Morgunblaðið - 08.11.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.11.1974, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÖVEMBER 1974 12 Fulltrúar á aðalf undi Landssambands stangveiðifðiaga. Tekið verði fyrir leigu á veiðivötnum til útlendinga Fiskirækt verði stóraukin Aðalfundur Landssambands stangveiðifélaga var haldinn á Akureyri dagana 26. og 27. þ.m. Meóal helztu mála, sem rædd voru á þinginu, var leiga á lax- veiðiám til útlendinga. Var alger samstaða um að vinna að því að tekið yrði fyrir slíka leigu, hvort heldur beint til útlendinga eða gegnum svokallaða umboðsmenn. Fundurinn taldi það algera rétt- Aðalfundur Sýslumannafélags íslands var haldinn í húsakynn- um tollstjóraembættisins í Reykjavík dagana 25. og 26. októ- ber s.l. Félagsmenn eru allir sýslumenn og bæjarfógetar lands- ins, svo og tollstjórinn og lögreglustjórinn í Reykjavík, toll- BFÖ þakkar lokun ÁTVR í frétt frá Landssambandi bind- indisfélaga ökumanna segir, að stjórn sambandsins telji þá ráó- stöfun ríkisvaldsins rétta að loka útsölum Á.T.V.R. fyrir Þjóð- hátíðarhald á Þingvöllum í sumar. Jafnframt vilji stjórn BFÖ láta í ljós ánægju og þakkir til hinna mörgu þjóðhátíðargesta um land allt fyrir hversu vel þær fóru fram og lítió sem ekkert var um áfengisneyzlu í sambandi við hátíðarhöldin. Þá þakkar félagið núverandi menntamálaráðherra, Vilhjálmi Hjálmarssyni, fyrir þá ákvörðun hans að veita ekki vín í veizlum á vegum menntamála- ráðuneytisins. Fýrir skömmu fór fram verð- launaafhending vegna góðakstrar BFÖ. 1. verðlaun hlaut Magnús Helgason, brunavörður, Snælandi 2, Rvfk. Leitað að rækju 1 Berufjarðar- og Lónsdýpi Djúpavogi 5. nóvember. RANNSOKNARSKIPIÐ Dröfn er nú hér statt, en það leitar nú rækju f Berufirði og vfðar. Hefur báturinn farið einu sinni f Beru- fjörð og fór Haukanesið með þvf, en f firðinum fékkst lítið. Ætlunin er, að Dröfn leiti að rækju í Berufjarðar- og Lónsdýpi, en vitað er, að þar er nokkur rækja, en ekki hve mikil hún er. Ef næg rækja finnst á þessum slóðum til að hægt verði að nýta hana, munu bátar héðan fá ný og góð verkefni yfir haustið, en erfitt hefur verið að gera þá út undanfarin haust. lætiskröfu, sem vinna bæri mark- visst að, að íslendingar sjálfir sætu fyrir leigu á öllum veiðivötn- um. Þetta ber þó enganveginn að skilja þannig, að tekið verði fyrir veiði útlendinga í islenzkum ám, eftir sem áður verði þeim sejd veiðileyfi samkvæmt ákvörðun stjórna hinna ýmsu veiðifélaga, eða skrifstofu Landssambands veiðifélaga, enda hlíti viðkom- andi þeim reglum, sem settar eru gæzíustjóri og lögreglustjórar í byggðarlögum landsins. Á fundinum voru félaginu sett ný lög. Umræður urðu m.a. um framkvæmd almannatrygginga- laga svo og um málefni hér- aðanna, einkum ráðstafanir til þess að styrkja fjárhagsstöóu sýslufélaganna til þess að þau gætu betur risið undir kostnaói, sem samfara er umbótum í menningar-, félags- og atvinnu- málum héraðanna. I stjórn félagsins eiga sæti Ásgeir Pétursson, sýslumaður, sem er formaður félagsins, svo og Björn Hermannsson, tollstjóri og sýslumennirnir Páll Hallgríms- son, Björn Fr. Björnsson og Friðjón Þóróarson. Jii? ■% f > m •/ -.