Morgunblaðið - 08.11.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.11.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NOVEMBER 1974 ÆTTARSA GA Guðbergur Bergsson: □ HERMANN OG DlDl 151. bls. □ Helgafell. 1974. GUÐBERGUR er enn að skrifa sömu söguna. Hermann og Dfdí er í flestum skilningi framhald fyrri bóka hans, allt frá Tómasi Jóns- syni talið. Sömu nöfnin, eða með öðrum orðum sömu persónurnar, koma fyrir aftur og aftur, þó vægi þeirra breytist að visu frá bók til bókar. I þessari siðustu endur- nýjast meira að segja kynnin við þann gamla, gqða Tómas Jónsson. „Sá ríki, gáfaði og merkilegi maður,“ segir Tobba þegar hún sér honum bregða fyrir út um glugga. Hún segir líka nokkuð meira. Ekki ætla ég að hrella les- endur með því að hafa það eftir hér og nú. Annars er það sá mikli kven- skörungur, Anna, sem mest lætur hér til sín taka að venju. Hún er skáld bæði holds og anda eins og áður, þó fremur anda. Svanur kemur meira við sögu en áður, stúdentinn sem langar að verða bæði skáld og málari. Alþýðan í sögunni hefur imugust á honum og spælir hann. Enn sem fyrr er sagan byggð upp af samtölum, þar sem saman fer speki og þversögn að ógleymdri meira og minna ljósri skopstæling og eftirhermu. i ein- um kafianum tekur jsögufólkið t.d. að tala um bókmenntir og ber þá fyrir sig algenga orðaleppa úr þaulnotuðu klissjusafni gagnrýn- enda. Ástin fær sinn skammt með talsháttum vinnustaða, skemmti- staða og götunnar, sem flestum er kunnugt þó sjaldan sjáist á prenti, og er það sömuleiðis fært í stilinn. Anna, sem er viskugyðja Guð- bergs, heldur því fram að það „ætti að banna með lögum hjóna- bandið, svo að það verði ólöglegt, æsandi, einhvers virði og eftir- sóknarvert." Anna er hinn mikli sjáandi, mas hennar erú nokkurs konar hávamál nútimans, lífspeki fyrir daginn i dag. Hún segist ekki geta girnst sama mann og hún elskar. Þess vegna vill hún láta banna hjónabandið. Dídí og Bjössi eru hjónaleysi sem geta kannski orðið hjón: „Þau ættu vel heima saman. Dídí er eins og hún er, og Bjössi er eins og hann kemur fyrir. Þáu yrðu góð að lúsast saman í lífinu. Sjáðu. Um hvað gætu þau talað, bæði svona blæst í máli? Um Bðkmenntir eftir ERLEND JÖNSSON ekkert, sem betur fer. Þau mundu þegja saman.“ Ekki er Guðbergur í vand- ræðum með það sem málfræð- ingar kalla inngangsorð beinnar ræðu og ýmsir rithöfundar hafa talið helstil fábreytt í islensku, til að mynda þetta: „Nú opnar hann trantinn og Láfi kenn kemur með hausinn og étur orðin og opnar nú sinn kjaft og Páll étur úr honum og gubbar orðum upp í Svan.“ Hermann og Didí gerist í heimahúsum, frystihúsi og í erfis- drykkju, auk þess sem hitt og annað fer fram i óskilgreindu rúmi og tima. Guðbergur gerir sitt á hvað að hann lónar yfir landi raunveru- leikans eóa flýgur gegnum múr sennileikans og svífur þar yfir draumalandi f jarstæðunnar. Hann er nú búinn að halda sér svo lengi við sama formið, nánast, að það hlýtur að vera orðið sjálf- virkt eða hvaó? Hitt bjargar að hann er svo mikill flugmaður í andanum að hann er sífellt að finna ný og ný