Morgunblaðið - 15.10.1974, Page 40

Morgunblaðið - 15.10.1974, Page 40
DUCLVSinCRR (sg.v-^22480 GNIS FRYSTIKISTUR RAFTORG SIMI: 26660 RAFIÐJAN SIMI: 19294 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1974 Islenzka landsliðið f knattspyrnu kom heim um kvöldmatarleytið f gær, eftir frækilega keppnisferð til Austur-Þýzkalands, en þar gerði liðið jafntefli við heimamenn, 1:1. Þess má geta, að Austur-Þjððverjar voru þeir einu sem sigruðu sjálfa heimsmeistarana frá Vestur-Þýzkalandi í heimsmeistarakeppninni f sumar. Á myndinni eru frá vinstri Matthfas Hallgrfmsson, sá sem skoraði markið gegn Þjóðverjunum, Þorsteinn Ólafsson markvörður og Atli Þór Héðinsson. Frásögn og viðtöl eru f fþróttablaði Mbl. f dag. Ljósm. Heimir Stfgsson. Hagbarður SF 15 snarfyllti og sökk Höfn í Hornafirði, 10. okt. HAGBARÐUR SF 15 sökk um 2 mflur vestur af Ingólfshöfða um kl. 23 á sunnudagskvöld eftir að báturinn hafði rekizt á eitthvað f sjónum með þeim afleiðingum að óstöðvandi leki kom að skipinu. Mannbjörg varð. Hagbarður, sem var 45 tonn að stærð, smíðaður 1946, var á vesturleið, þegar slysið varð. Fjórir menn voru á bátnum og voru tveir þeirra sofandi frammi i lúkar þegar óhappið varð, en hinir voru á vakt. I. vélstjóri var sofandi í lúkarnum, en hann vaknaði við áreksturinn og fór samstundis aftur í vélarrúmi. Þá þegar var vélin farin að ausa yfir sig sjó og sýnt var, að dælurnar mundu ekki hafa undan. Var þá strax sent út neyðarkall og svöruðu Fylkir NK og Horna- fjarðarradíó strax. Fylkir var með trollið úti að toga, en sleppti þegar úr pokanum og hífði trollið inn til þess að geta haldið á slys- staðinn. Skipverjar á Hagbarði losuðu annan gúmmíbátinn og fóru um borð í hann. Tóku þeir með sér skipsskjölin og handtösk- ur ásamt neyðartalstöð, en aðeins liðu nokkrar mínútur frá því Framhald á bls. 39 Hættan af sprenging- unum orðum aukin — segir Jón Jónsson forstöðumað- ur Hafrannsóknastofnunarinnar Aukadælustöð fyrir hitaveitu Hveragerðis HELMINGUR AF VATNINU GUFUHITAÐ KALT VATN ORKUSTOFNUN hefur nú ákveð- ið aðgerðir til þess að reyna að leysa vandamálið sem upp kom f hitaveitukerfi Hvergerðinga, er kfsill úr hveravatninu tók að stffla inntök og leiðslur f dreifi- kerfinu, en Orkustofnun mun standa straum af úrbótum sem þarf að gera. Samkvæmt upplýstngum Karls Ragnars verkfræðings hjá Orku- stofnuninni voru i sumar gerðar tilraunir til að leysa þetta vanda- mál með því að hita upp kalt vatn með hitaorku, sem áður var ekki nýtt, og þegar kalda vatnið var orðið 100 stiga heitt var því hleypt inn á dreifi- kerfið. Reynslutími var ekki Paradísarheimt Grímseyinga Grfmsey — 14. október NÚ hefur nýr sjónvarps- sendir á Húsavíkurfjalli verið tekinn í notkun, og þar með höfum við Gríms- eyingar fengið okkar vissu fyrir því sem okkur grunaði raunar áður, að þulirnir í sjónvarpinu eru mannlegar verur, já og hið myndarlegasta fólk. Fram að þessu höfðum við aðal- lega heyrt til þeirra og þekktum raddir þeirra nokkuð vel. Vígslubiskupinn var hér um helgina og messaði yfir okkur. Okkur duga ekki neinir poka- prestar heldur er sjálfur vfgslu- biskupinn, hann