Morgunblaðið - 08.11.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.11.1974, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÖVEMBER 1974 BÍLALEIGA CAR RENTAL n 21190 21188 LOFTLEIÐIR /^BÍLALEIGAN ^&IEYSIR CAR RENTAL 24460 28810 PIOMEEI1 ÚTVARP OG STEREO KASETTUTÆKI BILALEIGA Car Rental fjfj SENDUM 41660-42902 Ferðabílar hf. BilaleigaS—81260 5 manna Citroen G.S fólks og stationbilar 1 1 manna Chervolet 8—22 manna Mercedes-Benz hópferðabilar (með bilstjérn) Hjartans þakkir til ættingja og vina sem glöddu mig á 85 ára afmæli mínu4. nóvembers.l. Guð blessi ykkur öll. Ragnhi/dur Gísladóttir, MöðruvaUastræti 3, Akureyri. Þakkarávarp Ég vil þakka öllum þeim, sem með gjöfum, skeytum og heim- sóknum gerðu mér afmælisdag- inn ógleymanlegan. Þá vil ég einnig þakka Kvenfélagi Ólafs- vikur rausnarlegt samkvæmi, sem það hélt mér til heiðurs. Guð blessi ykkur öll. Kristjana Einarsdóttir Ólafsvík. Rökrétt afleiðing Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum f endaðan ágúst- mánuð sfðast liðinn, voru marg- ir f vafa um aðiöðungarhæfni og samstarfsmöguleika stjórnarflokkanna. 18 ár voru liðin sfðan þeir höfðu starfað saman f rfkisstjórn og allar göt- ur frá þeim tfma höfðu flokk- arnir eldað grátt silfur saman og marga hildi háð. Fiokkarnir eru og á ýmsa lund ólíkir og hafa gagnstæð sjónarmið f mörgum málum. Þeir höfðu ný- verið gengið í gegnum tvennar kosningar með tiiheyrandi átökum, og skammur tfmi skildi á milli samstarfs þeirra og vopnaviðskipta á timum vinstri stjórnar. Þegar betur er að gáð, og mál skoðuð ofan f kjölinn, kemur þó í ljós, að einmitt þetta stjórnarsamstarf var rökrétt og óhjákvæmilega afleiðing af þeim viðhorfum, sem við blöstu f þjóðfélaginu, og þeim vanda- málum sem við var að glima. Rætur samstarfsins Þríþætt viðfangsefni, sem öll gátu valdið stefnuhvörfum f málefnum þjóðarinnar, og efnahagsleg og stjórnarfarsleg velferð hennar var undir kom- in, réð mestu um, að flokkarnir kusu að snúa bökum saman: 1. Risavaxin, óleyst vandamál f efnahagslffi þjóðarinnar, sem kölluð á skjót og róttæk úrræði. Þau ógnuðu rekstraröryggi at- vinnuveganna og atvinnu- öryggi almennings f þeim mæli, að efnahagslegu sjálf- stæði þjóðarinnar var hætta bú- in. 2. Öryggismál þjóðarinnar, sem m.a. vörðuðu stöðu lands- ins f samstarfi lýðfrjálsra þjóða. Öryggishagsmunir okkar og nágrannaþjóða, með Ifk við- horf til ýðfrelsis og þegnrétt- inda, voru f veði. 3. Svipuð viðhorf flokkanna til málefna landsbyggðarinnar, sem miða að þvf f senn, að treysta byggð í landinu öllu sem og að valddreifingu til sveitarfélaga, sem eru horn- steinar þjóðfélagsbyggingar- innar. Lýðræðið og flokkarnir Tilvera stjórnmálaflokka tryggir nauðsynlegt aðhald og gagnrýni f stjórnkerfinu. Stjórnarandstaða gegnir ekki sfður nauðsynlegu hlutverkí en rfkisstjórn hverju sinni. Þetta fyrirkomulag tryggir þegnun- um, að horft er á viðfangsefnin frá fleiri en einni hlið, og nauð- synlegar upplýsingar koma fram til að fylgjast með gangi mála og byggja á mat og af- stöðu, er hæstiréttur almenn- ings kemur saman til dónis og stefnumörkunar við kjörborð- ið. Þegar alvarlegan vanda ber að höndum, sem varðar hag hverrar einustu fjölskyldu f landinu, eins og nú er raunin á, er það hinsvegar skylda allra ábyrgra stjórnmálaflokka, að snúa bökum saman um nauð- synleg úrræði. Sú var ástæða þess, að Sjálfstæðisflokkurinn vildi halda opnum dyrum fyrir Alþýðuflokkinn að núverandi stjórnarsamstarfi. Það mun og almannadómur og mat á að- stæðum