ég fékk á
Spáni, og sá spánski bakgrunn-
ur sem ég óx upp úr, hafi enn
sitt að segja.“
Alla vega kvað Baltasar nú
svo komið, að hann væri að fara
að heiman þegar hann færi frá
íslandi, jafnvel þótt væri til
bernskuhéraðsins Katalóníu,
en þangað fer hann alltaf öðru
hvoru. Katalóníumenn og ís-
lendinga segir hann raunar
eiga svo mikið sameiginlegt, að
áhrif beggja þátta blandist
„bara anzi vel“.
Það bjargar mér raunar að ég
er með svo margar stórar mynd-
ir, en fyrir litlar myndir skapar
lýsingin svolítið vandamál. En
ég er ánægður með, að 1 þessum
sal getur sýningin verið vel stór
án þess þó að vera gígantísk.
Hérna getur maður teygt
dálítið úr sér.“
,Rismál íHegranesi.*
stemmningu, andrúmsloft sem
hefur leitað á mig. Siðan fer ég
beinlinis að leita að mótífi sem
getur miðlað og byggt upp
þessa stemmningu, eins og þeg-
ar tónskáld byggja upp sín verk
með allegró eða moderató og
því öllu.“
„Ég mála 80% eftir minni,“
sagði Baltasar. „Stundum
dreymir mig mótíf 1 fullum lit
og innrömmuð. En þegar ég fer
t.d. út í náttúruna þá tek ég
aðeins með mér blýant og
pappír. Mér finnst það ekki
passa fyrir mig að mála eins og
gaman að lifa á nöttunni. Eins
og áUslandi eru allir til í tuskið
fram undir morgun'*.
Þá spurði Morgunblaðsmaður
hvort Katalóníumenn hefðu dá-
læti á brennivíni á borð við
íslendinga.
„Nei, að vísu ekki,“ svaraði
Baltasar að bragði og hló
hrossahlátri, „en það venst
fljótt.“
Að vita hvenær
nóg er komið
„Þetta er brauðstrit,“ segir
Baltasar þegar hann er spurður
Baltasar í sýningarsalnum að Kjarvalsstöðum með
Kristsþríleikinn í baksýn. Sýningunni lýkur kl. 10 í
kvöld. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. Mag.)
Vellystingar
og næturrölt
„Raunar held ég að við Kata-
lóníumenn séum meirihluti
þeirra Spánverja sem hér eru
búsettir. Eins og íslendingar
eru þeir rólegt fólk, lógískt og
friðarsinnað. Bæði íslendingar
og Katalónfumenn eru dálítið
passasamir með peninga, og um
leið obbolitið peningagráðug-
ir, að því marki að báðir kunna
að meta að lifa vel. En þeir eru
líka andlega sinnaðir. Og báðir
eru stundum þurrlegir í við-
móti fyrst i stað.“
Vindur og haf setja líka svip
sinn á líf og lunderni Katalón-
íumanna, sagði Baltasar. „En
ekki hvað sizt eru báðir feiki-
lega duglegir og þeim þykir
Draummyndir
„Aður en ég mála mynd fer ég
yfirleitt að hugsa um ákveðna
Portrettið af Thor
urri myndskreytingar í blöð og
og bækur, „alveg ágætis brauð-
strit. En öll verkefnin sem mað-
leg. Þrátt fyrir þá góðu fingra-
®fingu sem maður fær með
þessu, getur maður orðið svolit-
ið mekaniseraður."
En hann er þó sammála því
að teiknifærni hans hafi hjálp-
að honum sem listmálara. „Jú,
Það er alveg rétt, enda byggir
sPænsk myndlistarkennsla
mlög á þvi að kenna mönnum
að teikna. Hún leggur mikla
áherzlu á form og myndbygg-
ingu, eins og sú hollenzka, en
andstætt t.d. kennslunni á
Norðurlöndum og í Þýzka-
landi.“
Teikningar, myndskreytingar
og portrettmálun hafa veitt
Baltasar ærinn starfa undan-
farin ár. „Já, ég hef ekki þurft
að kvarta yfir verkaefnaskorti
og það bíður t.d. langur listi af
folki eftir portrettum. En það
er líka hst að vita hvenær kom-
ið er nóg. Það er t.d. mikil
Pfessa fylgjandi því að mála
Portrett. Maður verður að passa
að láta pyngjuna ekki ná of
miklum tökum á sér. Listin er
að taka pinulitið af hverju,
sniða sér ekki of þröngan stakk.
