Morgunblaðið - 08.11.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.11.1974, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1974 2 kg sykurs 209,oo kr. Stokkhólmi, 7. nóv. NTB. VERÐ A sykri hækkaði f Svfþjóð f dag f annað sinn á viku vegna hækkunar á heimsmarkaðsverði og er tveggja kílógramma poki nú kominn upp f 7.74 sænskra krón- ur eða sem svarar um 209.00 kr. fsl. Þessi hækkun hefur áhrif á verðlag ýmissa annarra vöruteg- unda, sem innihalda sykur, og hafa t.d. samtök brauðgerðar- manna þegar farið fram á það við sænska verðlagseftirlitið, að þeir fái að hækka verð á framleiðslu sinni. Athugasemd um símabilanir MORGUNBLAÐINU hefur borizt athugasemd frá Fóst- og síma- málastjórninni út af fréttum um sfmabilanir í Meðallandi f sam- bandi við brunann á Melhól I. Þar segir: Póst- og símamálastjórnin vill hér meö upplýsa, að bilun sú, sem um er talað, olli ekki sambands- leysi milli bæja í Meðallandi, þar eð línan hafði ekki slitnað, heldur var um að ræða, að símtöl heyrð- ust milli lina. Það er ennfremur upplýst, að bóndinn á næsta bæ hringdi strax um nóttina fimm langar hringing- ar frá síma sfnum og svöruðu þá allir bæir samstundis að undan- skildum einutn. Meðal annarra svaraði líka á þeim bæ, sem gætir talsstöðvar Slysavarnafélags Is- lands. Var talstöðin í lagi og hefði því mátt ná í Hafnar í Horna- firði, Vestmannaeyja eða Gufu- ness og gátu þá þær stöðvar hringt um sjálfvirka sfmakerfið til stöðvarstjóra pósts og sfma á Kirkjubæjarklaustri, sem svar- ar, þar eð síminn er stilltur inn I herbergi hans að næturlagi. Hér má ennfremur benda á, að tal- stöðvarbílar geta oft komið að góðum notum í slíkum tilfellum. — Kína Framhald af bls. 1 legum samskiptum. „Umfram allt ætti að standa við það gagn- kvæma samkomulag, sem tókst í september 1969 á fundum for- sætisráðherra hinna tveggja ríkja — að undirrita skuli sáttmála um að árásir verði ekki gerðar, valdi ekki beitt, óbreytt ástand varð- veitt á landamærunum, komið í veg fyrir hernaðarárekstra og bardaga, aðskilnað herliðs á um- deildum svæðum og lausn allra landamæradeilna með viðræð- um.“ — Magakrabbi Framhald af bls. 40 frá Alþjóða krabbameinsrann- sóknastöðinni í Lyon og er Hrafn Tulinius læknir, sem þar vinnur, tengiliður Krabbameinsfélagsins við þá stofnun. Þá kom fram á blaðamanna- fundinum hjá Krabbameinsfélagi Islands í gær, að frumuskoðun fer öll fram f leitarstöð Krabbameins- félagsins. I því sambandi gat Ólafur Bjarnason þess, að nýlega væri kominn frá Bandaríkjunum ungur sérfræðingur á þessu sviði, Gunnlaugur Geirsson', læknir, og er hann nú tekinn til starfa hjá félaginu. Mjög hefur skort á að- stö^u til frumurannsókna á öðr- um tegundum krabbameins en leghálskrabbameini. Ætlunin er, að aðstöðu til slikra rannsókna verói komið upp á vegum Rann- sóknastofu Háskólans í meina- fræði, þar sem Gunnlaugur er fastráðinn starfsmaður. Er ný- byrjað að reisa bráðabirgðahús- næði til þess að bæta úr