ÍHMM I um varnir gegn smithættu er- lendis frá. Þá samþykkti fundurinn að stuðla að því að gerðar yrðu allar tiltækar varúðarráðstafanir í sam- bandi við mannvirkjagerð eða aðrar framkvæmdir í námunda við veiðiár og vötn, sem hætta væri á að mengun gæti stafað frá, ennfremur að hrýna fyrir veiði- mönnum fyrirmannlega fram- komu og góða umgengni á veiði- stað. Fundurinn samþykktí að vinna að stóraukinni fiskrækt á vatna- svæðum undir leiósögn sérmennt- aðra manna. Sérstakar þakkir voru færðar Eldistöðinni í Kolla- firði, sem fúslega hefir sent upp- lýsingar og fróðleik, til eldistöðva og áhugamanna víósvegar um landið, þegar eftir slíku hefir verið leitað, einnig samþykkti fundurinn að færa Skúla Páls- syni, Laxalóni, þakkir fyrir mjög óeigingjarnt brautryðjandastarf í þágu fiskræktar, og vonar að frumkvæði hans verði öðrum hvatning til dáða á þessu sviði. Stjórninni var þökkuð ágæt störf og var hún endurkjörin. Hana skipa: Hákon Jóhannsson, Reykjavík, formaður, Friðrik Sig- fússon, Keflavík, Bergur Arn- björnsson, Akranesi, Gunnar Bjarnason, Reykjavik og Birgir J. Jóhannsson, Reykjavfk. Gestir fundarins voru Þór Guðjónsson veiðimálastjóri og Árni Jónasson formaður veiðimálanefndar. 55 ljúka Háskóla 1 UPPHAFI haustmisseris hafa eftirtaldir 55 stúdentar lokið prófum við Háskóla Islands. Embættispróf f guðfræði: Gunnþór Ingason og Kristján V. Ingólfsson. Embættispróf í lögfræði: Arent J. Claessen, Björn Ólafur Hall- grfmsson, Lúðvík Emil Kaaber, Sigurður Einarsson og Viðar Á Olsen. Kandídatspróf f viðskiptafræð- um: Bjarni Thors, Elías Gíslason, Jóhann Friðrik Antonsson, Kjartan Jónsson, Kristján Tómas- son, Sigurjón Pétursson, Sigurjón Valdimarsson og örn Henning Jacobsen. Kandfdatspróf í íslenzku: Höskuldur Þráinsson, Kristján Árnason og Silja Aðalsteinsdóttir. B.A.-próf f heimspekideild: Bergljót S. Kristjánsdóttir, Einar Magnússon, Erwin Koeppen, Gestur Þór Sigurðsson, Guð- mundur Viðar Karlsson, Guðrún Ása Grímsdóttir, Sigrún Harðar- dóttir, Stefanía Júlíusdóttir, Sverrir Páll Erlendsson og Vigfús Geirdal. erlendis Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi frá fslenzku námsfólki f Óðinsvéum: Vegna frétta um ófullnægjandi fjárveitingu til Lánasjóðs ísl. námsmanna, vill námsfólk f Óðinsvéum benda stjórnvöldum á eftirfarandi: Undanfarin ár hefur L.I.N. veitt námslán sem numið hafa 75—83% af umframfjárþörf námsfólks. Það sem á hefur vant- að hefur námsfólk aflað með aukalántökum, vinnu jafnframt námi, auk þess, þar sem því er til að dreifa, með útivinnu maka. Vegna sívaxandi atvinnuleysis hér í Danmörku er þessi tekju- öflunarleið nú svo til úr sögunni. Gengisfelling fslensku krónunnar um a.m.k. 30% frá febrúar mánuði siðastliðnum til dagsins f dag svo og verðbólga hér í Dan- mörku um 18% á ársgrundvelli og prófi við Islands B.A.