Morgunblaðið - 08.11.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.11.1974, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÖVEMBER 1974 Onedin-skipafélagið er útgerð á borð við Hammond-transport. Vonandi fer hún þó á hausinn fyrr. Myndin sýnir James Onedin, Anne konu hans og Baines stýrimann bjóSa hættunum byrginn. leg og listræn tilþrif, sem hefðu getað bætt þetta upp. Textinn var tilgerðarlegur og húmorslaus, fullur sjálfsánægju og spurninga án svara („Skyldi einhver semja tónlist f plássinu?“, „Skyldu svona fín hús leiða til þess að fólk elskist meira?“), jafnvel barna- legra staðhæfinga út f bláinn („Fólk er ekkert að ganga um göturnar nema það eigi brýnt er- indi atvinnu sinnar vegna") Og þvf miður er ekki unnt að taka svona texta alvarlega. Ljóst er, að viðfangsefnið krefst þess, að dregnar séu fram andstæður varðandi þá rækt, sem lögð er við efnið annars vegar og andann hins vegar. Þarna voru þessar andstæður kreistar fram með valdi. Kvikmyndalega hliðin er ekki heldur neitt til að hrópa húrra fyrir. Takan sjálf var þegar bezt lét látlaus, þegar verst lét hug- myndasnauð og dauð og oft óstöð- ug og flöktandi. Einhver rispa eða draugagangur var líka á filmueintakinu. Klippingin hjálpaði ekki til. Atriðin voru teygð of lengi, og örðugt var raun- ar að sjá hvaða erindi sum þeirra áttu f myndina yfirleitt (Jón Júlfusson langa lengi að fara úr skónum sfnum, Jón langa lengi að raða f sig kaffi og með þvf, Jón langa lengi að horfa á sig f spegli). Hafi þetta átt að sýna hversu mikið af tfma manna fer f einskisverðan hégóma en ekki listsköpun og listnautn (eða ,,listneyzlu“) ervarla hægt að fmynda sér langsóttari aðferð. Og hvernig var það annars, — átti Jón ekki að vera hinn menningar- þrútni aðkomumaður, en ekki bara venjulegur materíalfskur kúluvambi? Átti hann ekki að vera andstaðan við plássið (sbr. upphaf myndarinnar f listasafn- inu)? Þannig virtist margt van- hugsað eða lftt hugsað. Mikíð skelfing er það leiðinlegt að þurfa að vera svona neikvæður gagnvart einni af fáum frumleg- um tiltektum sjónvarpsins. En vel að merkja, það er ekki oft sem sjónvarpið gefur manni tilefni til að segja nokkurn skapaðan hlut. Þar með er það ótvfrætt, að betra var að þeir Olafur Haukur og Þorsteinn fóru til Grindavfkur en ef þeir hefðu setið heima og gert ekki neitt. Eða farið og gert ein- hvern dæmigerðan „fræðsluþátt" um mann og dýralff á Króks- fjarðarnesi. Með „Fiski undir steini" og Hallgrfmsmynd Jökuls og Sigurðar Sverris hefur sjón- varpið aldrei þessu vant tvo sunnudaga f röð vakið athygli á sjálfu sér, og fólk til umhugsunar og umræðna. Bæði þessi framlög voru gölluð, en þau voru bæði virðingarverð viðleitni til nýrra og ferskra efnistaka. Gallar þeirra mega ekki verða til þess að látið sé staðar numið, heldur þvert á móti haldið áfram og gert betur. Takk fyrir hinn dægilega fs- lenzka djassþátt á þriðjudaginn f fyrri viku. — A.