Morgunblaðið - 21.12.1974, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 21. DESEMBER 1974
Fa
j 7 ///#. «/./ /r. i v
'aiah:
22-0*22*
RAUÐARÁRSTÍG 31
LOFTLEIÐIR
BILALEIGA
CAR RENTAL
21190 21188
Lausn
skipstjórans
Hentugasti dýptarmælirinn fyrir
10—40 tonna báta, 8 skalar
niður á 720 m dýpi, skiptanleg
botnlína, er greinir fisk frá botni.
Dýpislína og venjuleg botnlína,
kasetta með 6" þurrpapplr, sem
má tvlnota.
SIMRAD
Bræðraborgarstíg 1,
s. 14135 — 14340.
Verð frá
4485,-
L AUGAVEG 13
Stundum með
og stundum móti
Það vakti verðskuldaða at-
hygli f þingsölum, er Ragnar
Arnalds, þingmaður Norður-
landskjördæmis vestra, snerist
gegn frumvarpi til iaga um
happdrættisiðn til Norður- og
Austurvegar. Að vfsu sagðist
þingmaðurinn ekki vera á móti
þessari vegagerð sem slfkri, en
mælti hart gegn þeirri fjár-
öfiunarleið, sem hún byggist á.
Röksemdir þingmannsins gegn
þessari þörfu framkvæmd f
þágu landsbyggðarinnar, ekki
sfzt Norðlendinga, vóru þær, að
lánsfjármagn þetta væri það
dýrt, að arðsemi framkvæmdar-
innar samsvaraði ekki stofn-
kostnaðinum. Hann væri þvf
eindregið andvfgur þessari
f járöflunarleið.
Arðsemissjónarmið hefur
ekki fyrr vcrið f gunnfána
þessa andófsmanns norð-
lenzkra hagsmuna og f tvfgang
hefur hann nýverið samþykkt
sams konar fjáröflunarleið til
vegar yfir Skeiðarársand og
Djúpvegar, sem hvorttveggja
virðist f nægjanlegri fjarlægð
frá umbjóðendum hans.
Arðsemi fram-
kvæmdar öruggt
1 umræðum á Alþingi kom
glöggt fram það álit sérfræð-
inga, að umferð um Norðurveg
væri það mikil að framkvæmd-
in teldist arðsöm. Með hliðsjón
af ört vaxandi kostnaði f vega-
gerð mætti ætla, að kostnaður
yxi hraðar en sem næmi verð-
tryggingu lánsfjár til fram-
kvæmdanna. Slfkri vegagerð
fylgdi verulegur sparnaður í
vegaviðhaldi og snjóruðningi.
Talið væri að það kostaði 6—10
krónum minna á ekinn kfló-
metra að aka varanlegan veg en
núverandi landsbyggðarvegi, f
minna bensfni, minna viðhaldi
og sliti bifreiða. Og gagnsemi
slfkrar vegargerðar fyrir nú-
tfma atvinnu- og þjóðlffshætti
væri erfitt að reikna til f jár.
Þær vegaframkvæmdir, sem
hér um ræðir, eru eitt stærsta
hagsmunamál landsbyggðar-
fólks í dag, liður f framkvæmd
byggðarstefnu, og vekur þvf
andóf Ragnars Arnalds athygli
um land allt. — Skoðanaágrein-
ingur um fjáröflunarleið kann
að eiga rétt á sér, en naumast
hjá manni, sem telur hana við-
eigandi sunnan jökla og vestur
f Djúpi en óhafandi þar sem
vötn falla f norður.
önnur lánsf jármögnun til
slfkrar vegagerðar, erlent lán,
er lfka, þegar grannt er skoðað,
verðtryggt (gengistryggð). Og
vissulega er frjáls fjármögnun
borgaranna í vegagerð við-
feldnari leið en skattheimta.
Framkvæmd, sem þjónar á
löngum tíma, jafnvel kynslóð-
um, má gjarnan dreifa kostn-
aðarlega á allnokkurt árabil.