f þjóðfélaginu f dag, að samstarf lýðræðisflokkanna allra um lausn á steðjandi vanda, hefði verið æskilegt. Og staða Alþýðuflokks utan rfkis- stjórnar á ekki að útiloka slfkt samstarf, ef sá flokkur dregur réttar ályktanir af augljósum staðreyndum. Öðru máli gegnir með kommúnista, sem eru ekki á dagskrá Staksteina f dag. Að horfa fram en ekki aftur Núverandi stjórnarflokkar geta að sjálfsögðu deilt um margt, sem að baki liggur. Vandamálin og viðfangsefnin krefjast þess hinsvegar, að nú sé horft fram en ekki aftur. Skoðanaágreiningur þeirra á milli, í ýmsum málum, er þó ekkert leyndarmál. Sá ágrein- ingur er þó ekki meiri en geng- ur og gerist f samstarfstjórn- um. Stjórnin hefur farið vel af stað. Mikill hluti þjóðarinnar árnar henni velfarnaðar f vandasömu starfi. Þær óskir ná langt út fyrir flokksramma stjórnarflokkanna. Þjóðin skil- ur, að svo mikið er í húfi, að vel takist til, að gifta hennar og stjórnarinnar er ein og hin sama. Þjóðin mun þvf horfa fram á veginn með ríkisstjórn- inni. Kjördæmisráðið á Austurlandi: NÝ VIÐREISN Aðaifundur kjördæmisráðs Sjáifstæðisflokksins f Austur- landskjördæmi var haidinn á Höfn f Hornafirði 25. og 26. okt. sl. Formaður ráðsins, Albert Kemp, setti fundinn og flutti skýrslu stjórnarinnar, sem bar með sér gott og f jölbreytt starf flokksins sfðasta starfsár. Fundurinn gerði eftirfarandi ályktun um stjórnmálaviðhorf- ið: „Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Austur- landi fagnar því, að Sjálfstæðis- flokkurinn er á ný tekinn við forystu um stjórn landsins. Lýs- ir fundurinn yfir fyllsta stuðn- ingi við ríkisstjórnina og stefnu hennar í þjóðmálum eins og hún birtist í stefnuyfirlýsingu stjórnarflokkanna við stjórnar- myndun og verkum stjórnar- innar siðan. Um s.l. áramót varð ljóst, að stefna og störf vinstri stjórnar myndi á nýjan leik leiða til ófarnaðar fyrir þjóðarbúskap- inn. Almenningi er í fersku minni ömurlegur viðskilnaður vinstri stjórnar í árslok 1958, en hin síðari vinstri stjórn virð- ist í flestu hafa tekið hinni fyrri fram um illa meðferð þjóðmála. Rekstrarstöðvun allra atvinnuvega blasti við og hefðu þeir raunar stöðvazt sl. vor, ef bankayfirvöld hefði ekki hafið milljarða útlán til að hindra rekstursstöðvun meðan kosningar fóru fram og ný stjórn var mynduð. Gjaldþrot fjárfestingarlána- sjóða var á næsta leiti og algjör fjárþurrð hjá greinum þjónustu hins opinbera og bæjar- og sveitarfélaga. Milljarða rýrnun varð á fram- kvæmdafé hins opinbera. Gjaldeyrisvarasjóðurinn var gersamlega uppurinn. Skuldir við útlönd höfðu hlaðizt upp, en lánstraust þjóðarinnar út á við þorrið, er hér var komið sögu. Magnaðri óðaverðbólga geisaði en nokkur dæmi eru til um í íslenzku efnahagslífi. 1 utanríkismálum var unnið leynt og ijóst að þvf að rjúfa varnarkeðju vestrænna þjóða með brottvísun varnarliðsins. Kosningaúrslitin sl. vor, bæði í byggða- og alþingiskosning- um, urðu mikill sigur stefnu Sjáifstæðisflokksins bæði í inn- an-og utanrikismálum. Blaðinu hefir gersamlega verið snúið við í utanrikismálum og stefna Sjálfstæðisflokksins f þeim málum orðin rfkjandi. Sterkri ríkisstjórn undir forystu Sjálf- stæðisflokksins er treyst til að taka stjórn efnahagsmála þeim tökum, að ný viðreisn verði framkvæmd á skömmum tíma. Aðalfundurinn fagnar áform- um um stóraukið átak í byggða- málum og skorar á flokkinn að fylgja þeim málum fast fram. Fundurinn treystir á styrka samstöðu flokksmanna um stuðning við ríkisstjórnina og full heilindi í samstarfinu." Albert