Morgunblaðið - 21.12.1974, Síða 23

Morgunblaðið - 21.12.1974, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1974 23 Pólitísk ofbeldisverk í Argentínu: 191 hefur far- izt á 5 mánuðum Norðfjörður er fjörðurinn til hægri og sést Neskaupstaður f útjaðri myndarinnar. Heilisfjörður er til vinstri, en myndin er tékin af Sandfelli. — Ljðsm. Bj. Björnsson. — Miklir mannskaðar Buenos Aires, 20. des. Reuter. OFBELDISVERK af pðiitfskum toga ollu dauða fimm manns f Argentfnu f gær, særðu einn og Ieiddu til handtöku 19 manna. Gððar heimildir herma að lög- reglu- og hersveitir hafi barizt við vinstrisinnaða skæruliða náiægt borginni Santa Fe. Voru 19 hand- „Vers og vísur” Ljóðabók eftir Bjarna Th. Rögnvaldsson KOMIN ER út ljóðabók eftir Bjarna Th. Rögnvaldsson, og nefnist hún Vers og vfsur. I bókinni eru 10 ljóð og bera þau heitin: Aðfangadagskvöld, Bæn, Hvert ætlar þú? Surtseyjar- vísa, Bros, Minning, Þú og ég og tveir hljómar, Andvaka, A Færeyjarsundum og Ólafur Lilju- rós. Bókin er 57 bls. að stærð, og gefur höfundur hana út. Ritgerðir kandídata gefnar út NVUTKOMIÐ er safn prðfrit- gerða búfræðikandfdata frá Hvanneyri vorið 1973. Safnið er f bókarformi og er þetta f fyrsta sinn, sem prófritgerðir eru gefnar út á þennan hátt. I ritinu eru fimm beztu rit- gerðir kandidata birtar í heild sinni, en þar að auki eru úr- drættir úr ritgerðum hinna sjö kandídatanna, sem prófi luku frá Framhaldsdeild Bændaskólans á Hvanneyri vorið 1973. Ritgerð- irnar fimm eru eftir Ara Teitsson, sem fjallar um Másvatn og fisk- stofna þess, Bjarna Maronsson, sem gerir samanburð á sæðingar- hrútum og heimahrútum á fjór- um bæjum í Skagafirói, Jónatan Hermannsson, sem ritar um veðurfarsleg skilyrði heyskapar, Þorstein Kristjánsson, sem fjallar um rannsóknir á gróðurfari og kali túna í Borgarfirði eystra og loks Þórð G. Sigurjónsson, en hann skrifar um fyrsta kálfs kvígur í Eyjafirði. I ritinu er að finna skrá yfir aðalritgerðir til kandídatsprófs frá Framhaldsdeild Bændaskól- ans á Hvaneyri allt frá árinu 1959. Dr. Ólafur R. Dýrmundsson yfir- kennari Framhaldsdeildar rit- stýrði útgáfunni. Ritgerðir búfræðikandídata hafa ekki til þessa verið gefnar út á prenti, en frumkvæði að útgáf- unni átti Gísli Sigurbjörnsson. Vió skólaslit á Hvanneyri vorið 1973 bauðst hann til að kosta þessa útgáfu og var boðið þegið með þökkum. Gisli hefur sem kunnugt er látið landbúnað sig miklu varða og rekur Rannsókna- stofnunina Neðri-As í Hveragerði. Á vegum stofnunarinnar hafa ýmsar visindaritgerðir verið gefn- ar út á síðari árum, t.d. um kal- rannsóknir, en einnig hefur Gisli fengið hingað til lands marga vís- indamenn til rannsókna og fyrir- lestrahalds. Ritgerðasafnið kemur út í 600 eintökum. Forráðamenn bænda- skólans kváðust hafa fullan hug á að halda þessari útgáfustarfsemi áfram. I mörgum tilvikum væri um að ræða frumrannsóknir á hinum ýmsu sviðum, sem verk- efnin taka til, og þvi kærnu rit- gerðirnar að notum við kennslu. 