Morgunblaðið - 08.11.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.11.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1974 13 Ólafur Pálsson, verkfræðingur: Dettifoss Fyrirspurn til Jakobs Björns- sonar, raforku- málastjóra UNDANFARIÐ hafa birst viðtöl við þig í dagblöðum þar sem þú gefur greinargott yfirlit um raf- orkuframleiðslu hinna ýmsu landshluta, raforkuþörf og þær ónotuðu orkulindir, sem fyrir eru. I framhaldi af því er fjallað um á hvern hátt má nýta þær til hags- bóta fyrir land og þjóð. Sem áhugamaður um verklegar fram- kvæmdir vil ég þakka þér þetta .framlag; það er mjög gagnlegt, að almenningi sé gerð grein fyrir þessum málum og þar að auki er þetta skemmtilegt lesefni. Þagar þú og fleiri menn hafið rætt um orkuskortinn á Norður- landi, sem á rætur sínar að rekja til þess, að ekki fékkst leyfi til aó reisa svo stórt orkuver við Laxá i Aðaldal sem ætlað var. Ekki er ætlun að rekja það mál allt hér, en aðalatriði þess eru þau, að gera átti lón ofan við stiflu raforku- versins en við það átti allstór landspilda að fara undir vatn. Geta má þess, að ekki er sjáan- legt, að spildan sé sérlega verð- mæt, hvorki vegna landnytja né fegurðar, nema síður sé þvi lítið stöðuvatn í fallegum dal getur verið mikil prýði. En skoðanir voru skiptar, heimamenn og nærsveitungar töldu, að þar yrðu svo stór spjöll á náttúrunni, að ekki yrði við unað og þar að auki væri gengið frek- lega á rétt þeirra. Þeir höfðu sitt fram, mannvirkið var gert mun minna en ætlað var og nú búa Norðlendingar við orkuskort og kulóa í húsum á vetrum, og hefur þetta bakað þeim og þjóðinni allri tjón, sem nemur vafalaust milljónatugum. Svo er rætt um leiðir til úrbóta og finnast í fjórðungnum nokkrar nýtanlegar orkulindir. .Þar er ein, sem nefnd hefur verið Dettifoss- virkjun. Sagt hefur verið frá rannsóknum i Jökulsárgljúfrum, mælingum og borunum. Um skeið var gefið í skyn, að hreyfingar á jarðskorpunni á þessu svæði gætu valdið því, að óvarlegt væri að virkja fall Jökulsárinnar. Nú er talið, að þessar hræringar séu ekki eins alvarlegs eðlis og ætlað var og kostir því betri á virkjun árinnar. Lesa má, að virkjun þar um slóðir sé álitleg framkvæmd. Nú er ekki að furða þótt menn verði hvumsa. Einn lítilsverðasti hluti Laxár í Aðaldal er talinn það einstæður, að ekki má breyta honum, en Dettifosskaflinn í Jökulsá talinn koma til greina til virkjunar! Ekki verður hér rætt um þann hluta Jökulsárgljúfursins, sem stórbrotnastur er, en hann mun byrja ofan við Dettifoss og ná alla leið norður í Kelduhverfi. Þessi hluti fljotsins er eitt stórkostleg- asta náttúruundur „ landsins og verkar á mann ekki aðeins vegna þess, að það er hrikalegt, heldur vegna þeirrar óheftu orku, sem kemur fram þegar fljótið brýst um í gljúfrinu. Nú hefur víst verið rætt opin- berlega um svonefnd umhverfis- mál Jökulsársvæðisins þar efra og JÓLASVEINNINN er kominn í glugga Rammaiðjunnar og minnir á að núna er rétti tíminn til að velja gjafir fyrir vini og vandamenn erlendis. Við í Rammagerðinni sendum um allan heim og auðvitað eru allar sendingar fulltryggðar. Margra ára reynsla í pökkun og öllum frágangi. Sennilega hefur úrvalið aldrei verið meira og betra en einmitt núna. Gjörið svo vel að Irta inn RAMMAGERÐIN Hafnarstræti 19, Austurstræti 3. — Hótel Loftleiðir. langar mig því að leggja fyrir þig eftirfarandi spurningar: 1. Hver er eigandi Dettifoss og farvegar Jökulsár? 2. Líklegt er, að virkja megi fall árinnar á Dettifoss- svæðinu, þannig að mann- virkin verði ekki sýnileg við fossinn t.d. með því að byggja stíflu hæfilega langt ofan við hann og leiða vatnið í jarð- göngum niður fyrir. — Hvernig er áætlað að leysa þetta viðfangsefni? 3. Ef farið er að eins og gert er ráð fyrir i 2. spurningu verður ekki önnur breyting á Dettifossi sjálfum en að heild- arársrennsli niður hann minnkar jafn mikið og þvi nemur, sem um orkuverið fer, Nú er svo, að ár, sem úr jöklum koma, hafa yfirleitt mikið vatnsrennsli að sumarlagi en á vetrum eru þær vatnslitlar. Ef virkjað verður, er þá mögulegt að safna það miklum vatns- forða að fossinn hafi viðun- andi vatnsrennsli allt árið. Ef svo er ekki, eru þá ráðagerðir um að Dettifoss verði t.d. ferðamannafoss að sumri til eða geta menn gert sér vonir um, að hann verði sunnudags- foss allt árið? 4. Fari svo að farvegurinn verði vatnslítill á kafla að vetri til getur svo farið að frost hlaupi dýpra þar en áður i fossbrúnina og farveginn. Getur þetta ásamt öðrum breytingum á vatnsrennslinu haft skaðleg áhrif á fossinn? 5. Hefur verið höfð sam- vinna við náttúruverndar- menn óg náttúruverndarráð um undirbúning og hönnun mannvirkjanna? Þegar þetta mál er hugleitt nánar vakna eflaust fleiri spurninear. en bví má ekki gleyma, að í nærsveitum ár- innar búa Þingeyingar, ekki síðri þeim I Aðaldal, sem eru stoltir af héraði sinu og vilja vernda hið stórbrotna landslag þess. Njóta þeir vafalaust sam- úðar annarra landsmanna. Ég tel nauðsynlegt, að gerð sé opinberlega grein fyrir þessum atriðum og ef til vill fleirum áður en lagt er i stórfelldan kostnað við hönnun þessara mannvirkja, hvað þá byggingu þeirra, því búast má við, að landsmenn fylgist vel með og standi vörð um þessa dýrmætu fjársjóði. Mis- tökin frá Laxárdeilunni mega ekki koma fyrir aftur. 1 trausti þess, að þaó sé til góðs, að umræður um þetta mál fari fram sem fyrst leyfi ég mér að leggja þessar spurningar fyrir Þig- Með kveðju Ölafur Pálsson, verkfræðingur. Halló Halló Auglýsing frá Lillu, Víðmel 64. Haustsalan heldur áfram. Kjólar — Dress — Pils — Blússur — Mussur — Kvensíðbuxur — Bómullarnáttkjólar langerma á 500 kr. — Barnasíðbuxur frá 1 til 8 ára — Dúkkuföt — Kvenbolir og buxur — Barnabolir — Barnabuxur á 50 kr. — Kjólatau á 500 kr. o.m.fl. Lilla h.f., Víðimel 64, sími 15146.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.