Morgunblaðið - 08.11.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.11.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1974 17 Forsetar Norðurlandaráðs á fundinum f Álaborg: V. J. Sukselainen, fv. for- sætisráðherra Finnlands, Anker Jörgensen, fyrrver- andi forsætisráðherra Dan- merkur, Johannes Antons- son, Svíþjóð, Ragnhildur Helgadóttir, fyrsta konan, sem gegnir embætti for- seta Norðurlandaráðs, og Odvar Nordli frá Noregi. Geir Hallgrímsson, for- sætisráðherra, situr þessa dagana fund Norðurlanda- ráðs f Álaborg. Forsætis- ráóherra fiutti ræðu á fundinum í gær og fer hún hér á eftir: Samstarf við Norðurlönd um iðn- væðingu og orkuöflun á Islandi? Herra forseti. Ég vil í upphafi máls míns lýsa ánægju minni yfir því að sitja þennan fund hér í Alaborg, þeirri fögru borg, þar sem okkur eru búin hin ákjósanlegustu starfs- skilyrði. Við, sem metum Kaup- mannahöfn mikils, og komum frá höfuðborgum landa okkar, hljót- um að viðurkenna, að menn kynn- ast aldrei landi fyllilega af höfuð- borginni einni. Þess vegna njót- um við sérstaklega dvalar okkar hér i borg og annálaðrar gestrisni og vinsemdar Dana. Frá því að siðasti fundur Norðurlandaráðs var haldinn, hefur nýtt þing verið kjörið og ný ríkisstjórn mynduð á Islandi. 1 upphafi máls mins vil ég ekki láta hjá líða að lýsa því yfir, að sín á milli og skýrt afstöðu hvers annars gagnvart öðrum þjóðum. Norðurlandaráð er samstarfs- vettvangur frjálsra, sjálfstæðra þjóða og þótt við vonum, að hags- munir og skoðanir fari oftast sam- an, er eðlilegt að stundum sé tek- in mismunandi afstaða af hálfu Norðurlandaþjóðanna. Slíkt má ekki verða til þess að við missum trúna á norrænni samvinnu, því að við eigum samleið í fleiru en sundur kann að skilja og jafnvel í þeim tilvikum eigum við að ganga út frá skilningi á hvers annars stöðu og högum sem vísum. Við, sem höfum stofnað sam- starfsvettvang eins og þennan hljótum að vona, að sem flest ríki geti komið á svipuðum venjum í innbyrðis samstarfi sinu. Ljóst er á þessu sviði til þess Norðurlanda, sem lengst hefur náð i olíu- vinnslu, Noregs. Öbeisluð fallvötn, sem virkja má til raforkuframleiðslu, auk varmaafls, eru þær auðlindir á Islandi, sem mestar vonir eru bundnar við, sé litið frá fisknum í sjónum. Þótt ný tækni kunni í framtíðinni að gera okkur kleift að selja þessa orku á þann veg, að hún verði flutt yfir hafið til þeirra landa, sem þarfnast henn- ar, hljótum við fyrst og fremst að koma þeim iðngreinum á fót i landi okkar, sem geta sameinað það tvennt að nýta orkuna og skila þjóðarbúinu arði. Einir höf- um við ekki nægilegt afl til að hrinda öllum slikum áformum í framkvæmd. í þeim efnum er Ræða Geirs Hallgrímssonar, forsætisráðherra, á fundi Norð- urlandaráðs í Alaborg í gær íslensk stjórnvöld og þjóðin í heild leggur áherslu á norræna samvinnu. í stefnuyfirlýsingu íslensku ríkisstjórnarinnar er komist svo að orði: „Við framkvæmd utanríkis- stefnunnar skal lögð áhersla á þátttöku Islands í starfi Samein- uðu þjóðanna, samstarf norrænna þjóða, varnarsamstarf vestrænna þjóða, samstarf þjóða Evrópu og þátttöku tslands í þeim aðgerð- um, sem ætlað er að bæta sambúð austurs og vesturs." Á þessum vettvangi þarf ekki að fara mörgum orðum um gildi norrænnar samvinnu. Fyrir okk- ur íslendinga hefur það gildi i sjálfu sér, að eiga fyrst og fremst samskipti við frændur og vini, en auk þess er það ómetanlegt að hafa samráð og stuðning hver af öðrum, þegar skipt er við aðrar þjóðir. Mikilvægi þessa hefur komið fram í starfi Sameinuðu þjóðanna, þar sem allar Norður- landaþjóðirnar eru til staðar, en einnig I starfi Atlantshafsbanda- lagsins, þar sem við Islendingar teljum okkur