Að hefna þess
á Alþingi, sem
hallaðist í héraði
Þessi viðbrögð formanns Al-
þýðubandalagsins eru Norð-
lendingum engan veginn ný, né
koma á óvart. öll vinstri-
stjórnarárin sóttu Norðlend-
ingar hart á úrbætur f orkumál-
um, en þeir, rétt eins og Aust-
firðingar, búa við óverjandi
orkuskort. Þá, f upphafi vinstri
stjórnar, vildu Norðlendingar
virkjanir f landsfjórðungnum
— og samtengingu landshlut-
anna f kjölfar nýrra raforku-
vera heima f héraði. Ragnar
Arnalds mótaði gagnkvæma
stefnu: fyrst „hundinn“ að
sunnan, sfðan mátti huga að
valkostum f virkjunargerð hjá
umbjóðendum hans. En
hvorugt kom! „hundurinn" eða
heimavirkjun. Það þurfti nýja
stjórn til að móta eitthvað já-
kvætt f raforkumálum norðan
og austan.
Hvað liggur til grundvallar
slfkri afstöðu hins norðlenzka
þingmanns? Getur verið að af-
staða hans mótist ekki af mál-
efnunum sjálfum, heldur þvf,
hverjir standa að þeim, hverjir
frumvörpin flytja? Hversvegna
er hann þeim verstur, er hann
þykist unna mest? Eða á að
hefna þess á Alþingi, sem hall-
aðist f héraði?
18 nemendur í Lyfjatækniskólanum
I V t' I 4 T /L' I V ólonn onnÁi nn • •• X 1 .1 ...JG •»! A
LYFJATÆKNISKÖLI lslands
var settur f fyrsta sinn f haust
og eru nemendur 18 talsins.
Ennfremur er nú við skólann
námskeið fyrir starfsfólk lyfja-
búða, sem hlotið hefur nokkra
undirstöðumenntun á þessu
sviði áður.
Axel Sigurðsson, sem hefur
verið ráðinn skólastjóri við
s„ólann sagði er við ræddum
við hann f gær, að lyfjatæknar
yrðu útskrifaðir eftir þriggja
ára nám, sem væri bæði verk-
og bóklegt. Að námi loknu
fengju lyfjatæknar leyfi til að
afgreiða ákveðin lyf í dreifbýl-
inu, en fyrst og fremst væri
námið hugsað til að gera þetta
fólk að góðum aðstoðarmönn-
um lyfjafræðinga. Inntökuskil-
yrði eru miðuð við gagnfræða-
próf.
Ríkið rekur skóla að öðru
leyti en þvf, að apótekarar
borga verklegt nám fyrir sitt
starfsfólk. Ákvörðun um stofn-
un þessa skóla var sett með
lögum um tæknimenntað fólk
til heilbrigðisstarfa, eins og
sjúkraliða, röngtgentækna og
þroskaþjálfa.
AUGLYSIIMGATEIKIMISTOFA
MYIMDAMÓTA
Adalstræti 6 sími 25810
20 ára afmæli Islandia
Mynd úr boðinu. Lengst til vlnstrl er frú Leena Juuranto, eiginkona
Kurt Juuranto, núverandi ræðismanns, þá Rósa Ingólfsdóttir, eigin-
kona Guðmundar 1. Guðmundssonar og loks Guðmundur.
1 TILEFNI 20 ára afmælis
félagsins Islandia f Finnlandi
hélt Guðmundur I. Guðmunds
son sendiherra boð inni f veit
ingahúsinu Royal f Helsinki 4
desember s.l. Þar voru saman
komnir rúmlega hundrað félag
ar auk annarra gesta.
Prófessor Eino E. Suolathi,
sem hefur verið formaður
félagsins frá stofnun hélt ræðu
og drap á sögu félagsins og það
helsta sem það hefur beitt sér
fyrir á þeim árum sem liðin eru
frá stofnun þess, en upphafs-
maður að stofnun þess var þá-
verandi ræðismaður íslands í
Helsinki Erik Juuranto. Sýnd
var kvikmynd frá gosinu á
Heimaey og loks flutti Guð-
mundur I. Guðmundsson ávarp,
þar sem hann ræddi um hið
góða samband milli þessara
tveggja þjóða.