Þ. „ÞAÐ var svo sem ekkert sárstakt á seyði á Bakkafirði þegar við stöldruðum þar við ( tvo daga," sagði ÓMAR RAGNARSSON, þeg- ar við forvitnuðumst um HEIM- SÓKN þeirra' sjónvarpsmanna þangað, sem á dagskránni er ð SUNNUDAG kl. 20.35. „Annars tel ág rátt að leiðrétta nokkurn misskilning sem ég hef orðið var við varðandi þessa heimsókna- þætti okkar. Þetta eiga alls ekki að vera heimildaþættir I venjuleg- um skilningi um þá staði, sem við heimsækjum. Þetta llkist einna helzt stuttri fráttaferð, og þannig sýnir þessi þáttur ekki endilega Bakkafjörð eins og hann er, heldur aðeins Bakkafjörð eins og hann var þessa tvo daga. Það er auðvit- að alger tilviljun hvað er að gerast á svona staðá einhverjum tveimur dögum." Ömar kvað þá sjónvarpsmenn hafa viljað fara eins langt frá Reykjavfk I þessum þætti og frek- ast var unnt, og þvl varð Bakka- fjörður fyrir valinu. „Það er eigin- lega enginn þáttbýliskjarni þarna á stóru svæði, — allt frð Húsavlk til Neskaupstaðar —, sem risið getur undir þvl nafni. Okkur þótti þvl fróðlegt að koma þarna og skyggnast um hvernig llf fólksins er svona langt frá Reykjavlk, menningunni og öllu þvl." „Það er afar rólegt þarna," svaraði Ómar er við inntum hann eftir helztu einkennum mannlifs- ins á Bakkafirði, eins og þau komu honum fyrir sjónir. „Fólkið lifir fyrir kyrrðina. Og nágrannar þess segja, að það geti lifað á grá- sleppuveiðum svo að segja allt árið. En við tókum þarna þá fáu tali, sem voru á ferli þessa daga, og svo vorum við heppnir með veðrið." Ómar kvað þá raunar ekki hafa rlgbundið sig við Bakka- fjörð, heldur hefði einnig verið komið við á Vopnafirði. „Þessar heimsóknir okkar eru einmitt svona óformlegar. Við leggjum I hann og látum bara myndaválina ganga. Það er aldrei vað vita hvað svo kemur út úr þessu." Ómar sagði, að ýmsar hug- myndir um ferðir væru I bígerð, og t.d. hefðu þeir nýlega verið I Vestmannaeyjum. „Það má llka geta þess, að það getur verið mjög erfitt að gera svona þætti að vetrarlagi. Þegar við vor um I Vestmannaeyjum höfð- um við t.d. aðeins birtu I þrjá tlma. Það eru þannig ýmis Ijón I veginum, en gaman að reyna við þetta samt." Með I heimsókn Ómars til Bakkafjarðar voru Þrándur Thoroddsen, upptökustjóri. Þórar- inn Guðnason, kvikmyndatöku- maður, og Sigfús Guðmundsson, hljóðupptökumaður. Á SUNNUDAGSKVÖLD kl. 21.55 verður sýnd i sjónvarpinu dönsk heimildamynd um eitt merkasta skáld Færeyinga, Jorgen Franz Jacobsen, og fyrirmyndina að kunnustu skáldsögu hans. af Barböru er kærasta Jörgen Franz frá yngri árum hans, Estrid Holm, dönsk-færeysk að uppruna, og þau Jörgen Franz og William Heinesen voru öll systkinabörn. Hún giftist Amerlkana I Peking 19 ára að aldri, var I London á striðs- árunum, giftist slðan íra og býr nú á jrlandi undir nafninu Estrid Bannister-Godd. f bréfasafni Jörgen Franz Jacobsen kemur fram hvaða áhrif þessi kona hefur haft á skáldsöguna um Barböru." Þess má geta, að I myndinni, sem sýnd verður á sunnudags- kvöldið, er einmitt viðtal við þessa konu. Í stað hinnar hroðalegu meðal- mennsku, sem dunið hefur yfir fólk á miðvikudagskvöldum und- anfarið I þeim bandarlskum sjón- varpsmyndum, sem þá hefur verið boðið upp á, fáum við á miðviku- dagskvöldið I næstu viku að sjá gamla blómynd til tilbreytingar, — bandaríska að vlsu, og hugsan- lega jafn meðalmennskulega. Myndin nefnist á frummálinu ACT OF LOVE, sem gæti útlagzt „Af völdum ástarinnar" eða eitt- hvað állka væmið, og er sýnd á MIÐVIKUDAG kl. 21.15. Hún er byggð á sögu eftir Albert nokkurn Hayes, en handritið er gert af IRWIN SHAW, kunnum banda- rlskum skáldsagna- og