Morgunblaðið - 08.11.1974, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.11.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1974 5 Sjötugur í dag: Halldór Jónsson Leysingjastöðum ungmennafélögunum. Hann var formaður ungmennasambands A- Hún. um skeið, eftir að starfsemi sambandsins hafði legið i dvala í nokkur ár. Sfðan hafa hlaðizt á hann flest þau félagsmálastörf í sveit og héraði, sem nöfnum tjáir að nefna, enda skal hér aðeins talið það helzta. Hann sat i hreppsnefnd um árabil og hefur verið form. búnaðarfélags mjög lengi. Hann hefur setið flesta full- trúafundi' í héraðinu í búnaðar- samtökum og samvinnufélögun- um um áratugi og átti um alllangt skeið sæti í stjórn Kaupfélags Húnvetninga. Hann á sæti í stjórn Landssambands veiðifélaga og á aðalfundum Stéttarsambands bænda. Halldór hefur starfað mikið i samtökum Sjálfstæðismanna og var m.a. i mörg ár form. kjör- dæmisráðs Sjálfstæðisflokksins i Norðurlandskjördæmi vestra. Eigum við Sjálfstæðismenn hon- um mikið að þakka fyrir störf hans á þeim vettvangi. Halldór er málsnjall maður, bæði í ræðu og riti og nýtur þar skarprar greindar, íhygli og marg- víslegrar þekkingar. Hann hefur ákveðnar skoðanir og heldur fast við þær ef í odda skerst, en reyn- ir þó oftar að laða menn til sátta um sameiginlega niðurstöðu. Hann er þrautreyndur félags- málamaður, sem mörgu góðu máli hefur lagt lið. Halldór er höfðingi heim að sækja, léttur i máli og bregður á leik í orðræðum, ef svo býður við að horfa. Hann er hagorður vel og hafa birtzt eftir hann kvæði i tímaritum. Bókasafn hans er meó því stærsta, sem sést í einstakl- ingseigu. Hann er óvenjulega víð- lesinn bændahöfðingi, sem hefur aflað sér mikillar þekkingar, ekki sízt á tungumálum, bókmenntum og sögu. Halldór hefur ekki búið einn. Kona hans, Oktavía Jónasdóttir frá Harðarnúpi, er góð kona, rausnarleg húsfreyja og víkingur að dugnaði. Þau hjónin eignuðust einn son, Jónas bónda á Leysingjastöðum, sem fórst af slysförum fyrir rúmu ári siðan. Þá þungu raun hafa þau borið með einstakri hetjulund. Þau ólu einnig upp fósturdóttur, Ástu Gunnarsdóttur, sem gift er og bú- sett í Reykjavík. Ég sendi afmælisbarninu inni- legar árnaðaróskir á sjötugsaf- mælinu og bið þeim hjónum blessunar á komandi tíð, um leið og ég þakka vináttu þeirra og tryggð við mig og mitt heimili fyrr og síóar. Pálmi Jónsson. Gjafir til elliheim- ilis á Þingeyri Samkvæmt upplýsingum Jónas- ar Ölafssonar, sveitarstjóra Þing- eyrarhrepps, hafa stórgjafir bor- izt til væntanlegs elliheimilis á þessu ári, bæði frá heimamönn- um og brottfluttum. Eru gjafir þessar f vörslu Þingeyrarhrepps. Einar Lárusson, Þingeyri, gaf til minningar um foreldra sína, Guðrúnu Helgu Kristjánsdóttur og Lárus Ágúst Einarsson. — Ólafur Jóhannesson, Hrafnistu, til minningar um foreldra og ætt- ingja, Jóhannes Bjarnason og Þorbjörgu Ólafsdóttur, Kristinn Jóhannesson, Ingibjörgu Jó- hannesdóttur og Kristjönu Ágústu Jónsdóttur. — Vagn Þor- leifsson gaf bókasafn sitt allt eftir sinn dag og hefur þegar afhent nokkuð af þvf. Ennfremur hefur hreppsnefnd Þingeyrarhrepps lagt fram álit- lega fjárhæð til sama málefnis. Þá hefur Kvenfélagið Von á Þingeyri móttekið kr. 100.000,00 sam- kvæmt ósk Guðmundar J. Sig- urðssonar, vélsmiðs á Þingeyri, er lézt á liðnu ári. Var gjöf þessi afhent nú í haust f minningarsjóð konu hans til stuðnings elli- heimilisbyggingu á Þingeyri. — H. 2Hovt)uuþInþií> margfnldar markad uðar Sjötugur er í dag einn af merk- ustu bændum Húnavatnsþings, vinur minn og fóstri, Halldór Jónsson á Leysingjastöðum í Þingi. Hann hefur víða komið viö sögu í sveit og héraði á liðnum árum og er svo enn. I þessu af- mælisspjalli verður tæpt á fáu einu af nokkru handahófi. Kynni okkar Halldórs hófust, er hann starfaði um nokkurra ára skeið, ásamt sinni ágætu konu, á búi foreldra minna og veitti því alla forsjá, meðan þau voru lang- dvölum fjarverandi. Ég var þá á unglingsaldri og á Halldóri og þeim hjónum báðum mikið að þakka frá þeim árum. Teldi ég mér sæmd að, ef á mér hefði sannazt hið fornkveðna, að fjórð- ungi bregói til fósturs. Víst er, að störf öll voru unnin af kostgæfni- meó þeim hætti, sem bezt var talið gegna fyrir foreldra mína. Mynduðust á þeim árum vináttu- tengsl milli fjölskyldnanna, sem ekki hafa rofnað síðan. Halldór hóf búskap á eignar- jörð sinni, Leysingjastöðum, vorið 1946. Vann hann þegar á fyrstu búskaparárunum stórvirki í rækt- un og byggingum, og breytti jöró- inni í stórbýli, enda Iandkostir góðir. Hann er búfræðingur frá Hvanneyri og virðist sem eðli ræktunarmannsins hafi verið runnið honum í merg og blóð. Auk ræktunarumsvifa á jörð sinni starfaði hann á fyrri árum mikið að jarðræktarframkvæmd- um í héraðinu með verkfærum þeirrar tíðar. Honum er lagin sér- stök álúð í samskiptum við skepn- ur og hefur leyst margan vanda með kunnáttu sinni i dýralækn- ingum áður en lærðir menn komu til sögu í þeim efnum. Fyrstu félagsmálastörf Halldórs munu hafa verið unnin í Þettaeru Tvær gerðir af mörgum úr okkar frábæru jakka- og fatalínu — Margar efnisgerðir og litir: Einnig viljum við vekja athygli á okkar gífurlega buxnaúrvali úr terelyne & ull flaueli — denim (bæði burstuðu og óburstuðu) og tweed. Mörg snið og mjög fallegir litir. Tókum upp í gær: KVENPEYSUR í FJÖLMÖRGUM GERÐUM □ HERRAPEYSUR — MJÖG FALLEGAR □ HERRASKYRTUR OG BINDI □ LEÐURJAKKAR Á DÖMUR OG HERRA □ BOLI □ MJÓ BELTI □ HERRAVESTI O.M.FL: OPIÐ Á MORGUN — LAUGARDAG til kl. 12 í öllum verzl. okkar LÆKJARGÖTU 2 SÍMI 21800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.