sr. Pétur Sigur- geirsson, okkar prestur. Hann skírði eitt barn og pússaði saman ungt par. Hér má enginn lifa í synd. Ungu hjónin áttu barnið sem var skfrt, svo að þetta voru sfðustu forvöð. — Alfreð. nógu langur til að óyggjandi nið- urstaða fengist, en nú hefur Orkustofnunin ákveðið að reisa dælustöð við kaldavatnsból vest- an árinnar í Hveragerði. Þar er nóg kalt vatn og kvað Karl áætlað að setja upp dælustöð og lögn til þess að dæla inn á hitaveitukerfið vatni, sem hitað verður upp með gufu. Þannig á að reyna að koma i veg fyrir kísilmyndunina í dreifikerfinu. „Þetta er nokkuð mikið fyrirtæki“, sagði Karl, „en áætlað er að það kosti um 2,5 millj. kr. að reisa dælustöðina. Þessi tilraun verður aliavega í gangi í vetur, en við reiknum með að þessi dælustöð dæli 20—25 lítr- um af vatni á sek, inn á kerfið, en það er um helmingur þess, sem hitaveitan notar. Dælustöðin kemst í gagnið einum mánuði eft- ir að búið er að útvega fjármagn, en það hefur ekki verið gert enn- þá. Hins vegar hefur iðnaðarráðu- neytið beðið okkur að gera kostn- aðaráætlun með það fyrir augum að vinna síðan að útvegun fjár- magns, og allir vilja leysa þetta vandamál sem fyrst.“. „ÉG HELD að sú hætta, sem menn segja að sfldinni stafi af sprengingum, sé heldur orðum aukin“, sagði Jón Jónsson, fiski- fræðingur og forstöðumaður Haf- rannsóknastofnunarinnar, er Mbl. spurði hann um áhrif þess á sfldina, ef sprengt yrði til þess að fæla á brott háhyrninga, sem angrað hafa sfldveiðisjómenn út af Ifornafirði. Sagði Jón að áhrifa sprengjanna gætti aðeins f mik- illi nálægð við sprengjustaðinn og auðvelt ætti að vera að varpa sprengjunum ekki þar sem lóðað væri á sfldartorfur. Fyrir nokkrum árum var gripið til þess ráðs að varpa í sjó sprengjum til þess að fæla á brott háhyrninga. Varð þá allmikið um- tal um skaðsemi þessara aðgerða Hornafjörður: Tvö viðlagasjóðshús að hjúkrimar- og elhheimili Höf n Hornafirði 10. okt. AFLI hefur verið frekar tregur hér upp á sfðkastið, en einn lfnu- bátur hefur þó aflað vel. Er það Gœsir frá komu að Mið-Kína Svínafelli FEIKNA merkilegir fuglar náðust f Svfnafelli f Öræfum fyrir skömmu, en það voru tvær gæsir komnar alla leið frá Mið-Asfu eða nán- ar tiltekið Mið-Kfna, þar sem þær verpa. Þessi gæsategund, sem nefnist Taum- gæs, fer frá Kfna á vetr- um til Indlands, en sumarheim- kynni hennar eru við Tfbet. Við höfðum samband við Hálfdán Björnsson f Kvfskerjum og inntum eftir fréttum af þessum merkilegu fuglum. Hann kvað þrjár gæsir hafa sézt f Svfna- felli og hefði ungur Vest- mannaeyingur, Ragnar Jónsson frá Látrum, náð að skjóta tvær þeirra, sem nú væru komnar til Náttúrugripasafns Islands, en Hálfdán kvað gæsir af þessari tegund ekki hafa náðst fyrr í Evrópu. Þó kvaðst hann vita til þess, að þær hefðu sézt í Svf- þjóð einu sinni. „Þetta eru feikna merkilegir fuglar“ sagði Hálfdán, „og með merkilegri gripum, sem hafa komið hingað af stærri fuglum. Þær eru Ijósgráar á búk með svartar vængjafjaðrir, dökkan háls með ljósum hliðarrákum. Höfuðið er hvftt með tveimur svörtum skellum að aftan, nef- ið gult, en fætur rauðgulir. Eg