leikritahöf- undi, sem einnig fákkst um tima mjög við gerð útvarpsþátta og Hollywood-mynda. Shaw hafa strlð og styrjaldarhyggja löngum verið áleitið viðfangsefni, og meðal kunnra verka hans I þvl sambandi eru „Sons and Soldiers" og „The Young Lions". Þessi mynd fjallar einnig um stríð. Hún gerist I París I slðari heims- styrjöldinni. á meðan borgin er enn hersetin, og greinir frá sorg- legu ástarsambandi bandarlsks hermanns og fátækrar Parísar- stúlku. sem leiðst hefur út I vændi. Þykir heimildum okkar Shaw hafa tekizt bærilega við gerð þessa kvikmyndahandrits. Hins vegar fer tvennum sögum af heildarútkomunni. Önnur kvik- myndabiblfa okkar gefur myndinni þrjár og hálfa stjörnu, — næst hæstu einkunn —, og nefnir hana „áhrifamikla ástarsögu, prýðilega leikna", en hin bibllan harmar mjög hins vegar val I aðalhlutverk- in, og mælir aðeins með myndinni við þá, sem ekkert hafa betra að gera en horfa á eitthvað. í aðal- hlutverkunum er sá gamli Holly- wood-jaxl KIRK DOUGLAS og franska leikkonan DANY ROBIN Leikstjóri er þrautreyndur I gerð bærilegra af þreyingarmynda, ANATOLE LITVAK, rússneskur að uppruna, en hefur starfað I Holly- wood frá árinu 1937. Meðal kunnra mynda hans má nefna „The Snake Pit", „Sorry Wrong Number", „Anastasia" o.m.fl. Það er þvf aldrei að vita nema miðvikudagsmyndin verði þolan- leg. SKYLDI Grindvíkingum hafa fundizt þeir vera að njóta (eða ,,neyta“) menningar þegar þeir horfðu á mynd Ölafs Hauks Sfmonarsonar og Þorsteins Jóns- sonar „Fiskur undir steini“ f sjónvarpinu á sunnudagskvöldið? Varla. Það hlýtur að teljast leiðinlegt að mynd, sem átti að vekja athygli á og umræður um þörf menningar, skyldi ekki vera framlag til hennar sjálf. En umræður tókst henni engu að sfður að vekja. Þær voru skemmtilega heitar deilurnar, sem fram fóru f sjónvarpssal að lokinni sýningu myndarinnar, þótt höfundarnir ættu þar mjög f vök að verjast sem vonlegt var. Verst var að umræðurnar voru ekki fyrst og fremst um vöntun á skilyrðum fyrir „menningariðk- un“ eða „menningarneyzlu" í dreifbýlisplássum, heldur um vöntun á vönduðum og þrozkuð- um vinnubrögðum við gerð þessarar myndar. Það var líka leiðinlegt, að höfundarnir létu sig hafa það að éta oní sig þá megin- forsendu myndarinnar, að hún fjallaði ekki um Grindavfk sér- staklega, heldur væri dæmisaga um ástandið f dreifbýlisplássum almennt. 1 framhaldi af þvf hlýt- ur maður að benda á þau mistök að velja Grindavfk yfirhöfuð sem eitthvert dæmigert dreifbýlis- þorp. Grindavfk er alltof nálægt þéttbýliskjörnum á borð við Reykjavfk til þess að þjást af menningarlegri uppþornun og einangrun. Fyrst Ólafur Haukur og Þorsteinn kusu þá leið að byggja á grundvelli raunveruiegs bæjarfélags hefðu þeir átt að leita lengra. En þarna liggja, að ég held, mestu mistök þeirra félaga þ.e. að nota yfirleitt raunverulegan bak- grunn. Slfk blöndun fyrirfram saminnar myndasögu og raun- sanns sögusviðs hlaut að verða misheppnuð og bragðvond mixtúra. Með því að klessa til- búnu efnismynztri, — þ.e. boð- skapnum um menningarköfnun staðarins —, athugunarlaust oná umhverfi, sem ekki endilega lagar sig að þessu mynstri, fæst ekki aðeins stflfærður heldur beinlfnis falsaður raunveruleiki. Hefði ekki verið nær að fara leið- ina til enda, og skapa hreinlega