Morgunblaðið - 08.11.1974, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1974
Bikarmeistarar Vals fengu skell í fyrsta leik sfnum f Islandsmótinu f
handknattleik á þessu keppnistfmabili, er þeir mættu Vfkingum f
Laugardalshöliinni f fyrrakvöld. Vfkingur sigraði 19:17 í ieiknum. en
þar með var sagan ekki öll. Jafnvel enn meira áhyggjuefni fyrir
Valsmenn en tap þetta hlýtur að vera hversu slakt lið þeirra var f
leiknum og þá ekki sízt f vörninni, en hún var nánast engin til, í fyrri
hálfleiknum. Víkingarnir voru stundum hreinlega boðnir velkomnir,
og þeir þökkuðu fyrir sig með þvf að skora f jölda marka — varð staðan
11:3 á tfmabili. Auðvitað ber að geta þess og taka til þess tillit, að mikil
forföll voru f Valsliðinu: Gunnsteinn Skúlason, Guðjón Magnússon og
Gfsli Blöndal voru ekki með. Gunnsteinn og Gísli meiddir, en Guðjón
meðal áhorfenda. En samt sem áður átti Valsliðið að hafa nægjanlegan
mannskap til þess að leika betur en það gerði f leiknum f fyrrakvöld.
44. Agúst
46. Jðn J.
47. Jón J (v)
48.
52. Þorbjörn
55. Agúst
60.
60. Jón J.
12:17
13:17
14:17
14:18
15:18
16:18
16:19
17:19
Breytingar voru einnig á
Víkingsliðinu. Þannig léku t.d.
bræðurnir Viggó og Jón Sigurðs-
synir ekki með því að þessu sinni,
né heldur Sigurgeir Sigurðsson,
sem verið hefur aðalmarkvörður
liðsins. Þrátt fyrir þetta náði
Víkingsliðið að sýna heilsteyptan
leik lengst af, og raunar þann
bezta varnarleik sem þetta lið hef-
ur sýnt fyrr og siðar á köflum í
fyrri hálfleik. Þá var ágæt hreyf-
ing á vörninni — hættulegustu
leikmenn Vals stöðvaðir í tíma og
þaó sem í gegn komst varði Rós-
mundur Jónsson með ágætum. Nú
er bara spurningin hvort Víking-
um tekst að fylgja þessum sigri
eftir. Þeir hafa áður byrjað vel í
íslandsmóti, en síðan dalað þegar
á hefur liðið. Undirritaður hefur
þó meiri trú á því en oft áður að
Vikingarnir spjari sig að þessu
sinni — a.m.k. ef þeir leika vörn-
ina eins vel og þeir geróu megin
hluta þessa leiks.
Eftir tiltölulega jafna byrjun
þessa leiks náðu Víkingar á hon-
um öllum tökum. í varnarleik sín-
um gættu þeir Ólafs H. Jónssonar
sérstaklega vel — komu alltaf út
á móti honum, og hindruðu að
hann næði að skjóta, eða senda á
línu. Virtist þetta að mestu nóg,
þar sem Valsliðið hafði ekki yfir
annarri afgerandi skyttu að ráða í
þessum leik. í sóknarleiknum
héldu Víkingar svo uppi hraða og
rugluðu með því Valsvörnina sem
var ákaflega stöð og óörugg. Vakti
það t.d. sérstaka athygli hversu
illa þeir gættu Einars Magnússon-
ar sem fékk ákjósanlegt næði til
þess að athafna sig og nýtti það til
hins ýtrasta með því að skora fal-
leg mörk. Var það ekki fyrr en í
seinni hálfleik, að Valsmenn fóru
út á móti Einari og var Ólafi Jóns-
syni, bezta varnarmanni Vals,
fórnað til þess. Bar það líka þann
árangur að Einar skoraði aðeins
eitt mark í hálfleiknum.