tilbrigói við sin fyrri stef, segja nýjar og nýjar setningar, sem eru kannski líkar ótal mörgu sem hann er marg- búinn að segja áður, en engu að síður öðru vísi, ferskar. Sögur hans eru orðnar svo mikill hug- myndalager að maður hlýtur aó geta fundið þar svör við öllum tilbrigðum mannlegs lífs eins og sumir segja að finna megi í Njálu. Anna er, svo dæmi sé tekið, fynd- in manneskja í orðsins uppruna- legustu merking og bætir, með hverju orði sem hún segir, spönn við eigið orðskviðasafn. Páll, út- gerðarmaður og alþingismaður, færir hér í einfaldar formúlur þaó seip aðrir hans líkar segja undir rós eða bara hugsa, býst ég við. Svanur er áfjáður að upp- fræða alþýðuna sem blæs á belg- inginn í honum, hræðir hann (og óttast að vissu leyti?). Svanur segir Önnu að óþarfi sé að segja henni söguna sem hann sé að semja því „þú lifir söguna. Þú ert minn hugarburður, eins og ég er ímyndun þess, sem semur mig.“ Samtölin eru hér sem áður giska langdregin auk þess sem þau fela ekki í sér „lausnir": kaflailok og sögulok. Byrja má hvar sem er og enda hvar sem er. Rannski má kalla þetta skopstæl- ing af lífinu nema hvað skop er í þessu sambandi villandi orð; húmor og kómík ná betur mein- ingunni. Ádeila virðist mér hins vegar ekki felast í þessari sögu fremur en öðrum sögum Guðbergs nema hvað segja má að allur skáldskap- ur, sem lýsir rangsnúnum heimi, feli í sér ádeilu. Hitt er svo annað mál að auðvelt er að teygja þetta í allar áttir og fá út úr því þá meining sem maður óskar; þannig er allur margræður skáldskapur. Og þann veg er ekkert auðveldara en að skira þetta þjóðfélagsádeilu eða hvað annað sem maður vill vera láta. Eða þá ádeilu á mann- Guðbergur Bergsson. skepnuna sem slíka ef maður vill endilega hafa ádeilu. Einnig má gera þvi skóna að höfundur sé að ögra samtíðinni, skemmta sér við að ganga fram af þröngsýnum vanaþrælum, sýna hræsnurunum sitt rétta andlit. En allt ber það að sama brunni: sé skáldverk sprottið af þvílíkum hvötum gegnir það ekki öðru merkilegra hlutverki um leiö. Höfundurinn er þá bara orðinn réttur og sléttur predikari eða prakkari. Og svo hversdagsleg hlutskipti nennir maður tæpast að ætla Guðbergi. Predikun er ekki í Hermanni og Dfdí; hitt er álitamál hvort sagan er gersneydd smáprakkaraskap. Það fer allt eftir hvernig á það er litið, hvað maður er viðkvæmur fyrir smámunum. Eins og flestar fyrri bækur Guðbergs af sömu persónum gerist þessi í einhverju þorpi í nánd við Völlinn (Grindávík, Njarðvík, Sandgerði?) þar sem fólkið lifir bæði á sjó og her og veit af höfuðstaðnum í nálægð. Tæpast er hægt að segja um sögu þessa likt og Anna hugsar um sögu Katrínar, systur sinnar, „að atburðarás sögunnar var hröð, æsandi og laus við smáatriði og útúrdúra," atburðarásin er hér hvorki hröð né hæg, þvl hún er I raun og veru engin, og erfitt væri að segja hvað telja bæri til aóal- atriða og hvað til smáatriða ef út i það væri farið að tiunda slíkt (hvað ekki verður reynt hér). Hér á árunum höfóu gagnrýn- endur þann kæk að enda hverja umsögn með að „næstu bók höf- undar er beðið með