-próf ísálarfræði: Benedikt Jóhannsson, Hallur Skúlason og Tryggvi Sigurðsson. Próf f íslenzku fyrir erlenda stúdenta: Claus Skadhauge og David Hewitt. B.S.-próf í verkfræði- og raun- vfsindadeild: Stærðfræði sem aðalgrein: Yngvi Pétursson. Efnafræði sem aðalgrein: Eiður Helgi Sigurjónsson, Einar Matthíasson, Hannes Hafsteins- son og Pétur Sigurðsson. Líffræði sem aðalgrein: Einar G. Torfason, Hafsteinn Guðfinns- son, Hákon Óskarsson, Hálfdán Ómar Hálfdánarson og Ólafur Halldórsson. Jarðfræði sem aðalgrein: Halldór Torfason, Hreggviður Norðdahl, Hreinn Haraldsson, Sigmundur Einarsson og Þórólfur H. Hafstað. B.A.-próf f almennum þjóð- félagsfræðum: Ingimar Einars- son, Jens Pétur Þórisson, Kristín Magnúsdóttir, Nanna Úlfsdóttir, Ólafur H. Jóhannsson, Ragnar Árnason og Sigurveig Jónsdóttir. stöðugar verðhækkanir gera ástandið ennþá alvarlegra. Ennfremur viljum við benda á eftirfarandi atriði varðandi gjald- eyrisyfirfærslur. Reglur þær sem gilda um yfirfærslur til náms- fólks mega teljast næsta furðu- Jegar, þar sem gengið er út frá ákveðinni ísl. krónutölu í stað ákveðinnar upphæðarí gjaldmiðli viðkomandi námslands. Af þessum sökum hefur námsfólk nú þegar lent í miklum erfiðleikum með að ná endum saman. Yfir- færsluheimildir hafa ekki nægt til að standa straum af fram- færslukostnaði. Telja verður lágmarkskröfu, að fullt tillit sé tekið til framantal- inna atriða við ákvörðun fram- færslukostnaðar, námstána og yfirfærslu gjaldeyris. Að lokum ítrekum við áður framkomnar kröfur um að L.I.N. verði gert kleift að lána 100% umframfjárþarfar. Undanfarin ár hefur þokazt í rétta átt, þá þróun má á engan hátt stöðva. „Hægt að framleiða hér 1 milljón minkaskinna á ári 11 — segir danskur minkaræktar- sérfræðingur NÝLEGA kom hingað danskur minkaræktarráðunautur, Kaj Petry að nafni. Kom hann hingað á vegum Isienzkra minkabænda, ferðaðist milli minkabúa og kynnti sér aðstæður og gaf ráðleggingar og ábendingar um það, sem er ábótavant, en sérstaklega var hann ráðgefandi i sambandi við fóðrun dýranna. Mbl. hitti Kaj Petry að máli, og spurði hann fyrst álits á þvi hvar hann teldi islenzka minkarækt á vegi stadda. — Ég er alveg undrandi á því hve langt minkabændur hafa náð á þessum fjórum árum, sem liðin eru síðan þessi atvinnugrein hófst hér á landi, sagði Petry. — Auð- vitað hafa sumir erfiðleikar ekki verið yfirunnir enn, enda varla von, þar sem jafnan tekur mörg ár aðefla þennan atvinnuveg. — En hverju er helzt ábóta- vant? — Það er áberandi, að viða eru höfð of mörg dýr i búrum hér, og þvi verða skinn, sem fara í 1. gæðaflokk, færri en ella. Þetta er að sumu leyti skiljanlegt þar sem stofnkostnaður við búrin er mikill, einkum hér á landi þar sem sér- staklega verður að taka tillit til veðráttu þegar búrin eru byggð. Þess vegna er eðlilegt, að menn freistist til að hafa sem flest dýr i búrunum, en það borgar sig þó ekki þar sem það kemur niður á gæðum framleiðslunnar. Mér skilst, að mjög erfitt sé að afla stofnlána