húsnæðis- skorti Rannsóknastofnunarinnar og er ætlunin, að þessari starf- semi verði komið þar fyrir. Verð- ur þar með bætt úr mjög til- finnanlegum skorti á rannsókna- tækni,. sem lengi hefur verið beðið eftir. EM í bridge: Enn tapa Islendingar 1 fyrradag spilaði fslenzka sveitin við gestgjafana, Israeis- menn, og tapaði þeim leik naum- lega, 9—11. Um kvöldið var svo áttunda umferðin spiluð og voru mótherjarnir þá Þjóðverjar. Lauk þeim leik einnig með naumu tapi, 9—11. Svfþjóð og Italfa berjast um efsta sætið og hafa bæði löndin hlotið 123 stig. 1 þriðja sæti var Portúgal með 103 stig. Franska sveitin var komin f fjórða sæti og brezka sveitin er einnig að ná upp snúningnum og var komin ( sjö- unda sæti, en þessar sveitir voru taldar með sterkari svcitunum fyrir mótið. Ekkert hafði frétzt af mótinu í gær. — Endurmeta Framhald af bls. 40 Halldór kvaðst sjálfur vera þvi hlynntur að slíkt endurmat á neyzlustigum þjóðarinnar færi fram, enda væru nú að hans dómi ýmsir fráleitir liðir inni í vísitöl- unni, eins og laxveiðar og gisting á hóteli. „Þetta verður vafalaust eitt af því, sem nú verður tekið til athugunar hjá ríkisstjórninni," sagði Halldór. — Norðmenn Framhald af bls. 1 lýsti. Þykir þessi mikli áhugi sýna, að olíufélögin telji næsta víst, að meiri olíu sé að finna í Norðursjó. Norsk stjórnvöld hafa þá stefnu að fara sér hægt við olíuleit á landgrunninu við Noreg og hafa til þessa’einungis veitt fimm leitarheimildir i átta hólf- um. Hvert norskt leitarhólf er fimm hundruð ferkílómetrar að stærð. Eitt af skilyrðum stjórnarinnar fyrir leyfisveitingu var að borun skyldi hefjast þegar á næsta ári. Hlutur norska rfkisins í þeirri olíu, sem finnast kann, verður að minnsta kosti 50% og allt upp í 75% eftir því magni, sem finnst. — Kissinger Framhald af bls. 1 bætti við, að enn stæðu opnir möguleikar á að þoka málunum í samkomulagsátt. Samstarfsmaður Kissingers sagði, að ísraelsmenn yrðu að taka afstöðu til þess hvort þeir ættu að semja við PLO eða Huss- ein en bætti því við, að það væri framtiðarvandamál og israels- menn þyrftu ekki að semja við PLO strax. — Söluskattur Framhald af bls. 16 sinni yfir því, sem áunnizt hefur á sviði garðyrkjutilrauna. í fjórða lagi var gerð eftirfar- andi samþykkt varðandi Garð- yrkjuskóla rikisins: „Aðalfundur- inn leyfir sér að vekja athygli á þvi að enn er ekki lokið uppbygg- ingu garðyrkjuskólans á Reykj- um, sem hafizt var handa um árið 1961. Þessi dráttur er með öllu óviðunandi og sýnilegt er aó þegar á næsta ári verður ekki unnt að taka inn nemendur og framfylgja kennslu samkvæmt gildandi reglugerð skólans. Það er því eindregin áskorun aðal- fundar Sambands garðyrkju- bænda til stjórnvalda, að Garð- yrkjuskólinn fái þegar nægilegt fjármagn til þess að geta lokið nauðsynlegum framkvæmdum, sem þegar hefur orðið allt of langur dráttur á vegna þess hversu árlegar fjárveitingar hafa verið ófullnægjandi." Núverandi formaður Sambands garðyrkjubænda