Morgunblaðið - 16.03.1974, Side 3

Morgunblaðið - 16.03.1974, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MARZ 1974 3 Skrúfudagur Vél- skólans í dag HINN árlegi „Skrúfudagur“ Vél- sköla íslands i Reykjavik verður haldinn í 13. sinn laugardaginn 16. mars. Þessi dagur er tileinkað- ur kynningu nemenda á námi því er fram fer f Vélskóla íslands. Með honum vilja nemendur kynna nám og starfsemi innan veggja skólans fyrir væntanleg- um nemendum, svo og öðrum þeim, er hafa áhuga á málefnum Vélskólans. í Vélskóla íslands eru nú 330 nemendur, þar af 300 í skólanum í Reykjavfk. Sú staðreynd blasir nú við vél- stjórastéttinni, að um 60% þeirra manna sem stunda véistjórnar- og vélgæslustörf, eru réttindalaus og því mundu nemendur gera allt, sem í þeirra valdi stendur, tilþess að bæta úr þessu ástandi m.a. með aukinni kynningu á námi og starfi innan Vélskólans. Nemendur vonast til þess, að sem flestir, sem hafa áhuga á vél- stjórnarstörfum, svo og þeir, sem bera hag skólans fyrir brjósti, fjölmenni á „Skrúfudaginn“. Dagskrá „Skrúfudagsins“ hefst með hátíðarfundi í Hátíðarsal Sjó- mannaskólans kl. 13.30. Að lokn- um hátíðarfundi hefst svo kynn- ing á starfsemi skólans, og stend- ur kynningin til kl. 17.00. Kaffiveitingar á vegum Kvenfé- lagsins keðjunnar, sem er félag eiginkvenna vélstjóra, verða í veitingasal Sjómannaskólans frá kl. 14.00. Verkstjórar á námskeiði 1 GÆR, föstudag, lauk i Reykja- vík fjögurra vikna námskeiði fyr- ir verkstjóra sveitarfélaga, sem haldið hefur verið í tveimur áföngum í vetur. Námskeið sóttu 16 verkstjórar frá: Akranesi, Ölafsvík, Patreksfirði, Blönduósi, Dalvík, Akureyri, Vopnafirði, Fáskrúðsfirði, Vestmannaeyjum, Eyrarbakka, Hafnarfirði og úr Reykjavik. Auk almennrar verkstjórnar var megináherzla lögð á leiðbein- ingar f mælingum, úrvinnslu upp- drátta, vali vinnuvéla og áhalda og sérstaklega var fjallað um ein- staka þætti tæknimála svo sem vatnsveitur, hitaveitur og gatna- gerð úr varanlegu efni. Námskeið þetta var liður í hin- um reglulegu námskeiðum Verk- stjórnarfræðslunnar, en náms- efni valið í samráði við Samband ísl. sveitarfélaga, og er þetta í annað sinn, sem slíkt námskeið er haldið. Oll fullkomnustu tœki í hiartabílinn „Lionsklúbburinn Fjölnir f Reykjavík hefur gefið eitt hundrað þúsund krónur i „Hjartabílssöfnun Blaða- mannafélags íslands". Nú hef- ur safnazt hátt á þriðju milljón króna, og gerir það kleyft að kaupa í bílinn öll þau fullkomn- ustu tæki, sem á markaðnum eru. Bilinn er væntanlegur til landsins í maí, en nú er verið að byggja yfir hann hjá fyrirtæki í Noregi. Lionsklúbburinn Fjöln- ir hefur á undanförnum árum styrkt margvísleg málefni. Má þar meðal annars nefna Barna- heimilið á Silungapolli, á með- an það var starfrækt, heimilið i Víðinesi og ásamt öðrum Lions- klúbbum gaf Fjölnir verulega upphæð í Vestmannaeyjasöfn- unina. í vetur hefur klúbbur- inn styrkt skátaflokk til þess að innrétta húsnæði og ekki má gleyma tveimur ljónum, sem hann gaf Sædýrasafninu. Myndin er tekin er klúbbfélag- ar gáfu í „Hjartabílssöfnun- ina“. Talið frá hægri eru: Þor Guðjónsson, umdæmisstjóri, Davíð Guðmundsson, gjaldkeri, Gylfi Hinriksson, fráfarandi formaður, Ragnar Gunnarsson, formaður, Árni Gunnarsson, formaður söfnunarnefndar Bl, og Gústav Sófusson, ritari. Blaðamannafélagið færir Fjölnismönnum bestu þakkir fyrir gjöfina. Asgeir Magnússon framkvæmda- stjóri Bæjarútgerðar Rvíkur Veturliði Gunnarsson ásamt nokkrum verka sinna. Tvær sýningar á Kjarvalsstöðum TVÆR sjálfstæðar málverka- sýningar verða opnaðar á Kjarvalsstöðum f dag, laugardag- inn 16. marz klukkan 2.00. Hér eru á ferðinni listmálararnir Veturliði Gunnarsson og Haf- steinn Austmann og munu sýningar beggja standa til 24. þ.m. Á sýningu Hafsteins Aust- manns eru 49 myndir, sem flestar eru málaðar á sl. fjórum árum og hafa flestar þeirra komið fyrir almenningssjónir