Morgunblaðið - 08.11.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.11.1974, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1974 16 Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra: HÉR fer á eftir ræða Gunnars Thoroddsens iðnaðar- ráðherra í útvarpsumræðunum sl. þriðjudagskvöld. HERRA forseti. Góóir áheyr- endur. Lúðvík Jósefsson minnt- ist hér á fjárlagafrumvarpið og taldi, að litið hefði nú orðið úr tali sjálfstæðismanna um lækk- un ríkisútgjalda. Ég vil nú taka það fyrst fram, að þar sem svo skammur timi var til undirbún- ings fjárlagafrv., sem nú var, þá getur enginn maður búist við því, að þar sé um verulegar breytingar að ræða til niður- skurðar og sparnaðar, vegna þess að allt slíkt krefst mik- illar vinnu og alllangs tíma. . Hins vegar er rétt að minn- ast þess, að þessi hv. þm., Lúðvík Jósefsson, hefur átt sæti í tveimur vinstri stjórn- um. Þegar fyrri vinstri stjórnin komst til valda, þá gaf hún fyr- irheit um að draga úr ofþenslu efnahagslífsins. Menn bjuggust við því, að á næsta þingi, þegar hún afgreiddi sín fyrstu fjár- lög, sæi þess nokkurn stað. Það voru liðnir 7 mánuðir frá mynd- un stjórnarinnar, þegar fjár- veitingarnefnd skilaði áliti sinu og í áliti meirihl. frá 17. febrú- ar 1957, standa þessi orð: „Meiri hluta nefndarinnar er ljóst, að hækkun fjárlaganna getur í fljótu bragði virst í ósamræmi við þá ýfirlýstu stefnu núv. ríkisstj. að draga úr ofþenslu efnahagslífsins. En við mat á því, hvað gera skuli, verður aó hafa eftirfarandi í huga: Sá maður, sem bjargar sér út úr vagni, sem er á hraðri ferð, kemst ekki hjá því, til þess að forða sér frá að missa fótanna, að hlaupa fyrst í sömu átt og vagninn stefnir." Verðlagsmál Þetta var yfirlýsing Lúðvíks Jósefssonar og vinstri stjórnar, þegar þeir voru við völd fyrra sinnið og höfðu haft alllangan tima til þess að endurskoða út- gjöld ríkisins og lækka f járlög. Þessi sami hv. þm. taldi það núv. ríkisstj. til foráttu, að hún vildi vinna að því að gera verð- lag frjálst. Hv. þm., sem hefúr verið viðskrh. lengi, ætti að vita það og veit það vafalaust með sjálfum sér, að núverandi verð- lagskerfi hefur fyrir löngu gegnið sér til húðar. Reynslan hefur sýnt bæði hér og annars staðar, að það kerfi tryggir ekki hin hagkvæmustu kjör fyrir al- menning, þvert á móti. Annað skipulag hefur reynst miklu betur, það skipulag, að megin- stefnan sé frjálst verðlag, verð- lagið ráðist af samkeppni og árvekni neytendanna, en ríkis- valdið hafi jafnan heimild til að grípa inn í, ef um misnotkun er að ræða. Samningar við V-Þjóðverja Þá minntist hv. þm. á Vestur- Þjóðverja og samningaumleit- anir við þá um landhelgismál. Hv. þm. hefur misskilið eða misheyrt það, sem ég sagði í örstuttu samtali vió útvarpið fyrir nokkru. Þar var ég spurð- ur um, hvaða mál ég teldi, að kæmu bráðlega til umræðu á þingi. Meðal þeirra, sem ég nefndi, var spurningin um, hvort ætti að reyna að leysa. með samningum landhelgisdeil- una við Vestur-Þjóðverja. Ég sagði þar ekkert um efni máls- ins. Það er vafalaust ósk okkar flestra, að þessa deilu takist að leysa og það er allmikið í húfi, að það takist, en vitanlega velt- ur allt á þvi, hvort þeir samn- veitum farið. Hitaveitan í höf- uðstaðnum, sem nú hefur starf- að í 30 ár, hefur sparað þjóð- inni mikinn gjaldeyri og borgarbúum stórfé og auk- ið þægindi þeirra. Reykja- vík skipar þann einstæða sess meðal höfuðborga heims að vera reyklaus borg. Þannig getur virkjun náttúruafla aukið hollustu og dregið úr mengun. Nú mun nær helmingur landsmanna búa við hitaveitur. Það verður að leggja áherzlu á nýjar hitaveitur og stækkun þeirra, sem fyrir eru. Allmarg- ar hitaveitur eru í undirbún- ingi. Ákveðið er, að frv. um Að sjá allt Island í ingar fást, sem eru viðunandi fyrir íslenska hagsmuni. Hæstv. forsrh. skýrði frá því í stefnuræðu sinni, að skýrsla viðræðunefndarinnar yrði af- hent þingflokkum og ekkert yrði afráðið í málinu án sam- ráðs við alla þingflokka. En þegar hv. þm. Lúðvík Jósefsson talar hér af henykslan mikilli