eftirvænt- ing“. Þeir sem hafa mætur á bók- um Guðbergs geta enn sagt hið sama. Hins má einnig spyrja hversu lengi Anna, Katrfn, Her- mann og Svanur og allt það sóma- fólk ætli að endast honum. Þetta er að verða heil ættarsaga sem marka má af þvi að fræðiménn eru farnir að rekja ættartölu aðal- söguhetjanna og telja það allt annað en létt verk — ættarsaga með nútímasniði, skulum við segja. Jóhann Hjálmarsson ^STIKUR Okyrrð hiartans engan þungan skugga dags fulls af andlitum og annarleik. 0 birta, fjarlæga heiðríkja, Áður hef ég sagt frá Spænska torginu i Róm, hinu fjölbreyti- lega lífi þar og húsi skáldsins Johns Keats, sem stendur við torgið. Keats er ekki eina skáld- ið, sem er tengt Spænska torg- inu. Shelley, Byron, Goethe og H. C. Andersen hafa allir komið við sögu þess. Eitt ítalskt skáld hefur i skáldskap sínum reist Spænska torginu óbrotgjarnan minnisvarða. Þetta skáld er Cesare Pavese (1908—1950), sem stytti sér aldur á hátindi frægðar sinnar. Að Pavese látnum fannst handrit að nýrri ljóðabók í fór- um hans. Bókina kallaði Pavesé Verrá la morte e avrá i tuoi occhi (Dauðinn mun koma og sækja augu þín). Bókin skiptist f tvö löng ljóð. Hió fyrra, sem hún dregur nafn af, orti skáldið vorið 1950, en hið síðara La terra e la morte (Jörðin og dauðinn) er ort haustið 1945. Pavese var fyrst og fremst frá- bær skáldsagnahöfundur, en fyrsta bók hans var ljóðabókin Lavorare stanca (Að vinna er lýjandi), sem kom út 1936. Bókin vakti ekki verulega at- hygli fyrr en ný útgáfa hennar kom út 1943. Ljóðin í Lavorare stanca eru flest frásagnarljóð, þar sem lýsingar á fólki og nátt- úru eru mest áberandi. 1 Verrá la morte e avrá i tuoi occhi er innri heimur aftur á móti yrkis- efnið: sálarkvöl skáldsíns, söknuður og örvænting. Þótt ekki kæmu út eftir Pavese nema þessar tvær ljóða- bækur er hann talinn í hópi bestu nútímaljóðskálda ítala. Heildarútgáfa Ijóða hans nefn- ist Poesie edite e inedite (Birt og óbirt ljóð, 1962). í síðari bókinni er ljóðið um Spænska torgið. Það nefnist þegar ég geng yfir Spænska torgið og er tileinkað bandarísku leikkon- unni Constance Dowling. Með skáldinu og leikkonunni höfðu tekist góðar ástir, en þegar slitnaði upp úr sambandinu varð skáldið örvæntingu að bráð. Pavese var ákaflega við- kvæmur maður, auðsærður og einmana. Hann átti í erfiðleik- um með að umgangast fólk og hann var óheppinn í ástum. Hann hafði lengi gælt við sjálfsmorðshugmyndina áður en hann lét til skarar skríða. 1 dagbók hans, sem var gefin út að honum látnum, standa þessar línur: Maður fremur ekki sjálfsmorð vegna ástar til einnar konu. Maður fremur sjálfsmorð vegna þess að ástin afhjúpar mann í nekt sinni, eymd sinni, varnarleysi sínu, hégómleik sinum. 