áður. Flest verkanna eru olíumálverk máluð á striga en auk þess eru þarna nokkrar acryl-myndir og átta vatnslitamyndir, sem eru nokkru eldri. Þetta er 6. sýning Hafsteins hér heima en hann sýndi fyrst í gamla Listamannaskálanum árið 1956. Veturliði Gunnarsson sýnir að þessu sinni rúmlega 100 myndir og eru þær frá ýmsum árum. Flestar myndanna hafa ekki verið sýndar áður en þetta eru mest pastel-myndir en einnig eru nokkrar olíumyndir og olíukrítar- myndir. Veturliði sýndi fyrst árið 1952 og hefur hann siðan haldið fjölda sýninga og tekið þátt f sam- sýningum bæði hér heima og er- lendis. Um þessar mundir er hann með myndir á sýningum í Bandarikjunum, Þýzk.alandi og Stokkhólmi og þegar sýningunni á Kjarvalsstöðum lýkur fer hann til Bandaríkjanna þar sem hann mun sýna 40—50 oliumyndir. Báðar sýningarnar eru opnar frá kl. 4.00—10.00 þriðju- daga—föstudaga frá 2.00—10.00 laugardaga og sunnudaga. ÞORSTEINN Arnalds, fram- kvæmdastjóri bæjarútgerðar Reykjavíkur, hefur sagt lausu starfi sfnu sem framkvæmda- stjóri útgerðarinnar af heilsu- farsástæðum. Uppsögn Þorsteins fylgir vottorð frá lækni, sem telur nauðsynlegt, að Þorsteinn hverfi úr því starfi, sem hann hefur gegnt hjá BUR, þar eð annað kynni að hafa mjög slæm áhrif á heilsu hans. Otgerðarráð samþykkti eftir- farandi ályktun einróma: „Utgerðarráð þakkar Þorsteini Arnalds störf hans hjá Bæjarút- gerð Reykjavíkur um 28 ára skeið. Telur útgerðarráðið sjálf- sagt, að honum verði greidd eftir- laun og felur formanni ráðsins að ræða við borgarstjóra, hvernig greiðslum til Þorsteins verði jafn- að milli Bæjarútgerðarinnar og lífeyrissjóðs starfsmanna borg- arinnar." Þorsteinn hefur átt við van- heilsu að stríða síðustu árin. Hafsteinn Austmann við verk sitt „Linudans". (Ljósm. Mbl. Ól.K.M.) Skauta- svell boðið út A NÆSTUNNI verða boðnar út framkvæmdir við skautasvell í Laugardalnum, sem Reykjavíkur- borg hyggst láta gera. Verður skautasvel lið austan við Laugar- dalshöllina, 60x30 m að yfirborði og komið þar fyrir leiðslum og vélfrystitækjum, þannig að hægt sé að frysta fyrir skautasvellið. En við svellið verða búningsklef- ar, söluaðstaða, gevmslur og vél- arhús. í sumar er ætlunin að grafa fyrir skautasvellinu, skipta um jarðveg, gera gang umhverfis svellið og steypa plötu undir hús- in, en siðan verður haldið áfram þegar meiri fjárveiting er f.vrir hendi, að því er Stefán Kristjáns- son, fþróttafulltrúi borgarinnar, tjáði Mbl. Stefán sagði að reynslan yrði að skera úr um það hvort okkar óstöðuga veðrátta leyfði skauta- svell, jafnvel þó frystivélabúnað- ur væri fyrir hendi, en ef svo reyndist að það gengi illa, þá væru menn viðbúnir því að geta byggt yfir svellið og gert úr því skautahöll síðar. • nvr FRAMKVÆMDASTJÓRI RAÐINN Á fundinum kom fram tillaga frá Sveini Benediktssyni, for- manni útgerðarráðs, um að ráða Ásgeir Magnússon, Hrauntúni við Alftanesveg, sem annan af tveim- ur framkvæmdastjórum Bæjarút- gerðar Reykjavikur frá og með 15. maí næstkomandi. Var til- lagan um ráðningu Ásgeirs sam- þykkt með atkvæðum Sveins, Einars Thoroddsens, Harðar Helgasonar og Jónasar Jónssonar, en Guðmundur Vigfússon sat hjá við atkvæðagreiðsluna um ráðn- inguna. Hafði Guðmundur óskað þess, að framkvæmdastjórastaðan yrði auglýst laus til umsóknar með umsóknarfresti til 15. apríl næstkomandi, en sú tillaga verið felld með 4 atkvæðum gegn einu. Ráðning Asgeirs sem fram- kvæmdastjóra BUR var staðfest á fundi borgarráðs f gær samkvæmt tillögu Birgis ísleifs Gunnars- sonar borgarstjóra og með at- kvæðum borgarráðsmannanna Ölafs B. Thors, Alberts Guð- Asgeir Magnússon mundssonar, Markúsar Arnar Antonssonar og Kristjáns Bene- diktssonar. Adda Bára Sigfúsdótt- ir sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Ásgeir Magnússon hefur verið framkvæmdastjóri Samvinnu- trygginga frá árinu 1958.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.