Morgunblaðið - 08.11.1974, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.11.1974, Blaðsíða 40
RucivsmcnR ^-«22488 RUGLVSinGRR ^^-«22480 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1974 Rey k j aví kurborg: Viðskíptaskuld breytt 1 föst lán BORGARRÁÐ samþykkti sl. þriðjudag að taka 600 millj. kr. ián í Landsbankanum til þess að breyta viðskiptaskuld borgar- sjóðs f fast lán, en skuldin var um síðustu mánaöamót 860 millj. kr. Lánið á að endurgreiðast á þrem- ur árum. Borgarstjórn samþykkti þessa ákvörðun f gærkvöldi með 10 samhljóða atkvæðum en 5 sátu hjá. Afborganir og vextir af þessu láni munu nema á árinu 1975 nokkurn veginn þeirri fjárhæð, er 10% álag á útsvör mun gefa. F álkaorða til sölu ATHYGLl Morgunblaðsins var f gær vakin á því, að í einni af forngripaverzlunum borgar- innar var til sölu fálkaorða frá þvf fyrir iýðveldisstofnun, geymd f glerkassa og verðsett á 25 þúsund krónur. í þessu tilefni sneri Morgun- blaðið sér til Birgis Möller, rit- ara orðunefndar, og spurði hvort ekki' væri óheimilt að selja orður islenzka lýðveldis- ins. Hann kvað rétt vera, að slfkt væri óheimilt og væri ætlazt til, að orðuhafi gerði ráðstafanir til þess, að heiðurs- merkinu yrði skilað aftur eftir andlát hans. Birgir kvaðst vita örfá dæmi þess, að reynt væri að selja fálkaorðuna og bærust slíkar fregnir aðallega erlend- is frá. Hann kvaðst hins vegar þegar mundu gera ráðstafanir til að hindra sölu á fyrr- greindri fálkaorðu í forngripa- verzluninni. Félagsmálaráðherra hefur til- kynnt, að hann muni veita heim- ild til þess að nota 10% álagið á næsta ári. Borgarstjóri hefur greint borgarráði frá því, að hann muni beita sér fyrir þvf að þessi heimild verði nýtt. Borgaryfirvöld hafa um all- langt skeið átt jiðræður við bankastjórn Landsbankans varð- andi fjármálastöðu borgarsjóðs gagnvart bankanum. Niðurstaðan af þessum viðræðum varð sú, að Landsbankinn samþykkti að veita borgarsjóði 600 millj. kr. lán, sem endurgreiðist á þremur árum með 250 millj. kr. á árinu 1975 og 1976 og 100 millj. kr. á árinu 1977. Afborganir skiptast i tíu jafnar greiðslur hvert ár. Vextir verða almennir skuldabréfavextir eins og þeir eru ákveðnir á hverjum tíma og greiðast mánaðarlega eftir á. Bankinn áskilur sér rétt til að breyta láninu í erlent lán að höfðu samráði við Reykjavíkur- borg. Til viðbótar þessu samkomulagi hefur yfirdráttarheimild borgar- sjóðs í Landsbankanum verið hækkuð úr 80 millj. kr. í 200 millj. kr. miðað við 1. júní 1974 og 300 millj. kr. 1. nóvember, en ráð er fyrir því gert, að heimildin lækki aftur í 200 millj. kr. í lok þessa árs. Vextir af yfirdráttarskuld borgarinnar verða síðan umreikn- aðir í samræmi við þessa breyt- ingu. Borgarráð heimilaði borgar- stjóra að semja um lántöku á þess- um grundvelli. Fulltrúar minni- hlutaflokkanna greiddu ekki at- kvæði, en tóku fram, að þeir myndu gera grein fyrir afstöðu sinni í borgarstjórn. Oddfellowar gáfu í gær St. Jósepsspítalanum í Landakoti varaaflstöð, svo að spítalinn geti verið óháður skyndilegum og óvæntum raforkuskorti. Myndin er tekin er gefendur skoðuðu dísilstöðina í fylgd yfirlæknis og príorinnu St. Jósepssystranna. Lengst til vinstri á myndanni og næst rafstöðinni