Eftir að staðan hafði verið 14:8
fyrir Víking í hálfleik mátti telj-
ast vonlítið fyrir Valsmenn að
vinna þann mun upp. Þeir léku þó
til muna betur í seinni hálfleikn-
um og tókst að minnka muninn
niður í 2 mörk þegar aðeins fimm
mínútur voru til leiksloka. Var þá
komin óvænt spenna í leikinn, en
Vikingarnir léku lokamínúturnar
mjög skynsamlega. Reyndu að
halda knettinum eins lengi og
þeir gátu og börðust svo eins og
grimm ljón í vörninni. Uppskáru
þeir eins og til var sáð og unnu
sigur 19:16.
Valur á nú ekki leik i 1. deild-
inni fyrr en 24. nóvember, þannig
að þeim gefst allgóður tími til
þess að lesa upp og læra betur. Þá
verður Gunnsteinn Skúlason
væntanlega kominn í fullt fjör, en
einmitt þessi leikur var áþréifan-
leg sönnun þess hversu gífurlega
Mörk Vals: Þorbjörn
Guðmundsson 5, Jón P. Jónsson 5,
Ólafur H. Jónsson 4, Ágúst Ög-
mundsson 2, Jón Karlsson 2.
Mörk Vfkings: Einar Magnús-
son 8, Páll Björgvinsson 4, Skarp-
héðinn Óskarsson 3, Ólafur Frið-
riksson 2, Stefán Halldórsson 1,
Ólafur Jónsson 1.
Brottvfsanir af velli: Ólafi H.
Jónssyni og Jóni Karlssyni, Val
var vísað útaf í 2 min. og sömu-
leiðis þeim Ólafi Friðrikssyni,
Skarphéðni Óskarssyni og Einari
Magnússyni, Víkingi.
Misheppnað vftakast: Þorbjörn
Guðmundsson steig á línu og mis-
notaði þannig vítakast á 33. mín.
Dómarar: Hannes Þ. Sigurðsson
Einar Magnússon hefur
fengið að taka skrefið sitt og
nær að stökkva upp og senda
knöttinn í Valsmarkið yfir
Ólaf Jónsson og Stefán
Gunnarsson.
Bikarmeistaramir fengu skell
í fyrsta leik Islandsmótsins
Töpuðu 17:19 fyrir Víking sem var 6 mörkum yfir í hálfleik
mikilvægur hann er fyrir vörn
Valsliósins. Án hans er örugglega
ekki hægt að tala um mulningsvél
— miklu frekar grófgerða síu.
1 STUTTU MÁLI:
Laugardalshöll 6. nóvember
íslandsmótið 1. deild:
VALUR — VÍKINGUR 17:19
(8:14)
Gangur leiksins:
Mfn. Valur
Vfkingur
1. 0:1 Einar
3. 0:2 Skarphéðinn
5. Ölafur 1:2
6. ólafur 2:2
8. 2:3 Skarphéóinn
8. 2:4 Páll
11. Jón K. 3:4
12. 3:5 Einar
13. 3:6 Einar
14. 3:7 Stefán
15. 3:8 Einar (v)
16. 3:9 Páll
16. 3:10 Einar
18. 3:11 Einar
20. Þorbjörn (v) 4:11
21. 4:12 Skarphéðinn
22. Þorbjörn 5:12
24. Þorbjörn (v) 6:12
25. Jón J. 7:12
26. 7:13 Einar(v)
27. Þorbjörn (v) 8:13
30. 8:14 Páll
Hálfleikur
36. 8:15 OlafurF
36. Oiafur 9:15
38. Ólafur
41. Jón J. (v)
43.
43.
10:15
11:15
11:16 ÓlafurF
11:17 ÓlafurJ
og Karl Jóhannsson. Þeir dæmdu
leikinn undantekningalaust mjög
vel- — stjl.
LIÐ VALS: Jón B. Ólafsson 1, Ólafur Guðjónsson 2, Bjarni
Guðmundsson 2, Jóhann Ingi Gunnarsson 1, Jóhannes Stefánsson
1, Steindór Gunnarsson 1, Jón Karlsson 1, Stefán Gunnarsson 2,
Ágúst Ögmundsson 3, Ólafur H. Jónsson 3, Þorbjörn Guðmunds-
son 2, Jón P. Jónsson 2.
