Morgunblaðið - 08.11.1974, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.11.1974, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÖVEMBER 1974 Kristens Sigurðsson kaupmaður - Minning Undanþága frá almenn- um ákvæðum umferðar- laga varhugaverð F. 22. aprfl 1915 D. 21. október 1974 Kristens Sigurðsson er horfinn héðan frá okkur. Hann var fædd- ur á Kúvíkum á ströndum. For- eldrar hans voru Sigurður Sveins- son og kona hans Jústa Benedikts- dóttir, er þar bjuggu til ársins 1919, er þau fluttu til Isafjarðar. Á Isafirði lifði Kristens, eða Dúlli eins og við vinir hans kölluðum hann venjulega, sín bernsku og æskuár, eða þar til fjölskyldan fluttist til Hafnaf jarðar árið 1929, og í Hafnarfirði var heimili hans alla tíð síðan. Útför hans fór fram laugard. 27. okt. sl. Faðir Kristens, Sigurður, var dugnaðarmaður og stundaði sjó- mennsku til æviloka, en hann fórst með Erninum á sfld- veiðum 9. ágúst 1936, er Örn- inn fórst með allri áhöfn. Þennan sorglega atburð muna allir miðaldra Hafn- firðingar og eldri. Þegar þetta skeði reyndi á Kristens, og sýndi hann þá, sem og oft síðar, að hann hafði dug og þor, og brást vel við að hjálpa móður sinni eftir megni, og allt blessaðist þetta, þrátt fyrir það, að hann var í skóla og kreppan f algleymingi. Kristens lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgarskóla vorið 1932. Prófi frá Stýrimannaskólanum lauk hann árið 1939. Sfðan var haldið á sjóinn og var Kristens ýmist stýrimaður eða skipstjóri allt til ársins 1956, er hann fór alfarinn f land. Kristens vann mikið að félags- málum sjómanna, sat meðal ann- ars í Sjómannadagsráði og var ritari þess. I stjórn Hrafnistu sat hann og stjórnaði meðal annars kvikmyndahúsi í Hafnarfirði fyrir Hrafnistu núna sfðustu árin. Bar hann mjög hag sjómannasam- takanna fyrir brjósti, og taldi aldrei eftir sér að vinna allt hið bezta fyrir þau. Árið 1956 stofnaði Kristens verzlun i Hafnarfirði, og rak hana til dauðadags. Vann hann einnig mikið fyrir Kaupmannafélag Hafnarfjarðar, og sat í stjórn þess í mörg ár, og var fulltrúi félagsins í Kaupmannasamtökum Islands. Kristens kvæntist 7. nóvember 1943 eftirlifandi eiginkonu sinni Sólveigu Hjálmarsdóttur, og eignuðust þau 3 börn; Matthildi, Hilmar og Erling. Tvö þau eldri, Matthildur og Hilmar hafa stofn- að sín eigin heimili í Hafnarfirði, en Erlingur er enn i föðurhúsum. Sólveig hefur, ásamt börnum sinum, stutt manh sinn í atvinnu- rekstri hans, og unnið mikið með honum í verzluninni. Kristens var mjög glaðlyndur maður og barngóður, og er ég viss um, að mörg börnin sakna hans nú, er hann kemur ekki oftar með sendingar heim til þeirra úr verzluninni, og þá kannski með eitthvað sælgæti í munninn, því oft kom það fyrir. Ég vil með þessum fáu orðum færa Kristens alúðarþakkir fyrir ánægjulegt samstarf frá mér og fjölskyldu mínni. Ennfremur sendi ég eftirlifandi eiginkonu hans og börnum, svo og öðrum aðstandendum innilegar sam- úðarkveðjur. I Guðs friði. Stefán Sigurðsson. t Eiginmaður minn, ÞÓRÐUR BJARNASON, prentari, Skaftahlið 34, lést að heimili sínu miðvikudag- inn 6 nóvember. Sigriður Einarsdóttir. t Þakka auðsýnda samúð við and- lát og jarðarför móður minnar, HILDAR MAGNÚSDÓTTUR, Minni-Bakka, Seltjarnarnesi. F.h. systkina og annarra aðstandenda Á FUNDI stjórnar Félags ísl. bif- reiðaeigenda 24. okt. var gerð eft- irfarandi samþykkt: 1) Stjórnin telur varhugavert að fjölga þeim tegundum öku- tækja, sem eru undanþegin al- mennum ákvæðum umferðarlaga á þann hátt, sem farið er fram á fyrir Strætisvagna Reykjavíkur. 