Morgunblaðið - 21.12.1974, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 21.12.1974, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1974 FYRIR árið 1922 var sjúkdóms- greiningin „sykursýki" sama og dauðadómur. En það ár var insúlín framleitt I fyrsta sinn, og slðan hefur þessi hormón bjargað lifi óteljandi fjölda manna. Hins vegar er einnig unnt að nota insúlinsprautuna sem morð vopn, og það uppgötvuðu menn ekki fyrr en 1957. Siðan hafa komizt upp fjölmörg slik morð. Þegar þetta er skrifað var síðasti insúlinmorðinginn 34 ára hjúkrunarkona. sem dæmd var í ævilangt fangelsi i Englandi. Hún hafði drepið áttræða konu, alvarlega sjúka, sem var i gæzlu hennar á sjúkrahúsi. Hún var einn- ig grunuð um að hafa gefið um tiu öðrum sjúklingum of stóran skammt af insúlíni, og þeir létust einnig ÁHRIF INSÚLÍNS. Insúlin myndast í briskirtlinum. Það fer út i blóðið og temprar sykurinn (glúkósuna) i þvi, þannig að magnið er að meðaltali 80—120 milligrömm i hverjum 100 milliltrum blóðs. Sykursýkissjúklingar þjást af insúlínskorti. Þvi kemst sykurinn i blóðinu á sjúklegt stig, ef sjúkling- arnir fá ekki insúlín með spraut- um. Ef sykursjúk manneskja fær of mikið insúlin, fær hún insúlin- áfall. Það lýsir sér með þreytu. uppköstum. svita, skyndilegum slappleika og að lokum meðvit- undarleysi. í alvarlegustu tilvikum getur þetta leitt til dauða, ef sjúkl- ingurinn kemst ekki undir læknis- hendur. Fái heilbrigð manneskja insúlínsprautu er henni hættara við insúlináfalli en sykursjúkri, þar eð aukasakammtur bætist við það insúlin, sem briskirtillinn framleið- ir. Þar fyrir utan verða einkennin alvarlegri en hjá sjúklingi, sem er vanur að fá insúlin. FYRSTA MORÐIÐ Þar eð insúlín er efni, sem fyrir er i líkamanum og því erfitt að úrskurða hvort látinn maður hafi fengið of stóran skammt af þvi. hlýtur insúlinsprautan að teljast tilvalið morðvopn. Samt sem áður eru aðeins 1 7 ár sfðan upp komst um fyrsta insúlinmorðingjann. Það kann einmitt að sýna hversu „happileg" þessi morðaðferð er! Morðinginn var 38 ára hjúkrunarmaður sem starfaði við St. Luke's Hospital í Huddersfield á Englandi. Aðfararnótt 4. mai 1957 hringdi hann upp hjá ná- grönnum sinum og sagði konu eftir ERIK MÚNSTER það honum á óvart, að náttföt Barlows voru alveg þurr, og að ekki var vatn á gólfinu eða á veggjum baðherbergisins. Réttarlæknirinn, dr. David Price, var tilkvaddur, og sagði hann fátt benda til, að eiginmað- urinn hefði reynt blástursaðferð- ina. Í eldhúsinu fann lögreglan tvær sprautur, og var önnur þeirra blaut. Barlow sagðist hafa fengið sér pensilinsprautur sjálfur af þvi að hann hefði igerð. Hann neitaði að hafa gefið konu sinni sprautur. Kl. 5.40 um morguninn var likið krufið af dr. Price. Öll liffæri voru með eðlilegu móti og ekkert benti til sjúkdóms. í móðurlffi var um tveggja mánaða gamalt fóstur, og virtist það einnig vera eðlilegt. Price fann engin merki eftir sprautur á húð frú Barlows. STÆKKUNARGLERIÐ. Næstu daga á eftir fór fram nákvæm könnun á hugsanlegri eitrun allra stærstu liffæra og vefja, en allt kom fyrir ekki. i sprautunum fannst ofurlftið af pensflini, sem kom heim og saman við upplýsingar Barlows. 