Morgunblaðið - 08.11.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.11.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÖVÉMBER 1974 ptnrgmtnMta&iffo Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar hf. Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson Aðalstræti 6. simi 10 100. Aðalstræti 6. simi 22 4 80. Áskriftargjald 600.00 kr. á mánuði innanlands. f lausasólu 35.00 kr. eintakið. Ritstjórnarfulltrúi Fráttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar Geir Hallgrímsson forsætisráðherra dró upp skýra mynd af ástandi og horfum í efnahagsmál- um þjóðarinnar í stefnu- ræðu sinni á Alþingi fyrr í þessari viku. Ljóst er, að árangur efnahagsaðgerð- anna verður takmarkaður á þessu ári, en þegar í byrjun næsta árs standa vonir til að smám saman fari að draga úr verðbólgu- vextinum. Nú er búizt við, að viðskiptahallinn verði 12.500 millj. kr. á þessu ári, en það er um 9'A% af þjóðarframleiðslunni. Á síðasta ári var viðskipta- hallinn 2.615 millj. kr. eða um 3% af þjóðarfram- leiðslunni. Og þá er reikn- að með, að gjaldeyriseign þjóðarinnar muni aðeins nema 2.000 millj. kr. um áramót, en það jafngildir hálfs mánaðar gjaldeyris- notkun. Við eðlilegar að- stæður á gjaldeyriseignin aó geta staðið undir a.m.k. þriggja mánaða innflutn- ingi. Af þessu má sjá, að við hrikaleg vandamál er að etja. Þrátt fyrir þessar staðreyndir halda þing- menn Alþýðubandalagsins því fram fullum fetum, að afkoma atvinnuveganna og þjóðarbúsins í heild hafi verið með bezta móti á þessu ári. Jafnvel forystu- menn Alþýðubandalagsins gera sjálfa sig að athlægi fyrir augum alþjóðar með slíkum málflutningi eins og raunin varð á í útvarps- umræðunum sl. þriðjudag. Núverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hef- ur þegar beitt sér fyrir umfangsmiklum efnahags- aðgerðum. í stefnuræðu forsætisráðherra kom fram, að búast má við, að áhrifa þessara aðgerða fari að gæta þegar í byrjun næsta árs. Ráðherrann sagði, að spár um þróun verðlags bentu til þess, að verðbólga mundi fara minnkandi á næsta ári, þrátt fyrir örar verðbreyt- ingar á síðasta ársfjórð- ungi þessa árs, og við árs- lok 1975 yrði verðbólgan komin undir 15% á árs- grundvelli. Forsætisráð- herra sagði, að meginmark- mið efnahagsstefnunnar fyrir árið 1975 væri að draga verulega úr hraða verðbólgunnar og tryggja sæmilegan jöfnuð í við- skiptum við útlönd, án þess að gripið yrði til of harka- legra samdráttaraðgerða, er tefldu atvinnuöryggi og þar með lífskjörum al- mennings í tvísýnu, enda væri full atvinna meginfor- senda efnahagsstefnunnar. Stefna núverandi ríkis- stjórnar er að treysta grundvöll íslenzks atvinnu- lífs, skapa jafnvægi og meira atvinnuöryggi, svo að unnt verði að tryggja vaxandi velmegun samfara réttlæti í tekjuskiptingu og aðstöðu manna. Forsætis- ráðherra sagði, að þessi stefna byggðist á tveimur höfuð þáttum: Annar þátturinn væri fólginn í umbótum á sjálfu efna- hagskerfinu, er miðaði að meiri hagkvæmni í rekstri þess og auknu félagslegu réttlæti. Hinn þátturinn væri fólginn í því að hlúa að nýjum atvinnugreinum, efla þær, sem fyrir væru, og gera stór átak í byggða- málum. Forsætisráðherra sagði ennfremur, að ríkisstjórn- in myndi leita nýrra hag- stjórnartækja jafnframt eflingu þeirra, sem áður hefðu verið notuð, auk al- mennra umbóta í hagkerf- inu. Ýmislegt hefði reynd- ar þegar verið gert til þess að jafna ytri sveiflur á