2) Stjórnin bendir á, að einn meginstyrkur umferðarlaga sé jafnræði allra ökutækja í umferð- inni, þannig að ökumanni nægir að gera sér grein fyrir afstöðu sinni til annarra ökutækja í grennd við sig, til þess að meta réttstöðu sína gagnvart þeim. 3) Með undanþáguheimildum til vissra tegunda ökutækja er sú kvöð lögð á ökumenn, að þeir verða, við þau birtu- og veðurfars- skilyrði, sem fyrir hendi eru á hverjum tíma, að gera sér grein fyrir tegund ökutækis áður en þeir vita rétt sinn gagnvart því. Þannig margfaldar hver undan- þága óvissuna og áhættuna í um- ferðinni. 4) Forgangsréttur almennings- vagna (verði hann veittur) við akstur frá biðstöð er bundinn því skilyrði, að ökumaður „sýni ítr- ustu varúð“. Þegar lög veita öku- manni rétt, en binda réttinn því skilyrði að hann geti sannað, ef með þarf fyrir rétti, að hann hafi sýnt ítrustu varúð er óvissan í umferðinni aukin. Slíkum ákvæð- um umferðarlaga hefur farið fjölgandi á undanförnum árum, og eiga drjúgan þátt í ringulreið islenzkrar borgarumferðar. 5) Útgerðaraðilar íslenzkra al- menningsvagna hafa aldrei reynt I alvöru að hvetja ökumenn til að sýna almenningsvögnum tillit- semi og tilhliðrun í umferðinni, enda þótt ótrúlegur fjöldi öku- manna hafi tekið upp þann hátt ótilkvaddur. Merkingar almenn- ingsvagna með hnittnum hvatn- ingarorðum um tillitssemi innan ramma umferðarlaganna mundu áreiðanlega greiða verulega fyrir UM þessar mundir er hér stödd fimm manna sendinefnd frá svo- nefndu Vináttusambandi i Moskvu, en það er stofnun, sem annast samskipti áhugasamtaka um menningarleg tengsl Sovét- ríkjanna við umheiminn. Sendinefndin er komin hingað á vegum MÍR, Menningartengsla Islands og Ráðstjórarríkjanna, en það er ofangreint Vináttusam- band, sem kostar ferð sendi- nefndarinnar og skipuleggur hana. akstri þeirra, og hvetur FÍB alla ökumenn til að sýna slíkt tillit. Að fenginni slikri tilhliðrun virðist eðlilegt, að S.V.R. endurskoði tímaáætlanir sinar i samræmi við gildandi umferðarreglur, i stað þess að heyja baráttu fyrir undan- þágum frá þeim ákvæðum um- ferðarlaganna, sem stangast á við timaáætlanir þeirra. 6) S.V.R. hefur nú þegar ýmsar undanþágur, sem er á valdi Reykjavíkurborgar að veita. Sum- ar þessar undanþágur orka ákaf- lega tvímælis og eru ótviræðar slysagildrur og má þá nefna for- gangsrétt til aksturs yfir Kringlu- mýrarbraut eftir Sléttuvegi, og einkarétt til aksturs norður Aðal- stræti með aðalbrautarrétti gagn- vart Austurstræti. Full ástæða virðist vera til að meta þær und- anþágur, sem S.V.R. hefur nú þegar, með það að leiðarljósi, að gætt verði „itrustu varkárni" við veitingu þeirra. Ekið á bíl ÞRIÐJUDAGINN 5. nóv. var ekið á bifreiðina R-44000 þar sem hún stóð vestanvert við verzlun Jóns Loftssonac Hringbraut 121. Gerð- ist þetta á timabilinu