raunsæislegt sjónvarpsleikrit um það vandamál, sem var til um- fjöllunar? Vissulega er þetta félagslega vandamál fyrir hendi. Það var vitað. En dapurlegt hlýtur að telj- ast, að nýstárlegt frumkvæði eins og þetta varð ekki áhrifaríkara f þeim megintilgangi sfnum að gera grein fyrir þessum vanda og vekja umræður um hann. Það mun hins vegar ekki hafa vakað fyrir höfundum að benda á leiðir til úrbóta. Þar með verður út- koman hvorki heimild um ástand- ið eins og það er, né réttlátlega reið ádeila á það. í myndina vantaði botninn. Þvf miður bauð „Fiskur undir steini" ekki heldur upp á tækni- „Ugla sat á kvisti". hinn vinsæli skemmtiþáttur frá þvf I fyrra, hefur göngu slna á ný I nýju formi á laugaraaginn ki. 20.55. Verður hár um að ræða spurningaþátt af nýstarlegu tagi. Myndin er frá undirbúningu upptöku og sýnir m.a. stjórnendur þáttarins, Jónas R. Jónsson og Egil Eðvarðsson. BARBÖRU. Við slógum á þráðinn til Færeyja, töluðum við Óskar Hermannsson, þúsundþjalasmið og einn helzta leiklistarforkólf I Þórshöfn, þar sem hann er for- maður leikfálagsins. Og þess má einnig geta, að Óskar vann um tlma við prentiðn hár á íslandi. Óskar fræddi okkur um Jacobsen og Barböru. „Jörgen Franz Jacobsen fædd- Ómar — „leggjum I hann og látum bara válina ganga." ist I Þórshöfn 28. nóvember árið 1900, en lázt aðeins 37 ára að aldri I Danmörku." sagði Óskar. „Hann varð stúdent frá Sorö Akademiárið 1919. Hann veiktist af berklum nokkru seinna og verð- ur frá námi um tima. Cand mag. verður Jörgen Franz I sögu og frönsku árið 1932, en hafði verið blaðamaður hjá Politiken frá 1922, skrifað þar mikíð um skandinavisk efni og reynt að skýra þjóðfrelsisbaráttu Færey- inga." Árið 1927 kemur út bókin „Danmörk og Færeyjar", 1936 „Færeyjar, fólk og land", sem þýdd var á Islenzku, á striðsárun- um kemur út greinasafn úr Politik en. „Jörgen Franz skrifaði aðal- lega á dönsku," sagði Óskar, „og eina skáldsaga hans var Barbara, sem kom útáriðeftiraðhann lézt. William Heinesen hefur sagt frá þvf, að Jörgen Franz hafi ekki lokið endanlega við handritið að Barböru áður en hann lézt, og sendi lokakaflann, sem vantaði I handritið, með bráfi til Heinesens mánuði fyrir andlát sitt. Heinesen bjó sfðan Barböru til prentunar." „Efni bókarinnar er sótt I fær- eyska þjóðsögu um Beintu og Pót- ur Arrabo, prest. Beinta var um tlma eiginkona hans, en giftist oftsinnis. Hún var falleg og hún var ill, gjörði mönnum sinum allt til miska, og rak þá I dauðann. Hún var af ætt blóðsuga, — ill aðeins til að vera ill. En Barbara Jörgen Franz er svolitið öðru visi. Hún er llka ill, en er lýst þannig, að þú skilur hana betur. Hún er meiri manneskja. Bein fyrirmynd I HVAÐ EB AÐ SJA? [ GLUGG MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1974 21 SÝNISHORNIÐ Ása Stefánsdóttir, Laugarásvegi 37, Reykja- vfk: Ég hlusta miklu meira á útvarp en sjónvarp. Og mér finnst útvarpsefnið yfirleitt alveg ágætt, fræðsluþættir alls konar og samtöl eru góð. Eins er góð barnasagan, Flökkusveinninn, sem lesin er á morgnana og siðdegissagan um Hjalta litla. Ég hlusta yfirleitt á útvarp mér til ánægju. Páll Heiðar er kominn með nýjan þátt, og á hann hlusta ég, en mér þykir slæmt, að þeir skuli setja hann á fréttatima sjónvarps, því ef ég vegna anna við