þjóðarbúið. Mætti þar nefna gjaldeyrisvarasjóð- inn, sveigjanlega gengis- skráningu og verðjöfn- unarsjóð fiskiðnaðarins. En samhliða þessu yrði að marka virka og aðhalds- sama stefnu í peninga- og lánamálum með sveigjan- legri notkun vaxta, verð- tryggingar og annarra lánskjara. Auk þessa væri nauðsynlegt að binda inn- lenda lánastarfsemi og notkun erlends lánsfjár innan ramma heildaráætl- unar um fjármagns- markaðinn. Æskilegt væri jafnframt að skapa skilyrði fyrir myndun varasjóða ríkisins, sveitarfélaga, at- vinnugreina og einstakra fyrirtækja, sem grípa mætti til á samdráttartím- um. Hér er um afar mikilvæg stefnuatriði að ræða, þvi að öllum má vera ljóst, hversu brýnt er að beita öllum til- tækum hagstjórnaraðferð- um til þess að jafna sveifl- ur í efnahagslífinu. Reynsla undanfarinna ára ætti að hafa kennt okkur að óhjákvæmilegt er að beita ákveðnum og mark- vissum aðgerðum í þessum efnum, ef við ætlum af ein- hverri alvöru að reyna að vinna bug á verðbólguþró- uninni. Þegar verðbólga er komin á það stig, sem nú er raunin á, ógnar hún lífsaf- komu manna og félags- legum umbótum I þjóðfé- laginu. Þegar til lengdar lætur hlýtur að vera hagkvæm- ara að dreifa skyndilegum tekjusveiflum í einstökum atvinnugreinum á lengri tíma en áður hefur verið gert. Það ber þess vegna að fagna því, ef ríkisstjórnin hyggst beita ákveðnum að- gerðum til þess að ná þessum markmiðum. En það er ekki nóg að stefna að þessu marki þegar í harðbakkann slær. Hitt er ekki síður nauðsynlegt að fylgja stefnunni eftir, þeg- ar betur árar. AUKIÐ JAFNVÆGI í Þ JÓÐARBÚSKAPNUM Holur í geimnum SVARTAR HOLUR kalla vfsindamenn eina af athyglisverðustu nýjungum stjarneðlisfræðinnar. Svört hola er stjarna sem hefur dregizt saman f svo iftið rúmmál, að frumeindir efnisins hafa bókstaflega kramizt sundur. Holan er þá einskonar kúla úr feiki- sterku aflsviði. Þyngdaraflið er yfirgnæfandi, en margskonar geisl- un myndast inni f holunni. Þótt geislarnir beinist út úr holunni, dregur þyngdaraflið fljótlega úr þeim allan mátt og þeir komast aldrei út fyrir tún- garðinn ef svo mætti segja. Fyrir vikið stafar holan engum geislum ljóss eða efniseinda. Hún er ósýnileg jafnt augum sem mælitækjum. Hinsvegar gleypir hún allt sem á vegi hennar verður, svo að nafn- giftin er f hæsta máta viðeig- andi. Erfiðir útreikningar Samkvæmt þeim eiginleik- um, sem stjarneðlisfræðingar hafa tileinkað svörtu holunum, ættu þær að þrauka til eilífðar- nóns, siglandi eins og drauga- skip um víðáttu geimsins, svart- ari en allt sem svart er. Nú hefur ungur Englending ur, dr. S. Hawking, við háskól anri f Cambridge lagt á borðið útreikninga sem segja að svörtu holurnar verði engan veginn jafngamlar eilífðinni, heldur eigi þær í vændum að enda líf sitt með óviðjafnan- legum glæsibrag. Rannsóknir dr. Hawkings beindust að fyrirbrigðum, sem eiga sér stað inni f holunum. Beita verður hínni flóknu stærðfræði afstæðis- og skammtakenningarinnar. Þær jöfnur, sem þá verða uppi á teningnum eru svo iilar viður- eignar, að einfaldar, snyrti- legar Iausnir koma ekki til greina. Fella verður niður nokkra erfiða liði, og það gefur auga leið að útkoman er ekki óvefengjanleg. Leynigöng Kjarninn í hugmynd Haw- kings er sá, að lítilsháttar út- geislun verði úr holunni, þegar allt kemur til alls. Geislarnir, einkum ljóseindir og nevtrínar, brjótast úr holunni fyrir tilstilli sérstakra áhrifa, sem eru