kl. 11.30—12.30. Bifreiðin, sem er af Audi-gerð dældaðist á hægra afturbretti og hægri stuðara. Sá sem tjóninu olli stakk af og vill rannsóknarlögreglan gjarna ná tali af honum, svo og vitnum. Leiðrétting MISSAGT var í frétt um banda- rísku sjúkraliðana í Mbl. í gær, að varðskipið Þór hafi komið með þá til Keflavíkur. Skipið kom með sjúkraliðana til Djúpavogs, en þaðan var flogið með þá til Kefla- víkurflugvallar. Þetta leiðréttist hér með. Formaður sendinefndarinnar er Strúmilas, sem er dósent við blaðamennskudeild háskólans í Litháen, en auk hans er aðstoðar- deildarstjóri Norðurlandadeildar Vináttusambandsins í Moskvu, Korjoloff að nafni, með i förinni. Þá eru ótaldir þrír listamenn, Tamara Gúséva píanóleikari, Norik Megrabjan ballettmeistari frá Armeniu og bassasöngvarinn Gennadí Penjasjín. Gúséva hefur verið hér á landi tvivegis áður og haldið hér tón- leika. Þá hlaut hún lofsamlega dóma gagnrýnenda hér, en hún hefur hlotið titilinn „Heiðurs- listamaður rússneska Sovétlýð- veldisins“. Gúséva og Penjasjín eru bæði starfandi við Fil- harmóniuna í Moskvu, en Megra- bjan er sólódansari við Þjóð- dansaflokk Armeníu. Hér koma hinir sovézku Iista- menn fram á tónleikum á Akra- nesi n.k. laugardag og í Þjóðleik- húsinu á mánudaginn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma SIGURÓSK MAGNÚSDÓTTIR, Túngötu 6, Grindavlk, er lézt þann 30. okt., verður jarðsungin frá Grindavikurkirkju, laugar- daginn 9. nóv. kl 1 .30 e.h. Þorkell Árnason, börn, tengdabörn og bamabörn. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, FINNBOGI JÓNSSON, Reykjavíkurvegi 42, Hafnarfirði. verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju laugardaginn 9. nóvember ^Sesselja Finnbogadóttir, Jón Finnbogason, Oktavla Ólafsdóttir, Rögnvaldur Finnbogason, Kristln Thorlacius, og barnabörn. Eiginmaður minn t JÓNAS VALDIMARSSON Seljavegi 31 verður jarðsunginn laugardaginn 9. nóvember kl. 10/30frá Fossvogs- kirkju. Kristbjörg Þóroddsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför STEFÁNS STEFÁNSSONAR frá Árnagerði, Fáskrúðsfirði. Einnig þökkum við læknum og hjúkrunarliði á deild 1 B, Landakots- spítala Vandamenn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför ÁSLAUGAR MARÍASDÓTTUR. Sigurður Kristjánsson, Marla Sigurðardóttir, Jón Hjartarson, Kristln Sigurðardóttir, Markús Magnússon. Innilegar t þakkír fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför LÁRUSAR PÉTURSSONAR frá Káranesi. Kristin Jónsdóttir. Halldóra Lárusdóttir. Jón Þorleifsson, Jón R. Lárusson, Þóra Björk Ólafsdóttir, Valgeir Lárusson, Aðalheiður Kristjánsdóttir, Þórunn Lárusdóttir, Haukur Bjarnason. Magnús Lárusson, Guðrún Georgsdóttir, Ólafla Lárusdóttir, Eirlkur Ellertsson, Pétur Lárusson, Marta Finnsdóttir, Svanhildur Jónsdóttir, Magnús Einarsson, barnabörn og barnabarnaböm. Lárus Lárusson. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför VIGNIS GUÐMUNDSSONAR, blaðamanns. Anna Jónsdóttir, Guðmundur Jónsson, Bergþóra Sölvadóttir, Vlkingur Guðmundsson, Berta Snorradóttir, Sveinn Guðmundsson, Snorri Vignir Vignisson, MIR fær heimsókn úr Sovét

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.