hafa svipuð vióhorf og Norðmenn og Danir. Þá hefur gildi norræns samstarfs einnig komið fram í Efta og Efnahags- bandalagi Evrópu, þar sem Norðurlönd innan og utan slíkra samtaka geta haft sérstök tengsl að það ætti að vera öllum Noróur- löndum kappsmál að leysa ágrein- ing, sem kann að skapast í sam- skiptum þeirra, á þann veg, að þau séu öðrum þjóðum fyrirmynd um samstarfshætti. ísland mun leggja sig fram um samvinnu i þessum anda. Margvislegir erfiðleikar steðja nú að einstökum ríkjum og ríkja- heildum. Kapphlaup eftir orku og auðlindum hefur sett svip sinn á samstarf ríkja. Almennt má segja.að svartsýni ríki um framvindu alþjóólegra efnahagsmála. Hér er ekki ætlun mín að rekja í einstökum atriðum þá erfiðleika, sem þjóð min á við að etja. Hitt er ljóst, að orkuskort- urinn og hærra verðlag á oliu hefur bæði orðið til þess, að sú þverstæða kemur fram, að þjóð- irnar verða á ýmsan hátt inn- hverfari en áður, en einnig hins, aó þeim ætti að vera betur ljóst en fyrr hve mjög þær eru háðar hver annarri. Enn hefur ekki fundist olia í hafinu umhverfis island, svo að um ófyrirsjáanlega framtíð verð um við lfklega ekki þátttakendur i olíuævintýrinu á Norðurslóðum. Þótt land okkar sé auðugt af ann- ars konar orkulindum, erum við engu að síður innflytjendur tals- verðs magns af olíuvörum. Hug- myndir hafa komið upp um það, að við beindum viðskiptum okkar okkur nauðsynlegt að eiga sam- starf við aðra. Á þessu sviði eins og.öðrum beinast augu okkar að sjálfsögðu til Norðurlandanna. Við viljum kanna möguleika á samstarfi við Norðurlönd um iðn- væðingu og orkuöflun á íslandi. Öll slik samvinna hlýtur að byggj- ast á gagnkvæmum og sameigin- legum hagsmunum, án þess að Norðurlöndin einangri sig frá eðlilegum, frjálsum aiþjóðavið- skiptum. Nýting auðæfa hafsins er fyrsta og síðasta viðfangsefni íslensku þjóðarinnar. Eins og þess verður gætt við virkjun fallvatna, að náttúran spillist ekki er nauðsyn- legt að beita friðunaraðgerðum og vísindalegum vinnubrögðum, þegar afli er sóttur í djúp hafsins. Islendingar hafa stigið það skref að lýsa yfirráðum sínum yfir 50 ■mílna fiskveiðilögsögu. Ágrein- ingur um nýtingu þess svæðis hef- ur verið leystur með samningum. Aðrar þjóðir en Vestur-Þjóðverj- ar hafa virt útfærslu okkar i verki, og við höfum lagt áherslu á að ná samningumvið Vestur-Þjóð verja. Af þeirri lausn mun ekki aðeins leiða, að samskipti Is- lendinga og Vestur-Þjóðverja komist í eðlilegt horf heldur einn- ig, að Efnahagsbandalag Evrópu mun ekki lengur beita tollmúrum sinum gagnvart íslenskum sjávar- afurðum. Fundur EFTA-ríkjanna i Helsingfors hefur raunar nýlega skorað á Efnahagsbandalagið að fella þessa tolla gagnvart Islandi niður. I þessu efni er okkur ekki síður mikilvægt að fá stuðning Norðurlandanna bæði utan og innan Ef nahagsbandalagsins. Við höfum ekki lokið friðunar- aðgerðum okkar á Islandsmiðum. Kíkisstjórnin stefnir að því að færa fiskveiðilögsöguna út i 200 sjómilur á næsta ári. Auðvitað vonum við, að störf hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna hafi þá leitt i ljós formlegan stuðning ríkja heims við svo víðáttumikla efnahagslögsögu strandríkja. Ná- ist ekki heildarsamkomulag á ráð- stefnunni er það mjög mikilvægt fyrir okkur Islendinga að fá skjal- festan stuðning sem flestra ríkja við víðtæka lögsögu strandríkis. Þannig yrði grundvöllurinn fyrir einhliða útfærslu styrktur, fari ráðstefnan út um þúfur, sem við vonum að verði alls ekki. Við höfum fylgst af athygli með fyrirhuguðum aðgerðum Norð- manna til friðunar fiskistofnum og útfærslu efnahagslögsögu og fögnum þeim sem og samstarfi við þá á alþjóðahafréttarráðstefn- unni, og æskilegt væri