Morgunblaðið - 10.03.1974, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1974.
47
Brecht og sviðstækni á norr-
ænu leiklistarnámskeiði
NORRÆNU Leiklistarnám-
skeiðin 1974 svokölluð VASA-
SEMINARIER verða haldin í
Björgvin og Alaborg í maílok.
Hér er um að ræða tvö nám-
Símastrengur til
Selfoss bilaði
I FYRRINÓTT bilaði simastreng-
urinn frá Reykjavík til Selfoss og
varð við það sambandslaust við
höfuðborgina allt sjálfvirka kerf-
ið með svæðisnúmer 99, þ.e. á
Suðurlandi, og einnig nánast allar
sveitastöðvarnar á því svæði. Sel-
foss hafði þó samband við Reykja-
vík um eina eða tvær línur gegn-
um Þingvelli. Bilunin varð í Ár-
bæjarhverfinu.
Prófkjör
1 Miðnes-
hreppi
SJÁLFSTÆÐIS-
FÉLAG Miðneshrepps
gengst fyrir prófkjöri
til uppstillingar á lista
fyrir væntanlegar
hreppsnefndarkosn-
ingar. Prófkjörið fer
fram dagana 9.—11.
marz. Þeir stuðnings-
menn, sem ekki hafa
fengið senda lista, en
hafa áhuga á því að
taka þátt í prófkjörinu,
geta vitjað þeirra í
leikvallarhúsinu í
Sandgerði sunnudag-
inn 10. marz milli
klukkan 2—5 eða haft
samband við Kára
Snæbjörnsson raf-
virkjameistara.
skeið, og hefur hið fyrra yfir-
skriftina ,,að leika Breeht'* og er
fyrst og fremst ætlað leikurum og
fjallar um kenningar Brechts og
notagildi þeirra 1 nútíma leiklist.
Þátttakendum gefst tækifæri til
að sjá sýningar Berliner
Ensemble, sem verða í Björgvin á
sama tíma. Kennarar verða Ecke-
hard Schall. Gisela May, Paul
Dessau og Therese Giehse, en
Kalf Lángback stýrir námskeið-
inu, sem stendur yfir dagana 21.
til 27. maí.
Hitt námskeiðið nefndist
„sviðstækni 74“ og er fyrst og
fremst ætlað sviðstæknimönnum
og ljósatæknimönnum, en einnig
leikmyndateiknurum og leikstjór-
um. Leiksviðsstjórinn í Malmö,
Miklos Olveczky stjórnar þessu
námskeiði sem er tengt fyrstu
alþjóðlegu sviðstæknisýningunni,
sem haldin verður í Alaborg um
sama leyti. Námskeiðið stendur
dagana 22. til 27. maí.
Nánari upplýsingar gefur full-
trúi Islands í Vasanefndinni,
Sveinn Einarsson í Þjóðleikhús-
inu. Umsóknir skulu stílaðar til
hans fyrir 15. apríl n.k.
— Samningar
Framhald af bls. 48
55.915 kr., en hjá vélstjórum
62.907 kr. Nú hefði verið miðað
við hærri töluna og hún hækkuð
um 21,6%, þannig að skipstjórar,
stýrimenn og vélstjórar fengju nú
allir um 76 þús. kr.
Þá var samið um hækkun á
fæðisdagpeningum úr 210 kr. í
320 kr. á skipum 150 lestir að
stærð og yfir og úr 175 kr. í 240
kr. á skipum frá 12 til 150 lestir.
„Ef vel er farið með matinn, á
þetta að koma næstum því út sem
frftt faeði," sagði Loftur.
Þá var einnig samið um tíðari
greiðslur og uppgjör fyrir
veiðarnar og tíminn frá lokum
tryggingatímabils til lokaupp-
gjörs styttur. Einnig komu inn 1
samningana ákvæði um flotvörpu-
veiðar, þ.e. spærlings-, kolmunna-
og loðnuveiðar.
Robert
Reynir
Hafliði
Þorkels-tónleikar
í Austurbæjarbíói
TÓNLISTARFÉLAGIÐ gengst
fyrir næsta nýstárlegum tónleik-
um annað kvöld 1 Austurbæjar-
bíói, þar sem einungis verða flutt
verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson
f umsjá tónskáldsins. Hefjast tón-
leikarnir kl. 7.
Flytjendur á tónleikunum eru
Hafliði M. Hallgrímsson, celló,
Reynir Sigurðsson, slaghljóðfæri,
Robert Aitken, flautuleikari, og
Þorkell sjálfur, sem leikur á
píanó.
Eins og áður segir eru öll verk-
in á efnisskránni eftir Þorkel og
eru þrjú af þeim frumflutt, en öll
eru verkin ný og ekkert þeirra
hefur verið flutt hér á landi áður.
Verkin eru: Skiptar skoðanir, fyr-
ir flautu, celló og pianó; Mild und
(Meistens) Leise, fyrir celló; For
Réne — fyrir flautu, celló, píanó
og slaghljóðfæri, Eftir hlé eru eft-
irtalin verk: Síðasta lag fyrir
fréttir, en það er verk fyrir segul-
band; og Hylling, sem er samið
fyrir flautu, píanó, celló og slag-
hljóðfæri og er ætlazt til, að
áheyrendur taki þátt i því verki
og syngi hver með sínu nefi.
Þessir tónleikar eru í hópi
þeirra tónleika, sem Tónlistar-
félagið heldur í tilefni af þjóð-
hátiðarárinu.
— Ráð eða ekki
ráð
Framhald af bls. 2
barnaefni í sjónvarpi, frá 5. marz
1974, þar sem fjallað er um
kristniboðsstarf í Konsó. Fundinn
sátu Hermann Ragnar Stefáns-
son, Kristín Pálsdóttir, Sig-
mundur Örn Arngrímsson, Sigríð-
ur E. Guðmundsdóttir, Sigrún
Júlíusdóttir og Þórunn Sigurðar-
dóttir. (Sigmundur, Sigrún og
Þórunn skipa ráðið, sem svo er
hér kallað — aths. Mbl.)
„Eftir að hluti ráðsins hafði séð
umrædda upptöku mánudaginn 4.
mars og allir meðlimir síðan fjall-
að ýtarlega um handritið, var
samþykkt, eftir miklar umræður,
að formála sögunnar yrði sleppt
en sagan stæði óbreytt.
Ástæður fyrir þessari samþykkt
eru:
1. Orðalagið, einkum í formál-
anum, teljum við villandi, þar
sem það gefur til kynna, að fá-
tækt og fáfræði Konsóbúa sé að
rekja til trúarbragða þeirra.
2. Þá teljum við einnig villandi
að láta að því liggja, að erfiðara sé
fyrir heiðingja að mæta erfiðleik-
um, en þá, sem trúa á Jesúm
Krist.
3. Börn eru öðrum fremur mót-
tækileg fyrir áhrifum. Að okkar
dómi, á því efni, sem ætlað er
börnum, ekki að vera byggt á
órökstuddum staðhæfingum né
vera villandi um menn eða mál-
efni. Sérstaklega ber að hafa
þetta í huga, þegar fjallað er um
framandi þjóðir og kynþætti,
lifnaðarhætti manna, stjórnmála-
skoðanir og trúarathafnir og trú-
arbrögð.“