Morgunblaðið - 08.11.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.11.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÖVEMBER 1974 Morgunblaðið sýknað — af refsingum vegna ummœla um stúdentafund — ummœlin ómerk Undirréttardómur er fallinn f máli því, sem höfðað var gegn ritstjórum Mbl. vegna ummæla f Velvakanda um stúdentasam- komu 1. desember. Var Mbl. sýknað af öllum kröfum um refs- ingar, en dæmt til að greiða kr. 35.000,— f málskostnað. Ummæl- in voru dæmd dauð og ómerk, en raunar hafði blaðið tekið þau aft- ur og beðizt afsökunar á þeim. Dómurinn fer hér á eftir. I. Mál þetta, sem tekið var til dóms 8. þ,m., er höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu birtri 25. febrúar 1972. Sóknaraðilar málsins eru Baldur Kristjánsson, Eikjuvogi 4, Reykjavík, Garðar Mýrdal, Boga- hlíð 26, Reykjavík, Jóhann Tómasson, Hvanneyrarbraut 54, Siglufirði, Jón Sveinsson, Freyju- götu 40, Reykjavík, Ólafur Einars- son, Suðurtúni 1, Keflavík, Vil- hjálmur H. Vilhjálmsson, Stiga- hlíð 49, Reykjavík og Þórólfur Hafstað', Vík, Staðarhreppi, Skagafirði. Varnaraóilar eru nú Matthías Jóhannessen, ritstjóri, Reynimel 25 A, Reykjavík og Eyjólfur Kon- ráð Jónsson, ritstjóri, Brekku- gerði 24, Reykjavík. Dómkröfur sóknaraðila eru nú þær, að ummælin „miklu fremur við útvarpið frá hinni fúlu þjóð- níðinga- og landráðasamkomu á gamla fullveldisdaginn." verði dæmd dauð og ómerk, að varnar- aðilar Matthías Jóhannessen og Eyjólfur Konráð Jónsson, verði dæmdir til að sæta þyngstu refs- ingu, er lög standi til, að varnar- aðilar verði dæmdir in solidum til að greiða stefnendum hverjum fyrir sig kr. 50.000,00 i skaða- og miskabætur, eða samtals kr. 350.000,00 með 7% ársvöxtum frá 28. desember 1971 til greiðslu- dags, að varnaraðilar verði in soli- dum dæmdir til að birta væntan- legan dóm í máli þessu, forsendur og dómsorð, að viðlögðum hæfi- legum dagsektum til sóknaraðila í Morgunblaðinu, þegar að lokinni lögbirtingu dómsins, að varnar- aðilum verði in solidum gert að greiða sóknaraðilum kr. 30.000,00 í annan birtingarkostnað með 7% ársvöxtum frá 28. desember 1971 til greiðsludags og að varnaraðil- um verði in solidum gert að greiða sóknaraðilum málskostnað að skaðlausu. Varnaraðilar gera þær dóm- kröfur, að þeir verði sýknaðir af öllum stefnukröfunum, en þeir gera ekki kröfu um málskostnað úr hendi sóknaraðila. Sáttaumleitanir dómsins hafa ekki borið árangur. II. Málavextir eru þeir, að í 284. tölublaði Morgunblaðsins, sem út kom þriðjudaginn 28. desember 1971, birtist í dálki, sem ber yfir- skriftina „Velvakandi", svofelld klausa: „Velvakandi skýtur því hér inn, að Leó Agústsson er ekki dulnefni, og að Velvakandi skildi bréf Leós hreint ekki þannig, að hann ætti við þátt Matthildinga, miklu fremur við útvarpið frá hinni fúlu þjóðníðinga- og land- ráðasamkomu á gamla fullveldis- daginn.“ Enginn höfundur var til- greindur við ofangreind ummæli, en varnaraðilar eru ritstjórar Morgunblaðsins. Sóknaraðilar voru á þessum tíma allir nemendur við Háskóla Islands. Höfðu þeir um haustið verið kosnir á almennum stúdentafundi til þess að skipa hátíðanefnd stúdenta á fullveldis- daginn 1. desember 1971 og þar með að annast hátíðahöld stúdenta þann dag. Við kosningar þessar voru bornir fram þrír list'- ar. Hlaut C-listinn, sem sóknar- aðilar skipuðu, flest atkvæði, en markmið þeirra, sem stóðu að þeim lista, var, að dagskrá hátíðarhaldanna skyldi helguð baráttu fyrir brottför bandariska herliðsins frá Islandi. Urslit þess- ara kosninga urðu til þess að ýfa enn upp deilur um varnarmálin, sem hafa verið mjög viðkvæmt deilumál með þjóðinni i allmörg ár. Eftir umræddar kosningar birti Morgunblaðið greinar um þessi mál, þar sem farið var hörð- um orðum um svonefnda her- námsandstæðinga og fylgismenn þeirra. Svo virðist sem hin um- rædda klausa í Velvakanda dálk- inum hafi verið eins konar fram- hald á