er Emil Gunn- laugsson, Laugarlandi Hruna- mannahreppi. (Frá Sambandi garðyrkjubænda). — Tékkneskir stúdentar Framhald af bls. 2 horn nokkurra og svör Tékkanna við þeim: Spurn.: Hver eru tengsl IUS og tékkneskra stúdentasamtaka? Svar: Tékkneskir stúdentar stofnuðu IUS og samtökin hafa alltaf haft höfuðstöðvar sínar i Prag. Spurn.: Mótmæltu tékknesku stúdentasamtökin og IUS innrás Rússa í Tékkóslóvakíu árið 1968? Svar: Við erum ekki hingað komnir til að svara öðrum spurn- ingum en þeim, sem eru viðkom- andi erindi okkarhingað. Fréttamenn gerðu sig ekki ánægða með þessa afgreiðslu og ítrekuðu spurninguna, en Tékk- arnir bentu þá á, aó hægt væri, að fá upplýsingarit hjá tékkneska sendiráðinu hér. Ennfremur gætu þeir útvegað samþykktir IUS þar sem fjallað væri um þetta mál. Spurn.: Hversu margir sovézkir hermenn eru nú I Tékkóslóvakíu? Svar: Við vitum það ekki. Spurn.: Tékknesk yfirvöld hafa lýst þvi yfir, að engir sovézkir hermenn hafi verið i landinu þeg- ar innrásin var gerð. Hvenær hafði sovézk herseta verið þar síð- ast? Svar: Við vitum það ekki, og við munum ekki svara fáránlegum og ómálefnalegum spurningum. Við erum á þessum fundi til þess að gefa upplýsingar um starfsemi tékkneskra stúdenta. Við þessi svör var Tékkunum bent á, að fréttamenn væru komn- ir á fundinn 1 því skyni að fá svör við spurningum um efni, sem þeir teldu áhugaverð, en ekki til að láta mata sig á upplýsingum, völd- um af þeim, sem þarna ættu að sitja fyrir svörum. Spurn.: Jiri Pelikan, sem lengi var formaður IUS, á vini og kunn- ingja hér á landi, sem eflaust hefðu gaman af að frétta af hon- um. Hvar býr hann nú og hvað starfar hann? Svar,: Jiri Pelikan er ekki leng- ur búsettur í Tékkóslóvakíu. Spurn.: Hvenær fór hann þaó- an? Svar: Arið 1968. Spurn.: Hvað starfaði hann í Tékkóslóvakíu árið 1968? Svar: Hann var forstjóri tékk- neska sjónvarpsins. Spurn.: Hafið þið lesið „Játn- inguna“, endurminningar Arturs London, fyrrverandi varautanríkisráóherra Tekkósló- vakíu, eða séð kvikmyndina, sem byggð var á bókinni. Svar: Nei, við höfum hvorki les- ið bókina né séó kvikmyndina, og höfum heldur ekki áhuga. Spurn.: Var bókin gefin út I Tékkóslóvakíu árið 1968? Svar: Við vitum það ekki — það koma svo margar bækur út, að það er ekki hægt að fylgjast nákvæmlega með öllu því, sem gerist i bókaútgáfumálum. Spurn.: Eruð þið hreyknir af Slansky-réttarhöldunum? Svar: Við svörum ekki slíkum spurningum. Þetta eru mál, sem við höfum ekki minnsta áhuga á. Spurn.: Er ekki dálítið ein- kennilegt, að þið skulið ekki hafa áhuga á slíkum málum? Sá mað- ur, sem hér um ræðir, var ráð- herra í landi ykkar, og auk þess var hann annar þeirra tveggja, sem lifðu af Slansky-réttarhöldin og afleiðingar þeirra. Þegar hér var komið sögu var farið að síga mjög í hina tékknesku stúdentaleiðtoga, og lögóu þeir mjög að fréttamönnum að spyrja „málefnalegra“ spurn- inga. Spurn.: Hér var áðan spurt hvort þið væruð hreyknir af