matinn heyri ekki útvarpsfréttir, sem eru betri, þá tel ég, að ég þurfi að heyra sjónvarpsfréttir. ( sjónvarpinu finnast mér slæmar allar þessar framhaldssögur allt frá I fyrravetur og fram til núna, nema ef Onedin-skipafélagið ætlar að verða skást. Verstir þykja mér sakamálaflokk- arnir með öllu þessu drápi og sögurnar frá Austur-Evrópuríkjunum með öllum sínum rudda- skap og ofbeldi Agnes Jónsdóttir, Hvassahrauni 8 I Grindavik sagði: „Ég býst við, að það sé samdóma álit allra Grindvíkinga, að myndin um menningarneyzlu okkar hafi verið lakasta efni sjónvarpsins undan- farna daga. Þetta var algjörlega órökstudd ádeila, snauð mynd og mikið vantaði í hana til að hún gerði efninu einhver skil. Ég veit um marga hér í bænum, sem lögðu sitt af mörkum til að myndin yrði gerð og þeir eru óánægðir rneð hvernig myndin var útfærð. Ýmsar staðhæf- ingar í myndinni voru lika út í bláinn, eins og að hér sé eitthvert Kanabæli. Ég bý nú sjálf ofarlega I bænum eða alveg við afleggjarann og við verðum ekki vör við hermennina að öðru leyti en því að við mættum þeim á veginum. Hvar mér þótti bezta efni sjónvarpsins. Ég horfi nú yfirleitt á bíómyndirnar, en laugardags- myndina siðast sá ég ekki þvl að þá var ég I bló I Reykjavtk. Við förum oft til Reykjavíkur, við sækjum lerkhúsin I Reykjavlk, já og förum meira að segja á myndlistarsýningar I Reykjavlk Og af gefnu tilefni má kannski minna á, að Grindavík hefur lagt til einn af fremstu nútimamálurum landsins, Vilhjálm Bergsson, sem er raunar ná- frændi minn, og þá er ekki ómerkara framlag staðarins til bókmenntanna, þar sem er bróðir hans, Guðbergs Bergsson. Af öðru efni sjónvarpsins er skipstjóraþáttur- inn (Onedin-skipafélagið) vinsælastur framhalds- myndaflokkanna á heimilinu en að auki horfa krakkarnir alltaf á Lækni á lausum kili. Og svo er geysilega mikið horft á Iþróttirnar á mínu heimili Annars er ekki legið hér yfir sjónvarpinu heldur veljum við það úr, sem okkur llzt bezt á hverju sinni. Á kvöldin sit ég gjarnan við sauma og hlusta þá á útvarpið Yfirleitt hlustum við á kvöldsögurnar og eins leikritin á fimmtudags- kvöldum; ég hlustaði þannig á Galdra-Loft sl. fimmtudag og á leikrit Kvarans I vikunni þar áður og hafði mikla ánægju af. Á laugardögum er yfirleitt hlustað frá hádegi og fram á kvöld og mér þótti mjög gaman af þætti Magnúsar Bjarn- freðssonar þar sem hann kynnti útvarps- og sjónvarpsdagskrána fyrir næstu viku nú sl. laugardag. Einnig hlustaði ég á erindi Jónasar Guðmundssonar I Deginum og veginum og eins þegar hann var með Mér datt það I hug hér á dögunum. Aftur á móti treysti ég mér ekki að tilgreina eitthvert útvarpsefni, sem mér þótti leiðinleqra en annað, maður skrúfar einfaldlega fyrir tækið áður en manni tekur að leiðast." Sverrir Haraldsson, Borgarfirði eystra: Sjónvarpið hefur sézt hér illa að undanförnu og er mikið truflað af erlendum sjónvarpsstöðv- um. Heimshorn þykir mér einna bezt I þvl og fréttirnar eru ómissandi. ( siðustu vikju varð ég fyrir vonbrigðum með þáttinn frá Grindavik. Hann fannst mér ekki góður. A útvarp hlustum við litið og þvi get ég ekki sagt hvað hafi verið bezt eða verst I síðustu viku. En ég man eftir þætti um daginn og veginn, sem ég heyrði Vigdisi Finnbogadóttur flytja, og mér fannst góður. En