8. mai notaði dr. Price sterkan Morð með ínsúlínsprautum sina hafa veikzt i baðkerinu. Þeir hringdu á lækni, og þegar hann kom á vettvang fann hann Elizabeth Barlow, 30 ára að aldri, látna f tómu baðkerinu. DAUOINN j BAÐKERINU Barlow skýrði svo frá, að kona hans hefði farið snemma i rúmið af þvi að henni hefði liðið illa. Um það (eyti hefði hún kastað upp. Þegar hann hefði sjálfur farið i háttinn hefði hún kvartað yfir miklum svita, og sagzt ætla i bað. Hann sofnaði en vaknaði rétt fyrir kl. 11 um kvöidið og fann hana drukknaða i baðkerinu. Fyrst reyndi hann að taka hana upp úr baðkerinu, en þar eð hún var of þung, tæmdi hann baðkerið og reyndi blástursaðferðina. Læknirinn tók eftir þvi, að Ijós- op augans var óvenjulega mikið opið, og fannst allar kringumstæð- ur látsins svo sérkennilegar, að hann gerði lögreglunni viðvart. ÞURRU NÁTTFÖTIN. Þegar Naylor. lögregluforingi, kom skömmu siðará staðinn, kom lampa og stækkunargler við að fara gaumgæfiiega yfir alla húð hinnar látnu. Eftir tveggja tima vinnu fann hann tvö örsmá sár á vinstri og hægri rasskinn — sem gátu stafað af sprautum. Þetta hafði ekki fundizt við fyrstu yfir- ferð vegna óhreininda. Með varúð skar dr. Price gegn- um húðina á þessum tveimur stöð- um niður i fitu- og vöðvavefina. Þar fann hann smábólgur, sem eru merki þess, að hin látna hefði verið sprautuð. HVAÐA EITUR7 Allt benti nú til þess, að Barlow hefði gefið konu sinni sprautur með einhverju efni, sem gæti ver- ið tengt dauða hennar. Dr. Price skar vefjabitana með sprautu- stungunum og setti þá í frysti til geymslu fyrir frekari rannsóknir. Þrátt fyrir það, að ekki hefði fundizt eitur annars staðar I likam- anum, kynnu að vera sneflar af því á sprautustöðunum. En vefja- sýnin voru svo lítil. að menn gátu ekki leyft sér að setja þau i hinar og þessar eitrunarrannsóknir. Finna varð rétta stefnu fyrir rann- sóknina. GÖMUL GREIN. Barlow hafði sagt, að kona sin hefði sagzt slöpp. hefði svitnað og kastað upp kvöldið, sem hún lézt. Ýmsir sérfræðingar i læknisfræði, sem spurðir voru álits, voru sam- mála um, að þetta gæti verið merki um of litinn sykur i blóðinu. Á móti þessu mælti hins vegar blóðsýni úr hægra hjartahólfi liks- ins, sem hafði 210 milligrömm i hverjum 100 millilitrum blóðs. Blóðsykurinn var þvi of mikill, en ekki öfugt. Réttarlæknarnir fundu Blóðsykurinn er mældur með þvl að tekið er sýni úr éyranu. við frekari eftirgrennslan grein frá árinu 1940, sem skýrði frá þvi að nokkrir visindamenn hefðu tekið blóðsýni úr hjörtum 38 nýlátinna sjúklinga, sem ekki voru sykur- sjúkir. Þeir sýndu öll óvenjulega mikinn blóðsykur. Höfundar greinarinnar skýrðu þetta með þvi, að lifurin, sem er aðalsykurgeymsla líkamans, send- ir á dauðastundinni siðustu sykur- birgðirnar út í bióðrásina, og þær nái inn i hægra hjartahólf áður en hringrás blóðsins stöðvast. TILRAUNIR MEÐ MÝS. Blóðsykurmagnið i hjarta frú Barlow benti því ekki gegn insúlinmorði, og grunurinn óx þeg- ar lögreglan komst að þvi, að Barlow hafði eitt sinn sagt við starfsbróður sinn, að með insúlini væri unnt að f remja hið fullkomna morð. Menn þekktu ekki þá efnafræði- legar aðferðir til að sanna tilvist insúlins i vefjasýnum. Þess vegna varð að reyna að finna insúlin í húð frú Barlow með liffræðilegum tilraunum, þ.e. með tilraunadýr- um. Fyrst var sprautað insúlini i mis- miklu magni inn i mýs, og athugað einkenni insúlináfalla þeirra. Sið- an var smábútum vefjasýnanna úr húð