standa: Bjarni Jónsson, yfirlæknir á Landakotsspítala, systir Hildegardis, Karl Sig. Jónasson læknir og sá félagi í Oddfellowreglunni, sem átti hugmyndina að gjöfinni, og Sveinn Björnsson, yfirmaður Oddfellowreglunnar á íslandi. Sjá frétt á blaðsíðu 3. — Ljósm.: Ól.K.M. Súrálsverksmiðja reist á íslandi? Frumathugun á hagkvæmni slíkrar verksmiðju hefur verið gerð SÉRFRÆÐINGUR frá Þróunar- stofnun Sameinuðu þjóðanna hef- ur gert forhagkvæmnisathugun á því, hvort hér á landi sé grund- völlur fyrir þvf að reisa súráls- verksmiðju, er nýta myndi jarð- Tíðni magakrabbameins í körlum hefur minnkað Tíðni lungnakrabbameins eykst sífellt TÍÐNI magakrabbameins meðal fslenzkra karia hefur minnkað talsvert á árunum frá 1960, en magakrabbamein er langal- gengasta krabbameinstegund meðal karla á Islandi. Þetta kem- ur fram, þegar skoðaðar eru krabbameinsskráningar Krabba- meinsfélags tsiands. Á blaða- mannafundi hjá félaginu f gær ræddi Ólafur Bjarnason, prófess- or og formaður félagsins, þetta atriði sem önnur og sagði þá m.a.: „Það, sem mönnum dettur fyrst í hug, er, að eitthvað kunni að vara í fæðu íslendinga, sem tekið hafi breytingum og haft áhrif til lækkunar. Þar kann að koma til, að aðferðir við geymslu matvæla hafa breytzt verulega hér á landi, allt frá því á styrjaldarárunum. Það hefur sem sé farið meira og meira í vöxt að geyma bæði kjöt og fisk djúpfryst í stað hinna gömlu geymsluaðferða, þar sem kjöt og fiskur var ýmist saltað eða reykt. Annað, sem tekið hefur breyt- ingum í matarræði Islendinga á þessum árum, er, að neyzla ferskra ávaxta og grænmetis hefur án efa aukizt verulega. Þessar ályktanir verða ekki studdar með tölum, en sannarlega væri kominn tími til að láta fara fram nákvæma athugun á mata- ræði íslendinga, svipaóa þeirri, sem framkvæmd var á vegum Manneldisráðs í upphafi siðustu heimsstyrjaldar.“ Þá kom fram á fundinum, að tíðni lungnakrabbameins hefur farið vaxandi og sagói Ólafur Bjarnason, að öruggt mætti telja, að ástæðan til þess væri sjálf- skaparvíti, þar sem vindlinga- reykingar mega örugglega teljast ein aðalástæða þessarar miklu aukningar. Þá kom og fram, að skráning á krabbameini i skjald- kirtli sýndi, að það er mun tíðara hér á landi en á öðrum Norður- löndum. Er hafin könnun á þessu fyrirbæri innan samvinnu Norðurlandanna með það fyrir augum, að unnt verði að leiða i ljós hverjar orsakir liggi hér að baki. Vera má, að arfgengir eigin leikar hafi hér þýðingu i orsaka- samhengi vissra tegunda krabba- meins. Aðstaða til að rannsaka erfðir í þessu sambandi er óvíða jafngóð og hér á landi. Fyrir því hefur tekizt samvinna milli Krabbameinsfélags fslands og Erfðafræðinefndar Háskólans um fjölskyldurannsóknir á brjósta- krabbameini og eru rannsóknirn- ar að verulegu leyti unnar fyrir fé Framhald á bls. 24. gufu f stórum stíl til framleiðslu sinnar. Niðurstaða þessarar at- hugunar mun hafa verið jákvæð, miðað við þær forsendur, sem gefnar voru. Þær forsendur eru þó ekki fyrir hendi við núverandi aðstæður heldur er hér um lang- tfmaáform að ræða og þá miðað við fjölgun álverksmiðja hér inn- anlands og mikla afkasta- aukningu frá því, sem nú er. Eins og nú háttar, er súrál eða alúmína flutt til landsins allt frá Ástralíu, en þetta efni er unnið úr boxíði og eitt helzta hráefnið við framleiðslu álverksmiðjunnar í Straumsvík. Hins vegar hafa hnig- ið að því sterk rök, að hagkvæm- ara gæti verið að flytja boxíðið hingað til lands óunnið og vinna súrálið hér. Til að gera forat- huganir á þessu var dr. Sigmond, sérfræðingur frá Þróunarstofnun S.