Morgunblaðið - 10.03.1974, Síða 39

Morgunblaðið - 10.03.1974, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1974. 39 Sprengja í Hvíta húsinu? Washington, 7. marz. AP. SPRENGJUHÓTUN kom af sta<5 víðtækri sprengjuleit í Hvfta húsinu, en engin sprengja fannst í fyrstu leitinni. Maður sem sagði ekki til nafns sagði í síma að sprengju hefði verið komið fyrir þar sem blaða- menn hafa aðsetur í Hvfta húsinu. Sprengjunnar var leitað bæði þar og annars staðar í húsinu. Fólk var ekki flutt úr bygging- unni og störf Nixons forseta trufluðust ekki. Kvartað undan illri meðferð á Gyðingum Sameinuðu þjóðunum, New York, 8. marz. AP. AÐALFULLTRÚI ísraels hjá Sameinuðu þjóðunum, Yosef Tekoah, lagði í dag fram kvörtun við Kurt Waldheim, fram- kvæmdastjóra S.þ., þess efnis, að Gyðingar í Sovétríkjunum væru iðulega fangelsaðir fyrir engar sakir eða reknir úr störfum eða skólum, ef þeir sæktu um að fá leyfi til að flytjast búferlum til Israel. Undir skjalið skrifaði 181 Gyðingur úr fjölmörgum borgum Sovétríkjanna. Nemendur með ævin- týraleik um Austfirði Fáskrúðsfirði — 8. marz. NEMENDUR í gagnfræðaskól- anum á Búðum í Fáskrúðsfirði frumsýndu sl. laugardag ævin- týraleikinn Undraglerin eftir Óskar Kjartansson við góðar undirtektir áhorfenda. Leikstjóri er Einar Þorbergsson. Næstu sýn- ingar verða á Reyðarfirði á morg- un, laugardag, og á Egilsstöðum á sunnudag. — Fréttaritari. Innbrot aðra nóttina í röð á sama stað AÐFARARNÓTT föstudags var brotizt inn i nýju Vífilfellsverk- smiðjuna (Coca Cola) á Drag- hálsi við Arbæjarhverfi, en litlu stolið. Einnig var brotizt inn í Knattborðsstofuna í Einholti aðra nóttina i röð og stoiið skiptimynt. Rimlar eru fyrir gluggum á bak- hliðinni, en á einum stað vantaði einn rimil — og þá var ekki að sökum að spyrja. „Barnatíma- ráðið” VEGNA fréttar Mbl. i gær um tilraunir til ritskoðunar á efni i barnatíma sjónvarpsins, skal þess getið, að sú þriggja manna ráðgef- andi nefnd, sem gerði athuga- semdir við efni þáttarins frá Konsó, þar sem rætt var um kristindóm og heiðindóm, er skip- uð þremur aðilum, sem eru: Þór- unn Sigurðardóttir leikkona, Sigrún Júlíusdóttir félagsráðgjafi og Sigmundur Örn Arngrimsson leikari. Nefnd þessara þriggja aðila hefur verið kölluð „starfshópur til ráðuneytis um val barnaefnis“, en sjálf hefur hún kallað sig „barnatímaráð". Upphaflega er þessi nefnd ekki skipuð af Út- varpsráði og átti aðeins að vera til ráðuneytis um efnisval í barna- tíma sjónvarps með tillögurétti, en engum ákvörðunarrétti. Var Þórunn fengin sem ráðgjafi, en hún fékk þau Sigrúnu og Sig- mund sér til aðstoðar. Lelklélag Olafsvlkur sýnir sakamálaleikritið Músagildruna eftir Agöthu Christie í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi, sunnudaginn 10 marz kl. 21 00. Leikstjóri Benedikt Árnason. Miðasala frá kl. 5. Simi 22676. Leikfélag Ólafsvíkur. Skrlfstoiuhúsnæðl 2 góð skrifstofuherb. óskast, helzt í úthverfum Reykjavík- ur, Kópavogi eða Garðahreppi. Uppl. i síma 25280. Fiskibátar til sdlu 1 1 tonna nýlegur bátur. 