líklega er lengra slðan Siðasta Dag og veg heyrði ég ekki Útvarpið verður útundan hjá okkur. — Læknir á lausum kili er á dagskrá á laugardag kl. 20.30. I I l I I I I I I I I I I I I I Davfð — togstreita hins veraldlega | og andlega | Á SUNNUDAGSKVÖLD kl. 20.30 ■ verður fluttur I útvarpinu fyrsti hluti * athýglisverðrar dagskrár um (sland og | líf manna I landinu eins og það birtist I ■ bókmenntum okkar á umliðnum, öld- 1 um Þessi dagskrá er I umsjá Óskars | Halldórssonar lektors, og var upphaf- I lega tekin saman fyrir Sögusýninguna, J sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum. I Að sögn Óskars er hún að verulegu | leyti miðuð við aðstæður sllks flutn- Iings, er flutt að mestu án skýringa, en I útvarpinu verða þó nokkrar upplýsing- | ar um verk og höfunda á undan og eftir Iflutningnum. ,.( þessum fyrsta hluta dagskrárinnar I | Gils — I „einlægnin mesti kosturinn" L 1 I HVAÐ EB AÐ HEYRA? má segja að viðfangsefnið sé landið sjálft, eðli þess og eiginleikar eins og þetta birtist I bókmenntalegri tjáningu, — verkum skálda, rithöfunda, og jafn- vel fræðimanna bæði að fornu og nýju," sagði Óskar I stuttu spjalli. Er þetta bæði Ijóð og laust mál, og meðai efnis má nefna lestur úr nokkrum forn- ritum, Eddukvæðum og Snorra-Eddu, og svo úr verkum síðari tlma höfunda eins og Halldórs Laxness, Einars Bene- diktssonar, Guðmundar Böðvarssonar, Jóhannesar úr Kötlum, Hannesar Péturssonar, Snorra Hjartarsonar, Jóns Óskars, og einnig t.d. úr fræði- legum skrifum Þorvalds Thoroddsen. í dagskránni syngur Elín Sigurvihs- dóttir .4 islenzk lög, m.a. Vorgyðjan kemur eftir Árna Thorsteinsson, lesarar auk Óskars Halldórssonar eru leikkon- urnar Kristln Anna Þórarinsdóttir og Halla Guðmundsdóttir og Gils Guð- mundsson alþingismaður og rithöfund- ur. Þessi fyrsti hluti dagskrárinnar nefn- ist LAND MÍNS FÖÐUR, LANDIÐ MITT og er lióðllnan tekin úr Lýð- veldishátiðarljóði Jóhannesar úr Kötl um. Að sögn Óskars nefnist svo annar hlutinn „Komstu skáld I krappan þar?". Er þar fjallað um hina hörðu lífsbaráttu I landinu bæði til sjávar og sveita, maðurinn og baráttan við náttúruöflin. Þriðji og slðasti hlutinn nefnist „Fagurt er I fjörðum", og er áherzlan lögð á fegurð landsins og hvernig skáldin hafa skynjað hana. ( þessum tveimur slðari hlutum dagskrárinnar eru einnig sungin Islenzk lög. ( öðrum hlutanum syngur Elisabet Erlingsdóttir Islenzk þjóðlög, og ráðgert er, að I þeim þriðja syngi Guðrún Tómasdóttir. Á ÞRIÐJUDAGSKVÖLD kl. 22.15 les Gils Guðmundsson alþingismaður og rithöfundur 5 lestur kvöldsögunnar ( VERUM eftir Theódór Friðriksson. Þetta er tveggja binda verk, sem út kom árið 1941, en I útvarpsflutningn- um er það stytt verulega, og verður fyrra bindið lesið I 27 lestrurrt I vetur, en það siðara blður betri tíma. „Það má segja, að Theódór fari út I of mikil smáatriði á stöku stað," sagði Gils, er við leituðum upplýsinga hjá honum um verkið og höfundinn. Þegar „f verum" kom út fékk hún afar góðar viðtökur, — ekki sizt hjá Þórbergi Þórðarsyni, sem skrifaði um hana einkar lofsamlegan ritdóm, og hóf Gils útvarpsflutninginn með upp- lestri úr nokkrum köflum ritdómsins „Þetta er sjálfsævisaga Theódórs," sagði Gils," og ég verð að segja það. að þetta er býsna merkileg aldarfarslýs- ing." Theódór