1 dagbókinni kemur einnig fram að hin póli- tíska ábyrgð varð skáldinu um megn. Pavese hafði tjáð vinum sín- um að dagbókina mætti gefa út eftir dauða sinn. Hún var prentuð 1952 undir nafninu II mestiere di vivere (Vinnan að lifa). Dagbókin nær frá tímabil- inu 6. október 1935 — 18. ágúst 1950 (27. ágúst framdi Pavese sjálfsmorðið). Dagbókin er opinská, á nákvæman hátt segir Pavese frá lífi sínu, ritstörfum, ástarævintýrum, skoðunum sín- um á bókum og mönnum. Skáldsögur Paveses eru yfir- leitt stuttar, samdar af vægðar- lausu raunsæi og sjálfskönnun. Nefna má Paesi tuoi (Átthagar þínir, 1941) og síðustu skáid- sögu hans La casa in collina (Húsið á hæðinni, 1948). Merk- asta bók Paveses er að sumra dómi Dialoghi con Leucó (Sam- ræður við Leucó, 1947), bók um goðafræði og gríska menningu. Pavese kynnti og þýddi verk bandarískra rithöfunda. Meðal þeirra eru William Faulkner, John Dos Passos, Sinclair Lewis, Sherwood Anderson og Gertrude Stein. Þýðing hans á Moby Dick eftir Herman Mel- ville þykir afbragðsvel gerð. Hann var ritstjóri hins kunna menningartímarits La Cultura. Árið 1935 var hann tekinn fast- ur og ákærður fyrir andfasísk Cesare Pavese skrif sín. Hann var dæmdur til þriggja ára einangrunar i litl- um fiskibæ, Brancaleone, þar sem hann lifði við þröngan kost, þjáður af asma. Eftir árs dvöl i Brancaleone var hann náðaður og fékk að fara heim. 1 þegar ég geng yfir Spænska torgið dregur Pavese upp mynd af lifinu i Róm, þar sem ókyrrð strætanna verður ókyrrð hjart- ans. Ljóðið hefst á lýsingu torgsins. Birta og hamingja rík- ir, hellurnar syngja og hjartað steypir sér kollhnís eins og vatnið í gosbrunninum. Þrep, þök og svalir syngja í sólskin- inu. Síðan fær söknuðurinn yfirhöndina. Hún, sem skáldið elskar, er ekki lengur hluti þessa áhyggjulausa lifs: Morgnarnir líða bjartir og eyðilegir. Svona voru augu þín opinfyrirlöngu. Morgunninn mjakaðist áfram, hann var botnlaust djúp af hreyfingarlausri birtu, þögn. Og þú varst lifandi þögul og allt var lif andi sem þú sást (enginn sársauki, enginn sótthiti, enginn skuggi) eins og haf að morgni, bjart. Þar sem þú ert er birta, er morgunn. Þú varst iif og heimur hlutanna. Við önduðum þér að okkur opineygðri undir þeim himni sem býrIokkur enn. Þá þekktum við engan sársauka, engan sótthita, andardráttur, beindu augum þinum að okkur hreyfingarlaus og björt. Dimmur er sá morgunn sem líður án birtu augna þinna. Þegar þetta var ort var Constance Dowling komin til Bandarlkjanna. Eftir sat skáld- ið og orti um dauðann, sem kemur til að sækja augu manna, gengur sífellt við hlið þeirra og missir ekki sjónar á þeim. Kettirnir vita segir Cesare Pavese um söknuð sinn. Ætli það séu ekki sömu kettirn- ir og alls staðar má sjá I Róm, horaða og vannærða með forvit- ið augnaráð. i öðru ljóði, Last blues to be read some day, einnig ortu til Constance Dowling, er þetta erindi: Það var aðeins hrifning — það vissirðu og veist enn. I lífi einhvers varð eitthvað rúst einu sinni fyrir löngu. Ljóðið þegar ég geng yfir Spænska torgið rifjast upp á þessu einkennilega torgi. Þrátt fyrir fögnuð torgsins er dapur- leikinn ekki langt undan. Ljóð Paveses gæti eins verið veru- leiki i dag. Og hér stendur hús- ið, þar sem John Keats bjó hel- sjúkur slðustu æviár sín og endaði sína stuttu en eftir- minnilegu ævi. Dauðinn mun koma og sækja augu þín, orti Pavese.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.