um það, að nú eigi að fara að semja við Vestur-Þjóðverja, fslandi f óhag þá er ekki laust við, að það minni á það, sem gerðist fyrir ári siðan. Þá hafði hæstv. þáv. forsrh. farið til Lundúna og samið við forsrh. Breta. Þau samningsdrög voru siðan lögð fyrir Alþ. Þá heyró- ist það frá þessum hv. þm. og málgagni hans, að hér væri um allt að því landráðasamning að ræða, úrslitakosti Edwards Heath, sem ekki kæmi til mála að ganga að. En það voru ekki margir dagar liðnir þegar hann var ásamt öllum sinum flokks- bræðrum á Alþ. búinn að gleypa öll þessi stóru oró og hafði samþykkt þessa úrslita- kosti Edwards Heath með nafnakalli hér á Alþ. Nýting auðlinda Herra forseti. Það var talið til tiðinda endur fyrir löngu, þeg- ar það spurðist einn sólbjartan sumardag, að flugmenn hefðu flogið svo hátt upp í himingeim- inn, að þeir sáu allt fsland í einu. Við þyrftum sem oftast, Islendingar, a.m.k. annað kast- ió, að hefja hug upp yfir dag- legt þras og amstur og reyna að sjá allt Island i einu. Við aug- um blasir þá hin óviðjafnanlega fegurð fósturjarðarinnar, hið langdræga tæra útsýni, sú náttúra landsins, sem krefst virðingar og varðveizlu. Og hugurinn beinist um leið að þeim lindum afls, orku og auð- æfa til lands og sjávar, sem þessi þjóð á i landi sinu og umhverfis það. Það er höfuð- vandi okkar að búa þannig i landinu að nýta sem haganleg- ast auólindir þess, en vernda um leið þessi gæði öll, sem okk- ur eru gefin. Þegar við erum nú vel á vegi að endurheimta undir íslensk yfirráð öll hin gjöfulu fiskimið umhverfis íslandsstrendur, sem við áttum og sátum einir að i fyrstu 500 ár íslandsbyggðar, þá verðum við að gæta varúðar. Það má aldrei ofbjóða fiski- stofnunum. Öll ofveiði og rán- yrkja skal stranglega bönnuð. Fiskivernd og fiskirækt þurfa að vera okkur leiðarljós og heilög boðorð. Þetta á jafnt við um veiðar á hafi úti sem í ám og vötnum. Og eins er farið auð- lindum á landi. Afl og orku í fossum og fljótum, heitum lind- um og gufuhverum eigum við að virkja og nýta með það fyrir augum, að landsmönnum verði til hags og heilla í lífsbaráttu þeirra, en jafnframt verði þess vandlega gætt að skaða ekki landið sjálft, trufla ekki fegurð þess og yndisþokka. En náttúruvernd og um- hverfissjónarmið fela það ekki f sér, að engu megi hreyfa frá því, sem áður var. Forfeður okkar, sem völdu þjóðinni hinn undurfagra þingstað á Þing- völlum, breyttu rennsli Öxarár, veittu henni úr farvegi sínum niður á völluna til gagns og yndisauka. Þannig hefur mannshöndin margt vel gert. Hér þurfa jafnan að fara saman nytsamlegar framkvæmdir og tillitssemi við náttúru landsins. Þaó mætti hafa það til fyrir- myndar, að í landi einu eru það lög, að fyrir hvert það tré, sem höggvið verður, skuli tvö gróðursett í staðinn. Svo er fyrir þakkandi í landi okkar, að oft verða virkjanir beinlínis til hreinlætis og heilsubótar. Þannig er t.d. hita- hitaveitu Suðurnesja verði lagt fyrir þetta þing, en hún nær til 7 sveitarfélaga auk flugvallar- ins og mun fá orku frá Svarts- engi. Að því er stefnt, að sem flestir njóti hitaveitu og þar sem þvi verður ekki við komið, verði hús hituð með rafmagni. Virkjanir á Norðurlandi I stefnuskrá rikisstj. er lögð áherzla á að hraða stórvirkjun- um, gera áætlun um virkjun vatns- og varmaorku landsins, þannig að næg orka verði fyrir hendi til almenningsþarfa og aukins iðnaðar og iðju, og að tryggja sem fyrst með nýjum’ virkjunum næga raforku á Norðurlandi og öðrum Iands- hlutum, sem eiga við orkuskort að búa. Norðurland er nefnt hér sérstaklega. Það er vegna þess alvarlega ástands, sem þar ríkir, en skortur á raforku er ýmist þegar orðinn eða yfirvof- andi. Nú eru margir stórbrotnir virkjunarmöguleikar til á Norðurlandi, eins og Dettifoss, Blanda, Skjálfandafljót, Jökulsá i Skagafirði og fleiri. Þar sem hugur manna beinist einkum að nú er Krafla, og er þegar hafinn undirbúningur að gufuvirkjun þar með 55 þús. kílóvöttum eða 55 megavöttum. En það tekur væntanlega 3 eða 4 ár að hún komist í notkun, og hvernig á að leysa úr