Friðriksson fæddist árið 1876, en lézt árið 1948. „Hann naut nær engrar skólanmenntunar," sagði Gils, „en stundaði því meira sjálfsnám. Theódór var fyrst of fremst sjómaður. En hann var alltaf á ferð og flugi um landið, — var I verum á mörgum stöðum, bæði norðan-, vestan- og sunnanlands, og svo I kaupavinnu I sveitum á sumrum. Hverja frjálsa stund, sem gafst, notaði hann svo til að skrifa." „Það, se'm ég held, að sé helzta einkenni og mesti kostur bókarinnar," sagði Gils, „er mikil einlægni þessara lýsinga, og mannlýsingar eru einnig margar hrifandi. Það er merkilegt út af fyrir sig, að maður, sem býr við jafn- erfið kjör og Theódór, skuli innan við miðjan aldur fara að skrifa skáldrit." Gils sagði, að eftir Theódór lægju auk sjálfsævisögunnar nokkrar skáld- sögur og smásagnasöfn „Söguefnið er fyrst og fremst lýsing á lífinu I ver- stöðvum. Til að mynda er sögusvið smásagna hans ýmissa Norðurland, t.d. Húsavíkog nágrenni. (einni skáld- sögunnier Sauðárkrókur fyrirmyndin, I annarri Bolungarvík, og I tveimur Vest- mannaeyjar. Merkilegustu verkin held ég að séu „I hákarlalegum" og svo sjálfsævisagan Theódór var að miklu leyti hættur að vinna erfiðisvinnu þeg- ar hann skrifar „I verum" á sjötugs- aldri, en skáldritin skrifaði hann á sl- felldum hlaupum." „Jú, ég tel, að beztu verk Theódórs hafi varanlegt gildi," sagði Gils Guð- mundsson að lokum," og þá fyrst og fremst Jteimildagildi. ( þeim efnum ná beztu kaflar sjálfsævisögunnar lengst." Á FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ kl. 20.00 heldur útvarpið áfram hinum merka íslenzka leikritaflokki sinum með flutn- ingi á MUNKUNUM Á MÖÐRUVÖLL- UM eftir Davið Stefánsson Eflaust munu Ijóð Davíðs halda nafni hans lengur á loft en leikritin, þótt I þeim efnum hafi hann margt gert ágætlega. Nægir þar að nefna „Gullna hliðið", sem er, að þvi er bezt verður séð, að verða eins konar þjóðargleðileikur ís- iendiriga. Af öðrum leikritum Daviðs má nefna „Vopn guðanna" (1944) og „Landið gleymda" (1 953). „Munkarnir á Möðruvöllum" eru hins vegar fyrsta leikrit Davíðs, skrifað 1926. Það er Leikfélag Akureyrar, — samborgarar Davíðs —, sem flytur leikritið I útvarpinu á fimmtudaginn. Upptakan var gerð fyrir norðan árið 1 965, að sögn Þorsteins Ö. Stephens- sen, leiklistarstjóra, en skömmu áður | hafði L.A sýnt verkið I leikhþsi staðar- • ins. GIsli Jónsson, menntaskóla- • kennari á Akureyri, mun flytja inn- | gangsorð um Davíð og verk hans. Þorsteinn sagði okkur, að leikritið • gerðist að mestu leyti I munkaklaustr- | inu á Möðruvöllum, en einnig á • verzlunarstaðnum Gásum I Eyjafirði, * þangað sem munkarnir fara til að fala | sér nauðsynja. Snýst verkið um tog- > streitu hins veraldlega og andlega • innra með einum ungbróðurnum I | klaustrinu, Óttari. Hann er ástfanginn ■ af stúlku, en er jafnframt undir sterkum • áhrifum priórsins á Möðruvöllum, sem | leggur hart að honum að ganga drottni ■ á hönd og gefa llf sitt að öllu leyti * kirkjunni. Leikstjóri uppfærslu Leikfélags • Akureyrar er Ágúst Kvaran. í helztu J hlutverkum eru Jóhann Ögmundsson, I sem leikur prlórinn, Ólafur Axelsson I (Óttar ungbróðir), Þórey Aðalsteins- dóttir (Sigrún), Eggert Ólafsson (bryt- | inn á Möðruvöllum) og Guðmundur | Magnússon (Þorgrímur). TÓNHORNIÐ I GLEFS if Útvarpsdagskráin er nú I óða önn við að móminta sér og taka sig til I andlitinu fyrir veturinn. Menningin er t.d. komin á hús I slnum föstu vetrarþáttum. sem nú hafa fengið einkar frumleg nöfn, — Bókmenntaþáttur, Myndlistar- þáttur, Leikhúsþáttur, Tónlistar- þáttur. Það væri kannski ekki úr vegi að kalla kynninguna á út- varpsefni hér á opnunni Útvarps- þátt I samræmi við þetta. En hót- fyndnislaust verður að vanda for- vitnilegt að fylgjast með þessu I vetur, svo og þeim skemmti- og fróðleiksþáttum, sem boðaðir hafa verið. Enn er of snemmt að kveða upp dóma. if Mig langar þótt seint sé að þakka Helga J. Halldórssyni fyrir skeleggt og nytsamlegt DAGLEGT MÁL I útvarpinu I fyrravetur og sumar. Helgi var alltaf uppbyggi- legur, stundum Ismeygilega hæð- inn, alltaf áheyrilegur. Nú er búið að leggja „Daglegt mál" til hliðar og MÆLT MÁL komið I staðinn, gert út af Bjarna Einarssyni. Erfitt er að sjá tilganginn með nafn- breytingunni, en það skiptir þó litlu máli. Verra er, að Bjarni flytur mál sitt I svo miklum önugleika- tón, að við aumir áheyrendur hrökkvum I kút. Það er sjálfsagt að vera gagnrýninn og harðtTTTbn það er óþarfi að vera beinlýnis fúll. if AÐ HLUSTA Á TÓNLIST heitir þáttur Atla Heimis Sveinssonar á laugardagseftirmiðdögum, og byrjunin lofaði býsna góðu. Atli Heimir er frjálslegur og skýr, upp- bygging þáttarins óformleg og l(f- leg. Atli þyrfti þó ekki að vera alveg svona barnaskólakennara- legur I málrómnum. En þátturinn er mikill fengur fyrir okkur leik- menn I hópi tónlistarhlustenda. — Á. Þ. Manuela og Halldór — þjóðleg tékk- nesk nútlmatónlist. Á sunnudagskvöld verður I sjónvarp- inu endurflutt óperan RÁÐSKONURÍKI eftir Giovanni Battista Pergolesi með okkar ágætu söngvurum Guðmundi Jónssyni og Guðrúnu Á. Slmonar. Þessi upptaka var áður sýnd 31. janúar 1 972. „Ráðskonuríki" eða „La Serva Padrona" eins og verkið heitir á móð- urmáli höfundar, Itölskunni, var það verk Pergolesi, sem fyrst ávann honum frægð. Hann byrjaði að semja óperur aðeins 21 árs að aldri, og „Ráðskonu- riki" varð til 1 733, eða þegar hann er 23 ára. Þetta er létt og fersk gaman- ópera I commedia del arte stll, með grlpandi lögum og góðri persónusköp- un. Óperan er af sumum talin áhrifa- mesta gamanóperan þangað til Rossini fer að láta til sin heyra á næstu öld Þvl miður vannst Pergolesi ekki tlmi til að semja miklu meira af músík, þvl hann lézt þremur árum síðar — aðeins 26 ára að aldri. Á FIMMTUDAGSKVÖLD er ráðgert. að' eftir flutning leikritsins „Munkarnir á Möðruvöllum", leiki ungt listafólk, þau Manuela Wiezler, flautuleikari, og Halldór Haraldsson. píanóleikari. i út- varpssal. Þau flytja sónötu fyrir píanó og flautu eftir Bohuslav Martinu tékkneskt tuttugustualdartónskáld. „Martinu byggir verk sín á þjóðlegum tékkneskum stíl," sagði Manuela I stuttu spjalli, „en blandar þau áhrifum frá nútimatónlist." Manuela er frá þeirri miklu músikborg, Vlnarborg, og þar hitti hún eiginmann sinn, Sigurð Ingva Snorrason, klerinettleikara, sem þar var við nám. Við spurðum hana i framhjáhlaupi hvernig hún kynni við sig á íslandi. „Ég kann vel við mig," svaraði hún, „það er bara veðrið núna, sem er ekki beint hressandi."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.