frú Barlow sprautað inn i mýsnar. Þetta gaf alveg sömu sjúkdómseinkenni. Tilraunin var siðan endurtekin á marsvfnum og rottum með nákvæmlega sama árangri. Ef hins vegar vefjasýnin fengu pepsinmeðhöndlun áður, komu ekki fram einkenni of mikils insúlinsmagns hjá dýrunum. Við erum með pepsin i magasafanum, og það er þetta enzým, sem hefur þau áhrif, að insúlin virkar ekki þegar það er tekið inn gegnum munninn. HANDTAKAN. Enn fleiri tilraunir voru gerðar, sem bentu til, að það hlyti að vera insúlin f litlu sárunum f húð frú Barlows. Að endingu voru menn svo vissir f sinni sök, að lögreglan handtók Barlow. Fyrst neitaði hann að hafa gefið konu sinni sprautu, en eftir nokkra daga viðurkenndi hann að hafa gert það. Hins vegar sagði hann, að efnið hefði verið ergometrin og tilgangurinn hefði verið að fram- kalla fósturlát. Þessari staðhæf- ingu var unnt að visa á bug þegar i stað, þar eð þetta efni hefði fund- izt I þvagi hinnar látnu. Barlow kom fyrir rétt og var ákærður fyrir morð á konu sinni með isútíni. Hann neitaði blákalt. En hann var engu að síður dæmd- ur sekur. Dómarinn, sem dæmdi fyrsta insúlinmorðingjann i ævilangt fangelsi, sagði við það tækifæri: „Þér eruð fundinn sekur um blá- kalt, grimmilegt, gaumgæfilega skipulagt morð, sem aldrei hefði komizt upp ef ekki hefði komið til óvenjulega mikil visindaleg og lögregluleg athugun." Frímerkja verðlistar Hingað til lands hafa nú borizt flestallir erlendir alþjóða- frimerkjaverðlistar ársins 1975, og virðist svo sem verðbreytingar á frimerkjum hinna ýmsu landa séu frekar litlar. Þó er þvi ekki að neita, að nokkur islenzk frímerki hafa hækkað I verði frá fyrri skráningum, en það eru þá helzt hinar eldri útgáfur, t.d. þau frí- merki, sem út voru gefin fyrir árið 1940. Nokkrar verðbreytingar hafa átt sér stað í franska verðlist- anum Yvert & Tellier á islenzkum frimerkjum, en ef litið er yfir sænska Facit-verðlistann, þá má með sanni segja, að þar hefur skráning íslenzkra frimerkja farið heldur hækkandi frá þvi sem var, þegar miðað er við, að nú er verð- skráningin án söluskatts i Sviþjóð, en söluskattur af frimerkjum var afnuminn þar fyrir nokkru. Hér á landi nota frimerkjasafn- arar mikið þá verðlista, sem gefnir eru út I Reykjavik, þ.e. íslenzk frimerki, sem Isafoldarprent- smiðja gefur út árlega, og verð- 1975 lista sem gefinn er út af K. Árdal og nefndur er íslenzki frimerkja- verðlistinn. Hins vegar eiga margir frimerkjasafnarar skiptivini erlendis. og eru þá i flestöllum tilfellum notaðir erlendir verð- listar i þeim skiptum En þeim, sem slík skipti stunda og eigi hafa eignazt þessa nýju erlendu fri- merkjaverðlista, ef til vill vegna þess, hve dýrir þeireru, skal á það bent. að i skrifstofu Félags frf- merkjasafnara að Amtmannsstíg 2, liggja þessar bókmenntir frammi til afnota á miðvikudögum kl. 17—19, svo og erlend frí- merkjatimarit, þar sem margan fróðleik um frimerki og söfnun þeirra er að finna. NOKKRAR RÁÐLEGGINGAR FYRIR FRÍMERKJASAFNARA, SEM ERU BYRJENDUR Það sem mestu máli skiptir i frimerkjasöfnun, er smekkiegur frágangur á merkjunum, þegar þeim er raðað i frimerkjaalbúmið Svo skal auðvitað einnig varast að safna frímerkjum, sem að ein- hverju leyti teljast gölluð vegna þess, að þau eru öllum verðlaus. Mjög dökkir póststimplar á fri- merkjum eru t.d. illa