þessum ádeilum, sem fram komu í blaðinu eftir þessar kosn- ingar stúdenta. Með bréfi dagsettu 3. febrúar 1972 ritaði lögmaður sóknaraðila framkvæmdastjóra Árvakurs h.f., sem gefur Morgunblaðið út, svo og til varnaraðila, þar sem þess var krafizt, að áðurnefnd ummæli yrðu „dregin til baka og leiðrétt á áberandi stað í blaðinu tafar- laust“. Jafnframt fór lögmaður- inn fram á, að félagið greiddi sóknaraðilum skaðabætur vegna ummælanna. Þessu bréfi viróist ekki hafa verið svarað. Höfðuðu sóknaraðilar þá mál þetta með stefnu birtri 25. febrúar 1972. Eftir að málið var höfðað, fóru fram nokkrir sáttafundir með aðilum utan réttar að tilhlutan lögmanna aðila. Sátt náðist ekki, en í Morgunblaðinu, sem út kom 15. marz 1972 birtu varnaraðilar í Velvakanda-dálkinum eftirfar- andi: „Afsökun. I dálkum Velvakanda í Morgun- blaðinu 28. desember 1971, birtist bréf, undirritað nafninu „Þórður Breiðfjöró", sem mun hafa verið notað í skemmtiþættinum „Ut- varp Matthildar". Að bréfinu loknu skeytti Vel- vakandi, án vitundar og vilja rit- stjóra Morgunblaðsins, við nokkr-^ um smekklausum og óvióur- kvæmilegum ummælum um sam- komu, eða útvarp frá samkomu, sem haldin var á gamla fullveldis- daginn 1. des. 1971. Er því víðs fjarri, hvað sem öllum stjórn- máladeilum líður, að Mbl. hafi viljað eða ætlað aó móðga eða meiða nokkurn, sem að samkom- unni stóðu, og sízt stúdenta. Ritstjórar Morgunblaðsins, sem samkvæmt gildandi lögum bera ábyrgð á efni, sem birtist nafn- laust í blaðinu, biðjast afsökunar á ummælum Velvakanda og taka þau aftur aó öllu leyti.“ III. Kröfur sínar í málinu styðja sóknaraðilar þeim rökum, að þeir hafi borið ábyrgð á hátíðahöldum stúdenta 1. desember 1971, en þeim hátiðahöldum hafi verið út- varpað að venju. Sé ummælunum því að þeim beint, þar sem þeir hafi haft veg og vanda af sam- komum stúdenta nefndan dag. Ummælin séu mjög meiðandi og móðgandi fyrir þá, enda felist í ummælunum, að þeir hafi staðið fyrir refsiverðum verknaði, þegar þeir voru að gegna trúnaðar- störfum sínum. Telja sóknar- aðilar. að með ummælum þessum, sem skráð voru án þess að höf- undar væri getið, hafi varnaraðil- ar sem ritstjórar Morgunblaðsins brotið gegn 234., 235. og 236. gr. almennra hegningarlaga nr. 19“1940 og beri að refsa varnar- aðilum fyrir birtingu ummæl- anna, enda hafi þau ekki verið réttlætt. Þá beri einnig að ómerkja ummælin samkvæmt 241. gr. hegningarlaganna. Þá telja sóknaraðilar, að varnaraðil- um beri að greiða þeim skaða- og miskabætur samkvæmt 264. gr. hegningarlaganna. Að því er varðar kröfu um kr. 30.000,00 í kostnað við birtingu dóms þessa í opinberu blaði eða riti, þá vitna sóknaraóilar til 2. mgr. 241. gr. hegningarlaganna. IV. I greinargerð sinni hefur lög- maður varnaraðila haldið því fram, að séu hin umstefndu um- mæli lesin í réttu samhengi sjáist, að Velvakandi eigi við það, sem birtist í útvarpinu 1. desember 1971. Hin umstefndu ummæli eigi þannig alls ekki við sóknaraðila málsins. Þeir séu hvergi nafn- greindir og í afsökunaryfirlýs- ingunni sé því afdráttarlaust lýst yfir, að Morgunblaðið hafi ekki viljað eða ætlað að móðga eða meiða nokkurn, sem að samkom- unni stóðu. Þótt sóknaraðilar hafi náð kosningu i hátíðanefnd stúdenta 1. des. 1971, sé algerlega tilhæfulaust, að Velvakandi hafi verið að drótta að þeim, að þeir hafi tekið þátt í mjög vítaverðum og refsiverðum verknaði. Sóknar- aðilar hafi enga' ábyrgð getaó borið á ræðum þeim, sem fluttar voru 1. desember. Sóknaraðilar séu því ekki réttir aðilar þessa máls og beri því að sýkna varnar- aðila vegna aðildarskorts sóknar- aðila. íslendingar hafi skipað sér í raðir vestrænna þjóða með þátt- töku sinni í Atlantshafsbandalag- inu. Megi hiklaust fullyrða, að mikill meirihluti þjóðarinnar vilji, að Island sé varið, en standi ekki hjálpariaust og opið fyrir utanaðkomandi árásum, sem gætu vissulega orðið til þess, að sjálfstæði