Messur á morgun
Dómkirkjan. Jólaguðsþjónusta
kl. 11 árd. fyrir börn og aðra.
Lúðrasveit unglinga leikur.
Kristinn Halisson syngur með
börnunum. Stuttur helgileikur.
Sr. Þórir Stephensen.
Dómkirkja Krists konungs.
Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa
kl. 10 árd. Lágmessa kl. 2 sfðd.
Laugarnesprestakall. Engin
messa. Sóknarprestur.
Neskirkja. Helgistund kl. 2
sfðd. Æskulýðskór syngur. Guð-
björg Þorbjarnardóttir les upp.
Helga Jóhannsdóttir syngur
með undirleik Mána Sigurjóns-
sonar. Bræðrafélag Nessóknar.
Arbæjarprestakall. Barnaguðs-
þjónusta í Arbæjarskóla kl.
10.30 árd. Sr. Guðmundur Þor-
steinsson.
Hallgrfmskirkja. Jólaguðsþjón-
usta kl. 4 sfðd. Sendiherrar
Bretlands og Bandarfkjanna
annast Ritníngarlestur. Fólk af
öllum kirkjudeildum velkomið.
Dr. Jakob Jónsson.
Breiðholtssókn. Barnaguðs-
þjónusta kl. 10.30 árd. í Breið-
holtsskóla Sr. Lárus Halldórs-
son.
Digranesprestakall. Fjöl-
skyldumessa f Kópavogskirkju
kl. 2 sfðd. Skólahljómsveit
Kópavogs og helgileikur. Sr.
Þorbergur Kristjánsson.
Kársnesprestakail. Barnaguðs-
þjónusta f Kársnesskóla kl. 11
árd. Jólatónleikar Tónlistar-
skólans f Kópavogskirkju kl. 5
síðd. Sr. Arni Pálsson.
Asprestakall. Barnasamkoma
kl. 11 árd. f Laugarásbfói. Kvik-
myndasýning. Sr. Grfmur
Grfmsson.
Lágafellskirkja. Barnaguðs-
þjónusta kl. 2 sfðd. Sr. Bjarni
Sigurðsson.
Háteigskirkja Ilelgistund fyrir
börn og fullorðna kl. 2 sfðd.
Jólasöngvar — Barnakór Illfða-
skóla syngur undir stjórn Guð-
rúnar Þorsteinsdóttur. Sr. Jón
Þorvarðsson.
Fíladelfia Reykjavík. Almenn
guðsþjónusta kl. 8 sfðd. Einar
Gfslason.
Bústaðakirkja. Jólasöngvar kl.
2. Kór og hljómsveit Breiða-
gerðisskóla flytja jólalög.
Japanski guðfræðincminn
Miako Þórðarson talar. — Sr.
Ólafur Skúlason.
Garðasókn. Barnasamkoma f
skólanum kl. 11.00 árd. Sr.
Bragi Friöriksson.
Langholtsprcstakall. Barna-
samkoma kl. 10.30 árd. Sr. Ar-
elfus Nielsson. Jólasöngvar
verða æfðir kl. 2 sfðd. og eru
allir velkomnir en kór kirkj-
unnar aðstoðar og Jón Stefáns-
son stjórnar.
Keflavfkurkirkja. Jólasöngvar
kl. 2 e.h. Fjölbreytt dagskrá,
mikill söngur. — Sr. Björn
Jónsson.
Frfkirkjan. Barnasamkoma kl.
10.30 árd. Guðni Gunnarsson.
Frfkirkjan í Hafnarfirði. Guðs-
þjónusta kl. 14.00.
Hvalneskirkja. Barnaguðsþjón-
usta kl. 11 árd. Sr. Guðmundur
Guðmundsson.
Utskálakirkja. Barnaguðsþjón-
usta kl. 11 árd. Sr. Guðmundur
Guðmundsson.
Grensáskirkja. Barnasamkoma
kl. 10.30 árd. Sr. Halldór S.
Gröndal.
Hafnarfjarðarkirkja. Barna-
guðsþjónusta kl. 11 árd. Messa
kl. 2 sfðd. Minnst 60 ára afmæl-
is kirkjunnar. Sr. Garðar Þor-
steinsson.