frá okkar sjónarmiði að ná meiri samstöðu við aðrar Norðurlandaþjóðir. Herra forseti. Eg hef hér drepið á þau mál, sem ntér þótti sérstaklega eiga erindi til þessa virðulega ráðs um þessar mundir frá ríkisstjórn Is- lands. Þau varða ekki beint ein- stök dagskráratriði þessa fundar en framvinda þeirra er engu siður liður i samstarfi þjóða okkar, sem sífellt verður víðtækara og spann- ar f leiri svió. Norðurlandaráð má sín lítils, ef það nýtur ekki virðingar og er ekki kynnt meðal þeirra þjóða, sem við erum fulltrúar fyrir. Ég vil leggja áherslu á þessa skoðun i lok máls mins. Við Islendingar höfum fengið margar áþreifanlegar sannanir fyrir gildi norræns samstarfs. Má ég þar m.a. nefpa: Norræna iðnþróunarsjóðinn. Frumkvæði og framtak Norður- iandaráðs og undirtektir al- mennings á Norðurlöndum til að- stoðar þeim sem yfirgáfu heimili sín og tjón biðu vegna eldgossins í Vestmannaeyjum, þar sem íbúa- tala er nú orðin um 2/3 af því sem hún var þegar hamfarirnar dundu yfir. Norræna húsið i Reykjavík sem verið hefur nú um meira en 5 ára Framhald á bls. 24. 3. áfangí haf- réttarráðstefnu verðu 17. marz -10. maí í Genf Sameinuðu þjóðunum, 7. nóv. Reuter. TILKYNNT hefur verið í aðal- stöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, að næsti áfangi hafréttarráðstefnunnar verði haldinn í Genf frá 17. marz til 10. maf 1975. Verður þá áfram haldið starfinu, þar sem frá var horfið í Caracas 29. ágúst sl. en verkefni ráðstefnunnar er sem kunnugt er að setja alþjóðalög og reglur um hvers- konar nýtingu hafsins. Fyrir- hugað er, að undirritun sam- komulags þar að lútandi fari fram f Caracas, en hvenær það verður er óvist og fer eftir árangri Genfarfundanna f vetur. Þá hefur verið ákveðið, að f jórði áfangi viðskipta- og þróunarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna — UNCTAD — verði haldinn í Nairobi í Kenya í maí — júní 1976. Þriðji áfangi hennar var í Chile 1972. James John- son varð undir BLAÐIÐ Hull Daily Mail seg- ir, að Verkamannaflokksþing- maðurinn James Johnson fyrir Vestur-Hull, sem mörgum ts- lendingum er kunnur og hefur komið til tslands, hafi orðið undir pólitískum átökum { Yorkshire-hópi þingmanna Verkamannaf lokksins, en f honum eru 36 þingmenn. Johnson hefur verið for- maður hópsins sl. 8 mánuði, tók við þeirri stöðu eftir kosn- ingarnar i febrúar, þegar Roy Mason var skipaður í ráðherra- embætti. En þegar Yorikshire- hópurinn kom saman til fund- ar í Westminster á dögunum til að kjósa oddamenn, tapaði hann formannssætinu i hend- ur sér róttækari manni, John Mendelsons frá Penistone. Fundurinn var illa sóttur, aðeins 18 af 38 mættir og flest- ir úr vinstri armi Verka mannaflokksins. Er haft eftir þingmanni frá Bradford North, Ben Ford, að róttækari armurinn hafi sýnilega undir- búið atlögu gegn Johnson með smölun á sinu fólki á fundinn. Sleppt gegn 17,7 millj. kr. lausnargjaldi Reggio Calabria, Italíu, 7. nóv. AP. AUÐUGUR landeigandi á Italfu, Giuseppe Cali, hefur verið látinn laus úr haldi en honum var rænt fyrir hálfum þriðja mánuði. Fjölskylda hans greiddi fyrir hann 100 milljónir lfra f lausnargjald en sú upphæð nemur um 17,7 milljónum fsl. kr. Cali, sem er 73 ára að aldri fannst í bifreið, sem lagt hafði verið við þjóðveg. Lá hann í aftursætinu með bundið fyrir augu og var miður sín af tauga- spennu og vanliðan, þegar hann fannst. Hann kvaðst hafa verið lokaður inni í dimmu herbergi eða verið með bundið fyrir augu nær allan tímann, sem hann var i haldi, og jafnan hafa fengið lítið að borða, oft aðeins mjólkurglas og glas af ávaxtasafa á dag. 32 manneskjum hefur verið rænt á italiu á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.