þjóðarinnar glataðist. Hitt skuli játað, að hin nafnlausu ummæli, sem stefnt er út af, séu smekklaus og klaufaleg, en þau verði allir heilbrigðir menn að virða á betri veg, ef þeir vilji skilja þetta meginmál um sjálf- stæði fslendinga. Þá sé á það að líta, að ritstjórar Morgunblaðsins, sem ekki hafi átt nokkurn þátt í ritun hinnar umstefndu ummæla, hafi beóist afsökunar á ummæl- unum og tekið þau aftur. Beri þvi að sýkna varnaraðila af öllum kröfum sóknaraðila. Fari hins vegar svo, að rétturinn telji, aó ekki eigi að firra varnaraðila viðurlögum, sé þess til ýtrustu vara krafizt, að hinar fjarstæðu- kenndu kröfur um fjárútlát og greiðslur verði lækkaðar til stór- kostlegra muna, svo og að hvorki sektum verði beitt né miska- eða skaðabótum. V. Svo sem fyrr er frá skýrt voru sóknaraðilar kosnir af stúdentum við Háskóla islands til þess að sjá um hátíðahöld stúdenta 1. desem- ber 1971. Höfðu þeir þannig veg og vanda af samkomuhaldi stúdenta nefndan dag. Þegar hin umstefndu ummæli eru virt með hliðsjón af þessu, verður að líta svo á, að sóknaraðilar hafi haft réttmæta ástæðu til þess að fá ummælum þessum hnekkt fyrir dómstólum. Verður sýknukrafa varnaraðila, sem er á þvi byggð, að sóknaraðilar séu ekki réttir aðilar máls þessa, þvi ekki tekin til greina. Umrædd grein i Morgunblaðinu er rituð undir dulnefninu „Vel- vakandi". Varnaraóilar voru báð- ir ritstjórar Morgunblaðsins, þegar greinin var birt og þeir eru það enn. Samkvæmt 3. mgr. 15. gr. laga nr. 57/1956 um prentrétt bera varnaraðilar ábyrgð á efni greinarinnar, þar sem höfundur hefur ekki nafngreint sig. Hin umstefndu ummæli eru sérlega gróf og óhófleg, enda þótt þau fjalli um mjög viðkvæmt deilumál meðal landsmanna. Lita verður svo á, að ummælin beinist að umræddri samkomu í heild, en á samkomu þessari voru nokkur hundruð manns. Ekki eru sóknar- aðilar nafngreindir og þeirra er ekki getið á nokkurn hátt. Að svo vöxnu máli þykir varhugavert að fullyrða, eins og atvikum er að öðru leyti háttað, að í ummæl- unum felist aðdróttanir í garð sóknaraðila persónulega um aó þeir hafi gerst sekir um refsi- veróan eða siðferðilega ámælis- verðan verknað eða að ummælin hafi að geyma móðganir í garð sóknaraðila. Þykir því ekki næg ástæða vera til að refsa varnar- aðilum samkvæmt 234., 235. og 236. gr. hinna almennu hegn- ingarlaganr. 19/1940. Leiðir þaó þá einnig til þess, að ekki er grundvöllur til aó verða við kröfu sóknaraðila um miska- og skaðabætur samkvæmt 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 eða kröfu þeirra um kr. 30.000,00 til þess að standast kostnað af birtingu dóms sam- kvæmt 2. mgr. 241. gr. sömu laga. Hins vegar þykja hin um- stefndu ummæli vera mjög svo óviðurkvæmileg. Ber að ómerkja þau. Einnig er rétt að verða við kröfu sóknaraðila samkvæmt 22. gr. 1. nr. 57/1966 og dæma varnar- aðila til aó birta forsendur og niðurstöðu dóms þessa í 1. eða 2. tölublaói Morgunblaðsins, sem út kemur eftir lögbirtingu dómsins fyrir varnaraðilum. Rétt þykir að varnaraðilar greiði sóknaraðilum málskostnað, sem telst hæfilega ákveóinn kr. 35.000,00. Nokkrar tafir hafa orðið á máli þessu m.a. af ástæðum, sem varða lögmenn aðila. Bjarni Kristinn Bjarnason, borgardómari, kveóur upp dóm þennan. Dómsorð: Hin umstefndu ummæli skulu vera dauð og ómerk. Varnaraðilum, Matthiasi Jóhannessen og Eyjólfi Konráði Jónssyni, er skylt að birta for- sendur og niðurlag dóms þessa í 1. eða 2. tölublaði Morgunblaðsins, sem út kemur eftir lögbirtingu dóms þessa fyrir þeim. Varnaraðilar greiói sóknaraðil- um, Baldri Kristjánssyni, Garðari Mýrdal, Jóhanni Tómassyni, Jóni Sveinssyni, Ólafi Einarssyni, Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni og Þórólfi Hafstað, kr. 35.000,00 I málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að við- lagðri aðför að lögum. Bjarni Kristinn Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.