Morgunblaðið - 08.11.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.11.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1974 23 Fiskirækt — arð- bær atvinnugrein Það er undarlegt hversu tóm- lát hin mikla fiskveiöiþjóð Is- lendingar, virðist yfirleitt vera um fiskirækt. Að vísu hefir all- góður árangur náðst i ræktun laxfisks í islenzkum ám. Á þeim vettvangi virðist Veiðimála- stofnunin hafa náð umtalsverð-. um árangri, án þess að undirrit- aður hafi neina þekkingu til að bera að leggja dóm á hina marg- umtöluðu Kollafjarðarstöð. Á hinn bóginn virðist það lengi hafa verið stefna stjórnvalda að fiskrækt skuli lúta allsherjar- forsjá hins opinbera. í þeim efnum hefir einkaframtakinu verið mjög þröngur stakkur skorinn. Nægir í þvi sambandi að minna á virðingarvert fram- tak Skúla Pálssonar að Laxa- lóni. Þunglamalegt kerfi hins opinbera virðist hafa verið því mikill fjötur um fót að ekki sé meira sagt. Á slíku þarf að ráða bót. Þegar Sjálfstæðisflokkur- inn er nú tekinn við forystu í þjóðmálum er til þess ætlazt, að hann beiti sér fyrir frelsi ein- staklingsins til athafna. Rétt er og sjálfsagt að hið opinbera hafi yfirstjórn ýmissa þátta og þá sérstaklega að þvi er varðar að bægja frá hættu á sýkingu fiskstofna. En allsherjar ríkis- forsjá i þessum efnum sem öðr- um kemúr ekki til greina. Vötn landsins og sjórinn við strendur landsins búa yfir ótrú- legum möguleikum til fisk- ræktar. Það sem skortir er áhugi manna og framtakssemi og frjáisræði til framkvæmda. Ræktun vatna t.d. er mörgum bónda alls ekki ofvióa vegna kostnaðar. Fjölmargir bændur landsins gætu haft mikið gagn af fiskeldi sem aukabúgrein og víða háttar svo til, að um aðalat- vinnugrein gæti verið að tefla. Á undanförnum þingum hefir greinarhöfundur flutt til- lögur um fiskrækt í sjó eða söltu vatni. Allmargar þjóðir svo sem Japanir, Kanadamenn, Bretar og Norðmenn hafa náð athyglisverðum árangri á þessu sviði. T.d. er árangur Norð- manna í laxarækt í kvíum i sjó frábær og má þó enn teljast á tilraunastigi. Stórauka má vaxtarhraða laxfiska með eldi í söltu vatni eða sjó, sérstaklega ef halda má á honum hærra hitastigi en t.d. gerist að jafnaði í íslenzku veðurfari. Ef tekin eru dæ.mi af Reykjanesi t.d. þá sýnast möguleikar á að steypa eldisker i flæðarmáli, sem auðvelt væri að láta ferskan sjó renna um, en kerin sjálf upp- hituð með heitu vatni, sem viða má fá þar úr jörðu. Allt fóður getum við fengið eða framleitt innanlands. Um slíka tilraun sem þessa verður myndaður fé- lagsskapur innan tíðar. Á því eru nú tök þegar víðsýnir fram- farasinnar hafa tekið forystuna í sjávarútvegsmálum, en þröng- sýnum klíkumönnum vikið til hliðar. Það er athyglisvert að líta á, hverjar undirtektir fiskræktar- tillögurnar hafa hlotið. Fyrr- verandi stjórnvöld skelltu við skollaeyrum og höfðu m.a. að yfirvarpi, að slíka tillögu mætti ekki samþykkja, þar sem hún gerði ráð fyrir, að yfirstjórn fiskræktar í sjó yrði í höndum Fiskifélags Islands. Með þvi væri verið að draga burst úr nefi landbúnaðar i landinu, þar sem fiskiræktarmál ættu að heyra undir Veiðimálaskrif- stofuna og þar með land- búnaðarráðuneytið. Auðvitað þarf fjárhagslegan stuðning hins opinbera við til- raunir á þessu sviði, og eins að því er varðar ráðgjöf, en höfuð- atriðið er að gefa einkaframtak- inu sem frjálsastar hendur. Þá mun þess skammt að bíða, að fiskirækt verði að arðbærri at- vinnugrein. Sverrir Hermannsson; Á GAGNVEGUM Þessar fáu linur eru mikið hól um sýningu Karls Kvarans, enda á þessi sýning það skilið, að henni verði veitt athygli, og ég vonast til, að sam flestir sjái sér fært um að staldra þar við og grannskoða þau verk, er til sýnis eru. Það verður ekki komist að kjarna þessara verka með andartaks kynningu, þau eru þess eðlis, að maður verður að skoða vel oe upplifa þau á sinn hátt, engu siður en listamaðurinn sjálfur. Á þann eina hátt kemst tjáning listamannsins til skila. Ég veir ekki hvort menn gera sér almennt ljóst, hve snar þáttur myndlist hefur orðið í menningu tslendinga á tuttugustu öld. En það blasti vel við öllum þeim, er sáu hina merku sýningu á list okkar í ellefu hundruð ár, sem haldin var i sumar leið. Þáttur abstrakt listar i þeirri þróun ætti að sanna fyrir okkur, hve gríðar- leg áhrif hin abstarkta list hefur haft hér á landi seinustu áratugi, og má jafnvel fullyrða, að þetta litla þjóðfélag okkar standi á því sviði jafnfætis mörgum fjölmenn- ustu þjóðum heims. Ef þetta er rétt hjá mér, eru íslendingar meiri menn fyrir það, að hafa alið eins merkilega myndlistarmenn og þá, er gert hafa þessa