áþekk hinu svonefnda „tunnel-effect" í skammtakenningunni. Þar er vísað til þess, að efniseindirnar geta skotizt í gegnum spennu- svið, sem eiginlega er orku þeirra ofviða. „Tunnel“ þýðir jarðgöng, enda er fyrirbærið hliðstætt því, að fangi grafi sér göng undir fangelsismúrana. Hawkings notfærði sér nú hina alþekktu niðurstöðu afstæðiskenningarinnar, að efni jafngildir orku. Aflsvið holunnar jafngildir þvf ákveðnu efnismagni. Hann sýndi fram á, að útgeislunin er lítil meðan efnismagnið er mikið, en færist í aukana þegar það minnkar. Nú er geislunin einmitt ein tegund orku, svo að efnismagn holunnar rýrnar stöðugt og útgeislunin eykst að sama skapi. Að lokum verður útgeislunin svo hröð, að svarta holan fuðrar upp í ógurlegri sprengingu. Ævi svartrar holu með efnis- magn venjulegrar stjörnu er þó samkvæmt útreikningunum all- miklu lengri en aldur al- heimsins, sem talinn er 15.000 milljónir ár. Engin hola í þeim stærðarflokki ætti því að hafa sprungið fram að þessu. A hinn bóginn er til f dæminu, að minni holur hafi myndazt við fæðingu alheimsins og sprungið nú þegar. Stjarnfræð- ingar gætu gert sér vonir um að verða varir við endalok þeirra. Snjallræði eða heilaspuni? Þá er komið að rúsínunni í pylsuendanum: Hvar eru nú þessar svörtu holur, og hvernig færu stjarnfræðingar að því að skoða þær, ósýnilegar með öllu? i Sannleikurinn er sá, að fram á þennan dag hafa þær aðeins fundizt i heilafrumum andríkra stjarneðlisfræðinga. Þeir hafa rannsakað stærðfræðijöfnur almennu afstæðiskenningar- innar, stokkað þær eftir list- arinnar reglum og fundið nokkur athyglisverð afbrigði, sem einmitt benda til að stjörn- urnar geti undir vissum kringumstæðum dregizt saman með aldrinum og breytzt í svartar holur. Sólin okkar mundi aðeins teygja sig yfir fáeina kílómetra sem svört hola, og jörðin mundi skreppa saman í kúlu, 1—2 sentimetra í þvermál. 1 leiðinni má nefna að stjörn- urnar hrörna allar með aldr- inum og hafa ýmis atriði sannazt í þeim efnum, sem upphaflega þóttu öfgakennd. Einnig má minna á pósitrón- una, hina jákvæðu rafeind, sem Dirac fann með stærðfræði- legum bollaleggingum 1928. Fjórum árum síðar voru svo fyrstu mælingarnar gerðar, sem sönnuðu efnislega t-ilvist hennar. Þótt kenning Hawkings reynist röng og svörtu holurnar sendi ekki frá sér geisla af neinu tagi, hafa stjarnfræð- ingar ýmis tök á að þefa þær uppi. Þær mundu til dæmis sveigja Ijósgeisla lifandi stjarna af leið sinni. Cygnus X-1 Stjarneðlisfræðingar hafa í þessu sambandi bundið vonir við stjörnukerfið Cygnus X-l. Kerfið framleiðir röntgengeisl- un, sem komið hefur fram á mælitækjum eldflauga og gervitungla. Cygnus X-1 hefur verið talið tvístyrni, tvær stjörnur sem snúast um sameiginlegan þyngdardepil. Röntgengeisl- unin gæti stafað frá efnis- ögnum, sem þyngdarsvið ann- arar stjörnunnar reytir af hinni. Geislunin er þó svo öflug, að gera verður ráð fyrir því, að sú fyrrnefnda sé svört hola, sem éti Iátlaust utan af félaga sinum. Nýlega hafa samt nokkrir starfsbræður Hawkings I Cam- bridge gert strik I reikninginn. Þeir hafa leitt að því rök, að Cygnus X-1 sé alls ekki tví- styrni, heldur þristirni og alveg óþarfi að reikna með svartri holu I þeim félagsskap. Þetta varð fylgismönnum svörtu holunnar talsvert áfall, en væntanlega bíta þeir á jaxl- inn og berjast þeim mun djarfar sem ósigurinn er vísari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.