1 Bændaskólanum á Hvanneyri eru nú alls 60 nemendur, auk þess sem 17 eru utanskóla. Þar af eru 25 nemendur i búvisinda- og franjhaldsdeild, en búfræðikandí- datar næsta vor munu verða 11 talsins. teknir, og 30 til viðbótar var leitað. Verkamaður einn I grenndinni varð fyrir skoti og særðist alvarlega. Heimildir innan lögreglunnar sögðu að þrfr menn sem grunaðir voru um aðild að vinstrisinnuðum skæruliðasamtökum hefðu verið skotnir til bana f tveimur bar- dögum við lögreglu f Buenos Aires. Samtals hefur nú 191 maður beðið bana af völdum pðlitfskra ofbeldisverka f Argentfnu frá 1. júlfs.l. Slegist um bíla í Tékkó Prag, 20. desember — AP. Á MEÐAN bifreiðasölur vfðast hvar f heiminum hafa tekið geig- vænlega kollsteypu f kjölfar orkukreppunnar standa viðskipt- in f þessari grein með mesta blðma f Tékkðslðvakfu. Biðraðir tðku að myndast fyrir utan Moto- techna-bflabúðina f Prag á þriðju- dag, og f morgun biðu 200 manns eftir þvf að búðin opnaði til þess að láta skrá nöfn sfn á lista fyrir þá bfla sem fáanlegir verða fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Skiptust fjölskyldumeðlimir og vinir á að leysa menn af f biðröðinni. Að sögn blaðsins Lidova Demokracie er skortur á Skoda og Zhilugibifreiðum, en ódýrustu gerðirnar seljast á 4,500 til 5,800 dollara. Er eftirspurninni ekki nærri því fullnægt. Þá er einnig skortur á vinsælum austur- þýzkum bílum eins og Wartburg og Trabant. Aðrir innfluttir bílar eru til í meira mæli. Er gert ráð fyrir að bifreiðasölur i Tékkósló- vakíu slái öll met í ár og nemi 148.000 bifreiðum, sem er 30,000 fleiri en í fyrra. Á næsta ári er ráðgert að salan nemi 191,000 bif- reiðum. Framhald af bls. 3 ósködduðum, en maðurinn var þó talsvert langt leiddur af kulda. I svokölluðum tækjaklefa voru fjórir menn við vinnu. Einn þeirra fannst látinn, annar hefur ekki fundizt, en fundust um hálftíuleytið f gærkvöldi með lífs- marki og var vonað að þeir lifðu hörmungarnar af. I frystihúsinu hafði frystikerfi hússins skemmzt mjög og lak ammoníak út úr þvf. Gerði það björgunarmönnum mjög óhægt um vik. Þess má geta að svo fáir voru í frystihúsinu, þar eð allur afli hafði þegar verið verkaður. í fyrradag var verið að vinna afla í frystihúsinu og voru þá þar hátt á annað hundrað manns við vinnu. Gífurlegt eignatjón hefur orðið á frystihúsinu Samkvæmt upplýsingum Ásgeirs Lárussonar var hræðilegt um að litast við sfldarbræðslu Síldarvinnslunnar í gær eftir að ósköpin höfðu dunið yfir. Þar voru fimm menn við vinnu, þar af þrír í vélasai. Var þeirra allra saknað lengi vel, en fimm fundust látnir seint f gær. Allnokkru ofan við síldar- bræðsluna stóðu þrír lýsistankar og svartolíutankur, sem nýlega hafði verið fylitur með 800 lestum af olíu. Olíutankurinn barst tals- vert með flóðinu og hafði í gær- kvöldi öll olían lekið f sjó fram. Lýsistankarnir fóru allir fram með flóðinu, tveir yfir bræðsluna og var hluti eins tanksins uppi á húsinu. Er talið að einn tankur- inn hafi farið yfir húsið. Sildar- bræðslan er gjöreyðilögð og er eignatjón þar gífurlegt og reyk- háfar verksmiðjunnar hallast f allar áttir. Norðfirðingar gerðu í gær ráð- stafanir til þess að fólk’ yrði flutt úr húsum, sem stóðu þannig í bænum, að það var ekki talið öruggt, ef fleiri snjóskriður féllu. Fólkið var flutt í Gagnfræðaskól- ann og íþróttahúsið, þar sem það átti að vera í nótt. Hótelið á Norð- Morðinginn tekinn af lífi Seoul, 20. desember — NTB. KÓREUMAÐURINN Mun Se- Kwang, sem dæmdur var fyrir morðið á forsetafrú S-Kóreu i ágúst s.l., var tekinn af lffi f dag, að því er talsmaður dómsmála- ráðuneytisins í Seoul upplýsti. Hann var hengdur. I testamenti sfnu kvaðst Mun, sem var 22 ára að aldri, hafa verið heimskur að láta sig hafa að reyna að myrða forseta landsins og hann ætti ekk- ert betra skiiið en að deyja sjálfur. firði ætlaði að sjá fólki þessu fyrir mat. Einn þeirra, sem fórust, var bif- reiðastjóri, er ók starfsfólki fisk- verkunarhússins til og frá vinnu í fólksflutningabíl, 17 manna Mercedes-Benz. Hann