Slansky-réttarhöldunum. Það er kannski ástæða til að umorða þessa spurningu og spyrja um álit ykkar á Slansky-réttarhöldunum. Svar: Við munum ekki svara þessari spurningu. Þegar hér var komið leystist fundurinn upp í fyrirlestur Porchazka um frið, vináttu og starf tékkneskra stúdentasam- taka, en þar sem allt var áður fram komið, sem máli skipti um þau mál, hvarf blm. Mbl. af fund- inum, og kann ekki að segja sögu þessa lengri. Eftir fundinn hafði Mbl. sam- band við Guðnýju Bjarnadóttur, formann utanríkismálanefndar Stúdentaráðs, og spurði hvort Stúdentaráð væri aðili að IUS. Guðný kvað það ekki vera, en hins vegar hefði verið sótt um inntöku í samtökin. Tveir íslenzk- ir stúentar hefðu farið á 11. AIls- herjarþing IUS, sem haldið var í Pfag í apríl s.l., og hefðu þeir lagt drög að samningi um inngöngu í samtökin. Mbl. spurði Guðnýju hvort heimsóknir sem þessar væru tíðar til stúdenta hér, en hún sagði, að síðasta heimsóknin hefði verið í marz sJ. þegar IUS sendi hingað Araba. — Súráls- verksmiðja Framhald af bls. 40 vinnslu. Ársafköstin eru þó I báð- um tilfellum langt umfram það magn, sem nú er notað til álfram- leiðslunnar hér á landi en með aukinni álframleiðslu hér innan lands, sem raunar eru hafnar við- ræður um, kynni rekstur minni verksmiðjunnar að koma mjög til álita. I síðara dæminu er hins vegar gert ráð fyrir töluvert mikl- um útflutningi á súráli til ýmissa nágrannalanda, þar sem álfram- leiðsla er stunduð, en hingað til hefur súrálsvinnsla svo til ein- göngu verið bundin við þau lönd þar sem boxíð er unnið úr jörðu. Sveinn benti á, að þegar þetta mál kæmist frekar I brennidepil þyrfti að fara fram mun nákvæm- ari könnun á öllum hliðum þess, því að á tímum örra breytinga væru stöðugt að koma upp nýjar aðstæður,. er áhrif gætu haft á þessar forsendur. Hann kvað boxiðlöndin t.d. hafa stofnað með sér samtök í líkingu við hags- munasamtök oliuríkjanna og þaó væri yfirlýst stefna þeirra að halda súrálsvinnslunni sem mest innan sinna vébanda, ekki sizt til að geta ráðið verðlaginu. „Tíminn einn getur þannig skorið úr því hvort ástæða verður til að aðhaf- ast meira í þessu máli — hvort hér er grundvöllur fyrir slíkri verksmiðju samhliða aukinni innanlandsframleiðslu á áli,“ sagði Sveinn. — Peningagjöf Framhald af bls. 2 rétta fram, í gerð þess skjóls, sem verið er að gera taugaveikluðum börnum. Henni fylgir virðing mín til ykkar, er verkið vinnið, og einnig áskorun frá mér til þeirra, er reykja ekki, um að gera eins. Upphæðina miðaði ég við eyðslu reykingarmanns á altari nautnar sinnar í 2 mánuði.