hinum gífurlega vanda þangað til? Við það er glimt nú, skoðaðir gaum- gæfilega allir möguleikar og hugsanlegar leiðir og málið verður að leysa. Virkjanir á Austurlandi En þótt Norðurland sé nefnt, þá er ástandið á Austurlandi einnig mjög alvarlegt. Lagar- fossvirkjun átti að vera tekin til starfa, en vegna vanefnda og dráttar á afhendingu tækniút- búnaðar, mun hún ekki geta tekið til starfa fyrr en í febrú- ar. Þar er einnig mikill vándi á höndum. Það eru mörg verk- efni til athugunar, smærri virkjanir og stórvirkjanir. Svo er talið, að með stórvirkjunum þar megi fá 1600 megavött eða stærstu ráforkuver á Islandi. Það eru nokkur ár siðan hug- mynd kom fram um það að veita saman vötnum norðan Vatnajökuls, þ.e. Jökulsá á Fjöllum, Jökulsá á Brú og Jökulsá í Fljótsdal. Hvort sem þær verða sameinaðar eða virkjaðar hver í sínu lagi, þá er ljóst, að þar er um stórfellda orkumöguleika að ræða. Þess- um rannsóknum verður að sjálfsögðu haldið áfram. En það, sem þar er nærtæk- ast, og sem samtök sveitar- félaga á Austurlandi hafa lagt einu sérstaka áherzlu á, er að undir- búa sem fyrst virkjun Bessa- staðaár í Fljótsdal, þar sem gert er ráð fyrir að fá um 30 mega- vatta afl. Á þessu þingi og það nú alveg á næstunni verur flutt frv. um heimild til að fela Raf- magnsveitum ríkisins eða öðr- um aðila að reisa þar og reka vatnsaflsstöð. I því frv. er gert ráð fyrir því, að óski sveitar- félög á Austurlandi að gerast eignaraðilar að virkjun Bessa- staðaár og öðrum orkuverum á orkuveitusvæðinu, sé ráðherra heimilt að gera samninga þar um. Ég vil taka það fram sér- staklega, að með væntanlegum frv. um heimild til virkjunar Bessastaðaár, verður engan hátt dregið úr fyrirætlunum um rannsóknir á hinum stór- felldu Austurlandsvirkjunum. I ályktun, sem Samband sveitarfélaga á Austurlandi hefur nýlega samþykkt, er lögð á það áhersla, að stjórn slíkra orkufyrirtækja verði heima I héraði. Það er sjónarmið, sem rikisstj. telur sjálfagt að taka til velviljaðrar athugunar. Nú hef- ur m.a. verið ákveðið, að stjórn Kröfluvirkjunar, sem hefur með höndum undirbúning og framkvæmdir við Kröfluvirkj- un, skuli flytjast frá Reykjavik og aðsetur hennar verða á Akureyri. Þótt Norðurland og Austur- land hafi hér verið gerð sér- staklega að umtalsefni vegna þess mikla vanda, sem þar er fram undan, þá eru mikil og aðkallandi verk- efni á Suður- og Vestur- landi og Vestfjörðum í orku- málum. Þeim verður að sjálf- sögðu að sinna ekki siður en öðrum, enda verður það að vera sjónarmið íslenzkra stjórn- valda á hverjum tíma að lita jafnt til allra landshluta, til hinna strjálu byggða og þétt- býlis, að reyna að sjá allt Island í einu. Hjördís Edda Harðar- dóttir, 10 ára, og Ágústa Rafnsdóttir, einnig tíu ára, komu á 'ritstjórn Mbl. fyrir nokkrum dögum með rúmlega sjö þúsund krónur, sem þær höfðu aflað með því að halda tombólu. Ágóðinn á að renna til Dýraspítal- ans. Þær sögðust báðar vera miklir dýravinir og vildu styrkja spítal- ann með þessu fram- lagi. Söluskattur af græn- meti verði afnuminn Aðalfundur Sambands garð- yrkjubænda var haldinn í Reykjavík 18. okt. s.l. að viðstödd- um fulltrúum úr öllum félög- unum, en sambandið er bandalag garðyrkjubændafélaga landsins. A dagskrá voru ýmis mál, og m.a. voru samþykktar eftirfarandi til- lögur: I fyrsta lagi: að beina þeim til- mælum til stjórnar sambandsins, að hún vinni ötullega að þvi að fá söluskatt af grænmeti afnuminn og leita samráðs við Sölufélag garðyrkjumanna um málið. I öðru lagi: að vinna að því, að samtök garðyrkjubænda fái öll réttindi í hendur til blómainn- flutnings. Var það samdóma álit fundarins, að aðeins með því móti væri unnt að koma i veg fyrir, að blómainnflutningur hefði trufl- andi áhrif á sölu innlendrar blómaframleiðslu, eins og oft hefði gerzt að undanförnu. 1 þriðja lagi var samþykkt að óska eftir því að fá fulltrúa garð- yrkjubænda til setu á fundum til- raunaráðs landbúnaðarins. Jafn- framt lýsti fundurinn ánægju Framhald á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.