var á ferð- inni, þegar ósköpin dundu yfir. Bflstjórinn fannst látinn f sjón- um, en fólksflutningabíll hans hvergi. Talið er að maður hafi verið með honum í bílnum og hefur hann ekki fundizt. Þess má að lokum geta, að 8 manns áttu að vera að vinna f síldarbræðslunni í gær. Maður í Neskaupstað hafði hringt í verk- stjóra bræðslunnar og beðið hann um að aðstoða sig við viðgerð á miðstöðvarkerfi húss hans. Fóru 3 menn til þess að aðstoða þennan mann. Því voru ekki allir í bræðslunni, sem þar áttu að vera, þegar flóðið hljóp fram. Þess má að lokum geta, að leitarflokkarnir leita með þeim hætti, að bambusstöngum er stungið niður i fönnina. Með þess- um hætti fundust mennirnir tveir, sem fluttir voru i sjúkra- húsið, klukkan 21.30, og enn var leitað týndra á þennan hátt í nótt. Alþingi kemur saman á ný 27. janúar nk. GEIR Hallgrfmsson, forsætisráð- herra, mælti fyrir tillögu til þingsályktunar f gær, til frestun- ár á fundum Álþingis, skv. 23. grein stjórnarskrárinnar, 20. desember (þ.e. í gær) eða sfðar, enda verði það kvatt saman á ný eigi sfðar en 27. janúar 1975. Sam- komulag var um framangreint milli allra þingflokka og þings- ályktunin samþykkt samhljóða. Ég hef verið I söfnuði f mörg ár, en óvirkur. Nú hef ég nýlega snúið mér til Drottins, og hann hefur veitt mér mikla gleði. Gætuð þér sagt mér, hvað ég get gert fyrir söfnuð minn? Það gleður mig að heyra um nýlega reynslu yðar. Já, það er dásamlegt að vera trúaður, kristinn maður. Þér eruð kristinn og þér elskið Drottin, og þvíégvissum, að það er margt, sem þér getið gert söfnuði yðar til hagsbóta. Eitt er það, að þér getið beðið fyrir söfnuði yðar á nýjan hátt og fyrir prestinum yðar. Það er áhrifa- mesta framlag yðar. Biblían segir: „Kröftug bæn réttláts manns megnar mikið“ (Jakobsbr. 5,16). Látið ekki undir höfuð leggjast að taka þátt í bænasamkomunni og annarri starfsemi safnaðarins. Hafið reglu á þátttöku yðar í guðsþjónustunni. Látið áhuga yðar á því, sém heyrir Guðs ríki til, vera öðrum til fyrirmyndar. Takið aldrei undir söguburð og bakmælgi. Spyrjið prestinn yðar, hvort það sé eitthvert sérstakt starf, sem þér getið innt af hendi, eða hvernig þér megið verða honum.að liði. Og að sjálfsögðu: Reynið að koma með þá vini yðar, sem hafa ekki tekið sinnaskiptum, i söfnuðinn, svo að þeir fái líka heyrt fagnaðarboðskapinn. Jesús vill gera yður að mannaveiðara. Nú hafið þér tekið hann um borð í bátinn yðar. Leggið þá út á djúpið og varpið netum yðar til fiskjar. HOBGQirBLAfla fyrir 50 árum Samningar hafa nú tekist milli stjórnar útgerðarmannafjel. og verkakvennafjel. ..Framsóknar'' um kaupgjald fyrir sunnudaga- vinnu á fiskþurkunarstöðvunum. Hafa aðiljar orðið ásáttir um kr. 1,25 fyrir klst. í aukavinnu og helgidagavinnu. í Olvesholti I Holtum fann maður nýlega á annað hundrað gamalla peninga I moldarflagi. Voru peningarnir umbúðalausir og dreifðir yfir ferálnarstóran flöt. Voru þetta 40 spesíur, 21 rikisdalur, 30 hálfir dalir og 24 skildingamyntir. Yngsta myntin er frá árinu 1 828. LaxveiðafjelagiS hjer hefir gert 3500 kr. tilboð í veiðirjettinn í Elliðaánum. Rafmagnsstjórnin hefir samþykt að leigja fjelaginu árnar, ef það vill greiða 4000 kr. auk vörslu. 500 krónur hefir rafmagnsstjórnin samþykkt að greiða Margrjeti á Árbæ fyrir jarðrask og átroðning vegna rafveitunnar. Svartur ullarsokkur fanst á götu í gær. Vitjist til A.S.Í. Barnavagn óskast leigður. A.S.Í visar á.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.