Morgunblaðið - 21.12.1974, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1974
3
— Miklir mannskaðar
Framhald af bls. 1
að bræðslu Síldarvinnslunnar.
Samkvæmt upplýsingum Ásgeirs
Lárussonar, fréttaritara Mbl. í
Neskaupstað, má áætla svæðið um
800 til 900 metra breitt. Féll það
yfir eitt íbúðarhús, frystihúsið og
sfldarbræðsluna, en á öllum þeim
stöðum urðu mannskaðar. Einnig
gjöreyddi snjóflóðið bifreiðaverk-
stæði Eiríks Asmundssonar, en í
þvf var einn maður, þegar ósköp-
in dundu yfir, sonur Eiríks, Ás-
mundur, en hann bjargaðist með
undraverðum hætti, svo sem
greint er frá á öðrum stað í blað-
inu.
Á svæðinu, sem snjóflóðið féll
á, var eitt íbúðarhús og tók snjó-
dyngjan það með sér, en það var
kjallari, hæð og ris. I risi hússins
var ung kona með barn. Þau fund-
ust í flaki hússins, sem borizt
hafði niður að sjó, konan mikið
slösuð, en barnið svo til óskaddað.
Konan liggur í sjúkrahúsinu. Á
hæð hússins bjuggu hjón með
tveimur sonum sinum. Konan var
ein heima með börnunum og
grófust þau öll í flóðið. Þau
fundust fljótlega eftir að
björgunarflokkar hófu leit og eru
öll látin. Þá var kona við vinnu í
húsinu. Hún fannst látin í braki
þess. I steinsteyptum kjallara
hússins var maður. Hann meidd-
ist ekki og tókst honum að komast
út um kjallaraglugga og grafa sig
út úr fönninni.
Næsta hús fyrir vestan þetta
var bifreiðaverkstæði Eiríks Ás-
mundssonar, sem var nýreist. Þar
stóð einnig annað hús, sem bar
nafnið Skuld. Einn maður var í
verkstæðinu, sem áður er getið,
og bjargaðist hann. Þar rétt hjá
stóð einnig jarðýta, sem maður
var að vinna við. Sá maður hafði
ekki fundizt í gærkvöldi, en ýtan
barst niður að sjó og var brotin
mjög.
Snjóflóðið skall á frystihúsinu,
sem var mjög mikið hú^fjögurra
hæða. Þar voru menn að vinna við
frystingu, alls 5 að tölu. Einn
þeirra var lokaður inni í frysti-
klefa, en var bjargað þaðan
Framhald á bls. 23
Á myndinni sést sfldarverksmiðjan f Neskaupstað, þar sem manntjónið varð mest.
Menníöndvegi
Hallgrímur
Pétursson
Sálin í útlegð er
æ meðan dvelst hún hér
f*í" ý*f
'*fr~
Höfundur Passíusálm-
anna hefur um aldir
tryggt sér það öndvegi í
hjörtum trúaðra og
þeirra er list unna sem
óbrotgjarnt mun standa,
meðan til er leitandi sál
sem íslenskt mál skilur.
Sjálfur skrifaði Hallgrím-
ur Pétursson: Það verður
dýrast sem lengi hefur
geymt verið og gefur
tvöfaldan ávöxt á
hentugum tíma frambor-
ið, sagði Markús Varro.
Bókin um Hallgrím
Pétursson er ÖND-
VEGISBÓK.
Gott er að geta gefið
góða gjöf.
ísafoldarbók er góð
bók.