Ekki mála bara fólk eða bara
landslag. Þá er hætt við því að
Það hætti að snerta mann.“
hvort ég ætti að líkja því að
mála portrett af Thor við að
mála hesta,“ svaraði Baltasar
brosandi. „Þeir eru svona af-
slappaðir og blátt áfram. Sama
er að segja um sum börn. Þau
geta gleymt sér.“
Af myndlistar-
menningunni
„Ég vil ekki þurfa að móðga
neinn,“ svaraði Baltasar, er
hann var inntur álits á þvi and-
rúmslofti sem ríkir 1 mynd-
listarmenningunni hér. „Éghef
þekkt vel nokkra málara, t.d.
Scheving, Sverri Haraldsson og
Jóhannes Geir. En þá er að geta
hins, sem mér finnst leiðinlegt,
að mér hefur tvisvar verið
meinuð innganga í Félag is-
lenzkra myndlistarmanna án
þess að ég hafi fengið nokkra
skýringu á því. Ég er ekki sár
út af þessu, en ég skil þetta
ekki og mér þykir það leiðin-
legt. Þær móttökur sem myndir
mínar fá hjá fólkinu sjálfu
skipta mig miklu meira máli.
Og þær góðu stundir sem ég átti
með Scheving áður en hann dó,
og vinátta Sverris og Jóhannes-
ar Geirs hafa verið mér ómetan-
leg. Þó að ég sé einangraður af
mínu eigin fagfélagi, þá get ég
komið á bóndabæi upp 1 sveit,
og mér standa allar dyr opnar.
Það skiptir mig meiru.“
Thor og hrossin
Hins vegar kvað Baltasar öll
mótif, allar tegundir mynda
geta veitt sér ánægju í vissum
tilvikum og ef ekki kæmi of
tnikið í einu. „Tökum portrett-
■ nn. Það var til dæmis hrein
unun að vinna portrettið af
Thor Vilhjálmssyni, sem er hér
á sýningunni. Ég hef þekkt
hann og séð hann eldast og
Þreytast. Ég málaði hann eins
°g hann kom mér fyrir sjónir
e*na kvöldstund, í því skapi
Sem hann var þá. Það hjálpar
nianni andlega að mála portrett
Þegar fólk er eðlilegt, eins og
Thor var þegar ég málaði þessa
mynd.“
Morgunblaðsmaður spurði þá
hvort það væri þessi eðlileiki
sem gerði hesta að jafn áleitnu
niyndefni fyrir Baltasar og
faun ber vitni. „Já, ég var ein-
m'tt að velta því fyrir mér,
Framtíðin
„Nú hef ég mikinn hug á að
fara utan með ljósmyndir af
þessari sýningu," sagði Baltas-
ar, þegar hann var að lokum
spurður um hvað væri fram-
undan, „og kanna viðbrögð
fróðra manna. Ég hefði gaman
af því að geta gengið í gegnum
næsta hreinsunareld erlendis,
t.d. á Spáni eða í Bandaríkjun-
um.“
„Ur þessu er ég hættur öllu
öðru en að mála. Þessi sýning
hefur sýnt mér að ég verð að
halda áfram að mála þótt mað-
ur verði að þrengja beltið svo-
litið. Það er ekki hægt að þjóna
tveimur herrum. Þau góðu
áhrif sem sýningin virðist hafa
haft á fólk, viðbrögð þess við
henni, hvetja mig til að halda
áfram á sömu braut. Aðeins að
gerabetur." ,
— A. Þ.
FERÐA-
FREISTINGAR
■l ■■ ■■ JM úrvalsferöir til
1974MaDorca
Þægilegt þotuflug með þotu frá Flugfélagi
íslands,beint til Palma.
í ferðum þessum eru á boðstólnum
hótel og íbúðir auk venjulegra ferða um eyjuna
t.d. Drekahellana, Valdemosa, Næturklúbbaferð
og Grísaveizla.
Hótel Bahamas Mjög gott 1 stjörnu hótel, austast
Arenal a Arenal (ca. 12 km. frá Palma.
Öll herbergi eru með sturtu og
svölum. Sundlaug er við hótelið.
— Fullt fæði.
Hotel Aya 3 stjörnu hótel (10 km. fyrir aust-
Arenal an Palma)- Hótelið er viðurkennt
sem gott 3 stjörnu hótel. Dansað
er þrisvar i viku á hótelinu. Öll
herbergi hafa bað og svalir. Sund-
laug er við hótelið. — Fullt fæði.
Hotel
Playa Marina
llletas
3 stjörnu hótel (5 km. fyrir vestan
Palma). Hótelið er staðsett í hinu
mjög svo rómaða þorpi llletas,
sem þekkt er fyrir fegurð og kyrrð.
Gestir hótelsins dvelja aðallega á
veröndum umhverfis sundlaug
hótelsins. Dansað er á hótelinu
þrisvar i viku. Svalir og bað með
hverju herbergi. í hótelinu eru
mjög skemmtilegar setustofur.