LIÐ VlKINGS: Rósmundur Jónsson 2, Einar Magnússon 3, Skarp-
héðinn Óskarsson 3, Sigfús Guðmundsson 1, Páll Björgvinsson 2,
Ólafur Friðriksson 2, Magnús Guðmundsson 1, Erlendur
Hermannsson 1, Ólafur Jónsson 2, Stefán Halldórsson 2.
Töluverð harka var í leik Fram og
Ármanns. Þarna liggur Arnar
Guðlaugsson f valnum, en Stefán
Þórðarson stumrar yfir honum.
EKKI VERÐUR annað sagt en að
Armenningar hafi komið veru-
lega á óvart f fyrsta leik sfnum f
Islandsmótinu að þessu sinni.
Eftir öllum sólarmerkjum að
dæma áttu þeir að verða auðveld
bráð Reykjavíkurmeisturum
Fram, en annað varð uppi á
teningnum. Framarar urðu að
taka á öllu sínu til þess að merja
sigurinn. Var það ekki fyrr en
langt var liðið á leikinn að þeim
tókst að ná forystu í Ieiknum, en
þá fór sýnilegt úthaldsleysi
Ármenninga að segja til sín. Allt
fram til þess höfðu Ármenningar
verið öllu betri f þó annars mjög
jöfnum leik.
Mestu munaði þó hjá Ármenn-
ingum í þessum leik að Ragnar
Gunnarsson, markvörður liðsins,
sýndi mjög góðan leik í markinu.
Má segja að hann hafi, með aðeins
einni undantekningu, varið þau
Hörður Kristinsson sleppur á
milli landsliðsmannanna
Páima Pálmasonar og Péturs
Jóhannessonar og skorar.
Lengst til hægri er Hörður
Harðarson, mjög efnilegur ný-
liði f Armannsliðinu, — hann
lék áður með liði Breiðabliks f
2. deild.
jr
Uthaldið brást Armenningum
— sem höfðu lengi yfir í leiknum við Fram
skot Framara, sem mögulegt var
að verja, og tvívegis í leiknum
varði hann vitaskot. Var þessi
frammistaða Ragnars sólargeisli í
því markvarðaskammdegi sem
íslenzkur handknattleikur á nú
við að búa. Reyndar stóð Guðjón
Erlendsson sig einnig ágætlega í
marki Framara, en til þess ber að
líta að vörn Fram er tvímælalaust
góð — sennilega sú bezta hjá
íslenzku félagsliði um þessar
mundir, og munar það ekki litlu
fyrir markverði.
Ekki verður heldur annað sagt
en að Ármannsvörnin hafi staðið
sig vel í þessum leik. 1 henni var
mikill baráttukraftur og hreyf-
ing. Var það ekki fyrr en undir
lok leiksins sem hún gaf eftir,
enda sumir leikmanna Ármenn-
inga þá greinilega orðnir dauð-
þreyttir. Má vera að þeir séu ekki
allir komnir i æskilega æfingu.
Meðal þessara leikmanna var
Hörður Kristinsson, sem stóð sig
með miklum glæsibrag fyrst í
leiknum, en varð greinilega
þyngri á sér þegar leið að lokum
hans. 1 sóknarleiknum var einnig
mikill kraftur í Ármenningum,
sérstaklega í fyrri hálfleiknum,
og sáust þeir þá gera margt lag-
lega, eins og t.d. linusendingar
þær sem Hörður Kristinsson fékk
og skoraði úr, en Hörður er mjög
öruggur að grípa knöttinn.
Sem fyrr greinir var varnar-
leikur Fram betri hluti liðsins í
þessum leik, og voru þar tveir
leikmenn einkum áberandi þeir
Arnar Guðlaugsson og Björgvin
Björgvinsson. Þá komu þeir
Framhald á bls. 24.