til þessa atvinnu- vegar, en eftir að hafa skoðað aðstæður hér hef ég sannfærzt um, að það væri góð fjárfesting að lána til minkaræktar. Gerum ráð fyrir þvi, að islenzkir minkabænd- ur fengju þau stofnlán, sem þeir telja sig þurfa á að halda til þess að hvert minkabú gæfi af sér nægilegt magn skinna á ári og rými I búrunum væri hæfilegt. Þá held ég, að kostnaður við slíkar lánveitingar myndi borga sig upp á einu ári. Þetta kann að virðast nokkuð djúpt i árinni tekið, en ég held samt, að þetta séu engar ýkjur. Mér sýnist, að það eina, sem standi þessum atvinnuvegi fyrir þrifum hér, sé tregða i lána- fyrirgreiðslu. Ef við lítum til ír- lands til að fá samanburð, þá lána opinberir aðiiar þar 60% stofn- kostnaðar við minkabú, og skil- málarnir eru þeir, að sé búið enn starfrækt eftir 10 ár, þá er skuldin gefin eftir. Það, sem gerir það að verkum, að island hefur algjöra sérstöðu sem minkaræktarland, er það mikla og kjarngóða fóður, sem þið hafið hér, þ.e.a.s. fiskúrgangur- inn. Bæði er það, að þetta fóður er sérstaklega aðgengilegt og þar af leiðandi ódýrt hér, og svo það, að hvergi er fiskúrgangur næringar- rikari en hér. Mest af þessum fiskúrgangi er nú brætt i mjöl, og á þann hátt fara geysileg verð- mæti til spillis. — Nú er íslenzk framleiðsla á minkaskinnum um 27 þúsund skinn á ári. Væri hægt að auka hana að magni? — Já, ég er sannfærður um, að hér sé hægt að framleiða um 1 milljón minkaskinna á ári með góðu móti, miðað við þann að- gang, sem hér er af fóðri. Á heims- markaði eru nú seldar 16—18 milljónir skinna á ári, þannig að hlutur íslands i þeim markaði yrði ekki svo litill, ef hér væri framleitt þetta magn. Allar aðstæður hér til minkaræktar eru mjög ákjósan- legar, loftslagið er prýðilegt, þið hafið þessa einstæðu möguleika á að fóðra dýrin á hagkvæman hátt, og reynslan hefur þegar sýnt það. að minkabændur hér eru vandan- um vaxnir. En það er alveg Ijóst, að ef þetta ætti að geta orðið þá þarf að verja mun meira lánsfé til minkabúanna en nú er gert. Ég er lika þeirrar skoðunar, að þegar íslenzkir minkabændur eru komnir yfir eðlilega byrjunar- örðugleika, þá verður Ísland það land, sem getur framleitt ódýrustu minkaskinn i veröldinni. Þá á ég auðvitað við, að skinnin verði full- komlega sambærileg að gæðum við það, sem bezt gerist annars staðar. — Hversu mikið er framleitt af skinnum i Danmörku? — Þar hefur framleiðslan verið um 3’/z milljón skinna á ári, en F ár fer það magn líklega niður I 3 millj. Þetta stafar af þvi, að fóður- kostnaður hefur aukizt gifurlega að undanförnu, og nú kostar minkafóður þar þrisvar sinnum meira en hér. — En hefur eftirspurn eftir minkaskinnum ekki minkað á sið- ustu árum? — Nei, minkaskinn eru út- flutningsvara, sem stenzt alltaf. Eftirspurnin hefur alltaf verið meiri en framboðið, og það er ekki útlit fyrir, að nein breyting sé framundan á þvi, sagði Kaj Petry að lokum. Sýslumenn þinga Námskostnaður Dagbjartur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.