Kemp, formaður kjör- dæmisráðs Sjálfstæðisflokks- ins f Austuriandskjördæmi. Albert Kemp var endurkjör- inn formaður ráðsins og aðrir í stjórn: Árni Stefánsson, Höfn, Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir, Seyðisfirói, Svanur Sigurðsson, Breiðdalsvík og Þorsteinn Gústafsson, Egilsstöðum. Hópferð á Smithfield-landbúnaðarsýninguna Smithfield-landbúnaðarsýn- ingin verður opnuð í Earls Corut mánudaginn 2. desember og stendur fram til 6. des. Fimmtudaginn 5. des verður al- þjóðlega alifugla- og kjöt- iðnaðarsýningin opnuð f Olympia. Á Smhithieldsýningunni verða sýndir Í713 gripir dag- inn, sem opnað verður, þar af verða 416 gripum slátrað og föllin sýnd á sérstakri kjötsýn- ingu miðvikudag og fimmtu- dag. Sýndir verða nautgripir af 13 mismunandi kynjum og auk þess kynblendingar/ Sýnd verða 23 mismunandi sauöfjár- kyn. Alla sýningardagana er ýmislegt um að vera f aðaldóm- hring. Þar fer fram keppni í búfjárdómum. Sýndir verða bestu gripirnir. Samtök mjólk- urframleiðenda kynna nýjung- ar á sviði nautakjötsframleiðslu og í lok sýningarinnar fer fram uppboð á sýningargripum. Á sýningu gefst tækifæri tíl að sjá fagmenn stundurlima skrokka af dilkum og grísum Slíkar kynningar verða 4 sinnum á dag. Allir helstu búvélaframleið- endur í Evrópu og reyndar frá öðrum heimsálfum kynna helstu nýjungar á sviði bú- tækni. Sú venja hefur skapast, að nýjar vélar eru fyrst kynntar á Smithfieldsýningunni. Sýningarstúlkur og deildir eru frá 354 fyrirtækjum. Stærsti hutinn eru vélar og verkfæri, en auk þess eru sýnd- ar sáðvörur, lyf og margs konar efni til notkunar í landbúnaði. Þetta er í 163. sinn, sem Smith- field-landbúnaðarsýningin er haldin. Alifugla- og kjötiðnaðar- sýning: Upphaflega voru þetta tvær sýningar, sem nú hafa verið sameinaðar. Sýningin er opin í Seltjarnarnes verður prestakall Á FUNDI, sem haldinn veróur á morgun kl. 2 (9. nóv.), verður kosinn safnaðarnefnd og safnaðarfulltrúí í Seltjarnarnessókn, með það fyrir augum, að þar hefjist sérstakt safnaðarstarf. Þetta er eðlileg þróun, þar sem Seltjarnarnes er nýlega orðinn sérstakur kaupstaður. Með auglýsingu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins frá 19. ág. 1963 var ákveðið, að Seltjarnarnes skyldi verða sérsakt prestakall, en dregist hef ur nokkuð að kjósa þar sérstaka sóknarnefnd. Prestar Nesprestakalls munu þjóna hinni nýju sókn,, þartil öðru vísi verður ákveðið. (Frétt frá Reykjavíkurprófastsdæmi). þrjá daga frá 5.—7. des. og er í Olympia sýningarhöllinni, sem er skammt frá Earls Court, þar sem Smithfield-sýningin verð- ur. Á þessari sýningu eru sýndar flestar tegundir ali- fugla, auk þess allur búnaður í sambandi við uppeldi fulga- og eggjaframleiðslu, sláturbúnaó- ur og pökkun. Mjög háþróuð tækni hefur verið tekin í notk- un innan þessarar búgreinar og allar nýjungar á þvi sviði eru kynntar á sýningunni. Enn- fremur verður sýndur allur helsti tæknibúnaður við kjöt- iðnað og frystingu matvæla. Ef nægileg þátttaka fæst, verður farið á þessar sýningar. Hugmyndin er að fara frá Keflavík mánudaginn 2. des. kl. 9.00 og til baka frá London föstudaginn 6. des. Gert er ráð fyrir, að þátttökugjald i ferð- inni verði kr. 19.000. Þá er inni- falið auk flugfarsins ferðir til og frá flugvelli í London, gist- ing 4 nætur á góðu hóteii og morgunverður. Nánari upplýs- ingar um sýningarnar og ferðir eru gefnar hjá Búnaðarfélagi íslands.simi 19200. (Frá Búnaðarfélagi Islands)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.