hef nú leitað að þeirri einu, sem ekki náðist, en ekki orðið hennar var“. Hálfdán kvað annars lftið að frétta af sérstökum viðburðum f náttúrulffinu þarna, utan það að fiskiörn, eða gjóður, hefði verið á slóðunum þarna við Kvfsker f vikutfma f sumar. Hann sást lfka f Skaftafelli og hefur Ifklega komið frá Noregi. Gissur hvfti og hefur hann verið með upp í 9 tonn f róðri af stór- þorski, ýsu og vænni keilu. Gissur hvíti rær með 32 dalla. Búið er að selja hér 17 Viðlaga- sjóðshús af þeim 20 sem hér voru reist. Hafa Vestmannaeyingar keypt nokkur, heimamenn önnur og aðkomufólk hefur einnig fest kaup á húsum. Þá hafa hrepp- urinn og sýslan keypt tvö hús, sem búið er að gera að fæðingar-, hjúkrunar- og elli- heimili. Rúm verður fyrir 14 á elliheimilinu og hjúkrunarstofa og fæðingarstofa eru í öðru húsinu. Þá eru einnig herbergi fyrir starfsfólk, en slfk þjónusta, sem nú er tekin upp hér, hefur ekki verið áður, nema vfsir að fæðingarstofu. — Elfas. og sagðist Jón þá hafa aflað sér upplýsinga um rannsóknir á slíkum fyrirbærum frá Banda- ríkjunum. Þegar Bandaríkja- menn leituðu olfu í Mexikóflóa og úti fyrir ströndum Kaliforníu, voru notaðar til þess sprengingar til bergmálsathugana og komust þá á kreik þar vestra sögur um að þetta stórskaðaði fiskstofnana. Voru þá gerðar allítarlegar athug- anir á þessu og voru fiskar settir í nokkur búr í mismunandi fjar- lægð frá sprengjustaðnum. Niður- Framhald á bls. 39 Byggt eftir teikn- ingu frá 1913 Um þessar mundir er verið að bæta einni hæð ofan á hús Félags fsl. stórkaupmanna við Tjarnar- götu 14. Þegar verkinu verður lokið verður húsið þrjár hæðir. Þetta hús var upprunalega byggt árið 1913 og í þvf bjó lengi Ólafur heitinn Lárusson, prófess- or. Sá, sem teiknaði húsið og byggði var Jens Eyjólfsson, einn kunnasti byggingameistari bæjar- ins á sínum tíma. Skipulagsyfirvöld Reykjavikur- borgar samþykktu stækkun húss- ins með þeim skilyrðum að farið yrði eftir upprunalegri teikningu og verður það gert. Búið var að skipta um alla glugga f framhlið hússins fyrir nokkru, en það verð- ur nú gert aftur, og þeir hafðir eins og þegar húsið var reist. Sæmilegt verð í Þýzkalandi TOGARINN Maí seldi 95,5 lestir f Cauxhaven f gærmorgun fyrir 7,6 millj. kr. Þá seldu einnig tveir bátar: Glófaxi seldi 44 lestir fyrir 3.2 millj. kr. og tsleifur IV. seldi 54.2 lestir fyrir 4 millj. kr. 16 ára brugg- arar teknir FYRIR nokkru tók rannsóknar- lögreglan í Hafnarfirði 16 ára pilta fyrir brugg. Höfðu þeir skroppið til Reykjavfkur og keypt þar í búð duft til bruggunarinnar. Þegar tilskilinn tími var liðinn, var vökvinn soðinn á eldavél móð ur höfuðpaursins, að henni fjar- verandi. Fengust út nokkrar flöskur af 10—12% sterku víni. Eitthvað drukku piltarnir sjálfir, en 6 flöskur seldu þeir, og þannig komst lögreglan í málið. Við yfir- heyrslur sagðist höfuðpaurinn ekki hafa haft hugmynd um, að bruggun væri óleyfileg í landinu og því síður kvaðst hana hafa haft um það vitneskju að „rikið" hefði einkaleyfi á sölu áfengis. Fannst honum hvorttveggja hið mesta óréttlæti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.