séðir i söfn, og vandlátir safnarar vilja helzt ekki frímerki I söfn sin, sem stimpluð eru I póststimplunar- vétum vegna þess, að hand- stimpluð frimerki eru ávallt smekklegri, þegar þau eru komin f frimerkjaalbúmið. Ungum söfn- urum og byrjendum skal á það bent, að nota ekki límmiða (hengsli) á ÓNOTUÐ frímerki. eftir JÓNAS HALLGRÍMSSON þegar þau eru látin i albúm, þvi að límmiðarnir skerða þá verðmæti frtmerkisins. Er ráðlegast að nota klemmuvasa fyrir einstakt merki eða albúm. sem eru með inn- greyptum hólfum, en hlutir þessir ásamt öðrum hjálpargögnum við söfnun frimerkja fást i öllum fri- merkjaverzlunum landsins. Það er einnig mjög algengt, að byrjendur noti innstungubækur, meðan söfn þeirra eru i mótun. Varðandi söfnun á íslenzkum fri- merkjum byrja safnarar nú á dögum að safna frimerkjum þeim, sem út hafa verið gefin frá stofn- un lýðveldis á jslandi, þvi að það má telja I of mikið ráðizt að ætla sér að safna öllum frimerkjum, sem út hafa verið gefin frá þvi, að fyrst voru gefin út frimerki hér á landi árið 1873, vegna þe>s að fjöldi frimerkja frá fyrri árum kosta stórfé. En það eru til þeir möguleikar, ef safnarar eiga mikið magn af frimerkjum siðari ára, að skipta þeim t.d. hjá frimerkjakaup- mönnum hér eða erlendis. Á þann hátt geta þeir ef til vill eignazt frimerki af eldri árgöngum. Ég minnist þess, þegar ég byrj- aði frimerkjasöfnun árið 1924, að þá var hér i borginni vísir að fri- merkjaverzlunum, sem höfðu til Nýju Færeyjarfrimerkin. Hér birtist mynd af nýju 5 aura frímerki, sem út kemur 30. janúar nk., og er eitt þeirra fjórtán frímerkja, sem út verða gefin i Fær- eyjum þennan dag. sölu frimerki, aðallega erlend, sem raðað var upp í þar til gerðar smábækur (úrvalshefti). En pen- ingaráð voru ekki mikil hjá ungl- ingum þeirra tima, og verð þess- ara frimerkja var heldur ekki hátt, t.d. var mikið af merkjunum verð- lögð á 2 aura og uppí 15 aura stykkið. Ef unglingur eignaðist 1—2 krónur var farið vestur i gamla Stýrimannaskólann, en þar bjó Baldvin Pálsson Dungal, sem þá var byrjaður að höndla með frimerki og siðar varð þekktur frf- merkjakaupmaður hér og erlendis. Fyrir 1 — 2 krónur gat hinn ungi safnari, sem lagði leið sina til Baldvins, oft eignazt frímerki i safn sitt. og jókst ánægjan með hverju nýju frfmerki, sem við bættist i safnið. Þótt verð þessara frimerkja væri ekki mikið á þess- um árum. þá er það nú svo, að núna eru mörg þeirra töluvert verðmæti, og séð hefi ég söfn, sem hér eru I eigu manna, er snemma byrjuðu þessa vinsælu tómstundaiðju af litlum efnum, sem nú eru orðin mjög verðmæt. Af þessu má þvi sjá, að frimerkja- söfnun getur verið arðvænleg, og svo er þess einnig að gæta, að fyrir unga og aldna er mikinn fróð- leik að finna af myndskreytingum frimerkja. þvi að mörg þeirra segja oft hluta af sögu þjóðanna. Það er þvf ábending til ungs fólks, að halda saman öllum frimerkjum, því að þau geta myndað byrjun að góðu frimerkjasafni með tið og tima. Frimerkjaþáttur þessi mun við og við reyna að miðla yngri les- endum og byrjendum I frímerkja- söfnun ábendingum og fróðleik um ýmis efni, eins og getið var um, þegar þátturinn hóf göngu sina hér á blaðinu. Einnig eru aðsendar greinar og fyrirspurnir varðandi f rimerkjasöfnun ávallt vel þegnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.