“ Eitthvað á þessa leið hljóðuðu orð konu, sem kom á skrifstofu mína í dag. Hún sagði ekki til nafns, heldur bað, að hún yrði kölluð „þakklát kona“. Virðingarfyllst, Sigurður Haukur Guðjónsson. — Ræða Geirs Framhald af bls. 17 skeið mikilvægur vettvangur margskonar menningarlífs. Norrænu eldfjallastöðina í Reykjavík, sem vígó var til starfa nú i haust og á vonandi eftir að vera merkileg stöð vísindastarf- semi á þessu sviði ekki eingöngu í þágu Norðurlandanna heldur og framlag þeirra allra til alþjóðlegr- ar vísindalegrar samvinnu. öll þessi mál sýna og sanna hinum almenna borgara í landi mínu gildi norrænnar samvinnu á áþreifanlegan hátt. Það hlýtur að vera kappsmál okkar allra, að áhugi manna Sé sem mestur á störfum okkar og þau komi fram í sem flestum þátt- um norræns þjóðlífs. — Uthaldið Framhald af bls. 38 Sigurbergur og Pétur allvel út úr vörninni, en sá síðarnefndi er feikilegur baráttugarpur og gefur sinn hlut ekki fyrr en í fulla hnef- ana, eða vel það. I sóknarleik sinum voru Framarar tæpast nógu ógnandi. Þar var Björgvin einna atkvæða- mestur — þær voru ekki allar vandaðar linusendingarnar sem hann tók á móti. Það má mikið vera ef nokkur íslenzkur hand- knattleiksmaður hefur eins gott grip og Björgvin, — og hreyfingar hans á línunni eru sífellt ógnandi og opna fyrir skyttur liðsins. ' I STUTTU MÁLI: Laugardalshöll 6. nóvember íslandsmótið 1. deild URSLIT: Fram — Ármann 16—12 (6—7) Gangur leiksíns: Mín. Fram Armann 2. 0:1 Jón 3. 0:2 Hörður K. 4. Björgvin 1:2 7. 1:3 Björn (v) 11. 1:4 Pétur 11. 1:5 Hörður K. 13. Pálmi (v) 2:5 16. Pálmi (v) 3:5 20. Björgvin 4:5 22. 4:6 Björn 23. Pétur 5:6 26. Arnar 6:6 27. Hálfleikur 6:7 Jón 34. 6:8 Stefán 34. Pálmi (v) 7:8 38. Pálmí 8:8 áa Stefán 9:8 40. 9:9 Ragnar 41.Arni 10:9 12. 10:10 Hörður H. 46.Guðmundur (v) 11:10 50. 11:11 Björn (v) 55.Gúðmundur 12:11 55.Björgvin 13:11 56.Pétur 14:11 57. 14:12 Jón 59.Pétur 15:12 60.Björgvin 16:12 Mörk Fram: Björgvin Björgvinsson 4, Pálmi Pálmason 4, Pétur Jóhannesson 3, Guðmundur Sveinsson 2, Arnar Guðlaugsson 1, Stefán Halldórs- son 1, Árni Sverrisson 1. Mörk Ármanns: Jón Astvalds- son 3, Hörður Kristinsson 2, Björn Jóhannesson 3, Hörður Harðarson 1, Pétur Ingólfsson 1, Stefán Hafstein 1, Ragnar Jóns- son 1, Brottrekstur af velli: Pétri Jóhannessyni var vísað tvívegis af velli i 2 mín., Björgvin Björgvins- syni I 2 mín. og Ragnari Jónssyni, Ármanni í 2 mín. Misheppnuð vitaköst: Ragnar Gunnarsson varði vítaköst frá Pálma Pálmasyni á 5. mín. og 43. min. Björn Jóhannesson skaut í þverslá og út á 35. mín. Dómarar: Magnús V. Pétursson og Valur Benediktsson. Þeir dæmdu leikinn nokkuð vel framan af, en þegar harka tók að færast í hann í seinni hálfleik höfðu þeir ekki nægjanlega góð tök á honum og var of mikið ósam- ræmi í dómum þeirra. — stjl. LIÐ FRAM: Guðjón Erlendsson 3, Guðmundur Sveinsson 2, Sveinn Sveinsson 2, Björgvin Björgvinsson 4, Arni Sverrisson 2, Stefán Þórðarson 2, Sigurbergur Sigsteinsson 2, Pétur Jóhannes- son 3, Arnar Guðlaugsson 2, Pálmi Pálmason 2, Þorgeir Pálsson 1. LIÐ ARMANNS: Ragnar Gunnarsson 4, Olfert Nábye 1, Stefán Hafstein 2, Björn Jóhannesson 2, Ragnar Jónsson 1, Hörður Harðarson 2, Pétur H. Ingólfsson 2, Jón Astvaldsson 2, Hörður Kristinsson 2, Kristinn Ingólfsson 1, Jón Hermannsson 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.