listgrein að því sem hún er nú.Karl Kvaran er einn þessara manna, það sannar núverandi sýning i Norræna húsinu. Valtýr Pétursson. Sýning Karls Kvarans ÉG hef ýmislegt sagt á prenti um list Karls Kvarans á undanförn- um árum, og ég held, að það hafi allt verið meira og minna hól um þennan miðaldra listamann, sem þegar hefur náð það miklum ár- angri, að ekki er um það að villast, að hann er einn af okkar fremstu lístamönnum. Það er því ánægjulegt fyrir mig að geta enn einu sinni tekið undir orð sjálfs mín og sjá það sannast, að þau hafa ekki verið stundar glamur, skrifað i hrifningu augnabliksins. Fátt er eins fallvalt og að leggja dóm á list, að ég ekki tali um spádóma um, að hitt eða þetta sé það sem koma skuli og sé því það eina rétta og sanna. Þaó gerir Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON maður aðeins á unglingsárum, þagar maður er viss um, að köllun sé fyrir hendi til að bjarga veröld- inni og alheimsviskan eigi rætur sinar í hugarfóstri sjálfs sín. Lína, litir, form og myndbygg- ing eru þeir þættir, sem hvert einasta listaverk á líf sitt undir, þeir möguleikar, sem listamaður- inn glímir við, velur og hafnar, hvort heldur er í þessum stílnum eða hinum. Frá þvi mannskepnan fór að krota á hellisveggi til að njóta skilning og hjálpar goðs síns fram til vorra daga hefur þetta verið undirstrikað á allar tján- ingar þeirra manna, sem að mynd- list hafa unnið. En sagan er ekki öll. Hver einasti einstaklingur, sem við myndlist hefur snert, hefur einnig persónuleika, sem óneitanlega er einn snarasti þáttur í myndgerð hvers þess er fæst við að koma saman mynd- rænum hlut. Lína, litir og form geta tekið á sig miklar furðumyndir í höndum frjós manns. Sumir gefa hug- myndir í verkum sinum um þekkta hluti, landslag, hluti á borði, persónur og yfirleitt allt það, sem er í sjónvidd og við um- göngumst daglega. Sumir vilja segja sögu í myndverkum sínum, aðrir hafna öllu nema því, sem hugur þeirra og þekking á krafti litar og forms geta tjáð, án þess að nokkuð annað komi þartil greina. Þessi tjáningarform má nota á margvíslegan hátt, og í flestum tilfellum verður útkoman sú, að þeir, sem læsir eru á myndlist, geta tekið þátt í því, sem lista- maðurinn er að gera, og þannig verður sjálft verkið til í raun og veru. Það mætti með miklum sanni segja, að ekkert myndverk nái raunverulega tilgangi sinum, nema það verði jafn þýðingar- mikið fyrir þann er skoðar og þann er skóp. Sýning sú, er Karl Kvaran hefur komið fyrir í Norræna hús- inu, er um margt frábrugðin fyrri sýningum Karls. Hann vann lengi vel, eða eitthvað um 20 ára skeið, eingöngu í Gouachelitum (vatns- litum) og náði á því sviði miklum árangri, sem allir þekkja, sem fylgst hafa með íslenzkri myndlist siðustu áratugi. Nú hefur hann söðlað um og tekið til við að gera málverk með olíulitum. Myndir Anton Bruckner Sin- fónía nr. 1 í c-moll □ P. I. Tsjaikovský Fiðlukon- sert í D-dúr, op. 35 □ Einleikari: Václav Hudecek □ Stjórnandi: Karsten Andersen Tónllst eftirJÓN ÁSGEIRSSON Þar þarf ekki spámann til að staðfesta það, að Václav Hudecek er snillingur og þó hann sé aðeins 22 ára að aldri ræður hann yfir svo ótrúlegri hans hafa stækkað i sniðum, og hann hefur fundið möguleika olíulitanna furðu fljótt. Það er líka auðsætt i þessum verkum Karls, að hann hefur verið í góð- um skóla hjá Gouachelitunum. Sú mýkt og sá samruni lita og forms, sem þar var að finna, er horfið. Nú er formbygging Karls flóknari og gerólík i eðli sínu því er áður var. Hann hefur á örskömmum tækni, að jafnað verður aðeins við það bezta, sem þekkist á sviði fiðluleiks. Fiðlukonsertinn eftir Tsjaikovský lék Hudecek frá- bærlega vel, með glæsilegri tækni, músikgleði og æskufjöri. Með aukalagi, Tema með til- brigðum, eftir Niccolo Paganini, lagði Hudecek áheyr- endur, hreint og beint sagt, að fótum sér. Flutningur 1. sinfóníu Bruckners var ekki eins góður og vænta mátti, eftir frammi- stöðu hljómsveitarinnar í tveimur fyrstu tónleikum vetr- arins. Sérstaklega voru fiðlurn- ar oft ósamtaka og óhreinar. I Scherzo-kaflanum lék hljóm- sveitin nokkuð vel, enda er sá kafli bæði skemmtilegur og skýr í formi. Karl Kvaran á sýningu sinni. tima tileinkað sér raunverulega nýja tækni, sem hefur síðan orsakað hjá honum endurnýjun forms og litar, að ég ekki tali um þá graffísku tilfinningu, sem skapast i þessum verkum, með sjálfri línunni. Sem sagt! Karl Kvaran kann þá list að gera hreina og sterka myndlist, sem er sérlega persónuleg og þraut- hugsuð i eðli sinu. Václav Hudecek Sinfóníutónleikar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.