Morgunblaðið - 08.11.1974, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.11.1974, Blaðsíða 27
-I MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÖVEMBER 1974 27 Heitt í kolunum hjá Taflfélaginu NU SÍÐASTLIÐINN sunnudag var haldinn aðalfundur Tafl- félags Reykjavfkur f hinu veglega Félagsheimili félagsins við Grensásveg 44. Eftir venjuleg aðalfundarstörf fóru fram um- ræður um störf félagsins á liðn- um árum og var undir lokin orðið nokkuð héitt f kolunum. Hólmsteinn Steingrimsson, sem verið hefur formaður undanfarin ár, baðst undan endurkosningu, en stakk þess f stað upp á Guð- finni R. Kjartanssyni. Á móti Guðfinni bauð Edgar Guðmunds- son sigfram. Atkvæðagreiðsla var leynileg og er atkvæði voru talin kom strax í ljós að keppnin mundi verða tvísýn en svo fór þó undir lokin að Guðfinnur sigraði, fékk 49 atkvæði gegn 37. Eftir úrslit kosninganna tók Guðfinnur til máls og þakkaði mönnum fyrir þann stuðning sem honum var sýndur. Að lokum bað hann um frestun aðaifundarins til n.k. sunnudags þar sem kosið verður í önnur störf og var það einróma samþykkt. Eru menn hvattir til að mæta á þennan fund sem verður kl. 20.30 á sunnudag. (Frétt frá TRj. Verðlaun í fjölskyldu- samkeppni um hringveginn 1 sumarblaði Æskunnar var efnt til verðlaunasamkeppni fjöl- skyldunar um hinn nýja hringveg um landið á vegum Æskunnar og Landssamtaka klúbbanna Öruggur akstur. Alls bárust 992 lausnir, og af þeim voru 272 réttar. Dregið var Ur þeim svörum sem bárust á skrifstofu Umferðarráðs. Fyrstu verðlaun, sem verður vikudvöl fyrir fjölskylduna á hóteli við Mývatn eða Laugar- vatn næsta sumar hlaut: Ragn- heiður Hergeirsdóttir, Birkivöll- um 24, Selfossi. Önnur verðlaun, sem er 3 postu- línsveggplattar þjóðhátíðarnefnd- ar 1974 — danskir frá Bing & Gröndahl, hlaut: Kjartan F. Adolfsson, Suðurvör 2, Grindavík. Þriðju verðlaun, þjóðhátíðar- peningur Bárðar Jóhannessonar, handunnin Ur silfri hlaut: Stein- þór Þórðarson, Skuggahlíð, Norð- firði. 4., 5. og 6. verðlaun, sem eru bækur frá Æskunni, hlutu: Lísa Kristinsdóttir, Dynskógum 17, Egilsstöðum, Elínborg J. Öla- dóttir, Öldutúni 8, Hafnarfirði og Ólafur Einarsson, Ljósheimum 18, Reykjavik. JVC CD-4 0 0 0 0 -0 ö ö £ £ afmótari er þýðing á tækniorðinu „demodulator" en afmótari er nauðsynlegur ásamt sértilgerðum 4-Rása tónhaus við afspilun á plötum fram- leiddum í CD-4 4 rása kerfinu, sem er hið eina hreina 4 rása kerfi. Hingað til hefur afmótarinn verið sér stykki sem þurft hefur að kaupa við 4 rása magnara, og er ekkert smávegis dýr. Hinn nýi 4VR-5426X ötvarpsmagnari frá JVC hefur afmótarann innbyggðan auk þess hefur hann deilir (decoder) fyrir SQ og QS kerfin. Svo og er innbyggt BTL kerfi, sem gerir það að verkum að ef hann er notaður sem stereo- magnari, tvöfaldast krafturinn þ.e.a.s. 4 VR- 5426X er 4x17 sínuswött og/eða 2x34 sínus- wött í stereo. Faco Hljómdeild Laugavegi 89. Sími 13008 GLÆSILEGT ÚRVAL AF VÖNDUÐUM OG HLÝJUM UNGÓ Júdas og John Miles leika í kvöld Sætaferðir frá Umferða miðstöðinni kl. 21,30. Munið nafnskírteinin. Ungó Keflavík 1 2 Te yrir t50,- íslensk söfnun til þróunarhjálpar á Ceylon, sem er eitt af 12 vanþróuðustu löndum heims. Viö seljum te föstudagskvöldið 8.nóv. VETRARFATNAÐI Frá Hollandi, Belgíu, Danmörku og Bretlandi NÝTT - NÝTT KÁPUR — JAKKAR BUXNADRAGTIR HÚFUR — TREFLAR þcrnhard lax^al A KJÖRGARÐI ÍSLENSKIR UNGTEMPLARAR FRÍKIRKJUVEG 11. SÍMI 21618.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.