Úrvalsfarþegar hafa dvalið á
hótelinu frá opnun þess 1971. —
Fullt fæði.
Las Palomas Nýtt stórt ibúðahús, staðsett fyrir
Palma Nova rmðju hinnar vinsælu strandar
Palma Nova (16 km. fyrir vestan
Palma). Litiar íbúðir með eldhúsi,
baði auk sameiginlegs svefn-
herbergis með setukrók (20 fm ).
Svalir visa allar út að ströndinni.
Sundlaug og veitingastaður eru
við húsið. Niður að ströndinni eru
aðeins 50 metrar. — Án fæðis.
Hús þessi eru bæði staðsett rétt
við ströndina í Magaluf (18 km.
fyrir vestan Palma). íbúðirnar eru
mjög vistlegar. Þær hafa tvö
svefnherbergi. setustofu, eldhús,
bað og svalir. Sundlaug fyrir gesti
er við húsin. Án fæðis.
Maria Elena
I & II
Magaluf
5/4—1 5—4 11 dagar
15/4— 3/5 19 —
3/5—17/515 —
17/5— 7/6 22 —
7/6—21/615 —
21/6 — 12/722 —
12/7— 2/8 22 —
26/7— 9/8 15 —
2/8—16/815 —
9/8—30/8 22 dagar
16/8— 6/922 —
30/8—13/915 —
6/9—20/9 15 —
13/9—4/1022 —
20/9—11/1022 —
4/10—18/1015 —
11/10—31/1021 —
VERÐLISTI FYRIR MALLORCA 1 974
5/4 — 15/4 1 1 dagar 15. 4 — 3 5 1 9 dagar 3/5—17 5 4 10—18 10 1 5 dagar 17 5 — 7 6 20 9—1 1 10 22 dagar 7 6 — 21 6 1 5 dagar 21 6—12. 7 12 7—2 8 22 dagar 26 7— 9 8 2 8—6 8 30 8 — 13 9 6 9 — 20 9 15 dagar 9 8 — 30 8 16 8—6 9 13 9—4 10 22 dagar 11 10—31 21 dagur
HOTEL BAHAMAS 22 500,— 23 500 — 23 100,— 29 380 — 24 560 — 30 680 — 26 860 — 31 680 — 24 950 —
HOTEL AYA 26 050 — 28 200 — 26 700 — 37 550 — 30 600 — 39 050 — 33 400 — 40 250 — 31 500 —
HOTEL PLAYA MARINA 29 050 — 32 980 — 30 450 — 43 280 — 34 450 — 44 880 — 37 200 — 46 100 — 36 800 —
ÍBUÐ LAS PALOMAS 24 150 — 23 000 — 25 000 — 29 400 — 25 200 — 32 200 — 30 360 — 35 300 — 25 800 —
ÍBÚÐ 24 150 — 23 000 — 25 000 — 29 400 — 25 200 — 32 200 — 30 360 — 35 300 — 25 800 —
MARIA ELENAip.,- 24 100 — 21 100 — 22 000 — 27 100 — 23 950 — 29 550 — 28 550 — 32 750 — 23 950 —
Leitið upplýsinga á skrifstofunni um sérstakan barnaafslátt i íbúðum.
Öll verð eru háð gengisbreytingum og hækkun eða lækkun olíuverðs.
5/4 - -15/4 1 1 dagar verð frá kr. 22.500,—, (Páskar) 9/8 — 30/8 22 dagar verð frá kr. 32.750,—
15/4- — 3/5 19 dagar verð frá kr. 20.100,— 16/8 — 6/9 22 dagar verð frá kr. 32.750,—
3/5 - -17/5 1 5 dagar verð frá kr. 20.700,— 30/8 — -13/9 15 dagar verð frá kr. 28.550.—
17/5 — 7/6 22 dagar verð frá kr. 27.100,— 6/9 — 20/9 15 dagar verð frá kr. 28.550,—
7/6 - -21 /6 15 dagar verð frá kr. 23.950.— 13/9 - - 4/10 22 dagar verð frá kr. 32.750,—
21/6 — 12/7 22 dagar verð frá kr. 29.550,— 20/9 - -11/10 22 dagar verð frá kr. 27.100,—
12/7 — 2/8 22 dagar verð frá kr. 29.550,— 4/10- -18/10 15 dagar verð frá kr. 20.700,—
26/7 — 9/8 15 dagar verð frá kr. 28.550,— 11/10- -31/10 21 dagur verð frá kr. 23 950,—
2/8 - — 16/8 15 dagar verð frá kr. 28.550.—
FERÐASKRIFSTOFAN
URVAtmm
Eimskipafélagshúsinu, simi 26900