þ. í Vín, fenginn til landsins og dvaldi hann hér í sex vikur við þessar athuganir. Athuganir hans beindust þó ekki aðeins að mögu- leikum á því að reisa og reka súrálsverksmiðju á Islandi held- ur einnig að frekari framleiðslu hér úr bræddu áli. Að sögn Sveins Björnssonar, framkvæmdastjóra Iðnþróunar- stofnunar íslands, lagði dr. Sig- mond til grundvallar athugunum sínum verksmiðjur af tveimur af- kastastærðum — annars vegar var miðað við 300 þúsund tonna ársvinnslu en hins vegar var mið- að við 600 þúsund tonna árs- Framhald á bls. 24 Endurmeta þarf neyzhi- stig vísitölunnar SVO sem komið hefur fram f Morgunblaðinu telja ýmsir bænd- ur, er annan búrekstur en sauf- fjárrækt stunda, að grundvöllur fyrir nautgripa-, svfna- og ali- fuglarækt sé að bresta vegna hinna miklu niðurgreiðslna á dilkakjöti, er hafi f för með sér, Verður álverið stækkað FORRÁÐAMENN svissneska stórfyrirtækisins Alusuisse hafa átt viðræður við fslenzk stjórn- völd um stækkun á álverksmiðj- unni í Straumsvfk, samkvæmt upplýsingum, er Morgunblaðið hefur aflað sér. Svo sem blaðið hefur áður skýrt frá, voru stjórnarformaður og aðalframkvæmdastjóri Alusuisse hér á landi fyrir skömmu og áttu viðræður við íslenzk stjórnvöld um hugsanlega aðild félagsins að rannsóknum á Austurlandsvirkj- un með stóriðju fyrir augum. Við þetta sama tækifæri munu full- trúar Alusúisse hafa rætt stækk- un álverksmiðjunnar við islenzk stjórnvöld, en Morgunblaðinu tókst hins vegar ekki að fá upplýs- ingar um á hvaða stigi þessar við- ræður væru. Ragnar Halldórsson, forstjóri Isal, sagði, að hugsanleg stækkun álverksmiðjunnar hefði lengi verið á döfinni en vildi hins vegar ekkert segja um það á hvaða stigi þau áform væru núna. Hann kvað fulltrúa svissneska álfélagsins hafa nú tekið upp viðræður við nýju ríkisstjórnina á sama hátt og viðræður hefðu verið f gangi við fyrrverandi ríkisstjórn og kvaðst búast við, að þessum viðræðum yrði haldið áfram strax upp úr áramótum. að annað kjöt sé alls ekki sam- keppnisfært. Morgunblaðið sneri sér til Halldórs E. Sigurðssonar, landbúnaðarráðherra, og spurði hann hvort þessir bændur gætu vænzt einhverrar úrlausnar. Halldór kvað hér um erfitt vandamál að ræða, sem raunar væri óleysanlegt nema með því að taka lögin um visitöluna til algjörrar endurskoðunar. Hann benti á, að þegar neyzlustigin i vísitölunni voru ákvörðuð á sín- um tíma hefði önnur kjötneyzla en á dilkakjöti verið mjög lágt metin. Hann kvaðst sjálfur hafa látið gera athugun á því fyrir fá- einum árum hvað það myndi kosta að taka nautakjötið inn í vísitöluna og í ljós hefði komið, að það hefði verið um 600 milljóna króna útgjöld fyrir rikissjóð. Nú væri hins vegar spurningin hvort ekki ætti að taka lögin um vísitöl- una til endurskoðunar og meta t.d. nautakjötið meira en fyrr. Framhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.