1 5 tonna byggður 1 962 mjög góður bátur. 25 tonna frambyggður bátur með nýlegri vél og tækjum. Asíufélagið h/f, Vesturgötu 2, simi 26733, c/o Páll Gestsson. Tæknileiknarar Aðalfundur Félags tækniteiknara verður haldinn í Glæsi- bæ uppi, mánudaginn 11. marz 1 974 kl 8 30 Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. Eignarlóð tll sölu Hornlóð 263 fm á góðum stað í vesturbænum. Byggja má tveggja hæða hús á c.a. 100 fm og tvo bílskúra. Tilb. óskast fyrir þriðjudagskvöld, merkt: Sérstakt tæki- færi — 4896. Skólastiórar, kennarar Krítarhöldurnar komnar aftur. Verzlunin Blörn Krlsljánsson. Vesturgötu 4, sími 1 4438. Bátavél óskast 40 til 70 ha. Má vera bensínvél. Uppl. í síma 94-1268 Patreksfirði. Tllboö óskast í eftirtaldar bifreiðar skemmdar eftir tjón: Saab 96 árg. '71 Toyota Crown árg. '65. Bifreiðarnar verða til sýnis á réttingarverkstæði Gísla og Trausta, Trönuhrauni 1, Hafnarfirði, n.k. mánudag og þriðjudag. Tilboðum sé skilað I skrifstofu vora Pósthússtræti 9, Reykjavík, fyrir kl. 5 fimmtudaginn 14. marz. Almennar Tryggingar h.f. ÍTALÍUHÁTÍÐIN 1974 I Súlnasal Hótel Sögu, sunnudaglnn 10. marz: Kl. 19.30 stundvíslega: Hátiðin sett — ítölsk veizla — matur — vín og suðrænir söngvar. — Matarverð aðeins kr. 695.00. h Magnús Jónsson, óperusöngvari, syngur vinsæla ítalska söngva. -jfc- Myndásýning frá hinum eftirsótta sumar- leyfisstað LIGNANO sem er uppgötvun ÚTSÝNAR árið 1974. + Ferðabingó: Vinningar 3 ÚTSÝNARFERÐIR til Kaupmannahafnar, Costa del Sol og Ítalíu. PokahorniS ??? ýt Dans til kl. 01.00. Vegna geysilegrar aðsóknar að Útsýnar- kvöldum eru gestir beðnir að panta borð með góðum fyrirvara hjá yfirþjóni og mæta stundvls- lega. Missið ekki af þessu einstæða tækifæri. Útsýn tryggir ánægjulegt kvöld. FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSÝN. Útsala Brelðflrðingabúð Cuppí) Verzlun, sem er hætt rekstri selur mikið magn af vörum á ótrúlega lágu verði. LandsmálafélaglÓ vöRDUR - Vlötalstlml Ragnar Júlíusson, formaður Varðar. verður til viðtals á skrifstofu félagsins á Laufásvegi 46, þriðjudaginn 1 2. marz. kl. 5 — 7 síðdeg- is. Týr F.U.S.. Kópavogl Fundur mánudag kl. 20.30. Fulltrúar S.U.S. maeta á fundinum. Fjölmennið. Stjórnin. Sjálfstæólsíelögln í Boiungarvlk hafa ákveðið að efna til prófkjörs vegna framboðs til hreppsnefndar- kosninga i vor. Öllu stuðningsfólki Sjálfstæðisflokksins er gefinn kostur á að tilnefna menn á prófkjörslista og skal tillögum skilað fyrir 1 2. marz n.k. til eftirtalinna manna Benedikts Þ. Benediktssonar, Guðmundar Agnarssonar, Halldóru Kristjánsdóttur, Jóns Fr. Einarssonar, Maríu Haraldsdóttur, Ólafs Kristjánssonar og Sólbergs Jónssonar. Uppstillangarnefnd.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.